Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 46 STJÖRNUBÍÓ: THE STREETFIGHTER. Lif- andi og sterkbyggt melodrama, þar sem að þrír harðjaxlar fá að njóta sín í klæðskerasniðnum hlutverkum. Strother Martin stingur þeim þó aftur fyrir sig. — 0 — LAUGARÁSBlÓ: SVÖRT EMMANUELLE. Hálfkáksklámmynd sem nær því einstöku sinn- um að espa taugar á áhorfandans. Þökk sé Lauru Gemser, sem ætti að gleðja auga hvers rólfærs manns. ANÆSTUNNI VI JO|{\l BIO I IIKODKS.sA III.I Að uiulanloiiiii liel’ éu ol'l \rrið spurð- ur þrirra s|iurnniuar lixorl luiið sé að s\na hérlrmlis nixndina l'IIK ODDKSSA KILK. sem h\ uuii er á samnelndri mel- sjiluhók Frederieks l ors\lhe o» konnð lielur úl í íslenski i þ\ðingu. |»að sem að umnrddri m.Mid lielur nú \erið siilll upp sem \a-nlanlegu aðdráll aral li i Sl jornuhíó. gel ég með góðri saimisku s\ arað áðurgreindri spurningu neitandi l'IIK ODKSSA FII.K lilaul góða dóma sem þrillrr. en leiksl jóri er Hoiiald \eame. ( I III l'OSKIDON \D\KV 1,1 KK> og með aðalliluOerkið l'rr Jon \ oiglll 1 Barízt með berumhnefum Stjörnubíó: The Streetfighter. (Upprunal., og í USA: Hard Times) Handrit og leikstjórn W’alther Hill. Tónlist: Barry de Voszon. Fram- leiðandi Lawrence Gordon. Dreifing: Columbia. Bandarísk frá 1975. Ekki verður annnað séð en að Walter Hill takist að skapa sér strax í upp- hafi eftirminnile; : nafn sem leikstjóra, með frumraun sinni á því sviði, THE STREETFIGHTER. Að baki á hann skamman feril sem handritahöfundur. (HICKEY AND BIGGS, sem mun vera ósýnd hérlendis, og THE GETAWAY, Sam Peckinpahs). THE STREET- FIGHTER minnir á sígildan vestra að uppbyggingu. Goðumlík hetja kemur skyndilega í bæinn, enginn veit Bronson í THE STREETFIGHTER — goðumlíkur og fámáll. hvaðan gestinn ber I hlutunum á hreint og að garði. Hann kemur I heldur síðan á braut — og eftir er aðeins þjóðsagan. THE STREET- FIGHTER ér lifandi, sterkbyggð og hnit- miðuð melodrama sem lætur lítið yfir sér og fjallar um þau viðskipti sem snerust um slagsmálaiðju og þá menn sem fram- fleyttu sér á því (á kreppuárunum í Bandaríkjunum) að ferðast um landið þvert og endilangt til þess að berjast uppá peninga eða skipu- leggja slíka veðmála- bardaga á ýmsum af- viknum stöðum eins og í vöruskemmum, á afviknum bryggju- stúfum eða verk- smiðjum — hvar sem hægt var að undirbúa slíka „skemmtun". Síðan skiptust menn I hópa og veðjuðu á vöðvafjöllin. Barist var með berum hnef- um uns yfir lauk; öll- um brögðum beitt til að sigra andstæðing- inn. Charles Bronson — harðjaxl kvikmynd- anna —, leikur hinn fámála, harðskeytta bardagamann; James Coburn fer með hlut- verk hins óáreiðan- lega umboðsmanns hans og Strother A Lawrence Goróon Production Gharles Bronson _____ James Coburn The Streetf ighter Martin er hálfruglað- ur aðstoðarmaður Coburns, eiturlyfja- neytandi sem hefur „veikleika fyrir opíum“. Hlutverkin eru sniðin fyrir þessa ágætu skapgerðaleik- ara, en það er Mártin, er einnig átti dýrðeg augnablik sem ferju- maðurinn í ROOSTER COG- BURN, sem er áber- andi bestur. Maður hefur á tilfinning- unni að á einhvern yfirnáttúrlegan hátt hafi hann getað tekið saman á sér andlitið rétt áður en fundum okkar ber saman. Hvort sem það er fyrir tilviljun eða með ráðnum hug gert, þá hljómar hann líkt og svipar mjög til Tennessee Williams. Emma stýgur trylltan dans LAUGARÁSBÍÓ: SVÖRT EMMANUELLE „Evrópumenn sem þarna búa, hafa lítið annað en slúður- sögur og ástaleiki til að drepa tímann með, og Emmanuelle er fús til að stofna til vinfengis við hvern sem er — jafnt kom- ur sem karla. Þegar henni þykir loks nóg um, snýr hún sér að myndatökuverkefn- inu. Fer hún í mynda- tökuleiðangur með Ann, en hann fer öðru vísi en ætlað er, því að í stað þess að ná myndum af villi- dýrum, taka þær nektarmyndir hvor af annarri.“ ... „og þegar dval- ist er við sjóinn um tíma, verður loft allt lævi blandið vegna innbyrðis rígs þátt- takenda...“ .. .„að hún situr af sér allar I hömlur, hefur tryllt- an dans og tekur loks þátt í kynsvalli, sem samkoman snýst uppí. . .“ Eitthvað í þessa veru er inntakið í obbanum af þeim fáránlega leirburði sem nefnist handrit „hálfkáksklám- mynda“ (softcore). Þau eru yfirleitt það kostulegt samsull að oft má brosa að vand- ræðalegum tilburð- um aðstandendanna. Kvikmyndaskóli þeirra virðist vera, þegar best lætur, hin franska, upprunalega EMMANUELLE. SVÖRT EMMANU- ELLE, má þó eiga það, að á köflum er hún næstum þvi ,,sexy“, en það er meira en hægt er að segja um flestar aðr- ar myndir af þessum uppruna. Þá einkum á myndin fyrst og fremst skilið fyrir eggjandi stripl rjóma- súkkulaðibrúns álfa- kropps sem er svo alls ^ófeiminn við hið kalda auga kvik- myndavélarinnar að sjaldan eða aldrei ku okkar óskeikula kvik- myndaeftirlit tvístig- ið jafn ótt og títt sem yfir þeim lærapolka. Laura Gemser. Púðursykur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.