Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 41 Nýja bíó: Silfurþotan (Silver Streak, am. 1977) er leikstýrt af Arthur Hilier (Love Story, The Hospital, Plaza Suite), með gamanleikaranum Gene Wilder í aðalhlutverki. Wilder er m.a. þekktur hér fyrir myndir sín- ar „Young Frankenstein“ og „Sherlock Holmes Smarter Broth- er“ en þeim leikstýrði hann báð- um og svo er einnig að segja um nýjustu mynd hans „The World’s Greatest Lover“, sem var frum- sýnd vestan hafs nú rétt fyrir jólin. Silver Streak hlaut mjög góða aðsókn vestra, enda er hér um að ræða allfjölbreytt efni, einskonar sakamálagamanmynd, sem í lokin endar í stíl „disaster”- mynda. Wilder leikur hér rólynd- an bókaútgefanda, Georg, sem tekur sér fara með lestinni „Silv- er Steak“ frá Los Angeles til Cbi- cago, til að fá nokkurra daga hvíld og næði til að lesa góðar bækttr. Honum verður þó ekki kápan úr því klæðinu, því að i næsta klefa við hann er ung og fögur stúlka, sem truflar þessar fyrirætlanir hans. George kemst fljótlega að því, að stúlkan er óafvitandi flækt i net glæpamanna, sem einnig eru um borð í lestinni og þegar hann hyggst gera tilraunir til að bjarga henni, byrja erfiðleikar hans fyr- ir alvöru. Asamt Wilder leika þau Richard Pryor og Jill Clayburgh í myndinni, sem á köflum er bráð- smellin. Laugarásbíó: Skriðbrautin („Rollercoaster") Aðalhlutverk: George Segal, Timothy Bottoms, Richard Widmark, Harry Guardino, Susan Strasberg og Henry Fonda. Leikstjóri: James Goldstone. Hafnarfjörður BÆJARBÍÓ, Hafnarf BARRY LYNDON Að þessu sinni verður ekki frum- sýnd mynd i þessu kvikmyndahúsi heldur endursýnd mynd meistara Kubrick. BARRY LYNDON Og er þú hefur ekki ennþá átt þess kost að sjá hana, þá gríptu tækifærið HAFNARFJARÐARBÍÓ: ASTERIX Hér er á ferðinni vinur barna á öllum aldri í mynd sem að sýnd var í Gamla bíó núna á dögunum Keflavík: FÉLAGSBÍÓ KEFLAVÍK: GREIFINN AF MONTE CHRISTO Aðalhlutverk: Richard Chamberlain. Trevor Howard. Leikstj.: Richard Fleischer. Likt og undanfarin ár. er Félags- bíó eina kvikmyndahúsið utan Reykjavíkur, sem frumsýnir á jólum eigin mynd Að þessu sinni er um að ræða mjög nýlega bresk- ameriska útgáfu : hinni þekktu sögu Alexanders Dumas, en hún var til skamms tima til á næstum hverju einasta heimili á landinu Það er því ekki óliklegt að eldra fólki þyki allnokkur fengur i mynd- inni Stjörnubíó: Ferðin til jóla- stjörnunnar (Reisen til julesternen), norsk, 1977. Stjörnubíó hefur nú þegar haf- ið sýningar á þessari mynd, sem með réttu má kalla jólamynd. Upphaflega var þetta samið af fjármálastjóra norska Þjóðleik- hússins, Sverre Brandt, fyrir 5Q árum sem leikrit. Að hans eigin sögn var það samið til að skapa „jólunum lifandi stemningu í hugum barnanna". Verkið hefur verið marg-endurflutt siðan i Nor- egi við miklar vinsældir og á sín- úm tima hafði Walt Disney mik- Regnboginn: J ár nkr ossinn inn áhuga á þvi að fá að gera kvikmynd úr verkinu. Þó er vafa- samt, að honum hefði tekist jafn- vel upp og Norðmönnum, sem hagnýta sér snjóa og skóga Nor- egs mjög vel til að skapa þessu ævintýri fallegt baksvið. Ævintýr- ið um jólastjörnuna var samið með börn i huga, en inntak verks- ins er boðskapur jólanna, sem hæfir fullorðnum ekki síður. Leikstjóri er Ola Solum, en með helstu hlutverk fara Hanne Krogh, Alf Nordvang og Knut Risan. („Cross of Iron“) Aðalhlutverk: James Coburn, Maximilliian Sehell, David Warner. Leikstjóri: Sam Peckinpah. Það er ekki illa tilfundið að frumsýna í stærsta sýningarsal þessa nýja, glæsilega kvikmynda- húss, stórmynd sem í dag fer sig- urför um heiminn. Aðeins örfáir mánuðir eru siðan JÁRNKROSSINN var frumsýnd- ur á erlendri grund, en þessi þró- un og hugarfarsbreyting hjá ráða- mönnum reykvískra kvikmynda- húsa er eitt það besta sem komið hefur fyrir bíómenningu okkar. Það er samhljóma dómur flestra kvikmyndagagnrýnenda, að þessi nýjasta mynd Peckinpahs sé ein grimmasta ádeila á djöful- skap mannskepnunnar. Við fylgj- umst með hnignun þýska hersins á Austurvígstöðvunum og met- orðagirnd eins yfirmannsins sem verður þess valdandi að hann fremur svívirðilega glæpi. Raddirnar — Flóðið mikla Þeir hjá Universal eru iðnir við kolann í gerð stórslysamynda og hér kemur nýjasta afsprengi þeirrar stefnu. Myndin er upphaf- Iega gerð f „sensurround", sem við fáum því miður ekki að njóta sökum þess hversu slíkur út- búnaður er óheyrilega dýr. Öfugt við flestar „stórslysa- myndir” hefur SKRIÐBRAUTIN hlotið ágæta dóma og þykir hin ágætasta afþreying. Hún fjallar um tilraunir ungs manns til að kúga fé út úr nokkrum skemmti- garðseigendum með skemmdar- verkum og hótunum um áfram- haldandi aðgerðir. ■ Raddirnar (Voices, bresk, 1973) verður sýnd í minnsta sal Regn- bogans, sem tekur 80 gesti. Leik- stjóri er Kevin Billington en með helstu hlutverk fara David Hemmings og Gayle Hunnicutt. Myndin er byggð á leikriti eftir Richard Lortz og segir frá hjónun- um Robert og Claire, en Claire reynir að fremja sjálfsmorð, þeg- ar sonur þeirra drukknar. Eftir tveggja ára sjúkrahúsvist frúar- innar fara þau hjónin upp í sveit til að dveljast þar i gömlu húsi sér til afþreyingar, en Claire fer þá að heyra barnaraddir. Flóðið mikla (The Little Ark, Am. 1971) verður sýnd í öó. um sal Regnbogans, sem tekur 110 manns í sæti. Leikstjóri er James B. Clark en myndin gerist i Hol- landi 1953 og segir frá hrakning- um tveggja barna og dýranna þeirra, þegar gífurlegur fellibyl- ur orsakar flóð í heimabyggð þeirra. Diúpið Allir elska Bensa ^ ™ í Fnr thp I.avp nf Rpnii*^ (The Deep, Am. 1977) Milli jóla og nýárs hyggst Stjörnubíó hefja sýningar á splunkunýrri mynd, The Deep, sem einnig verður frumsýnd um jólin bæði í Bretlandi og á Norð- urlöndunum. Djúpið er gerð eftir samnefndri sögu Peter Benchleys, höfund skáldsögunnar Jaws, og er hér ekki um ósvipaða mynd að ræða. Um 40% myndar- innar gerist neðansjávar og segir myndin frá köfun i sokkin skip við Bermuda-eyjar. Leikstjóri er Peter Yates (Bullitt/John and Mary/The Hot Rock) en tónlistin við myndina, sem er allsérstök, er samin af John Barry. Jacqueline Bisset og Nick (Tom Jordache) Nolte eru að kafa sér til skemmtunar þegar þau finna m.a. litla flösku, sem veku'r athygli og forvitni nokkurra manna í landi. Þau Ieita til atvinnukafara (Robert Shaw), sem neitar í fyrstu að aðstoða þau, en hann breytir síóan um skoðun, þegar hann fær hugboð um, að vegna umróts á hafsbotni kunni flak, sem áður var ekki hægt að komast að, nú að vera aðgengilegt. En það eru fleiri, sem fá sömu hugmynd- ir og fjársjóðir undirdjúpanna efu eign þeirra, sem geta haldið þeim. („For the Love of Benji“) í öórum af minni sölum Regn- bogans verður úm jólin boðið upp á glænýja fjölskyldumynd, sem er framhald myndarinnar Benji, sem gekk ljómandi vel í Hafnar- bíó fyrir nokkru. Þetta er mynd sem einkanlega er við hæfi barna og unglinga, og bætir örlítið úr þeim skorti sem verið hefur á þeirri gerð mynda að undanförnu. ALLIR ELSKA BENSA er gerð eins og forveri hennar, af Joe Camp. AKUREYRI Nýja Bíó: Hrópað á djöfulinn (Shout at the Devil, bresk, 1976.) Mynd þessi er sögð byggð á sönnum atburði, sem gerðist i Afríku 1913. Amerikumaðurinn Flynn (Lee Marvin) hefur hug á að ná fílabeini af umráðasvæði Þjóðverja og til að tryggja öryggi sitt platar hann enska séntilmanninn Oldsmith (Roger Moore) til að fara með sér. Þýzki setuliðsforinginn lætur sér þö ekki segjast og ræðst gegn þeim, með þeim afleiðingum, að þeir tapa herfanginu. En Flynn hyggst koma fram hefndum — aðallega með þvi að beita Oldsmith fyrir sig. Borgarbíó: Sólarlandaferð kaupfélagsins (Are you being Served. bresk, 1977). Myndin er gerð eftir samnefndum sjónvarpsþætti, sem hefur gengið í BBC og á nokkuð skylt við Carry on-myndirnar. Hjá viðkomandi „kaupfélagi" í myndinni stendur sólarlandaferð alls starfsfólksins fyrir dyrum og það er í ýmsu að snúast siðasta daginn. Erfiðleikarnir byrja þó ekki fyrir alvöru fyrr en komið er á áfangastaðinn, Costa Plonka. þar sem húsrými virðist vera af skornum skammti. kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.