Morgunblaðið - 15.11.1977, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977
23
ÞORSIGRAÐI
ÞRÓTT ÓVÆNT
ÞAU ÓVÆNTU úrslit urðu í leik Þórs og Þróttar í 2. deild íslandsmótsins á
sunnudaginn að Þór sigraði örugglega 23:21. Við þessi úrslit kemur enn betur í ljós
hversu jöfn að getu liðin í 2. deild eru að þessu sinni, og vonlaust að segja til um
hvaða lið það verða, sem leika í 1. deild að ári.
Flestir áttu von á auðveldum
sigri Þróttar í þessum leik og ef
til vill hefur sigurvissan orðið
Þrótti að falli. Það var aðeins í
upphafi leiksins, sem Þróttarar
sýndu hvað í þeim bjó. Þróttur
náði þannig um skeið tveggja
marka forystu, 5:3, en Þórsurum
tókst að jafna metin og höfðu
fimm marka forystu í leikhléi,
14:9. Framan af siðari hálfleikn-
um hélst þessi munur þannig að
staðan var 19:14 um miðjan hálf-
leikinn, en Þrótturum tókst svo
að minnka muninn niður í 2 mörk
í lokin.
Það var langt í frá að leikur
Þórs og Þróttar væri vel Ieikinn.
Þórsarar léku hins vegar mjög
skynsamlega, héldu boltanum vel
og nýttu sóknir sínar mjög vel.
Ekki verður sagt að breiddin sé
mikil í liðinu, varla hægt að
skipta inná án þess að liðið veikist
mjög, t.d. voru aðeins 7 útispilar-
ar notaðir í þessum leik. Þórsarar
ráða yfir tveimur góðum skyttum.
jTlovjUmblnMtt_
urnmnni
Markaregn
JÚGÓSLAVAR gerðu sér lítið
fyrir og unnu Rúmena með sex
mörkum gegn fjórum í undan-
keppni HIVI á sunnudaginn, en
leikið var 1 Búkarest. Júgóslavar
eiga þvf enn möguleika á að kom-
ast f úrslitin í Argentínu næsta
haust. Þeir eiga eftir að leika
gegn Spánverjum á heimavelli og
þurfa að vinna með tveggja
marka mun. Staðan í riðlinum er
nú þessi:
Spánn 3201
Rúmenfa 4 2 0 2
Júgóslavfa 3 10 2
Jafnt hjá
Union frí
hjá Ásgeiri
BELGAR og N-írar leika
landsleik í knattspyrnu
annaö kvöld og vegna
undirbúnings fyrir þennan
leik, sem er í undankeppni
HM, var ekkert leikið í bel-
gísku 1. deildinni um helg-
ina. Átti Ásgeir Sigurvins-
son því frí, en hins vegar
var Marteinn Geirsson í
eldlínunni. Lék Union á
móti St. Niklaas á útivelli
og varð jafntefli 1:1.
Sigtryggi Guðlaugssyni og Jóni
Sigurðssyni. Þessir tveir skoruðu
bróðurpartinn af mörkum Þórs
eða 15. Þá átti Aðalsteinn Sigur-
geirsson og ágætan leik.
Lið Þróttar olli miklum von-
brigðum í Akureyrarför sinni.
Það virðist ekki komið í fulla æf-
ingu. Vörn og markvarzla var af-
leit en sóknarleikur hins vegar
skárri. I leiknum gegn Þór var
það aðeins Konráð Jónsson, sem
eitthvað kvað að. Aðrir leikmenn
voru langt frá stnu bezta.
Ólafur Steingrímsson og Gunn-
ar Kjartansson dæmdu leikinn
prýðilega.
Mörk Þórs: Jón 8, Sigtryggur 7
(2 v), Einar Björnsson 3, Gunnar
Gunnarsson 2, Aóalsteinn og
Rögnvaldur Erlingsson 1 mark
hvor. Eitt markanna var sjálfs-
mark Þróttarr.
Mörk Þróttar: Konráð 8 (1 v),
Sigurður Sveinsson og Halldór
Bragason 4 hvor, Sveinlaugur
Kristjánsson og Sveinn Sveinsson
2 mörk hvor, Jóhann Frimanns-
son 1 mark.
— Sigb.G.
Konráð Jónsson gerði 17 mörk í
Akureyrarferð Þróttar um helg-
ina.
Klaufskir KA menn
misstu öruggan sigur
LEIKMENN KA í handknattleik geta nagað sig í handabökin eftir tap gegn Þrótti í
2. deild á laugardaginn. Þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka hafði KA
þriggja marka forystu og sigurinn virtist í höfn en allt hljóp í baklás og KA mátti
þola tap 26 gegn 25.
Leikurinn var annars afar jafn
allan timann. Þó hafði KA alltaf
frumkvæðið, en tókst ekki að
stinga Þróttara af. KA hafði einu
marki betur í leikhléi, 11:10, og
hafði oftast aðeins 1—2 marka
forystu þar til í lokin að forystan
var orðin þrjú mörk. Þróttarar
gáfust þó ekki upp og tókst að
sigra eins og fyrr greinir.
Leikur liðanna olli hins vegar
vonbrigðum. Ef þessi tvö lið eru
meðal hinna sterkari í deildinni,
eins og látið hefur verið að liggja,
hvernig eru þá þau lakari? Miðað
við spilamennskuna á laugardag
eiga hvorki KA né Þróttur
minnsta erindi i 1. deild. Það voru
einungis þrír leikmenn, sem
stóðu upp úr meðalmennskunni,
Þróttararnir Konráð Jónsson og
Sveinn Sveinsson og KA maður-
inn Armann Sverrisson.
Ólafur Steingrimsson og Gunn-
ar Kjartansson dæmdu leikinn
ágætlega.
Mörk Þröttar: Konráð 9, Sveinn
6, Jóhann Frímannsson 6 (2 v),
Ari Einarsson og Sveinlaugur
Kristjánsson 2 mörk hvor, Hall-
dór Bragason 1 mark.
Mörk KA: Ármann 5, Jón
Hauksson 4 (3 v), Þorleifur
Ananíasson, Páll Kristjánsson og
Jóhann Einarsson 3 mörk hver,
Jón Árni, Guðmundur Lárusson
og Alfreð Gíslason 2 mörk hver og
Sigurður Sigurðsson 1 mark.
Badmintorv
sambandið
10 ára í
mánuðinum
11. ÁRSÞING B.S.Í. var haldið
sunnudaginn 30. okt. s.l. i Snorra-
bæ við Snorrabraut. Um 30 full-
trúar og gestir sátu þingið. B.S.Í.
verður 10 ára í þessum mánuði.
Þingforsetar voru Kristján
Benjamínsson og Ragnar Haralds-
son, en þingritari Grétar Snær
Hjaltason. Meðal gesta þingsins
voru Gisli Halldórsson forseti
Í.S.Í. og Sigurður Magnússon
skrifstofustjóri sambandsins.
Rafn Viggósson form. B.S.Í.
flutti skýrslu stjórnar, sem bar
með sér mikið og fjölþætt starf.
Meðal verkefna var að sjá um
þátttöku í Heimsmeistarakeppni i
Malmö og Norðurlandamóti ungl-
inga í Kaupmannahöfn, landsleik
við Færeyjar o.m.fl. i skýrslunni
er glöggt yfirlit yfir innlend mót,
listi yfir badmintoniðkendur eftir
styrkleika, badmintondómara
o.fl.
Walter Lentz gjaldkeri sam-
bandsins lagði fram endurskoð-
aða reikninga. Á starfsárinu hóf
Badmintonsambandið útgáfu
fréttabréfsins Skellur, i umsjá
Axels Ammendrup og Jönasar Þ.
Þórissonar. Megin viðfangsefni
þingsins var afgreiðsla á laga-
breytingum og leikreglnabreyt-
ingum, en unnið hafði verið að
þessum málum af sérstökum
milliþinganefndum.
Öll stjórn B.S.Í. var endurkjör-
in, en hana skipa nú:
Rafn Viggósson, formaður,
Ragnar Haraldsson, Steinar Pet-
ersen, Walter Lentz og Þorsteinn
Þórðarson.
GOÐ FRAMMISTAÐA
JÚHANNESAR í LEIK
SKOTLANDS-RISANNAl
— MÉR GEKK vel í leiknum og get ekki annað en verið ánægður með
blaðadóma, sem ég hef séð, sagði Jóhannes Eðvaldsson f samtali við
Morgunblaðið ( gær. Þótti Jóhannes standa sig sérlega vel í leik
risanna í skozku knattspyrnunni undanfarin ár, Celtic og Rangers, en
liðin mættust á heimavelli Celtic á laugardaginn. Úrslitin urðu þau að
leiknum lauk með jafntefli 1:1 f fjörugum leik og er Rangers því enn
efst f skozku 1. deildinni, en Celtic þokast upp töfluna, er nú með 12
stig.
Einar Magnússon hefur átt góða leiki með Hannover að undanförnu og
liðið er ekki lengur eitt og yfirgefið á botni 1. deildarinnar í V-
Þýzkalandi.
SIGRAR ÍSLENDINGANNA
j VESTUR-ÞÝZKALANDI
GÖPPINGEN,
arssonar, van
lið Gunnars Ein-
í góðan sigur á
Tvö töp UMSE í
spennandi leikjum
ÞRtR LEIKIR voru f 1. deild karla í blaki um helgina og tveir leikir
hjá konunum. Á Laugarvatni léku Laugdælir og ÚMSE á laugardaginn
og þrátt fyrir jafna og spennandi viðureign fóru leikar svo að
Laugdælir unnu 3:0. Lotunum lauk 20:18, 15:13 og 15:9 fyrir Laugdæli,
sannarlega jafnt en eigi að sfður sigur f öllum hrinunum til heima-
manna. Þá léku einnig f 1. deild kvenna á Laugarvatni á laugardaginn
lið IMA og Mímis, sem er lið Menntaskólans. Sigruðu stúlkurnar að
norðan 3:0.
Á sunnudaginn léku Laugdælir í Reykjavík á móti stúdentum og
töpuðu Laugdælir nú 3:0. ÍS vann loturnar 15:1, 15:7 og 15:12. Þróttur
vann síðan UMSE á sunnudaginn með 3 hrinum gegn einni. Úrslit
urðu 15:3,15:12, 13:15 og 15:13.
heimavelli f 1. deildinni í V-
Þýzkalandi um helgina. Var leik-
ið gegn Grossvallstadt, einu af
efstu liðunum, og urðu úrslitin
19:15 fyrir Göpppingen. Skoraði
Gunnar Einarsson eitt mark í
leiknum. Þá lék Dankersen gegn
Derchslag og vann 13:12 f hörku-
leik. Ólafur og Axel voru beztu
menn Dankersen, Ólafur gerði
þrjú mörk, Axel 5. Hannover, lið
Einars Magnússonar, sigraði
Dietzenbach 19:15 og skoraði Ein-
ar flest mörk Hannover. Hefur lið
Einars rétt verulega úr kútnum
síðan hann byrjaði að leika með
því.
Gummersbach er efst í 1.
deildinni v-þýzku með 14 stig, síð-
an koma Göppingen, Nettlestedt
og Grosswallstadt með 12 stig og
Dankersen hefur 10 stig.
Bæði Evening Times og Sunday
Mail gefa Jóhannesi góða dóma
fyrir leikinn og er hann talinn
bezti maður Celtic í leiknum. Lék
hann sem miðvörður að þessu
sinni og hefur hann í haust leikið
flestar stöður með liði sinu. í
leiknum á laugardaginn náði
Rangers forystu þegar nokkuð
var liðið á fyrri hálfleikinn, en
Johnstone skoraði þá gott mark. i
seinni hálfleiknum sótti Celtic
mun meira og að því kom að
McAdam skoraði fyrir liðið. Hann
skoraði einnig annað mark í
leiknum, en það var dæmt af. Þá
sagði Jóhannes að Joe Craig hefði
verið gróflega brugðið innan vita-
teigs og dænia hefði átt vita-
spyrnu, en dómarinn hefði hrein-
lega ekki þorað það.
Sagði Jóhannes að lið Celtic
efldist nú með hverjum leik og
þokaðist hægt og sigandi upp töfl-
una. Er liðið með 12 stig, en byrj-
unin hjá félaginu í haust var mjög
slök. Rangers er efst með 18 stig.
— Það eru enn sjö stig í toppinn
hjá okkur, en það er mikið eftir af
mótinu og Celtic á enn eftir að
sækja i sig veðrið, sagði Jóhannes
Eðvaldsson.
Aðspurður um hvort eitthvað
hefði gerzt í hans málum varð-
andi sölu frá Celtic, sagði hann að
þau mál væru í fullum gangi, en
þó væri ekkert ákveðið enn þá. —
Ég flýti mér hægt í þessu, en
vonast til að gengið verði frá fé-
lagaskiptum i þessum mánuði,
sagði Jóhannes.
Jóhannes Eðvaldsson hyggur á flutning frá Celtic, en ætlar ekki
flana að neinu f sambandi við félagaskiptin.
að