Morgunblaðið - 15.11.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.11.1977, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977 Utankjörstaða- kosning 1 prófkjöri sjálfstæðismanna Utankjörstaðakosning vegna prófkjörs um skipan framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu Alþingis- kosningar fer fram daglega í þessari viku í Valhöll, Háaleitis- hraut 1, 2. hæð. Kosningin stendur yfir daglega frá kl. 5—7 og henni lýkur föstu- daginn 18. nóv. Utankjörstaða- kosningunni er þeim ætluð, sem verða fjarverandi úr borginni aðalprófkjörsdagana 19.—20. og 21. nóv., eða verða forfallaðir af öðrum ástæðum. Aðalprófkjörsdagana laugard. 19. nóv. og sunnud. 20. nóv. verður kosið á 7 stöðum i borginni, frá kl. 14—19 báða dagana en á mánudeginum 21. nóv. verður einungis kosið í Val- höll, Háaleitisbraut 1 frá kl. 15—30—20:30. Bíóið fullt af börn- um en neyðarhurð- imar opnuðust ekki ELDUR kom upp 1 kyndiklefa Hafnarbfós f Reykjavfk á sunnu- daginn en þá stóð sem hæst þrjú sýning á myndinni „Sprellikarl- ar“ og var bfóið fullt af börnum. Traustur eldvarnarveggur er milli kyndiklefans og bfósalarins og kom ekki svo mikið sem reykur inn í salinn. Samt þótti vissara að ryðja salinn og gekk það fljótt og vel. Slökkviliðið kom á vettvang og réð niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Sagði Gunnar Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri að krakkarnir hefðu þarna fengið dálitla uppbót á bióið. Þau væru alltaf spennt fyrir slökkviliðinu og mætti segja að slökkviliðið hefði þarna stolið senunni og bætt börnunum upp missi bíó- myndarinnar. Fjórar hurðir með öryggislæs- ingum eru á bióinu og reyndust tvær þeirra ónothæfar þegar til kom. Sagði Gunnar Sigurðsson að Losun Ljósa- foss gekk vel í Grimsby SKIP Eimskipafélags Islands, Ljósafoss, losaði f gær um 120 Iestir af fiski f Grimsby, og gekk losunin mjög vel. Aður var jafn- vel búist við að reynt yrði að stöðva losun fisksins, þar sem sjó- menn og hafnarverkamenn í Bretlandi höfðu f hótunum um að stöðva allan fiskinnflutning til Bretlands frá tslandi. Jón Olgeirsson ræðismaður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki hefði borið á neinni mótspyrnu þegar skipið var losað og sagðist halda að mönnum væri runnin mesta reiðin. Þá sagði Jón, að lítið framboð væri af fiski i Grimsby og Hull um þessar mund- ir og fiskverð því geypihátt. ástæðan væri sú að þær væru aldrei notaðar. Vildi hann brýna fyrir þeim, sem eiga að sjá um húsnæði með neyðarútgöngum, að huga að þeim annað slagið. Væri nauðsynlegt að opna hurðirnar af og til og athuga öryggislæsingarnar svo að ekkia fyrir og í Hafnarbíói um helgina, að neyðardyrnar opnuðust ekki. Góð loðnu- veiði á milli lægða GÓÐ loðnuveiði var á sunnu- dagsmorgun og fram eftir degi þá, en er leið á daginn versn- aði veður mikið og skipin héldu til hafnar. Þann tíma sem skipin fengu frið til veið- anna tilkynntu 18 skip um afia samtals 3800 lestir. Loðnuskipin héldu mörg hver út á laugardagskvöld og strax á sunnudagsmorgun köstuðu mörg nokkuð vestur af Kolbeinsey, en skipin áttu í erfiðleikum með að athafna sig, sökum þungs sjólags. Skip- in, sem fengu afla héldu flest til Siglufjarðar, en einhver munu hafa farið til Bolunga- víkur. Skipin sem fengu afla eru: Guðmundur RE 130 lestir, Bjarni Ölafsson AK 70, Helga 2. RE 200, Hilmir SU 400, Rauðsey AK 330, Albert GK 100, Gisli Árni RE 160, Pétur Jónsson RE 300, Huginn VE 40, Óskar Halldórsson RE 320, Isleifur VE 250, Skarðsvik SH 500, Hrafn GK 350, Hrafn Sveinbjarnarson GK 100, Jón Finnsson GK 240, örn KE 100, Freyja RE 100 og Skfrnir AK 120 lestir. Benedikt Gunnlaugsson Þeir fórust með Haraldi LEIT að vélbátnum Haraldi SH 123 var hætt s.l. laugardagskvöld, en þá hafði hún engan árangur borið. Tveir menn fðrust með bátnum. Þeir hétu Bragi Þðr Magnússon og Benedikt Gunnlaugsson. Bragi Þór var 28 ára gamall, hann lætur eftir konu og 1 barn. Benedikt var 35 ára, lætur eftir sig konu og barn, og 3 uppkomin stjúpbörn. Bæjarráð Hafnarfjarðar: Vill greiðslur fyrir utanbæjarnemendur - 56 þús. kr. á fjölbrautastigi og 76 þús. kr. á grunnskólastiginu Mynd þessi var tekin f gær við utankjörstaðakosningu f prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavfk. „ÞAÐ ER umtalsverður kostnað- ur, sem Hafnarfjarðarbær hefur borið á undanförnum árum vegna utanbæjarnemenda, en við höfum aldrei krafið um greiðslu vegna annarra en iðnskólanemenda fyrr en nú,“ sagði Kristinn Ó. Guð- mundsson, bæjarstjóri 1 Hafnar- firði, 1 samtali við Mbl. f gær, en bæjarráð Hafnarf jarðar hefur samþykkt að leggja til við bæjar- stjðrn að gjöld fyrir utanbæjar- nemendur f skólum Hafnarfjarð- ar verði f vetur 56 þúsund krónur á fjölbrautastigi og 76 þúsund krónur á grunnskólastigi. Gjöld þessi eru þau sömu og ákveðin hafa verið fyrir nemendur f skól- um í Reykjavfk. Kristinn Ó. Guðmundsson sagði, að um 70 utanbæjarnem- endur væru nú við nám við Flens- borgarskólann og væru þeir víða að af landinu. Hins vegar væri minna um nemendur á grunn- skólastiginu, en þó væru þeir nokkrir; aðallega úr Garðabæ. Sem fyrr segir hefur Hafnarfjarð- arbær ekki krafizt greiðslna fyrir Oddsskarðsgöngin: Hrunið tefur ekki vígslu ganganna „HRUNIÐ, sem varð f göngunum, verður ekki til þess að seinka framkvæmdum, og að þvf ég bezt veit er stefnt að þvf að vfgja Odds- skarðsgöngin 25. nóvember n.k.,“ sagði Einar Þorvarðarson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerðar rfkisins á Reyðarfirði, f samtali við Morgunblaðið í gær. Einar sagði þegar Morgunblað- ið ræddi við hann, að það hefðu verið um 10 tonn af grjóti, sem á li %»ntt ( & M i Bragi Þór Magnússon hrundu úr lofti i útskoti skammt frá opi ganganna Eskifjarðarmeg- in. „Við vissum um að þetta var hættulegur staður og áttum eftir að ganga betur frá á þessum stað. Nú er þegar byrjað á því að styrkja göngin á þessum stað og verða settir stálbitar undir loftið og þegar það er búið teljum við að öllu sé óhætt,“ sagði Einar. Þá sagði hann, að nú væri lokið við að setja upp hurðir við munnaenda sitt hvorum megin við göngin og verið væri að ganga frá rafmagnslýsingu í göngunum. Kvað hann verktaka ganganna hafa átt að skila sínu verki þann 15. nóvember sl., en verkinu hefði seinkað nokkuð siðustu daga, einkum vegna veðurs, en þó ekki það mikið að ekki yrði hægt að opna göngin formlega hinn 25. nóvember n.k. Tveir menn í gæzlu TVEIR ungir menn sitja enn i gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar fikniefnamáls, sem fikniefna- rannsóknarmenn fengu nýlega til meðferðar. Mál þetta mun vera all umfangsmikið og erfitt i rann- sókn. utanbæjarnemendur á grunn- skólastigi eða við Flensborg. Kristinn Ó. Guðmundsson sagði að undarifarin ár hefðu talsvert margir utanbæjarnemendur stundað nám við iðnskólann í Hafnarfirði og væri svo enn í vet- ur. Margir nemendur væru úr Garðabæ, en aðrir kæmu víðs veg- ar að. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur áður krafizt greiðslna vegna utanbæjarnemenda við iðn- skólann. Þórir fékk 234 kr. fyrir kílóið VÉLBATURINN Þórir GK seldi 35,5 lestir af fiski í Cux- haven f gær fyrir 89 þús. mörk eða 8,3 millj. fsl. kr. Meðalverð á kfló var kr. 234 og meðal- skiptaverð á kfló kr. 166. Þetta er hæsta meðalverð, sem fs- lenzkt skip hefur fengið í Þýzkalandi. Á fimmtudag eiga tveir fsl. togarar að selja f Þýzkalandi, Karlsefni og Sigluvík. Mykja til hús- hitunar? VERÐUR mykja notuð til að hita upp hús? spyr Búnaðar- blaðið Freyr og greinir frá rannsóknum sem verið er að vinna að um þessar mundir f búnaðartæknistofnuninni dönsku og hafa sérfræðingar þar þá í hyggju að flytja hit- ann úr áburðinum í vatn, sem rennur um miðstöðvarhita. Aðferðin við þetta er önnur en sú sem kennd er við biogas, að því er blaðið segir, og nokk- uð hefur verið til, umræðu í fjölmiðlum. Með þeirri aðferð er gas unnið úr mykjunni og það má nota sem eldsneyti á bila t.d. því að gas er mikill hitagjafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.