Morgunblaðið - 15.11.1977, Page 5

Morgunblaðið - 15.11.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977 5 Framboðslisti Alþýðu- bandalags á Austurlandi BLAÐ Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi, Austur- land hefur birt framboðslista Alþýðubandalagsins við alþingis- kosningarnar að vori. Var fram- boðslistinn samþykktur samhljóða á fundi kjördæmisráðs flokksins nýlega. Framboðslistann skipa eftir- taldir: 1. Lúðvfk Jósepsson alþingis- maður, Neskaupstað, 2. Helgi F. Seljan alþingismaður Reyðar- firði, 3. Hjörleifur Guttormsson Iffræðingur, Neskaupstað, 4. Þor- björg Arnórsdóttir húsmóðir, Hala, Suðursveit, 5. Eiríkur Sig- urðsson mjólkurbússtjóri, Vopna- firði, 6. Jón Árnason bóndi, Finnsstöðum, Eiðaþinghá, 7. Guðjón Björnsson kennari, Eski- firði, 8. Birgir Stefánsson skóla- stjóri, Tunguholti, Fáskrúðsfirði, 9. Inga Dagbjartsdóttir verk- amður, Breiðdalsvfk. 10. Baldur Sveinbjörnsson sjómaður, Seyðis- firði. Norræna húsið: Fyrirlestur um nútima skáldskap í Finnlandi FINNSKI rithöfundurinn Pekka I Parkkinen heldur fyrirlestur um nútfma skáldskap f Finnlandi annað kvöld í Norræna húsinu. Til þessarar ferðar hlaut Parkkinen norrænan ferðastyrk og hyggst hann dvelja hér í tvær vikur. Hann hefur gefið út nokkrar bækur og nú er ný bók að koma út eftir hann í Finnlandi. Parkkinen hefur verið mjög viðförull um dagana, hefur dvalið langdvölum í Frakklandi, Portúgal, Bretlandi og Ungverjalandi. Fyrirlestur sinn flytur Heimdallur: Heldur fund með fjármála- ráðherra um fjarlogin HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavfk, boðar til fundar með fjármálaráð- herra. Matthíasi Á. Mathiesen, f Valhöll í kvöld. Á fundinum mun fjármálaráðherra ræða um fjár- lagafrumvarpið og svara fyrir- spurnum fundarmanna. Nýlega gerði stjórn SUS álykt- un um fjárlagafrumvarpið, þar sem m.a. var sagt, að ríkisstjórnin hefði ekki sett fram heildartillög- ur um samdrátt i, ríkisbúskapn- um og að fjárlagafrumvarpið tæki ekki tillit til sjónarmiða Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins í því efni. Ennfremur kom fram í þess- ari ályktun stjórnar SUS, að tæk- Parkkinen á sænsku og er öllum heimill aðgangur. Matthías A. Mathiesen ist ekki að ná fram stefnu Sjálf- stæðisflokksins um samdrátt í umsvifum hins opinbera, væri erfitt að réttlæta áframhaldandi stjórnarsamstarf. Spurning fundarins verður því hvað fjármálaráðherra segir um þessi atriði, ,en fundurinn hefst klukkan 20.30 og er eins og áður sagði í Valhöll við Háaleitisbraut 1. Aðalfundur Hvatar AÐALFUNDUR sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar verður haldinn annað kvöld, miðvikudag, klukkan 20.30 í Valhöll, Háaleitis- braut 1. Á dagskrá fundarins eru venju- leg aðalfundarstörf og kaffiveit- ingar. Léttsteypan óvirk vegna rafmagnsskorts Björk, Mývatnssveit, 14. nóvember VÖNZKUVEÐUR hefur verið hér I dag og sums staðar komn- ir skaflar á vegi. Sfðastliðinn laugardag brotnuðu 5 staurar I raflínunni milli Kísiliðjunnar og Léttsteypunnar í Bjarnar- flagi. Mikil fsing hlóðst á Ifnuna f frostinu þann dag, þar sem hún lá yfir gufusvæðið. Þarna var Ifka hvassviðri af norðri. Ekki verður hægt að framleiða neitt í Létt- steypunni fyrr en búið er að koma rafmagni þangað á ný. Óvfst er enn með hvaða hætti það verður gert. Talið er hæpið að hafa línuna á sama stað vegna ísingarhættu, nema þá að styrkja hana með fleiri staur- um. Á laugardag fór hráefnis- þró Kísiliðjunnar nr. 3 að leka. Strax var hafizt handa við að gera við hana. Þvi verki er ekki enn lokið, þar sem ekki hefur verið vinnuveður í dag. Að öðru leyti er allt rólegt hér um slóðir. — Kristján. Eigendur Ford bifreiða Við bendum á eftirfarandi atriði sem vert er að íhuga fyrir veturinn: Mótorstillingar með fullkomnustu mælitækjum og þjálfuðum starfskröftum. Hjólastillingar og hjólajafnvægi, ný og fullkomin tæki. (Til ath. þegar skipt er yfir á vetrarhjóibarða.) Rafmagnsviðgerðir: Mæling á rafkerfi og viðgerð á rafölum, ræsum, o.fl. Helmastillingar, hemlaviðgerðir. 31) 5 '1 j -j a !J á 1 a '!i1 li J J J ‘-1 ? 3 A Ford eigendum er bent á að panta tíma fyrir reglulegar 5 og 10 þús. km. skoðanir, samkvæmt leiðbeiningum í eftirlitsbókum i fylgja öllum Fordbílum. sem 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.