Morgunblaðið - 15.11.1977, Side 14

Morgunblaðið - 15.11.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NOVEMBER 1977 Luis Bunuel vinnur nú að nýrri mynd, sem nefnist á frönsku Cet obscur object du Desir eftir eigin handriti með Fernando Rey og Maria (Last Tango) Schneider. Ingmar Bergman vinnur nú í Ósló að myndinni Haustsónata, sem gerð er eftir hans eigin sögu og handriti. Ingrid Bergman (sem hér leikur fyrst á sænsku, eftir að hún flutti sig til Hollywood á fimmta tug aldarinnar) leikur móður Liv Ullman í þessari mynd. Claude Chabrol vinnur að mynd, sem nefnist á ensku Blood Relatives með Donald Suther-land og Stephane Audran. Gene Wilder (Sherlock Holmes Smarter Brother) er nú að gera The World’s Greatest Lover með sjálfum sér og Dom De Luise i aðalhlut-’ verkum og samtímis er fyrrverandi félagi hans IVIel Brooks (Blazing Saddles) að gera High Anxiety með sjálfum sér og Madeline Kahn í höfuðrullunum. ALEX OG SIGAUNARNIR ALEX AND THE GYPSY, am. 1976. Leikstjóri: John Korty. ÞETTA mun vera fyrsta myndin, sem hér er sýnd eftir John Korty. Korty byrjaði að gera kvik- myndir t smáum stíl þegar hann vár aðeins 16 ára gamall og er að mestu leyti sjálflærður. Hann hefur á síðustu árum vakið nokkra athygli í heimalandi sínu fyrir gerð kvikmynda, sem fjalla um tilfinningar og gildi einstaklingsins og hann telur það takmark sitt, að reyna í kvikmynd- um sínum að gefa áhorf- endum tilfinningu fyrir líf- inu og hvað það merki að lifa. Alex and the Gypsy er mynd, sem greinilega er gerð með þetta markmið i huga. Alex (Jack Lemm- on) hefur valið sér þann starfa i þjóðfélagskerfinu, að gangast í ábyrgð fyrir afbrotamenn, meðan þeir bíða dóms, gegn svo og svo hárri peningatryggingu, sem hann fær síðan endur- greidda ásamt þóknun, þegar viðkomandi kemur fyrir dóminn. Með öðrum orðum, hann veitir afbrota- manninum frelsi ör- skamma stund, en lendir að sjálfsögðu í klípu, ef sá hinn sami mætir ekki fyrir dómi á réttum tima. Alex lendir í nokkrum vandræð- um, þegar ung sígauna- stúlka, Maritza, biður hann að ganga í ábyrgð fyrir sig, en þau höfðu átt vingott saman i nokkra mánuði 6 árum áður. Hún hafði þá hlaupist á brott en Alex er ennþá hrifinn af henni og hann tekur áhættuna af þvi, að ganga í ábyrgð fyrir hana i nokkra daga. Hon- um reynist erfitt að vakta hana, en hún beitir öllum brögðum til að sleppa og öðlast frelsi. Alex er þó farinn að þekkja hana það vel, að hann veit hvar hann á að leita hennar og á þess- um fáu dögum kynnist hann henni (og sjálfum sér) betur en þegar þau bjuggu saman áður og á síðasta degi lætur hann hana hafa peninga til að kaupa sér flugfar út úr landinu, til frelsisins. En þegar hún er farin sér hann loksins hve fánýtu John Korty: „90% af vinnunni pappírs- vinna“. lífi hann lifir, hann leggur viðskiptin á hilluna og hleypur á eftir Maritza út á flugvöll. Hún er þá um það bil að fara í loftið, en hann getur gert henni skiljan- legt að hann ætli að taka upp nýja lifnaðarhætti. ,,Frelsið“, sem hann hefur uppgötvað, lætur Korty endurspeglast í við- brögðum Maritza (Genevieve Bujold), sem segir hlæjandi við ferðafé- laga sinn: „Takið ekkert mark á honum, hann er sígauni”. Korty notar sigaunana („Við erum tilfinningarikt fólk“) sem tákn fyrir hið æskilega frelsi, en Alex er forsvarsmaður firringar- innar í nútíma þjóðfélagi. Sífellt þras hans um pen- inga og áhyggjur af einskisverðum hlutum og griman, sem hann setur upp gagnvart þjóðfélaginu koma upp um hann. Jack Lemmon er hér ekki í hlut- verki grinistans, heldur er hann hér í svipuðu hlut- verki og í Save The Tiger, ádeilukenndu verki i létt- um tón, um manninn, sem þorir ekki að lifa lifinu samkvæmt eigin sannfær- ingu af ótta við umhverfið. Lemmon og Bujold standa sig bæði með prýði i mynd- inni, sem mér finnst þó heldur slakari en Save The Tiger. Korty nær ekki að leggja réttar áherslur á persónurnar, og söguþráð- urinn, sérstaklega i lokin, er of einfaldur, til að hafa verulega merkingu. John Korty hefur yfir- leitt unnið myndir sínar að mestu leyti sjálfur, skrifað handrit eftir eigin hug- myndum, aflað fjár til framleiðslunnar, leikstýrt, kvikmyndað og klippt. Það sem hann hefur að segja um kvikmyndagerð lýsir þessari grein nokkuð vel og á við í nær öllum tilfell- um: „Þrátt fyrir það fólk haldi að kvikmyndagerð sé spennandi og ævintýrarikt líf, stöðug ferðalög hingað og þangað, þá er staðreynd- in sú, að 90% af tímanum sit ég bak við skrifborð með sima og ritvél og mest af vinnunni er pappírs- vinna.“ Leiðinleg stað- reynd, ef til vill, en því miður alltof sönn. SSP FIMA Noveck lagfærir kvikmyndir. Svo virðist, sem ýmsir evrópskir leik- stjórar séu æði glám- skyggnir, þeirra á meðal Lina Wertmuller, Visconti og Chabrol, en þessir leik- stjórar ásamt fleirum virð- ast alls ekki vita, hvernig á að klippa kvikmyndir til að þær hæfi amerískum áhorfendum. Fima hjálpar upp á sakirnar. 1 mörg ár hefur Fima sérhæft sig í því að endur- klippa og endurgera er- lendar kvikmyndir, svo að þær falli að þörfum amer- íska markaðsins, eins og hann og þeir sem leigja hann til starfans sjá þessar þarfir. Meðan Fima stund- aði þessa kraftaverkastarf- semi á klámmyndum og annarri álika framleiðslu, var naumast tekið eftir honum. En nú hefur Fima fært sig upp á skaftið. Fyrsta meiriháttar verkið, sem hann „endurskapaði” var mynd Wertmullers Love and Anarehy („stór- kostleg mynd“, viðurkenn- ir hann, „en stefnulaus og fremur erfið til skilnings”, áður en hann endurklippti hana). „Ég stytti myndina um 18 mínútur,” útskýrir hann hreykinn, „og fjar- lægði aðeins nokkur ónauðsynleg blæbrigði". Frægastur er Fima fyrir „björgunarverkið", sem hann vann á annarri mynd Wertmullers, Swept Away. „1 grundvallaratriðum fer ég með tilbúna kvikmynd eins og hún væri hráefni,” segir Fima, „klippi þar sem ég tel nauðsynlegt, breyti samtölum og persón- um, þar sem ég tel það vera nauðsynlegt... Ef þörf krefur, breyti ég allri upp- byggingu myndarinnar og bý til nýtt tempó, sem hæf- ir betur tilfinningum am- erískra áhorfenda." Aðeins „þar sem það er nauðsyn- legt“, auðvitað. Fima held- ur áfram. ákafur: „Evrópskir kvikmynda- gerðarmenn — jafnvel þeir bestu — reyna yfir- leitt að kreista út úr hverju atriði öll hugsanleg blæ- brigði og smáatriði. Am- eríkanar á hinn bóginn eru yfirleitt óþolinmóðir og heimta að kvikmyndagerð- armaðurinn komist beint að efninu”. James Monaco, gagnrýn- anda, sem fjallaði um þessi ummæli Fima Novecks var nú nóg boðið. „Auðvitað. Þetta er lausnin! Hvers vegna höfum við ekki áttað okkur á þessu fyrr?! Ef amerískir dreifiaðilar hefðu nú bara verið svo sniðugir að senda þessa innfluttu vöru sina til doktor Novecks fyrir tíu eða fimmtán árum hefði mátt forða okkur frá öllum þessum „blæbrigðum". sem við, óþolinmóðir áhorfendur hérna megin Atlantshafsins þolum ekki. Tvær myndir, sem mér dettur strax i hug, að hefðu haft gott af læknismeðferð Novecks eru L’Avventura og La Dolce Vita. Ég þori að veðja, að Noveck hefði náð þeim niður i snotrar og snöggar 75 min. stykkið. L’Avventura, auðvitað, hefði þurft einhvern sögu- þráð... jafnvel smáslatta af spennandi múski... og raunverulegan enda, auð- vitað, en sniðugur klippari eins og Fima hefði örugg- lega verið fær um það“. Mynd Chabrols, Innocents with Dirty Hands og mynd Viscontis, Conversation Piece hafa einnig orðið fórnarlömb Fima. „Margir dreifi- og sýningaraðilar", segir Fima, „gera sér ekki grein fyrir því, hversu mjög er hægt að breyta myndum (eins og þessum), til að gera þær að góðri sölu- vöru" Svo mörg voru þau orð. Flesta hefur sjálfsagt rennt grun í, :ð evrópskar myndir væru iðulega stytt- ar fyrir Ameríkumarkað, en sjálfsagt hafa fæstir gert sér grein fyrir því, að myndirnar væru hreinlega „endurgerðar” i þvi skyni. En eftir þessa opinskáu játningu Fima Noveck um „björgunarstarf" sitt, verð- ur þess varla langt að bíða að á tjöldum islenskra kvikmyndahúsa gefi að líta árangurinn af starfi hans. Ef til vill höfum við þá þegar notið snilli hans, án þess að verða þess vör vegna þess að Fima No- veck er svo hlédrægur maður, að hann lætur ekki nafns síns getið. Enda hæf- ir iðja hans þeim skúma- skotum mannlifsins, sem ekki þola of mikla birtu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.