Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977
39
Aðkallandi fyrir nótaskipaflotann
x / i •• x / • / /»• i *i •• /» • •
að notastoð nsi 1 fiskihotnmni
Samtal við Gunnar B. Guðmundsson
hafnarstjóra Reykjavíkurhafnar
í SAMTALI Morgunblaðsins
við Gunnar B. Guðmundsson,
hafnarstjóra Reykjavikurhafn-
ar, kom fram að meðal mann-
virkja, sem nú knýja á, er að
komið verði upp nótastöð íyrir
nótaskipaflotann í Reykja-
víkurhöfn. Skip þessi eru eins
og almenningur veit meðal
stærstu fiskiskipanna i flotan-
um. Vegna djúpristu komast
þau ekki inn á nærri allar hafn-
ir landsins. — Hafnarstjóri
hafði vakið máls á þessu fram-
faramáli á fundi hafnarstjórn-
arinnar nú fyrir skömmu. Verk-
fræðingur Reykjavíkurhafnar,
Hannes Valdimarsson, hafði
m.a. kynnt sér slika nótastöð í
Noregi.
Nótastöð eins og sú sem hér
um ræðir verður að standa á
hafnarbakka, svo hægt sé að
taka nót beint úr skipi og inn i
stöðina og síðan beint úr henni
um borð i nótaskipin, þar sem
þau lægju undir vegg stöðvar-
innar. Slík stö^ verður að vera í
tveggja hæða byggingu. Aefri
hæðinni fer fram viðgerð og
viðhald allt. A jarðhæðinni eru
nótageymslur. Allir, sem
þekkja til nótanna, vita sem er,
að þetta eru feikna bákn. Slík
nótastöð þyrfti hús sem er að
grunnfleti til ekki undir 800
fermetrum og hæð byggingar-
innar 12 metrar.
Það liggur fyrir. sagðí hafn-
arstjóri, að þær skemmur sem
nú eru i vesturhöfninni, t.d.
Grandaskemman, geta ekki
leyst vandann. Það er ekki
nógu há bygging.
Hafnarstjóri sagði ennfrem-
ur 'að útgerðarmenn og neta-
gerðarmenn hefðu sýnt máli
þessu mikinn áhuga. sem von-
legt er. Sú viðgérðarþjónusta
sem notast verður við hér i
Reykjavik og víðar er með öllu
ófullnægjandi. Eiginlega ekki
samboðin fiskveiðiþjóð sem Is-
lendingum að vera ekki búnir
að koma upp slikri nótastöð i
Reykjavikurhöfn. Þess má geta
að i sildarbæjunum Hirtshals
og Skagen i Danmörku, sem is-
lenzkir sjómenn þekkja. eru
starfræktar slikar nótastöðvar
á hafnarbökkum.
Hvar er bezti staðurinn?
Það er alveg Ijóst hvar heppi-
legast sé að nótastöðin rísi hér í
fiskihöfninni. Við Norðurgarð-
irin, eiginlega í framhaldi af
nýja Isbjarnarfrystihúsinu. —
Þú sérð, sagði Gunnar og benti
út á höfnina, hvar togarinn
Júpiter liggur við Norðurgarð-
inn. — það er þar sem nótastöð-
in er bezt í sveit sett.
Hve langan tíma tekur að
gera nauðsynlega uppfyllingu
og athafnasvæði fyrir stöðina
og smiði hennar?
Það fer að sjálfsögðu eftir
hversu fljótlega gengur að fá
peninga til mannvirkjanna. Ég
tel að það sé hægt að ljúka því
og gera stöðina starfhæfa á
tveim árum, sagði'Gunnar hafn-
arstjóri.
Gunnar B. Guðmundsson
hafnarst jóri
Nauðsynlegt er að allir. og þá
ekki hvað sizt fjárveitingavald-
ið á Alþingi, geri sér grein fyrir
þvi að Reykjavikurhöfn er i
rauninni tvær hafnir: Fiski-
höfn og vöruhöfn. Vitað mál ei'
að Reykjavíkurhöfn hefur ver-
ið haldið utan við allar fjárveit-
ingar af almannafé því sem
veitt er til hafna á Islandi.
Setjum nú sem svo að fjár-
veitingavaldið á þingi vilji ekki
leggja fram krónu til vöruhafn-
arinnar hér i Reykjavik. þá er
vandséð, að fjárveitinganefnd
geti haldið fiskihöfninni i
Reykjavik, lengur úti I kuldan-
um, komi fjármögnun nóta-
stöðvarinnar til kasta Alþingis.
Sv.Þ.
NOTHSTOÐ '/VOtfÐO/fáGiZÐ i
Helgi Tryggvason;
„Það sem sann-
ara reynist”
Önnur framhalds-
önn Félagsmála-
skóla alþýðu
Þegar ég var strákur var eftir-
farandi staðhæfing af vörum
hinna vísu manna á heilbrigðis-
sviðinu höfð mjög í frammi:
„Hreinar tennur skemmast ekki.“
Þeir sögðu að tannburstinn og
kremið myndu einfær um að varð-
veita tennurnar heilar. — En
þrátt fyrir mikla burstun vildu
þær oft holast og molna. Og haus-
kúpur fólks af ýmsum aldri, sem
gægðust við og við upp í dagsins
ljós, glottu að lærðum og leikum
fyrir einfeldnina, svo að sást í
óslitna röð allra tanna í efri og
neðri kjálka: „Eitthvað hefur
varðveitt okkar tennur, áður en
tannburstar þekktust! Lesið þið
upp og lærið þið betur," sögðu
þær skýrt og skorinort. Þetta varð
mér tilefni heilabrota.
Annað var það, sem strák þótti
einkennilegt. Þegar ég var að
komast á unglingsár og byrjað að
bjóða mér kaffi, átti sá drykkur
afar illa við mig. En þó nokkuð
var um það, að fullorðnu fólki
fannst eiginlega óhugsandi að
risa úr.rekkju fyrr en það var
búið að kynda sig upp með kaffi-
bolla. En hvað sagði svo amma
min mér um unglingsár sín fyrir
miðja 19. öld? „Kaffið var ekki
farið að flytjast hingað í sveitir
þá!“ Þessu gleymdi ég ekki.
Hvers vegna talar fólkið hér í
sveitum um kaffið sem sinn eina
lífdrykk og fellur í stafi af undr-
un, ef unglingur bandar því frá
sér: „Nú hvað í ósköpunum
drekkurðu þá?“ Hvað skyldi fólk-
ið hafa drukkið áður en kaffið
kom? átti ég að spyrja. En finnst
ykkur ekki neyð að verða að nota
blávatn til að búa til kaffi! (Ég
hygg, að meðbyr kaffisins hafi um
þetta leyti verið einna mestur á
æskuslóðum mínum. Nokkru sið-
ar brá heldur til frjálslyndis.)
Læknirinn okkar var kaffimaður.
Hann sagði um það fólk, sem taldi
sig hafa frekar illt af kaffi: „Það
trúir þessu!" Seinna sagði hann í
einni af sinum erfiðu læknisferð-
um, — og þær stundaði hann kost-
gæfilega: Nú er kaffið það versta,
sem ég læt ofan í mig!
Þegar ég stóð á tvitugu komst
ég i kynni við kenningar Jónasar
Kristjánssonar læknis. Hann
mælti mjög gegn hvítu hveiti og
hvítum sykri, sem sættu ræningja
meðferð áður en á markaðinn
væri komið, — flest bestu efnin
hrifsuð burt. Greinum Jónasar
var viða talsverður gaumur gef-
inn, og ýmsir fóru að breyta dag-
legum matarvenjum sínum eftir
föngum í þá átt sem hann benti.
Ég var einn af þeim og hafði mjög
gott af.
En margir hneyksluðust á
kenningum Jónasar. Var ekki
sykurinn næringarrikur matur,
hvithreinsaður, klár og hreinn
eins og nýfallin íslensk fjalla-
mjöll? Hann er svo sætur! Það var
að sjálfsögðu hans fyrsti og besti
kostur. Besti maturinn er auðvit-
að sá, sem er bragðbestur! Og
sætan er besta bragðið! Hvað þarf
fleiri vitna við?
En margt hefur gerst í næring-
arfræði-sviðum síðan. Ég sé ekki
betur en að næringarfróðustu
læknar í landinu séu farnir að
predika fyrir alþjóð margt mjög á
sömu lund og Jónas Kristjánsson
gerði fyrir meira en hálfri öld.
Vísindalegar athuganir í mörgum
löndum hafa rennt stoðum undir
kenningar hans á þessu sviði. Nú
kappkosta brauðbúðir að hafa á
boðstólum brauð úr hveiti, sem
ekki hefur verið rúið ýmsum hin-
um bestu efnum. Enda gerist nú
Helgi Tryggvason
fágætt, ef það enn fyrirfinnst,
sem áður.var algengt, að búðar-
fólk neiti með stolti og styttingi,
ef spurt er eftir heilhveitibrauði.
Nú slðustu áratugina hefur svo-
kölluð mengun magnast geigvæn-
lega á mörgum sviðum víðs vegar,
þ.e. á láði og iegi og I lofti. Og
uppskera jarðar hefur verið knú-
in fram meir ög meir með óeðli-
legum og óhollum ráðum. Þeir
sem treystu ungir og fram eftir
aldri á jarðargróðurinn I sinni
upphaflegu mynd sér til næring-
ar, hafa orðið að bíta I það súra
epli hin síðari ár, að jafnframt því
sem þeir söfnuðu árum og heldur
fór dvlnandi hæfileiki þeirra til
að hagnýta sér fjörefni og önnur
nauðsynleg holl efni, þá minnkaði
einnig tilfinnanlega magn þess-
ara nauðsynlegu efna I heildar-
fæðinu. Og það er nú orðið æ
erfiðara að vita fyrir vist, hvað
við erum að kaupa og éta, þó að
það heiti sama nafni og fyrr.
Þetta alkunna vandamál hefur
gert það að knýjandi nauðsyn I
hinum gamalgrónu menningai'-
löndum að finna og framleiða
fæðubótarefni. Sú grein rann-
sókna og vísindalegrar framleið-
slu hefur þvi eflst mjög undanfar-
ið. Mörg þessi efni teljast til dag-
legrar fæðu og eru seld sem fæðu-
efni, en ekki sem læknislyf, þó að
þau vissulega hafi mikil heilsu-
bætandi áhrif, eins og mörg okkar
munu bera vitni um, sem reynt
höfum.
Nú á síðari árum hefur sá siður
færst mjög I vöxt, að fólk sem
Franthald á bls. 47.
'I M
FÉLAGSMALASKÓLI alþýðu
starfaði I Ölfusborgum fyrri
helming októbermánaðar, en um
aðra framhaldsönn var að ræða.
Námsstjóri var Karl Steinar
Guðnason. Tuttugu og þrír nem-
endur sóttu Skólann og voru þeir
frá 16 verkalýðsfélögum.
Verkefnin voru: leiðbeining i
hópstarfi, skráning minnisatriða,
félags- og fundarstörf, framsögn,
orlofsmál, nýju samningsákvæðin
um trúnarðarmenn á vinnustöð-
um, kaupgreiðslur I veikinda- og
slysatilfellum, hlutverk sátta-
semjara, launakerfi, hagnýt hag-
fræði, fjölþjóðafyrirtæki, mögu-
leikar verkalýðshreyfingarinnar
til þjóðfélagslegra áhrifa, jafn-
réttismál, stefnuskrá ASÍ og
skipzt var á skoðunum við for-
ystumenn verkalýðsfélaga.
Leiðbeinendur voru: Gunnar
Arnason, Karl Steinar Guðnason,
Tryggvi Þór Aðaisteinsson, Gunn-
ar Eyjólfsson, Óskar Hallgríms-
son, Hannes Þ. Sigurðsson, Jón
Þorsteinsson, Bolli B. Thorodd-
sen, Asmundur Stefánsson, Jón
Sigurðsson, Hjalti Kristgeirsson,
Ólafur Ragnar Grimsson, Berg-
þóra Sigmundsdóttir, Björn Jóns-
son.
i \