Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 7 Yfirskrift þessa forna minn- ingardags framliðinna er á gömlu kirkjumáli: Memento mori, minnstu dauðans. Svo virðist sem málverk Einars Jónssonar mynd- höggvara séu að vekja meiri athygli listdómara, eftir bréf- um erlendum að dæma, en fyrr hefur verið. Eitt málverka hans heitir: Andlátsstundin. Barnung stúlka liggurá banabeði, rís upp í rúminu, teygir fagnandi hendurfram mót dýrðlegri veru, sem nálgast, veggir sjúkrastof- unnar eru deyjandi stúlkunni horfnir, en umhverfið er vafið blómskrúði og fegurstu sum- ardýrð. Er dauðinn þetta, eða er hann skuggalegi, dökk- klæddi sláttumaðurinn með Ijáinn, „ægilegasta staðreynd nálgaðist var harmkvæla- maðurinn ekki einmana vesa- lingur lengur. Hann var „bor- inn af englum" burt af sínu sorgarbeði. Varð dauðinn honum „ægilegasta stað- reynd tilverunnar"? Jesús segir sögu þessa manns út yfir landamærin, en eftir staðreyndum er ekki skilyrðislaus nauðsyn að leita út yfir gröf og dauða. Við sjúkra- og dánarbeð gerast margir þeir atburðir, sem mikið er af að læra. Frá ein- um merkasta presti með Bretum á þessari öld hef ég sögu, sem hann tekur ábyrgð á og ég treysti þessvegna: Kona lá fyrir dauðanum og var ákaflega erfiður sjúkl- ingur. Hún vartrúlaus, kald- lynd og eigingjörn, og hugs- Hver er dauðinn, örlög þeirra, sem á Allra sálna messu skal minnzt, örlaga- stundin, sem bíður þín og mín? Hefur það orðið blessun ein, að hræddir menn og hrelldir hafa sungið í hinum mikla sálmi sra Hallgríms um „dauðans grimmar greipur" og hans „beizka heiptarþel"? Skáldleg tilþrif, skáldlegar myndir, skáldleg orð, en er dauðinn svona ægilegur, dauðastundin? „Borinn af englum", sagði Kristur. Hann talaði líka um vini, sem við okkur taki I hinar „eilífu tjaldbúðir". Frumkristnin var sannfærð um nálægð slíkra þjóna og kirkjufeðurnir bera þeim vitni. Guð er daglega að sýna þér merki þeirrar náðar, sem yfir þér veikum vakir. Hann Borinn af englum tilverunnar", eins og enn er haldið fram, bölvaldur lífs, valdur sárustu sorga og tára? Jesús segir sögu af tveim mönnum, sem deyja. Annar hlaut að lúta lögmáli réttlætis vegna gjörða sinna, en um hinn segir Jesús, að hann verið „borinn af englum" burt af dapurlegu dánarbeði. Lítt skiljanleg er sú ástríða, að mála sem dekkstum litum angist dauðans og kvalastríð. Þó hljóta menn á öllum öld- um að hafa séð, hver blessun dauðinn er í ótal tilvikum, og hve andlát- ið er oft friðsælt, þjáninga- laust að því er bezt verður séð. Samt hefur vægðarlaust verið blásið að glóðum óttans við dauðann i kristnum bók- menntum og list. Hverju markmiði færslíkt þjónað? í góðum tilgangi var og er þetta gert: Að hræða menn til siðlátrar breytni. Þá vafa- sömu dyggð nefndi einn af höfundum fornbókmennta okkar „hræðslugæði", og er háðið auðlesið í því orði. Hvað sagði Jesús um ævi- lok fátæka mannsins, eins umkomulausasta smælingja þjóðfélagsins? Um þann vesaling höfðu menn litt hirt og flestir ekkert. Flestum gleymdur hafðist hann holds- veikur við í hreysi. En Drott- inn mundi hann, og englar Guðs höfðu ekki gleymt hon- um. Þegar lausnarstundin unin um dauðann var henni hrelling og andstyggð. í þessu hörmulega ástandi „dó" konan. Hjúkrunarkonar gekk að glugganum og lauk honum upp, en henni brá, þegar hún kom að „líkinu" aftur: Konan lauk upp augunum og eftir nokkra stund sagði hún sögu sina: Sjúkrastofan hafði horfið henni, yndislegar Ijósverur höfðu komiðtil hennar, ósegjanlegur friður hafði fylgt þeim, sæluþrungin til- finning öryggis og ástúðar, sem hún hafði aldrei áður þekkt. „Aldrei hef ég hugsað að slíkt væri til — sagði hún — nú veit ég, hvernig er að deyja". Gjörbreytt, full Ijúf- lyndis og ástúðar, sátt við örlög sín, Guð og dauðann, lifði hún í 24 klukkustundir, unz hún fékk friðsælt andlát. Hún hafði verið trúlaus og kaldlynd, en Guð hafði ekki gleymt henni og hann gaf henni þessa stórkostlegu gjöf áður en hún dó. Hér í blaðinu hafa fyrir skömmu birtzt athyglisverðar frásagnirfólks, sem dáið hafði svonefndum „klín- ískum dauða" en vaknað til lífsins aftur og sagði frá því, sem fyrir það hafði borið í dauðadáinu. Þærfrásagnir og ýmsar aðrar sem ég hef lesið eða trúverðugt fólk hef- ur sagt mér, votta hið sama um andlátsstundina. lætur þig fæðast hingað til samfélags, og þess nýtur þú á þúsund vegu, allt frá því er mildar hendur Ijósmóðurinn- ar greiða þér för inn í jarð- neskan heim. Mun Guð svipta þig blessun samfélags- ins við dýrmæta vini þegar þú stendur á þeim vega- mótum að fæðast í annað sinn og fæðast inn í aðra veröld? „Borinn af englum" eru orð Jesú, sem ég gerði að yfir- skrift þessara hugleiðinga á Allra sálna messu. Guðspjöll, helgar bækur og atburðir við dánarbeði enn í dag bera vitni þess, aðaugu manna hafi opnazt á dánarstund fyr- ir návist helgra þjóna, hvar sem andlátið ber að, hvort sem var í kyrrð sjúkrastof- unnar, í orustugný vígvall- anna, í stormum lofts eða æðandi ölduróti hafs, já, hafsins einnig. í hamslausu óveðri á hafi um myrka nótt vitraðist Páli postula engil- vera, sem bar honum óvænt boð um atburð, sem varð á næsta degi. Treystu því að slík vernd vaki yfirvinunum, sem þú minnist í dag, og mun vaka yfir þér á dánardægri. Vernd hans, sem mundi vesaling- inn, sem mönnunum hafði gleymzt, og lét engla sína bera hann af ömurlegu dán- arbeði burt, — burt og heim. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfísgötu 18 • Gegni Þjóóleikhúsinu Spóna- plotur af ýmsum gerðum og þykktum Timburverzlunin Yölundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Sölumannadeild V.R. KVÖLD- VERÐAR- FUNDUR Fundur verður haldinn þ 10 nóv. n k kl. 19.15 i Leifsbúð Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Haraldur Steinþórsson, framkvstj. BSRB mun skýra út samninga BSRB. 2. Umræður um launamál, og þá sérstaklega i Ijósi nýrra samninga BSRB og bankamanna. 3. Önnur mál. Sölumenn og aðrir verzlunarmenn, takið virkan þátt í launamálum ykkar. Stjórn sölumannad. V.R. Haraldur Steinþórsson Úttaliö: Eldhúsmyndir, bakkabönd, dagatöl, punthand- klæði. Áteiknað: Punthandklæði, vöggusett, kaffidúkar. Saumað: Rokkókóstólar, píanóbekkir, rennibrautir, púð- ar, klukkustrengir. ^anngrðattrrzhunit Eria Snorrabraut 44.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.