Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 Minning: Sigurður Guðmann Sigurðsson múrari „Með múrskeið vora f hægri hönd vér horfum djarft á sæ og strönd og mótum möl og sand. Hvern nýtan dag f stuðla er ste.vpt, — í steinsins form er sagan greypt og tengd við líf og land.“ Svo kvað Jóhannes úr Kötlum i Múrarasöng sinum, og fer vel á að hefja með þessu ljóði minningar- orð min um frænda minn, Sigurð Guðmann Sigurðsson múrara- meistara, sem lézt að kvöldi hins 5. nóvember s.l., en útför hans er gerð í dag frá Fossvogskirkju. Þessi stef skáldsins eiga vel við minningu hans, og ekki síður þau næstu í Múrarasöng, sem svo eru: „Og borgin rfs og her vorn svip, þvf bundin við hvern smfðisgrip er smiðsins sanna sál.“ Og það er ekki ofmælt, að borg- in okkar, Reykjavík, beri svip múraranna, einkanlega hin síðari ár. Ekki er talið lengra síðan en 1844, að fyrsta húsið úr múr- steini, hús Thomsens kaupmanns við Lækjartorg, reis í Reykjavik. Viða úti um Iand höfðu menn þó fyrr gert hús úr múr og steini, og mun Viðeyjarstofa, sem reist var 1752—’54, marka upphaf „steinaldar“ i húsagerð hér á landi. Mér finnst vel til fallið að minn- ast þessa hér, því að Sigurður Guðmann var einn alaðhvata- maður að gerð og útgáfu Múrara- sögu Reykjavíkur og sömuleiðis að útgáfu Múraratals og stein- smiða. ★ Sigurður Guðmann Sigurðsson múrarameistari fæddist í Reykja- vík hinn 22. september 1904, og voru foreldrar hans hjónin Guð- rún Sigurðardottir og Sigurður Þorkelsson múrarameistari, sem var einn af stofnendum Múrara- félags Reykjavíkur. Bæði voru þau hjónin komin af ættum Kjósaringa og Kjalnes- inga, enda dvöldust þau bæði fyrstu æviár sín þar í sveitum. Sigurður Þorkelsson var hálf- bróðir Sigurbjörns Þorkelssonar í Vfsi, og þekkja þá margir ættina, en faðir þeirra var Þorkell Hall- dórsson, bóndi á Kiðafelli, síóar verkamaður í Reykjavík. 18 ár voru á milli þeirra bræðr- anna. Var Sigurður fæddur árið 1867, en Sigurbjörn er fæddur 1885, og er nú 92 ára að aldri. Alla tíð var kært með þeim hálf- bræðrunum, og minnist ég margra heimsókna á heimili þeirra Guðrúnar og Sigurðar með foreldrum mínum. Allt voru það ánægjulegar heimsóknir, því að þar ríkti einstök og einlæg gest- risni og hjartahlýja. Þeir höfðu flutzt, bræðurnir, t Maðurinn minn SVEINN JÓNSSON sem lézt 9 nóv s.l verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 1 6 nóv kl 1 3 30. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Hlín Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn. faðir okkar, tengdafaðir og afi. SIGURÐUR SCHEVING. Hringbraut 45. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 6 nóvember kl ^ Margrét Scheving. Edda Scheving. Heimir Guðjónsson, Birgir Scheving. Ágústa Erlendsdóttir, Baldur Scheving. Conny Hansen. Gylfi Scheving, Jóhanna Hjelm. Knútur Scheving, Anna Helga Kristinsdóttir, og barnabörn. + Móðir okkar SIGRÍÐUR MARÍA SIGURÐARDÓTTIR frá Látrum i Aðalvik andaðist að Hrafnistu sunnudaginn 1 3 þ m Bömin. t Systir okkar GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR. andaðist föstudaginn 1 1 nóvember á heimili sinu Grjótagötu 14 Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1 8 nóvember kl 1 3 30 Fyrir mína hönd og systkina minna, Jón Lárusson. Eiginmaður minn. andaðist 1 3 þ m RAGNAR THORARENSEN, Jökulgrunni 1. Ingibjörg Thorarensen. það sama ár úr sveitinni til Reykjavíkur, árið 1894, og áttu þar 'heimili síðan. Bjuggu þeir fyrst í sambýli á Melstað við Framnesveg. Þar voru 5 smáher- bergi, og í þeim bjuggu 15 manns, 3 fjölskyldur um eitt lítið eldhús. Er ótrúlegt að lesa frásagnir föð- ur mins í sjálfsævisögu hans: Himneskt er að lifa, um þessi húsnæðisþrengsli í Reykjavík á þeim tíma. ★ Þeir feðgarnir, Sigurður Guð- mann og Sigurður Þorkelsson, reistu sér reisulegt steinhús árið 1928 að Grettisgötu 82. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atriði, sem þá gerðist, en það atriði lýsir ákaflega vel mann- gæzku og barngæzku Sigurðar Guðmanns, sem nú skal stuttlega frá greint. í húsinu bjó ungur drengur, og meó þeim Sigurði Guðmanni tókst mikil vinátta. Hjálpaði hann hin- um unga sveini til þess að koma sér upp merkilegu kanínubúi í kjallara hússins. Eg man vel eftir þessu stórfenglega kanínubúi, og man eftir því ánægjulega bliki í augum beggja, þegar þeir sýndu gestum búið. Næstu byggingarframkvæmdir feðganna var steinhúsið að Karla- götu 16, en þar varð síðan heimili Sigurðar Guðmanns allt til dauða- dags, og þar önduðust báðir foreldrar hans. En þótt Sigurður Guðmann kvæntist aldrei, átti hann hauk í horni, sem aldrei brást honum, og það var Lára Þorsteinsdóttir, fóstursystir hans. Þegar foreldrar hans dóu, voru aðstæður Láru þær, eftir lát manns hennar norður á Sauðár- króki, að hún gat flutzt suður og tekið að sér að búa honum indælt og hlýtt heimili á gamla staðnum að Karlagötu 16. Ég hygg, að Sigurður Guðmann hafi kunnað að meta að verðleik- um og viljað þakka þá ástúð og umhyggju, sem frú Lára sýndi honum allt til hans sfðasta dags. Slíku verður ekki gleymt af hálfu okkar náins skyldfólks Sigurðar Guðmanns. ★ Á unga aldri komu strax fram miklir eðliskostir og hæfileikar Sigurðar Guðmanns til listrænna starfa. Hann stundaði nám í teikningu og málaralist um nokk- urn tima, og var að dómi þeirra, sem vit höfðu á, mjög efnilegur á þessu sviði. Hef ég fyrir því orð Jóns Engilsberts listmálara, en þeir stunduðu námið saman um skeið. Einnig fékkst Sigurður Guó- mann við að teikna hús, og hefði vafalaust orðið liðtækur arkitekt, ef hann hefði haslað sér völl á því sviði. En aðal lífsstörf Sigurðar Guð- manns var á sviði múrverks, og þar vann hann mörg stórvirki, og ekki hvað sízt á sviði félagsmála múrara. Gengdi hann eiginlega öllum trúnaðarstörfum í Múrara- félagi Reykjavíkur, sem hugsast gat, var ritari þeirra og gjaldkeri og síðan formaður 1949—1954, og mælingafulltrúi félagsins frá 1947—1955. Hann hlaut heiðusrsskjal félagsins 1954, og var kjörinn heiðursfélagi þess 1967. Þá var hann fulltrúi í Iðnráði Reykjavík- ur um skeið, og frá 1964 mælinga- fulltrúi á skrifstofu Múrara- meistrarafélagsins, og gegndi því starfi eiginlega allt til þess, að heilsa hans bilaði á þessu ári. Ekki er heldur hægt að gleyma öllum blaðagreinum hans, einkan- lega um verkalýðsmál, en þar kom í ljós, að hann var maður prýðilega ritfær. Sigurður Guð- mann var alla tið einlægur Sjálf- stæðismaður og starfaði í fulltrúa- ráði flokksins i Reykjavik af mikl- um dugnaði. ★ Alla tið reyndist hann okkur skyldfólki sínu mikill haukur i horni með allt, sem við þurftum að fá gert á sviði múrverks, og má ég, sem þessar línur rita, vel þakka fyrir mig og mina á þessu sviði, og þá spurði Sigurður Guð- mann aldrei um daglaun að kveldi. En fyrst og fremst minnumst við hans sem hins hógværa og lítilláta manns, sem i engu mátti vamm sitt vita, vildi allra bón leysa, og gerði það allt af slíkri manngæzku og ljúfmennsku, að leitun var á öðru eins. Við þökkum honum að leiðar- lokum öll góð kynni á liðnum ár- um. Með Sigurði Guðmanni Sigurðs- syni múrarameistara er genginn góður og sannur sonur íslands. Blessuð veri minning hans. Friðrik Sigurbjörnsson. Á þessum blíðu og kyrrlátu sió- sumars- og haustkvöldum, hafa býsna mörg og stór skörð verið höggvin í raðir hinna eldri félaga Múrarafélags Reykjavíkur. Ég nefni hraustmennið trausta Sigurjón Pálsson, þá hinn kunna félagsmálaeldhuga og fundar- garp, Guðjón Benediktsson, og nú síðast valmennið, Sigurð Guð- mann Sigurðsson, sem hér verður F. 6. mars 1961. D. 28. október. 1977. í hóp okkar bekkjarfélaganna úr barna- og gagnfræðaskóla minnst i örfáum línum. Hann lést að heimili sínu, Karlagötu 16, hinn 5. þessa mánað:r, rúmlega 73ja ára að aldri. Hann var fæddur hér í borg, hinn 22. september, 1904. For- eldrar hans voru heiðurshjónin Guðrún Sigurðardóttir og Sigurð- ur Þorkelsson múrari. Hann nam múraraiðn hjá föður sinum og lauk sveinsprófi árið 1933 og gerðist þegar félagi í Múr- arafélagi Reykjavíkur. Þar ávann hann sér þegar traust félaga sinna mað ásakapaðri glögg- skyggni, góðvild og hæversku. Guðmann — en svo var hann jafnan nefndur — verð gjaldkeri félagsins árið 1942—'46, ritari 1946—'49, formaður 1949—’53, auk margvíslegra annarra trúnaðarstarfa, sem hér verða ekki talin. öll þessi ábyrgðarstörf leysti hann af hendi með sérstakri trú- mennsku og nákvæmni svo hvergi skeikaði. Hann var allra manna fróðastur um sögú félagsins og átti hlut að útgáfu Múrarasögunnar, sem út kom 1951 svo og Múraratali og steinsmiða, árið 1966, en auk þess ritaði hann margvíslegan fróðleik úr sögu félagsins i bókina „Líf og hugur“ starfssögu Múrarafélags Reykjavíkur, sem út kom á þessu ári, og er þá ótalinn fjöldi blaða- greina um verkalýðs- og iðnaðar- mál. Hann var, að verðleikum-, kjör- inn heiðursfélagi Múrarafélags- ins árið 1967. Nokkur siðustu árin, tók heilsu hans að hnigna og torveldaði það honum átökin við erfitt handverk. Þá hóf hann að starfa á skrifstofu Múrarameistarafélags Reykjavík- ur og vann þar meðan kraftar entust. Við Guðmann gengum i Múrarafélagið á sama tíma, að segja mátti. Margs er því að minn- ast frá hartnær hálfrar aldar sam- starfi. Svo sem að líkum lætur, höfðum við annað veifið vindinn í fangið, ef svo mætti að orði kom- ast, en ætið var Guðmann, er á reyndi, sá trausti félagi, sem hélt beint og óhikað að settu marki. Björtu minningarnar ber þó hæst, unnir sigrar, gleðistundir á merkum áföngum, þegar brautin framundan virtist svo auðgengin, björt og fögur. Hógláta brosið hans frá þeim stundum gleymist ekki, þótt leiðir skilji. Nú er hann kvaddur með sökn- uði af okkur félögum hans og samstarfsmönnum, þökkuð störf- in öll, sm unnin voru af dæma- fárrj alúð. Hlýjar óskir fylgja honum yfir landamærin, sem okkar allra bíða. Hinum mörgu vinum hans og skyldmennum sendum við samúðarkveðjur. Olafur Pálsson. hefur verið höggvið skarð. Árni Davíðsson kom i bekkinn okkar þegar hann var 9 ára og var með okkur nær alla sína skólatíð. Kveðja: Arni Davíðsson t Jarðarför KRISTJÁNS S. ELÍASSONAR, N jálsgötu 102, fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 17 þ m kl 1 3 30 Kristin Geirsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. t Þökkum hjartanlega aðsýnda samúð og vinarhug við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar. móður okkar, tengdamóður. ömmu og langömmu GUORÚNAR BJARTMARZ. Sérstakar þakkir færum við Breiðfirðingafélaginu svo og fararstjórum Mallorkaferðarinnar . Oskar Bjartmarz. Helga Elsa og Björn Stefán Bjartmarz, Sólveig og Gunnar Bjartmarz, Þórdis Katla og Hilmar Bjartmarz. Margrét og Freyr Bjartmarz, barnabörn og barnabarnabarn. Hann var-mjög duglegur nemandi og vann öll verk sín af mikilli samviskusemi. Það fór aldrei mikið fyrir Árna, hann tranaði sér eða sinum skoðunum aldrei fram, en hann var tryggur vinur vina sinna og glaður í góðra vina hópi. Ahugamál Árna voru mörg og mismunandi og hann vann að þeim öllum af miklum áhuga og atorku, hvort sem þaó var út- skurður eða skíðaiðkanir. Það er erfitt að sætta sig við að Arni eigi ekki eftir að vera meðal okkar lengur, en „Drottinn gaf og Drott- inn tók,“ og við þökkum allar samverustundirnar á liðnum árum. Við viljum votta foreldrum hans og systkinum einlæga samúð okkar. Far þú í fridi. Friður kuös þig blessi. Ifafðu þökk fyrir allt og allt. fíekkst þú með guði. (»uð þér nú fvlgi._ Hans dýrðarhnoss þú liljóta skalt. Gamlir bekkjarfélagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.