Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480. I' fréttabréfi Kjararann- sóknanefndar, október- hefti 1977, segir m.a.: „Kaupmáttur tímakaups verkamanna óx á árinu 1972 um 17.4%, miðað við vísitölu framfærslukostn- aðar, en verulegur hlutur kaupmáttaraukningarinn- ar, eða 10.5%, er til kom- inn vegna vinnutímastytt- ingar 1. desember 1972. 1973 hélzt kaupmátturinn svipaður og 1972.“ — Enn- fremur: ,,í samanburði á kaupmætti fyrir og eftir 1. ársfjórðung 1972 skal undirstrikað, að hér er um að ræða kaupmátt tíma- kaups og verkar því vinnu- tímastytting til hækkuna'r, sem ekki hefði verið ef miðað hefði verið við viku- kaup.“ Þetta þýðir með öðrum orðum það, að kaup- máttaraukning frá ársbyrj- un 1972 til ársloka 1973, eða á tveggja ára tímabili hagstæðustu viðskipta- kjara þjóðarinnar fyrr og síðar, var, að frádreginni vinnutímastyttingu, ná- lægt sjö af hundraði. Hins vegar hækkaði kaupmáttur allnokkuð fyrst í stað, eftir kjara- samninga í ársbyr'jun 1974, en lækkaði síðan verulega milli áranna 1974 og 1975 og enn nokkuð milli áranna 1975 og 1976. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að kjarasamningarnir í árs- byrjun 1974 vóru óraun- hæfir, miðað við þær þjóðartekjur, sem þá vóru fyrir hendi, sem og rekstrarstöðu atvinnu- greina þjóðarbúskaparins. Þetta viðurkenndi vinstri stjórnin í raun, bæði með því að lækka gengi íslenzku krónunnar verulega, til að rétta hlut útflutningsfram- leiðslunnar, og með því að rjúfa tengsl verðlags og kaupgjaldsvísitölu, sem gekk þvert á þá gerða kjarasamninga. í kjölfar þessara kjarasamninga, sem og innlendrar og inn- fluttrar verðlagsþróunar, óx verðbólguvöxtur um 53% á ársgrundvelli, og hefur ekki orðið meiri, hvorki fyrr né síðar. Ekki þarf aö tíunda hér þau áföll, sem íslenzkur þjóöarbúskapur varð fyrir á árunum 1974 og 1975, sem vóru hliðstæð þeim, er urðu á árunum 1967 og 1968, og höfðu að sjálf- sögðu óhjákvæmileg áhrif til lækkunar á þjöðartekj- um, almennum lífskjörum og kaupmætti launa. Það vóru afleiðingar óðaverð- bólgunnar 1974, verulegs halla í ríkisbúskap, vax- andi viðskipta- og greiðslu- halla viö útlönd, uppurinna gjaldeyrisvarasjóða, vax- andi erlendrar skuldasöfn- unar og utanaðkomandi á- falla, sem núverandi ríkis- stjórn tók við í upphafi fer- ils síns. Þessi vandi hefur bundið hendur ríkis- stjórnarinnar fram á þenn- an dag, þó nú sjái fyrir enda á hluta þeifra vanda- mála. í stefnuræðu Geirs Hall- grímssonar, forsætisráð- herra, sem hann flutti sl. fimmtudag, leggur hann áherzlu á þann árangur sem náðst hafi í friðun stækkaðrar fiskveiðiland- helgi af erlendri veiðisókn; í farsælli lausn öryggis- mála þjóðarinnar; í þrenns konar árangri á sviði efna- hagsmála, þ.e. í hallalaus- um ríkisbúskap, lækkuðum ríkisútgjöldum í hlutfalli af þjóðartekjum og lækkun verðbólguvaxtar úr 53% á ársgrundvelli í 26% á miðju ári 1977. Þótt nú hafi blásið á ný í baksegl varn- araðgerða gegn óhóflegum verðbólguvexti, verður það áfram meginviðfangsefni að sporna gegn dýrtíðar- draugnum og tryggja þann kaupmátt launa, sem um hefur samizt. Þaö skiptir ekki megin máli, hver krónutala launa er, heldur að umsamin laun séu í sam- ræmi við vöxt þjóðartekna, greiðslugetu atvinnuveg- anna og hver kaupmáttur þeirra er. Forsætisráð- herra sagði orðrétt í stefnuræðu sinni: ,,Á árinu varð veruleg aukning kaupmáttar launa- taxta og tekna og hafa launþegar nú (meira en endurheimt þær rauntekj- ur, er þeir höfðu á árinu 1973, þ.e. fyrir áföllin í þjóðarbúinu. ..“ Síðar seg- ir forsætisráðherra: „Laun hækka meira en verðlag og eftirspurn fer vaxandi og því er nauósynlegt að bein- um sköttum verði beitt til að draga úr þenslunni. Hér er þess að gæta að í ár mun kaupmáttur tekna almenn- ings aukast um 8%. Hins vegar er óraunhæft að miða ekki við minni aukn- ingu kaupmáttar á næsta ári. En þó mætti ná þeim kaupmætti, sem sýndur var í tölum örskamma stund 1974 en þá var ekki grundvöllur fyrir að gæti staðizt. Munurinn er sá, að nú gæti verið von um að tryggja þennan kaupmátt í raun til frambúðar, ef hyggilega er á málum hald- ió.“ Þessi orð áréttaði for- sætisráðherra, er hann greindi frá höfuðmarkmið- um efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar, en eitt þeirra var, að „áframhald- andi kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna almenn- ings verói í samræmi við áætlaða aukningu þjóðar- tekna.“ Veruleg aukning kaupmáttar Rey kj aví kurbréf 5. nóvember. Aðhaldsstefna og skipting þjóðartekna Enginn vafi er á þvi, að aðhalds- stefna í rikisfjármáium á vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Menn gera sér grein fyrir þvi, að hallalaus rikisbúskapur er ekki einungis það að endar nái saman i ríkisfjármálum, sem út af fyrir sig er vottur góðrar bústjórnar á þjöðarheimilinu. Á þenslutímum, þegar verðbólguhömlur bresta, fjárfesting og erlend skuldasöfn- un hefur verið of ör og kaup- gjaldsliðir í ríkisbúskapnum hækka verulega, er það beinlinis ein af forsendum þess að aftur megi sigla þjóðarskútunní inn á kyrran sjó efnahagslegs jafnvæg- is og öryggis, að halda ríkisút- gjöldum innan hóflegra marka — aö þau fari ekki yfir ákveðið hlut- fall af þjóðartekjum á hverjum tíma. Það er að vísu fyrirséð, eftir gerða kjarasamninga við BSRB. að einhvers konar viðbótarskatt- heimta þarf til að koma, til að mæta stórauknum lauriakostnaði. sem og verðhækkanir ýmis konar opinberrar þjónustu bæjar- og rikisstofnana ellegar niðurskurð- ur útgjalda og samdráttur í þjón- ustu. Sú aðhaldsstefna núverandi rikisstjórnar, sem náö hafði þrennskonar umtalsveröum árangri: hallalausum rikisbúskap. stöðvun á vexti ríkisútgjalda í hlutfalli af þjóðartekjum og helmingslækkun á verðbólgu- vexti, frá því sem hann var mest- ur (54%) í endaðan feril vinstri stjórnarinnar síðari, fær nú all- snarpan mótvind um sinn. Gert er ráð fyrir að verðbólguvöxtur fari yfir 30%, á ársgrundvelli 1977 — og verði svipaður á næsta ári, þrátt fyrir ýmsar varnaraðgerðir. Engu að siður verður að setja á allar tiltækar hömlur á útþenslu rikisútgjalda, bæði í rekstri og framkvæmdum. Erlend skulda- söfnun, sem þegar tekur um fimmtung þjóðartekna í vexti og afborganir, býður naumast heim öðrum framkvæmdum en þeim, er allra brýnastar eru, eða skila sér skjótt aftur til þjóðarbúsins fyrir arðsemisakir. Hver sæmi- lega gerður maður kemst heldur ekki fram hjá þeirri áþreifanlegu staðreynd, að þeim mun meira sem hið opinbera, ríki og sveitar- félög, samneyzlan, tekur til sín af þjóðartekjum, af vinnutekjum borgaranna í einhvers konar skattheimtu, þeim mun minna verður eftir fyrir heimilin og ein- staklingana i ráðstöfunartekjur. Skipting þjóðartekna, sem mjög hefur verið á dagskrá, snýst sem sé ekki einvörðungu um átök milli einstakra þjóðfélagshópa, eins og bernsk viðhorf sums fólks gætu gefið til kynna, heldur ekki síður um það, hvað hið opinbera tekur til sin af þjóðartekjunum hverju sinni — og hvað verður eftir í ráðstöfunartekjur þjóð- félagsþegnanna. Að þeirri stað- reynd mættu stéttarfélög huga í kjaraviðhorfum sínum, jafnhliða hefðbundnum baráttuleiðum. Bundið slitlag á þjóðvegi „Blinn mældi fyrir vegi og vissi upp á hár hvar vegur ætti að koma. — Svo liðu hundrað ár.“ (D. St). Með hliðsjón af stæró lands okkar, strjálbýli þess og fámenni má segja, að þrekvirki hafi verið unnið i vegamálum þjóðarinnar á liðnum áratugum. Hitt er þó jafn- rétt að á fáum sviðum, ef nokkr- um, erum við jafn aftarlega á merinni, miðað við nágrannaþjóð- ir, og i svokallaðri „varanlegri vegagerð". Jafnvel sú nágranna- þjóðin sem smæst er, Færeyingar, hefur farið rækilega fram úr okk- ur á þessum vettvangi. Menn hafa lengi hjalað um „varanlega“ vega- gerð hér á landi. En ár og áratugir líða án umtalsverðra átaka. Þrátt fyrir nauðsyn aðhalds- stefnu og samdráttar i rikisfram- kvæmdum, hyllir nú undir stærri viðfangsefni i vegagerð en verið hefur um sinn. Þv veidur m.a. að vegagerð getur verið, a.m.k. þar sem umferðarþungi er mestur, arðbær framkvæmd, sem skilar kostnaði sinum fljótlega aftur til samfélagsins í lengri endingu ökulækja, sparnaði i viðhaldi, varahlutum, bensíni sem og minni viðhaldskostnaði vega. Ennfremur að stórátök í orkumál- um eru að baki, þann veg. að yfirfæra má takmarkaða fram- kvæmdagetu á önnur svið i bili. Tveir þingmenn úr stjörnar- flokkunum, Ólafur G. Einarsson (S) og Jón Helgason (F). hafa nú flutt tillögu til þingsáiyktunar um lagningu bundins slitlags á þjóð- vegi. Gerir hún ráð fyrir því að ríkisstjórnin undirbúi tillögur til vegaáætlana þann veg, að lagt verði bundið slitlag á helztu þjóð- vegi landsins (hringveginn og helztu vegakafla út frá honum) á næstu 10 til 15 árum. Talað er um bundið slitlag á 2140 km., eða 150—200 km. verkáfanga á ári hverju. Unnið verði að fram- kvæmdum i öllum landshlutum hvert ár, eftir þvi sem áætlun segir til um. Kostnaður greiðist úr Vegasjóði, en gert er ráð fyrir að afla fjár með almennu lánsfjár- framlagi (t.d. happdrættislánumj og erlendis frá. „Verkefnið er ekki stærra en svo að hægt er að framkvæma það," segir orðrétt i greinargerð. „Það, sem vantar, er pólitískur vilji til þess að ráðist verði í framkvæmdir með þeim hætti sem hér er lagt til Gert er ráð fyrir því i málflutn- ingi tillögumanna, að slitlagið verði lagt á vegina eins og þeir eru nú, eftir því sem fært er, þ.e. án sérstakrar endurbyggingar þeirra. Þeir kaflar veganna, sem ekki þykir fært að leggja á slitlag með þessum hætti, skulu endur- byggðir fyrir fjármagn úr Vega- sjóði, samkvæmt vegaáætlun. — Heildarlengd vega, sem falla munu undir þessa tillögu eru 2300 km. Þar af eru þegar með bundnu slitlagi 160 km. Hinsveg- ar er það álit Vegageröar ríkisins, að vegakaflar, sem lítinn undir- búning þurfi til þess að lagt verði á þá bundið slitlag, séu um 830 km. að lengd. Þessi tillaga þeirra tvímenn- inga er hin athyglisverðasta og þarf að fá vandlega meðferð Al- þingis. Uppbygging þjóðvega í snjóahéruðum Önnur lillaga til þingsályktun- ar, ekki síður athyglisverð, um að flýta upphyggingu þjóðvega í snjóahéruðum landsins, liggur nú fyrir Alþingi. Hún gerir ráð fyrir því að gerð verði áætlun um kostnað við uppbyggingu þjóð- vegakerfis í hinum snjóþyngri héruðum landsins, „með það fyrir augum að þjóðvegir um byggðir verði gerðir vetrarfærir á næstu 4—6 árum“. Enn er visað á Vega- sjóð sem kostnaðaraðila, ásamt „erlendum og innlendum lántök- um“. Flutningsmenn þessarar til- lögu eru einnig úr stjórnar- flokkunum: framsöknarmennirn- ir Ingi Tryggvason, Tómas Árna- son, Gunnlaugur Finnsson og Páll Pétursson og sjálfstæðismennirn- ir Pálmi Jónsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Sverrir Hermanns- son og Jón G. Sólnes. Flutningsmenn segja að þjöð- vegirnir séu lélegri í snjóþyngri héruðum landsins. Þar verji vegír sig viða ill-a fyrir snjó. Kostnaður við snjóruðning hafi numiö 320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.