Morgunblaðið - 15.11.1977, Qupperneq 10
10
MOKGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977
Þess má geta að árið 1975 sást
nýstirni i Svansmerkinu,
nálægt stélstjörnunni Deneb.
Var þar um að ræða sprengingu
sólar i mikilli fjarlægð, e.t.v.
10.000 ljósára eða meira. Þetta
nýstirni var af fyrstu birtu-
gráðu héðan að sjá, þrátt fyrir
mikla fjarlægð, en dofnaði
brátt og varð lítt eða ekki sýni-
legt. Hér hefur mikill
viðburður gerst (fyrir þúsund-
um ára) því hafi líf þróast á
einhverri reikistjörnu þeirrar
sólar, hefur það líf áreiðanlega
I.
Á vorin og sumrin fara
margir út í náttúruna til að
njóta fegurðar hennar, og
sækja þangað aukinn þrótt
líkamanum og aukna gleði
sálinni. Grænir vellir og grónar
hlíðar skarta sínu fegursta
skrúði, lækir sindra í hlíðum
fjalla, fossar kveða i gljúfrum,
bárur brotna við sanda, laxar
og silungar leita í ár og læki,
farfuglar flykkjast að landi.
Náttúran ómar öll af þúsund
radda kliði. Hver skildi ekki
láta hrífast, sem gengur á vit
hins íslenska sumars, á góð-
viðrisdegi, úti í guðsgrænni
náttúrunni?
Á vetrum færíst annar svipur
yfir landið en þó hefur það enn
upp á margskonar unun að
bjóða, þeim er njóta vilja.
Fagurt er yfir land að líta þegar
föl hefur fallið og klætt fjöll og
sléttur hinu hvíta líni. Og eitt
hefur veturinn fram yfir
sumarið, en það er hin undra-
verða fegurð næturhiminsins,
þegar heiðskýrt er veður. Þá
tindra stjörnur þúsundum
saman yfir höfðum okkar,
sumar bjartar og sindrandi í
ýmsum litbrigðum, en aðrar svo
daufar, aö varla eða ekki má
greina einstakar þeirra berum
augum, en fjöldinn svo mikill,
að myndar eins og ljósleitar
slæður, bak við þær björtu sem
nær okkur standa.
Mikils fer sá á mis, er ekki
lætur heillast af fegurð hins
alslirnda himins á heiðum
vetrarkvöldum. Þar er sú
fegurð, sem allir geta veitt sér
að njóta. En enn betur munu
menn njóta fegurðar stjarn-
anna og mikilleika þeirra, ef
nokkur þekking er fyrir hendi
á eðli þeirra og hvað það er,
sem glóir svo fagurlega í
djúpum himnanna. Sólir eru
þær allar, að undanskildum ör-
fáum sem eru reikistjörnur og
ganga um okkar sól.
II
Á heiðum haustkvcidum,
blasa við, hátt á vesturhimni,
þrjú stjörnumerki, sem eru
áberandi björt og fögur. Til
samans mynda þau stóran
þrihyrning og heita Svanurinn,
Harpan og Örninn. Mun ég
leitast við að lýsa þeim lítillega,
ef verða mætti til þess, að ein-
hverjir færu að veita þeim
meiri athygli en ella.
Svanurinn er efst og syðst í
þessum þríhyrningi, og gengur
einnig undir nafninu Norður-
krossinn vegna lögunar sinnar,
en annars má fullt eins vel líkja
honum við svan, eins og það
nafn bendir til. Deneb f Svanin-
um er langbjartasta stjarna
þessa stjörnumerkis og er í
2600 ljósára farlægð frá okkar
sólkerfi.
Fáar sólir senda frá sér eins
mikið ljósmagn og Deneb, og er
talið að raunverulegt ljósafl
hennar sé allt að því 50 þúsund
sinnum meira en ljósmagn
okkar sólar. Hún er um 3300
Hringþokan í Hörpunni.
Albireo heitir sú stjarna, sem
myndar höfuð Svansins og er
mitt á milli stjarnanna Vega í
Hörpunni og Altair í Erninum.
Albreo er af annari birtugráðu
og því ekki mjög áberandi
stjarna, en þó má segja að ailar
sjö aðalstjörnur þessa stjörnu-
merkis, Svansins, sjáist mjög
greinilega í björtu veðri, og er
eitt af fegurri stjörnumerkjum
himins.
Stjörnumerkið Svanurinn með stórstirninu
Deneb. — Til hægri á myndinni sjást Vega og
Altair.
Ingvar
Aparsson:
meðan á því stendur, en ná
brátt aftur sinni venjulegu
birtu.
Örninn (Aquila) er þriðja
stjörnumerki þessa stóra
þríhyrnings, sem hér er rætt
um. Örninn er niður undan
Svaninum og Hörpunni.
Bjartasta stjarna Arnarins er
stórstirnið Altair, sem er í 16
ljósára fjarlægð frá okkar jörð.
Örninn er stórt stjörnumerki og
alláberandi á vesturhimni fyrri
hluta vetrar.
sinnum bjartari en Vega í
Hörpunni og um 20 þúsund
sinnurti bjartari en Altair i
Erninum. Við sjáum á þessum
samanburði að allar þessar
þrjár sólstjörnur eru mjög
margfaldlega bjartari en okkar
sól, og tekur þó Deneb hinum
Iangt fram.
Harpan er fagurt stjörnumerki með hinni
Ijómandi Blástjörnu (Vega), sem svo mjög eykur
á fegurð himinsins á hverri heiðskirri nóttu.
Deneb, Vega og Altaír - hinn
fagri þríhyrningur himinsins
Stjörnumerkið Örninn ásamt litlu stjörnu-
merkjunum Örinni og Háhyrningnum (og Svan-
inum efst til vinstri).
hlotið að farast við slíka
sprengingu.
Harpan (Lyra) er beint
norður af Svaninum og mjög
hátt á himni eins og hann.
Bjartasta stjarna þessa merkis
er hin mjög svo fagra Vega
(Blástjarnan) sem blikar blá-
hvítu ljósi og er ein af björt-
ustu stjörnum himins. Hún er i
26 ljósára fjarlægð frá okkar
sólkerfi. Fjórar stjörnur þessa
merkis mynda ferhyrning eða
tígul. Tvær daufustu stjörnurn-
ar í Hörpumerkinu eru í þriðja
birtuflokki og milli þeirra er að
finna hina mjög svo sérkenni-
legu Hringþoku sem er í 1800
ljósára fjarlægð og sést aðeins í
góðum sjónauka. í miðju
þessarar þoku eru tvær
stjörnur, og þokan sjálf er
uppljómuð af nærliggjandi
stjörnum. Önnur þeirra stjarna
í þriðja birtuflokki í Hörpunni,
sem minnst var á, er tvístirni,
og ganga þær hver fyrir aðra,
frá okkur að sjá, þrettánda
hvern dag, og virðist þá ljós-
magn þeirra minnka mjög, á.
III.
,,Hve voldugt og djúpt
er ei himinsins haf
og hásigldar snekkjur sem
leiðina þreyta.“
Einar Benediktsson.
Mun nokkuð vera til er
frekar leiði mannssálir til
umhugsunar um mikilleika
tilverunnar, en alstirndur
himinn á heiðskíru kvöldf?
Mun nokkuð beina hug okkar
til hæða, til æðrí stiga lífsins,
eins og einmitt það, að beina
augum til fjarlægra stjarna
geimsins? Allar þessar stjörnur
eru sólir, misbjartar og misstór-
ar, og víst má telja og flestum
þeirra fylgi reikistjörnur, líkar
þeim, sem fylgja okkar sól, og
áreiðanlegt er, að á mörgum
þessara reikistjarna er mannlíf
að finna og vitlíf sem í sumum
tilvikum mun taka langt fram
því viti, sem mannkyn jarðar
okkar hefur enn náð.
Beinum hug til hæða. Lítum
til stjarnanna og hugsum til
íbúa þeirra. Reynum að njóta
þeirra hollu áhrifa, sem þaðan
stafa.