Morgunblaðið - 15.11.1977, Page 15

Morgunblaðið - 15.11.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977 15 Klara Hilmarsdóttir tækniteiknari: Gerum þroskaheftum kleift að lifa og starfa á sem eðlilegastan hátt Það eru fjölmörg stórmál á dag- skrá Alþingis um þessar mundir sem þurfa skjótrar úrlausnar við og margt sem betur mætti fara i okkar litla þjóðfélagi, en það sem mér er efst í huga eru vandamál þroskaheftra, og staða þeirra í þjóðfélaginu. Það vill oft og iðulega gleymast að þetta er fólk alveg eins og við hin, með sömu þarfir og þrár til að verða að nýtum þjóðfélags- þegnum. En hvað gerum við til þess að hjálpa því að gera þann draum að veruleika? Á undanförnum árum hefur að mörgu leyti þokast i rétta átt fyrir þrotlausa vinnu ýmissa einstakl- inga og hagsmunasamtaka sem hafa vakið almenning til meðvit- undar um hin fjölmörgu vanda- mál sem fylgja þvi að vera þroska- heftur. í nýju grunnskólalögunum eru ákvæði um kennslu fólks með sér- þarfir og yar vissulega kominn tími til þess aðöll skólaskyld börn fengju kennslu við sitt hæfi. 1 framhaldi af grunnskólalög- unum var samin reglugerð um sérkennslu á vegum menntamála- ráðuneytisins og þar segir i fyrstu grein að, „Skólaskyldir nemendur sem taldir eru vikja svo frá eðli- legum þroskaferli að þeir fái ekk notið venjulegrar kennslu í einn eða fleiri námsgreinum eiga rétt á sérstaklegri kennslu við -sitt hæfi.“ Þetta er stórt skref í rétta átt og sýnir glögglega að einhverstaðar i stjórnkerfinu örlar á smá skiln- ingi á þessum málum. Mér er vel kunn gleði aðstand- enda þroskaheftra þegar þessi reglugerð var sett og líka von- brigði þeirra þegar þeir komust að því að það átti að liða enn einn veturinn i viðbót þar sem ekkert yrði gert til þess að rétta hlut AL'GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 HUraunblabifc þroskaheftra, því að það hefur ekki enn fengist fé til þess að hrinda neinu i framkvæmd sem i reglugerðinni stendur. Mér hefur oft dottið í hug hvernig foreldrar, til dæmis í einu hverfi í Reykjavík myndu bregðast við ef þeir stæðu allt í einu frammi fyrir þeirri stað- reynd að enginn skóli væri til fyrir börnin þeirra og þeir yrðu bara að reyna eftir fremsta megni að kenna þeim sjálfir þangað til veitt yrði fé af fjárlögum til bygg- ingar skóla. Ég er hrædd um að þetta þætti himinhrópandi ranglæti. Eg sagði áður að ekki fengist fé á fjárlögum til framkvæmda á þessu sviði og það kemur ef til vill úr hörðustu átt að vera að kregj- ast meira fé úr ríkiskassanum þar sem ég er eindreginn stuðnings- maður niðurskurðar á ríkisút- gjöldum. En þegar um er að ræða heil- brigðis- og menntamál er það mín skoðun að ekki eigi að spara neitt til þar sem sá sparnaður kemur einungis niður á þjóðinni seinna i mynd illa menntaðra einstaklinga og óvinnufærra öryrkja og alla- vega óhamingju sem þjóðfélagið hefði getað komið í veg fyrir með réttum aðgerðum í tæka tíð. Þess háttar sparnaður finnst mér gott dæmi um hvernig spara á eyrinn en kasta krónunni. Um þessar mundir er í un.dir- búningi frumvarp um heildarlög- gjöf fyrir þroskahefta og er það einlæg von min að til að semja þetta frumvarp veljist fólk með þekkingu og reynslu á þessu sviði, þar sem þessi löggjöf er frumskil- yrði til þess að eitthvað raunhæft verði gert til þess að knýja sam- félagið til þess að viðurkenna þroskahefta jafnréttháa öðru fólki. . Þar sem þessi mál eru félags- legt vandamál, það er að segja aðlögun þroskaheftra að eins eðli- legum lifnaðarháttum og unnt er, ætti öllum að vera ljóst að það ér ekki hlutverk sjúkrahúsa og hæla að leysa þessi vandamál, þau hafa að mínu mati nóg með að hlynna að sjúkum og lækna, en þetta fólk er ekki sjúkt í þessa orðs hefð- bundnu merkingu, heldur hefur skerta möguleika á að fylgjast með þeirri kennslu og þeim þjóð- félagsháttum sem þessa stundina virðist öll miðuð við meðalmenni. Því verða þessi mál að falla undir yfirumsjá félags- og menntamála. Það þarf að sam- ræma aðgerðir á þessu sviði svo hæfi öllum þroskaheftum, það er, vangefnum, hreyfihömluðum, blindum, og heyrnarlausum, fjöl- fötluðum og geðtrufluðum svo ekki myndist aðstöðumunur á milli þessara hópa. Þetta ætti í raun og veru ekki að vera svo flókið mál því að þarfir þessa fólks eru að flestu leyti þær sömu og okkar hinna. Þau þurfa aó eiga heimili þar sem þau mæta hlýju og skilningi, þau þurfa að fá kennslu við sitt hæfi og það þarf að skapa þeim aðstöðu til atvinnu á því sviði sem hugur þeirra og geta stendur til, annað hvort á almennum vinnu- markaði eða á vernduðum vinnu- stöðvum. Þegar ég tala um að þroskaheft- ir þurfi að eiga heimili eins og aðrir, og við skoðum málió svolít- ið nánar, koma upp hin ýmsu vandamál sem ekki er alltaf hægt að leysa á venjulegum heimilum þar sem heilbrigð börn og ungl- ingar eiga að alast upp. Við vitum, að allir þurfa á umhyggju að halda i uppvextinum hvort sem þeir eru heilbrigðir eða þroska- heftir og hin mikla vinna, sem uppeldi þroskaheftra krefst vill oft bitna á öórum störfum sem uppalandi barnahóps verður að sinna, og það er engum til góðs. Klara Hilmarsdóttir Þess vegna þarf að koma á fót fjölskylduheimilum og dagheimil- um í tengslum við þá skóla sem stofnaðir verða. Á þessum fjöl- skylduheimilum ætti að vera sér- hæft starfsfólk sem gæti ásamt aðstandendum hinna þroskaheftu séð um að aðlaga þá að umhverf- inu og gera þá hæfa til þess að lifa og starfa á sem eðlilegastan hátt. Með þessu móti ásamt með hugarfarsbreytingu hjá almenn- ingi í þá átt að líta á þroskahefta sem jafnréttháa og annað fólk gæti stór hluti þeirra séð fyrir sér sjálfir þegar fram liða stundir. Þá mun koma í ljós að útgjöldin sem óhjákvæmilega eru þessu sam- fara í byrjun, koma margföld til baka i hæfum vinnukröftum, sjálfstæðari og hamingjusamari þjóðfélagsþegnum. Nýtt útibú Iðnaðarbankans að Áusturvegi 38, Selfossi. Iðnaðarbankinn opnar á Selfossi IÐNAÐARBANKI íslands h.f. opnaði útibú á Selfossi, föstudaginn 4. nóv. sl. Útibússtjóri er Jakob J. Havsteen lögfræðingur, en starfsmenn verða alls 5 talsins. Húsið teiknaði Sigurður Jakobsson tæknifræóingur, en innréttingar hússins teiknaði Pétur B. Lúthersson húsgagnaarkitekt. Veitt verður öll almenn bankaþjónusta og verður opið alla virka daga frá kl. 9.30 til kl. 15.30. Auk þess verður síðdegisafgreiðsla opin á föstudögum frá kl. 17.00 til 18.30. í tilefni af opnun útibúsins samþykkti bankaráð Iðnað- arbankans að færa Iðnskólanum á Selfossi að gjöf kvik- myndasýningarvél til kennslunota. í desember þjóðum við sérstök folafargjöld frá Norðurlöndum til íslands. Þessi jólafargjöld sem eru um 30% lægri en venju- lega, gera fleirum kleift að komast heim til íslands um jólin. Ef þú átt ættingja eða vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum við þér á að farseðill heim til íslands er kærkomin gjöf. Slíkur farseðill vekur sannarlega fögnuð erlendis. F,íGGF.FÁAG IOFMIDIR ÍSLA/VDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.