Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 34
AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977 33 Aðganseyrir að leiknum var, betri sæti 1 kr. almenn sæti 0.75 kr og barnasæti kr 0 40 Þáttur Haralds Björnssonar Fyrsta stórverkefm félagsins var Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigur- jónsson. Samið var við frú Guðrúnu Indriðadóttur um að koma norður og leika Höllu, en fyrir það hlutverk hafði hún hlotið mikið lof bæði í Reykjavík og í Vesturheimi Frumsýningin var 21 jan. 1 922 og hlaut leikurinn hinar ágætustu móttökur Gísli R Magnús- son lék Kára, Haraldur Björnsson lék Arnes, Sigtryggur Þorsteinsson Björn hreppstjóra, en Páll Vatnsdal fór með hlutverk Arngrims holdsveika Frú Gúrún kom, sá og sigraði, því leikið var í 10 kvöld fyrir fullu húsi, en þá var hún skyndilega kvödd til Reykja- víkur, vegna sjúkleika manns hennar, Páls Steingrímssonar. Næstu þrjú árin sviðsetur Haraldur Björnsson hér 7 leikrit, sem flestöll vöktu athygli og aðdáun og var félaginu því mikill vandi á höndum er hann fór haustið 1 925 til Kaupmannahafnar til leiknáms Mörgum fannst það furðulegt uppá- tæki og ábyrgðarleysi að yfirgefa fasta stöðu til að læra Jeikaraskap'' i útlönd- um. En hann var trúr sinni köllun og hélt ótrauður áfram og varð fyrsti lærði leikari á íslandi. ásamt skólasystur sinni, Önnu Borg í fjölmennu kveðju- hófi veitti Leikfélag Akureyrar honum veglega skilnaðargjöf En Haraldur reyndist félaginu haukur i horni og átti hann t d mikinn þátt í því að hingað kom einn fremsti leikari Dana, Adam Pulsen, árið 1 926 og lék aðalhlutverk- ið í Ambrosíus eftir Molbeck Eftir að Haraldur hafði lokið leiklistarnámi starfaði hann enn um sinn hjá L A og leikstýrði m a. Galdra Lofti, Dauða Nat- ans, Munkunum, o fl og jafnlramt lék hann mörg veigamestu hlutverkin. Leikfélag Akureyrar mun ætíð standa í mikilli þakkarskuld við hann fyrir leið- sögn á hinum erfiðu bernskuárum félagsins. Deilur og pólitík í leikhúsinu Þótt L A. hefði nú háð hylli bæjarbúa og stæði föstum fótum, sem merkur þáttur í menningarlífi bæjarins, þá brá þó stundum bliku á loft. Það olli t.d. heykslun margra, deil- um og jafnvel blaðaskrifum, að bæjar- fógetinn Steingrímur Jónsson skyldi á frumsýningu á Ambrosius bjóða hinn danska gest, leikarann Adam Poulsen, velkominn á dönsku. Þá varð það ekki síður hitamál veturinn 1929 — '30, þegar sviðsetja skyldi leikinn Tvo heima eftir Jón Björnsson ritstjóra Norðlings Andstæðingar Jóns í stjórn- málum vildu klekkja á honum, með því að hindra sýninguna Blaðadeilur urðu milli Norðlings og Verkamannsins út af þessu og fengu andstæðmgar Jóns því framgengt í bæjarstjórn að eftirlits- nefnd fylgdist með leikritavali félagsins og væri skilyrði fyrir styrkveitingu til L A Nokkru síðar tókst þó Ingimar Eydal bæjarfulltrúa og leikara að koma því til leiðar að skilyrði þetta var fellt niður. Ágúst Kvaran og Jón Norðfjörð Árið 1927 bættist leikarahópi bæj- arins góður liðsauki er Ágúst Kvaran flutti í bæinn, en hann hafði þá um alllangt skeið þótt einn fremsti leikar- inn í Reykjavík. Hann hefir túlkað hér á leiksviðinu margar ógleymanlegar per- sónur á listrænan hátt eins og Séra Sigvalda. Natan, Priorinn á Möðruvöll- um, Scrubby, Ógautan o fl Kvaran stjórnaði fyrstu óperettu sem Akur- eyringar settu á svið, Meyja- skemmunni 1954, og fyrstu Shake- spearesýningunni, Þrettándakvöldið árið 1963 Alls hefir hann leikstýrt 23 af verkefnum L A Jón Norðfjörð verð- ur bæjarbúum lengi minnisstæður fyrir margvislegar manngerðir sem hann sýndi á fjölum og má þar nefna Tur- mann í ..Landafræði og ást", .Brynjólf biskup í „Skálholti ", Tom Prior í „Á útleið", Þóri viðlegg í „Fróða ", Friðþjóf í „Skrúðsbóndanum" og ekki sizt Óvin- inn í „Gullna hliðinu" Alls stjórnaði Jón 27 af viðfangsefnum félagsins, eða oftast allra leikstjóra Eftir brott- flutnings Haralds Björnssonar um 1 929 hvíldi meginþungi leikstarfsins á herðum þessara tveggja manna næstu þrjá áratugina Leikferðir og heimsóknir Árið 1931 markar nokkur þáttaskil í sögu leiklistarinnar í bænum, en þá kom Leikfélag Reykjavíkur hingað sina fyrstu leikför með „Hallstein og Dóru" og sama ár fór L A einnig sina fyrstu leikferð og var það með „Húrra krakka'' sem sýndur var 4 sinnum á Siglufirði Með bættum samgöngum hófust nú nánari samskipti á ýmsum sviðum og eftir þetta fáum við nær árlega leik- heimsóknir frá Reykjavík og alloft frá nágrannafélögunum t.d. Siglufirði og Dalvík. Eftir stofnun Þjóðleikhússins 19 50 höfum við orðið listar þeirra aðnjótandi, frá árinu 1951 er farin var leikför út á land með Brúðuheimilið Það má geta nærri hve mikil lyftistöng þessar gestasýningar hafa verið fyrir leikstarfið í bænum, og alloft nokkurs- konar leiðsögn og fyrirmynd Leikflokkar hafa einnig komið hing- að frá Norðurlöndunum og nokkrar sýningar L.A. sem þótt hafa minnis- stæðar, Galdra-Loftur 1928, Imyndun- arveikin 1934, Maður og kona 1934, Dúnunginn 1940, Skrúðsbóndinn 1941, Nýársnóttin 1923 og 1942, Gullna hliðið 1944, 1956 og 1970, Brúðuheimilið 1944, Skálholt 1947, Kappar og vopn 1949, Mýs og menn 1955, Loginn helg 1956, Gasljós 1958, íslandsklukkan 1960, Tehús Ágústmánans 1963, Bærinn okkar 1966, Gísli 1968, Óvænt heimsókn 1968' Lýsistrata 1970, Topaz 1971, Túskildingsóperan 1971, Don Juan 1973, Kristnihaldið 1975, Glerdýrin 1 976, Sölumaður deyr 1 977, Afbragð annarra kvenna 1977, auk margra barnaleiksýninga sem er þýðingarmik- ill þáttur i starfi félagsins Óperetturnar Meyjaskemman 1954, Bláa kápan 1961 og Nitouche 1965 hafa reynst hin vinsælustu verkefni og allar sýndar hér við metaðsókn Alls mun L A hafa sýnt 167 leikrit frá upphafi og er sem næst Vh þeirra íslenzk verk, en 2A erlend Sýningar- kvöld alls innanbæjar eru um 1 800 og 60-utanbæjar Auk fyrrgreindra verk- efna L A. hefir félagið flutt í útvarpi um 36 leikrit, stór og smá, fyrst kafla úr Fjalla-Eyvindi árið 1935. undir stjórn Ág Kvaran, og nú siðast Gler- dýrin í des 1976 í sjónvarpi hafa leikarar frá L A nokkrum sinnum kom- ið fram, fyrst i þætti um Hallgrím Pétursson árið 1974 (Jón Kristinsson og Sigurveig Jónsdóttir) i leikriti eftir Laxness, Veiðiferð í óbyggðum í okt 1975 (Þórhalla Þorsteinsdóttir og Saga Jónsdóttir) og loks hlaut L A góða dóma fyrir Don Juan Moliers i des 1974, en þar fóru þeir Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson létt og leikandi með hlutverk sin. Auk Leikfélags Akureyrar hafa ýmsir aðrir haldið uppi leikstarfsemi i bæn- um, svo sem stúkurnar, kvenfélögin, skátar og skólarnir og þar ber lang- hæst hina dugandi starfsemi Mennta skólanema, allar götur frá 1928, er þeir byrjuðu með uppsetningu á Upp til selja, undir leikstjórn Davíðs Stef- ánssonar Þá hefir og Alþýðuleikhús hafið starfsemi hér á Akureyri og farið allmyndarlega af stað og sýnt Krummagull og Skollaleik viða um land Frá upphafi hafa fjármálin ætið verið hinn erfiði þröskuldur á vegi leiklistar- innar og því var eðlilegt að snemma væri knúið á dyr bæjaryfirvalda um fjárstyrk Leikfélagið fékk fyrst fjár- stuðning frá bænum árið 1923, alls kr 100 og fáum árum síðar hækkaði styrkurinn upp i 500 kr Á þrjátiu ára afmæli félagsms, árið 1 947 nam styrk- urinn kr 6000 frá bænum og aðrar 6000 frá Alþingi Nú i hinum miklu risastökkom verðbólguáranna hafa all- ar þessar tölur margfaldast og hefir L A nú alls styrk um 8 5 milljónir samanlagt og mun vart af veita. þvi frá árinu 1973—1974 hefir L A verið rekið sem atvinnuleikhús, með fasta starfsmenn á sinum snærum og hefir félagið tekið upp þróttmeiri og mark- vissari stefnu en fyrr Um gildi leiksýninga L A frá upphafi mætti rita langt mál og mun sitt sýnast hverjum Á þessum timamótum mun þó flestum vera þakklæti i huga til félagsins Leikfélagið hefir verið jafnt leikendum sem áhorfendum ánægju- legt athvarf og jafnframt góður skóli sem hefir bent okkur á hinar ýmsu hliðar mannlífsms. Það mun ósk margra að Leikfélagið beri ætíð i brjósti stórhug og bjartsýni og gangi hiklaust fram á nýja og litt troðna stigu Leikendur í Fjalla-Eyvindi 1922: Aftasta röð: Haraldur Björns- son. Árni Ólafsson, Sigtryggur Þorsteinsson, Jónas Jónas- son, Páll Vatnsdal og Jóhannes Jónasson. Miðröð: Þóra Hallgrimsdóttir, Gísli R. Magnússon, Guðrún Indriðadóttir og Álfheiður Einarsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Anna Flóvents- dóttir, Hulda O. Sveinbjörnsdóttir og Sigurey Sigurðardóttir. Leikendur í Skugga-Sveini 1916: Aftari röð frá vinstri: Páll Vatnsdal, Hallgrímur Sigtryggsson, Jóhann Kröyer, Ingimar Eydal, Sigtryggur Þorsteinsson, Konráð Jóhannsson og Hall- dór Ólafsson. Fremri röð frá vinstri: Álfheiður Einarsdóttir, Jóhannes Jónasson og Eva Pálsdóttir. Skíðaferð til Austurríkis 21. janúar—4 febr. 2 vikur Gisting á 1. flokks hóteli. ____________________ V.-------------------- Skíðaferð til Kitzbuhel og St. Anton í Austurriki Flogið til Luxemborgar og gist eina nótt, siðan flogið til Munchen og þaðan á ákvörðunarstað. 7 og 14. daga ferðir. ________________________________/ Glasgow Helgarferðir til Glasgow 3 dagar Brottför Nóv 4 , 11., 18.og25 Des. 2 . og 9 Verð frá 47.300. —. Flugfar, gisting, Vi fæði og Flugvallarskattur .................,...................................................................................... \ London Vikuferðir alla laugardaga i vetur 57.700. — Flugfar gisting, morgunverður og flugvallarskattur. Kanaríeyjar Brottfarardagur Nóv 1 8 Des 2., 9 , 1 6,23., og 30 Jan 6 , 13., 20., og 27 Febrúar 3 , 10 1 7 og 24 Marz 3., 10 , 1 7 , 24 og 3 1 Apríl 7 . 14 og 28. Verð ferðanna liggur nú fyrir. Odýr helgarferð til Kaupmanna hafnar 18. nóv. 22. nóv. . Umboðið Akureyri BÓKVAL, Kaupvangsstræti 4, símar 22734 og 22911. Austurstræti 17, R., II hæð, simi 26611-20100 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.