Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 32
AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977 31 skipinu Le Chateaurenault. sem lá á höfninni Hin litskrúðuga fylking nam staðar á hátíðasvæðinu norðarlega á Oddeyri, þar sem reistar höfðu verið tjaldborgir. ræðustóll og danspallur. þar fóru fram ýmiss skemmtiatriði, ræður. glimur knattleikir o.fl En það sem vakti mesta athygli var sjónleikurinn Helgi magri. Leikið var i vöruskemmu Gránufélags- ins á Oddeyrartanga Séra Jónas á Hrafnagili málaði öll leiktjöld. Jón Chr Stephanson sá um alla smiði og kona hans Kristjana Magnúsdóttir saumaði búningana Framkvæmdastjóri sjýn- ingarinnar var Jakob V Havsteen og lék hann einnig eitt aðalhlutverkið Hámund heljarskinn, Páll Árdal lék Helga magra, Frú Anna Stephensen lék konu hans, Þórunni hyrnu, dætur Helga magra voru leiknar af Olgu Schiöth. Mariu og Gottfredu Jensen. Af öðrum leikendum skulu nefndir, Hallgrímur á Rifkelsstöðum. Bjarni Hjaltalín, Magnús Einarsson organisti, Davíð Sigurðsson, Páll Magnússon. Sigtýr Jónsson, Valdimar Hall- grinsson.og frúrnar Soffia Havsteen Johnsen og Rannveig Laxdal Siðast en ekki sizt skal nefna tvítugan prent- svein Friðfinn Guðjónsson sem lék Vifil þræl, og loks 10 ára telpuhnátu Mar- gréti Valdimarsdóttur, sem léku þarna sin fyrstu hlutverk og urðu siðar lands- kunnir leikarar. Þrátt fyrir hin dönsku bernskuár leik- starfsins hér i bænum er það þó ánægjuleg staðreynd og ef til vill vott- ur um þjóðlega kennd, að þau leikrit, sem mesta lofið hlutu voru bæði is- lenzk, Utilegumennirnir og Helgi magri, eftir þjóðskáldið Matthias Jochumsson, sem var hið andlega stórmenni þessa litla bæjarfélags Erlend leikheimsókn — Áhugaalda — Byggt leikhús Eftir þetta myndarlega átak virðist leiklistin nú færast allmjög i aukana og fjölmörg leikrit eru tekin til sýninga næstu árin, t d Hrekkir-Scapins. Ævin- týri á gönguför, Andbýlingarnir, Her- mannaglettur o fI Aðsókn var venjulega mjög mikil og öll tilbreyting kærkomin Árið 1895 er merkisár í sögu leiklistar hér i bæ. þvi þá kom hingað í fyrsta skipti erlendur leikflokkur, sem áður hafði sýnt i Reykjavík og á ísafirði Þetta var leik- flokkur dönsku hjónanna Edv og Olgu Jensen, ásamt C E Petersen, Þóru Hal- berg o.fl og sýndu þau hér m a För Glerdýrin 1976, Sigurveig og Saga Daggry, Elskovsdrikken, Lille Nitouche o.fl við mikla hrifningu Þegar hér var komið sögu höfðu leikendur bæjarins í þriðjung aldar leikið við hinar verstu aðstæður, m a í vöruskemmum, skólastofu. i veitinga- stofu Madömu Vilhelminu Lever, salt- húsi og sláturhúsi Nú var loks hafist handa um úrbætur og árið 1896 hófst bygging leikhúss sem vígt var þ 3. jan 1897 með viðhöfn Eigendur hússms voru Comediufélag Havsteens að Vi á móti Goodtemplurum. söngfélaginu Gigjan og bindindisfélaginu Björgin í þessu húsi var siðan leikið næstu 10 árin, og þóttu margar leiksýningar þar takast vel, svo sem Aldamótin, Drengurinn minn, og Heimkoman Síðar var hús þetta notað sem pósthús til ársins 1920, en siðar íbúðarhús unz það brann árið 1952 Leikhús þetta sem þótti hið veglegasta á sinum tima, og tók 200 manns i sæti, stóð örskammt frá núverandi leikhúsi bæjarins, norð- an og austan við götuna Hinn mikla áhuga almennings fyrir leiksýningunum má vel merkja i blaða- skrifum frá þessum tima, t d , segir svo í Stefni 11 /2 1898 „ þeir sem ekki hafa peninga mega borga inn- göngumiða með íslenzkum vörum, sem hjer eru teknar í verzlunarbúðum. svo sem prjónasaum, ull, smjöri og fleiru Forstöðunefnd sjónleikanna Þi5 munið hann Jörund, 1969—'70, Sigmundur Örn Arngrímsson, Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson. verðugra og þjóðlegra viðfangsefni, því þá voru Útilegumenn séra Matthíasar settir á svið og gleðst blað- ið Norðlingur yfir...frónsku leikend- anna, að þeir kusu þetta þjóðlega leik- rit vort til að byrja á, og hæna menn að þessari saklausu, menntandi skemmt- an ' Leiksýning þessi var hin veg- legasta hér í bæ fram til þess tíma og vakti mikla athygli, enda auglýst á kröftugan og frumlegan hátt, með því að skjóta úr fallbyssu Höphnersverzl- unar. Skothvellurinn heyrðist um allan bæinn og þustu menn nú til að ná sér i miða sem kostuðu 50 aura fyrir börn en 1 kr fyrir fullorðna Aðalhlutverkið, Skugga Svein, leik Hallgrímur Hallgrímsson frá Rifkels- stöðum, unga parið léku þau Jakob V Havsteen og Guðrún Jónsdóttir Thorlacius, Eggert Laxdal kaupmaður lék Jón sterka, en Ketill skrækur var leikinn af Andrési Árnasyni, systursyni Bólu-Hjálmars H: nn varð síðar verzlunarstjóri á Skagaströnd. Arn- grimur Gislason var fenginn til að mála leiktjöldin, og þóttu þau hin fegurstu. Leiksviðið var lýst upp með kertaljós- um og kór söng milli þátta Ýmiss leikfélög — Harðindaár Ýmsir fleiri taka nú að fást við leik- sýningar og má þar nefna skemmti- félagið „Gaman og alvara" sem var leikklúbbur og málfundafélag stofnað af skólafélögum úr Möðruvallaskóla, m a af Hannesi Blöndal, Ásgeir Sig- urðssyni og Páli Árdal sem mikið kom við sögu leiklistar í bænum Félag þetta starfaði frá 1883 -— 1886 Eftir að fyrstu góðtemplarastúkan er stofn- uð hér í bæ árið 1884, hefja templar ar leikstarsemi sína, oft undir hand- leiðslu Páls Árdals En á harðindaárum varð þó hið uppljómaða leiksvið oft að þoka fyrir erfiðleikum hins daglega brauðstrits, og Norðurljósið (P J Ár- dal) segir svo 20 des. 1886 ráðgerir félagið (Gaman og alvara) að leika Skugga Svein milli jóla og nýárs Það mun ekki laust við að sumum virðist það heldur óráðlegt að leika nú, þegar megmþorri manna er i vandræð- um með, sökum fátæktar, að veita sér helztu lífsnauðsynjar sínar' Hátíðasýningin árið 1890 vegna 1000 ára landnáms Eyjafjarðar, var ein merkasta sýningin fyrir aldamót Þá var sýndur nýr sjónleikur eftir séra Matthias og hét hann að sjálfsögðu Helgi magri. Hátíðin stóð í 3 daga og er talið að á 4 þúsund manns hafi sótt hátíðina hvaðanæva að Hún hófst með mikilli skrúðgöngu, processiu, og gekk söngflokkur Eyfirðinga fremst, síðan kom forstöðunefndin, Jakob B Havsteen, séra Matthias, Kristinn Hav- steen, Eggert Laxdal og Friðbjörn Steinsson, þá gengu amtmaður Hav- steen sýslumaður Thorarensen og yfir- menn af hinum útlehdu skipum sem hér lágu, lokst komu hinir ýmsu hrepp- ar og var borinn sérstakur fáni fyrir Margrét Valdimarsdóttir leik- kona, sem setti mikinn svip á leikhúslif Akureyringa á fyrstu árum þessarar aldar. hverrri fylkingu En yfir öllum finheit- unum drundu fallbyssuskot og sprengiskot (flugeldar) frá franska her- KIPULAGÐAR HÓPFERÐIR Öll almenn ferðaþjónusta EINSTAKLINGSFERÐIR Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.