Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 — Eldur frá kerti er talinn hafa TT^l J , , !W _ _ leitt til hótelbruna sem varð 42 niiuur í jyiciniiu manns að bana f Manf|a f Hótelið var sjö hæða og gereyði- lagðist í brunanum. 188 gestir voru á hótelinu þegar það brann, Iangflestir þeirra útlendingar, aðallega Japanir og Bandaríkjamenn. Að minnsta kosti tveir stukku út um glugga og biðu bana. Myndin sýnir slökkviliðið reyna að ráða niðurlögum eldsins. Nkomo hótar Bretum hörðu Rhódesíu, 14. nóv., Reuter Blökkumannaleiðtoginn Joshua Nkomo í Rodesíu sagði í dag að síðustu friðarumleitanir Breta og Bandarikjaamanna hefðu farið út um þúfur og gaf til kynna að hann mundi beita sér fyrir því að skæruliðum yrðu fengin völdin. Eftir þessa yfirlýsingu Nkomos á blaðamanna- fundi er sýnt að friðartil- raunir verði erfiðari í framtíðinni og að ágreiningur útlægra skæruliða annars vegar og skæruliða í Ródesíu hins vegar muni aukast. Nkomo kennir Bretum um að frióartilraunirnar hafi farið út um þúfur, vegna þess að þeir hafi ekki rekið Ian Smith forsætisráðherra Ródesíu frá völdum. „Allt bendir til þess að ekki gefist færi á að fara nýjar leiðir,“ sagði Nkomo. Hann sagði að skæruhernaður mundi halda áfram unz Smith biði ósigur og eftir það myndi föðurlandsfylking blökkumanna stjórna landinu. Nkomo tók það fram að hann væri andvigur þvi að kosningar færu fram áður en landið hlyti sjálfstæði eins og gert var ráð fyrir í áætlun Breta og Bandaríkjamanna. „Það er föðurlandsfylkingin, sem berst fyrir frelsi þjóðar- innar,“ sagði Nkomo sem á við skæruhernað þann sem hann veit- ir forystu ásamt Robert Mugabe á móti hinum hvita minnihluta. YFIRMAÐUR Ródesíuhers, John Hickman hershöfðingi, kannar hér I sveit 450 nýþjálfaðra blökkumanna I Bala Bala ( Ródesfu f október sl. Styttan af Bítl- unum sett upp ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin í borgarráði Liverpoolborgar um að Bitlarnir skuli heiðraðir með þvi að stytta af þeim verði sett upp í miðborginni. Því hafði áður verið hafnað í ráðinu, á þeim forsendum að þeir hefðu snúið baki við borg- inni um leið og þeir öðluðust heimsfrægð. Með styttunni er staðfest að þeir séu í raun „Liverpoolbúar", en í borginni eru þeir allir fæddir og aldir upp. Þegar ákvörðunin var til- ( kynnt, var sagt að borgarráðið viðurkenndi „tónlistarárangur I hljómsveitarinnar The Beatles og þá heimsfrægð sem Liver- poolborg hefur öðlast vegna tónsmiða þeirra“. Enginn Bítlanna býr nú í borginni. John Lennon er bú- settur í New York, Paul McCartney i London, George Harrison i úthverfi London og Ringo Starr i Bandaríkjunum Fyrirmyndin af styttunni af Bftlunum sem á að setja upp í miðborg Liverpool. Hún er gerð af myndhöggvaranum Brian Burgess, og er fyrirhug- að að hún verði 20 feta há og gerð úr stáli. Neyzla marsvínslifr- ar bönnuð í Færeyjum Frá JoKvan Arge, fréttaritara Mbl. f^Þórshöfn f Færeyjum í gær. Heilbrigðisyfirvöld I Færeyjum hafa bannað neyzlu á marsvfns- lifur. Bannið hefur verð sett vegna niðurstaðna rannsókna á magni kvikasilfurs f marsvínslifrum. t tilkynningu frá landlækni og yfirdýralækni Færeyja segir, að kvikasilfur í lifur og nýrum mar- svína sé það mikið, að ekki sé óhætt að neyta þeirra. Heilbrigðisyfirvöldin tilkynntu jafnframt aó nokkurt kvikasilfur væri í hvalkjötinu og að þau teldu ekki ráðlegt að fólk borðaði hval- kjöt oftar en einu sinni í viku, en þau sögðu að hvalspik væri óhætt að borða. Niðurstöðurnar eru byggðar á rannsóknum sem gerðar voru á hópi marsvína, sem drepinn var við Suðurey í Færeyjum fyrir u.þ.b. mánuði. Slíkum rannsókn- um verður nú haldið áfram. Heyerdahl 1 k jölfar Súmera Kurna, Irak. 13. nóvember. Reuter. NOHÐMAÐURINN Thor Heyerdahl hóf í dag lokafram- kvæmdir fyrir sjóferð inn í óvissuna á báti gerðum úr reyr og byggðum samkvæmt 5000 ára gamalli fyrirmynd. Markmið hans með ferðinni er að kanna hversu lagt Súmer- ar, fyrsti þjóðflokkurinn sem vitað er um að hafi sést að á þvf landssvæði sem nú kallast trak, (Mesópótamfa), hafi getað breitt menningu sfna út í sjó- ferðum sínum um Persaflóa. Heyerdahl ætlar af stað á bátn- um sfðar f þessari viku. z Fyrstu byggðir Súmera sem vitað er um, eru frá 3500 fyrir Krist og Heyerdahl telur að þeir hafi stundað siglingar nokkuð á undan Forn- Egyptum. En hversu langt þeir hafi siglt sé óvíst. Um bátinn sem er eins og banani í lögun, sagði norski prófessorinn að þetta væri elsta gerð báta sem menn þekktu. „Við verðum að komast að þvi hve lengi bátur- inn dugir, áður en hann verður vatnsósa. „Ég hef ekki hug- „TIGRIS" bátur Heyerdahls í Kurnahéraði í Irak, þar sem hann er smíðaður og ætlunin er að hefja siglinguna frá. mynd um hve langan tíma ferð- in mun taka né hvert við mun- um sigla,“ sagði hann i viðtali við fréttamenn. Báturinn er 18 metrar á lengd og var smiðaður á sex vikum úr reyr sem safnað var i Kurna-héraðinu, sem sam- kvæmt sögusögnum á að vera sá staður sem Edengarðurinn stóð. Skipshöfnin á „Tigrisdýr- inu“, sem er nafn bátsins, telur 11 menn frá níu þjóðum, m.a. Sovétríkjunum, Bandaríkjun- um Vestur-Þýzkalandi og Irak og er ætlunin að sigla suður Persaflóa og inn i Indlandshaf. Báturinn líkist nokkuð Ra I Og Ra II, sem Heyerdahl sigldi frá Marokkó yfir Atlantshafið i byrjun áratugarins, en gerður úr annars konar reyr. Þeir voru gerðir úr papirusi og fyrir- myndin var þá egypsk. Þegar Heyerdahl er 63 ára, en hann öðlaðist heimsfrægð árið 1947 þegar hann sigldi bátnum Kon Tiki 2500 km sjó- leið á 101 degi frá Perú til Tuamoto-eyjanna í Kyrrahaf- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.