Morgunblaðið - 05.01.1978, Page 19

Morgunblaðið - 05.01.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 19 Ennþá kjötskortur í Sovétríkjunum Moskvu. 4. janúar. Reuter. SOVÉTMÖNNUM hefur enn ekki tekist aö vinna bug á kjötskorti sem varð í landinu eftir alvarleg- an uppskerubrest á korni 1975, að því er blöð stjórnarinnar herma í dag. Hefur Kremlst jórnin enn áhyggjur af skorti þeim sem er á gæðakjöti í búðum, svo og hve samyrkjubúum og ríkisbúum hef- ur gengið illa að auka framleiðslu á kjöti. Pravda, málgagn kommúnista- flokks Sovétrikjanna, gerir nokk- uð úr bréfi sem borist hafði frá verkamanni í Ryazan sem kvartar undan því að algengasta kjöt í verzlunum sé feitt svínakjöt, en nautakjöt, kindakjöt ög alifugla- kjöt sé mjög fágætt og lélegt. Not- aði Pravda bréf þetta til að hvetja fólk til að koma fram með hug- myndir til lausnar „þessa alvar- lega vandamáls". Sovétríkin hafa átt við veruleg- an kjötskort að stríða frá 1975. Erlendir íbúar í sumum borgum segjast ekki hafa séð neitt kjöt í verzlunum frá síðasta sumri. Kornuppskeruáfallið 1975 olli fóðurskorti sem leiddi til niður- skurðar á búpeningi. Ari seinna gaf Brezhnev flokksforingi til kynna að lögð yrði áherzla á að efla einkajarðir þar sem þriðjung- ur mjólkur og kjötframleiðslu landsmanna kemur frá slíkum bú- um. 1 bréfinu frá verkamannin- um í Ryazan sem Pravda gerir nokkuð úr, er því haldið fram að kjötskorturinn sé tilkominn vegna fækkunar einkajarða og eigin búpenings. „Aður áttu þorpsbúar sjálfir kýr, svin og önn- ur dýr, en nú leita menn til borg- anna i kjötleit. Nú er það sjald- gæft að menn eigi sina kú sjálfir og þarf að auðvelda mönnum slíkt,“ sagði hann. Helzta málgagn landbúnaðar- ins, Selskaya Zhisn, leiðir í Ijós annað vandamál í landbúnaði Sovétríkjanna. Það segir að land- búnaðarverkafólk eigi erfitt með að aðlagast tæknivæðingu í land- búnaði þar sem það fái ekki nægi- lega þjálfun. „Tæknin i landbún- aði er engu flóknari en í iðnaði, en verkafólk i landbúnaði á þó ekki kost á sömu þjálfun og verkafólk í iðnaði,“ segir blaðið. Itölskum mannræn- ingjum vegnar vel Milanó. 4. jan. AP. MANNRAN eru ábatasöm „at- vinnugrein" á Italíu þar sem efnahagsástand er annars mjög í lakara lagi. Samkvæmt upplýs- ingum iögreglunnar hafa mann- ræningjar þar 1 landi haft upp á árinu 1977 um 30 milljarða Iírna, eða sem svarar 7,3 milljörðum islenskra króna. _ , , , Fra því er mann- rán hófust fyrir alvöru á italíu, þ.e. 1970, hafa því verið greiddir um 35 milljarðar fslenzkra króna í lausnargjald. Líkir ítölsk lög- regla þessu við tekjur voldugs viðskiptaveldis þar sem tekjur mannræningjanna eru svo til hreinn gróði. AIls hafa 326 mannrán verið framin á Ítalíu frá 1960. Snemma á sjöunda áratugnum jukust mannrán til muna og var árið 1977 metár í mannránum því þá var 72 manns rænt. Flest fórnar- lömb hafa verið látin Iaus lítt eða ekkert meidd, gegn háu lausnar- gjaldi. 39 fórnarlömb hafa ýmist verið drepin eða eru enn í haldi, að því er talið er. Enn er a.m.k. verið að reyna að semja um frelsi 17 þessara en þeim var rænt á síðustu tveimur árum. „Þetta er álitlegur iðnaður og arðvænlegur þar sem mönnum er varla hegnt fyrir mannrán á italíu“, lét ónafngreindur ítalsur lögreglumaður hafa eftir sér fyrir skömmmu. Lögreglu landsins gengur erfiðlega að uppræta meinsemdina þar sem mannráns- félögin eru vel skipulögð og sam- stæð leynifélög, en einnig eru fjölskyldur fórnarlamba allar fyr- ir að semja beint og leynt við mannræningjana til að tryggja öryggi hinna rændu. Fjölskylda Bikos krefst skaðabóta Jóhannesarborf{ AP. FJÖLSKYLDA blökkuniannaleið- togans Steve Biko, sem lézt í fangelsi hefur krafist skaðabóta sem hljóða upp á 204.700 banda- ríska dollara eða jafnvirði um 43 Mannrán í Guatemala (iuatemala-borg. 3. jan. Reuler — AP. VINSTRI sinnaður hópur, sem kallar sig „Skærulíðaher hinna fátæku" (EGP) lýsti í dag yfir að hann stæði á bak við ránið á fyrr- um utanríkisráðherra Guatemala, Roberto Herrera Ibarguen, sem rænt var á gamlársdag. Mannræningjarnir hafa farið fram á að fjölskylda Ibarguen greiði þeim lausnargjald, og að yfirlýsing sem þeir sendu fjöl- miðlum landsins verði birt ásamt orðsendingu til íbúanna. Ibarguen var rænt þegar hann var á leið til konu sinnar, sem liggur á sjúkrahúsi. Mannræn- ingjarnir myrtu tvo lífverði hans í skotbardaga á ránsstaðnum. Þetta er þriðja mannrán skæru- liðahersins á einu ári. milljóna króna. Skaðabótamálið er höfðað gegn tveimur ráðherr- um, lögreglumálaráðherra lands- ins og heilbrigðismálaráðherra þess. Samkvæmt suður-afrískum lög- um mun fjölskyldan fara í mál við ráðherrana, verði ekki orðið við kröfu þeirra innan mánaðar. Skaðabótaupphæðin skiptist þannig á milli einstakra fjöl- skyldumeðlima, að eiginkona hans hefur farið fram á 112.700 dollara og 57.500 handa sonum hans og móðir Bikos hefur farið fram á 34.500 dollara. Biko lézt i september siðastliðn- um í fangelsi vegna heila- skemmda sem hann hlaut þar, en honum hafði verið haldið í fang- elsi í þrjár vikur án réttarhalda. I síðasta mánuði úrskurðaði dóm- stóll að dauði hans hefði verið fullkomlega eðlilegur og ekki væri hægt að gera neinn ábyrgan fyrir honum. I bréfi sem fjölskyldan ritaði ráðherrunum tveimur segir, að læknar þeir er skoðuðu Biko, hafi ekki veitt honum rétta meðferð vegna þess að þeir vissu ekki hvers konar heilaskemmdum hann hafði orðið fyrir. Með réttri meðferð hefði átt að vera hægt að bjarga lífi hans. Ekki er það á hverjum (nýj- ársjdegi sem maður öðlast óvænta ánægju. Þannig fór það þó nú — og boðar vonandi gott ár og gjöfult. Þegar ég, eins og fleiri, tók að svala fýsn minrii í fróðleik um viðhorf manna um áramót, greip ég fljótlega niður í grein Ólafs Jóhannessonar, leit á lokaorðin, þar sem allt er skyn- samlega sagt um hófsemi og fleira, en sneri mér síðan að byrjuninni. Og ekki hafði ég lengi lesið, þegar mig rak i rogastanz. Formaður Fram- sóknarflokksins leggur í ára- mótayfirliti lykkju á leið sína og víkur að ræðustúf, sem ég af rælni flutti á næturfundi á Al- þingi fyrir jólin, fremur til að ávarpa Lúðvík en hann. For- maður Alþýðubandalagsins hafði fyrr á þessum fundi vikið Eyjólfur Konráð Jónsson Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm.: Svaladrykkur að úrræðum rikisstjórnarinnar í efnahagsmálum og talið, að stjórnin væri að fara i bindindi, eins og hann komst að orði, og í Morgunblaðinu var frásögn af umræðu þessari gefið heitið: „Bindindið, sem Lúðvik fór ekki í.“ Orðrétt sagði ég: „Kannski hefur stefnan ekki verið nægilega traust og góð áður, og það er út af fyrir sig kannski eitthvað til í því, sem hv. þm. Lúðvík Jósepsson sagði hér rétt áðan, að ríkisstj. og stjórnarfiokkarnir væru nú að fara í bindindi. Hann orðaði það svo. Við munum það öll, að þegar vinstri stjórnin tók við völdum, þá var öllum lofað öllu og allt losnaði úr reipunum. Þessi athöfn þeirra gekk undir kjörorðinu: „Góða veislu gera skal“ og það fór vissulega allt á leik. Við erum að súpa af því seyðið ennþá. Kannski hefur bindindið ekki verið tekið nægilega alvarlega fyrr en nú. Við skulum þá vona, að það verði bindindi héðan í frá. Ég minnist þess nú, að hv. þm. Magnús Kjartansson sagði, þeg- ar vinstri stjórnin hafði verið við völd einungis í eitt og hálft ár, þá sagði hann hér úr þessum ræðustól í tilefni af því, að sam- ráðh. hans, einkum Hannibal Valdimarsson barðist fyrir smá- vægilegri gengisfellingu, að það versta væri ekki að fjár- málalíf brogaðist, heldur sá síð- ferðisbrestur, sem fylgdi því, þegar stöðug verðbólga væri og sívaxandi. Ég hlustaði á þessa ræðu og það er ein af bestu ræðum, sem ég hef heyrt flutta héðan úr þessum stól á seinni árum og boðskapurinn reyndist orð að sönnu. Við höfum verið að súpa seyðið af óstjórn og sukki í fjár- málum frá tfmum vinstri stjórnarinnar. Okkur hefur orð- ið talsvert ágengt á síðustu Ólafur Jönannesson þremur árum, vissulega. En engu að síður stefndi nú að undanförnu í óefni, og ég get ósköp vel skilið, að þeim hafi verið vorkunn fjvn. -mönnum minni hl.-flokkanna að hafa ekki tilbúið sitt nefndarálit, af þvi að þeir hafi hugsað sem svo, að allt aðrar aðgerðir ýrði að gera heldur en þær, sem nú er verið að gera af hálfu ríkisstj. Ég hélt það sjálfur í haust, að við myndum lenda í enn þá meiri erfiðleikum við að leysa þennan vanda heldur en raunin hefur á orðið. Það hefur tekist eingöngu fyrir það, að stjórnar- flokkarnir hafa staðið þétt sam- an, og það hafa allir slegið af og slegið miklu meira heldur en maður þorði að vona. Og þess vegna eru núna líkur til þess að takist að rétta nokkuð við.“ Þessi ummæli hafa sýnilega valdið Olafi Jóhannessyni ein- stöku hugarangri, þvi að snemma í áramótagrein sinni víkur hann að þeim og segir: „Sjaldan hef ég heyrt lit- ríkara öfugmæli en alþingis- maður einn lét sér um munn fara nýlega í þingræðu, er hann mælti: „Við erum að súpa seyð- ið af því ennþá“, þ.e. af verkum vinstri stjórnarinnar eða veizlu hennar, sem hann svo kallaði. Það verður fróðlegt að heyra, hvernig t.d. fólkinu á Norður- landi vestra lízt á þessa kenn- ingu.“ En hvernig lýsir hann sjálfur rétt áður þeim silfurtæra svala- drykk, sein hann nú segir vinstri stjórnina hafa verið sér? Hann talar um „óskemmtilega mynd“ af efnahagsmálum, en víkur síðan að þeim árangri, sem náðst hefur á síðustu árum og þeim vanda, sem skapaðist á síðari hluta liðins árs. Hann segir: „Við vorum á réttri leið, þótt . of seint sæktist. Síðastliðið vor voru batamerki í efnahagslíf- Ólafs inu sérlega greinileg. En nú hefur okkur aftur hrakið nokk- uð af leið. En stefnuna verður aftur að rétta og að því ber markvisst að vinna. Það er sjálfsagt að viðurkenna vanda- málin og játa, að þau eru alvar- legs eðlis“. (Leturbr. höf.) Hve- nær hrakti okkur fyrst af leið? Hvenær var verðbólgan 54 %? Og svo segir Ólafur Jóhannes- son: „Við lestur ýmissa þeirra ein- arðlegu samþykkta, sem gerðar eru hér og þar, hvarflar að manni, að ekki sé alltaf gerður greinarmunur á orsök og afleið- ingum, sem reyndar vefst nú fyrir mörgum, svo og hitt, að menn hafi frekar litið á flisina í auga bróður síns en bjálkann í eigin augum, það er eins og mörgum hætti til að kenna öll- um öðrum en sjálfum sér um óðaverðbólguna, sem svo er kölluð ...“ Og ennfremur er þessi orð að finna: „Ég held að þessi staðreynda- lýsingu verði að flytja æ ofan i æ, hversu leiðigjörn sem hún kann að vera, og þeirri endur- sögn megi ekki Iinna fyrr en á hana er hlustað af fullri at- hygli. Þá fyrst, er fullur skiln- ingur er á vandanum, fást menn til að grípa til viðeigandi varnaraðgerða." Af minni hálfu er ekki ástæða til annarra athuga- semda en þeirra, að ég er reiðu- búinn til að ræða efnahags- stjórn þessa áratugar við Ölaf Jóhannesson, hvort sem er á Norðurlandi vestra eða annars staðar. Ég bíð bara áramóta- kallsins, sem ég vona að komi fyrr en síðar. Og svo er það þetta með flís- ina og bjálkann. Þar er sannar- lega vel til fundið umhugsunar- efni, sem marga hluti getur skýrt. En ég Iæt hvern og einn um að leita þeirra skýringa. Sergei Paradja- nov látinn laus Moskvu, 4. jan. AP. Kvikmyndaleikstjórinn Sergei Paradjanov sem dæmdur var til vistar í vinnubúðum árið 1974 hefur verið látinn laus að því er venzlafólk fjölskyldu hans tjáði blaðamönnum á þriðjudag. Dóm- urinn yfir Paradjanov vakti á sfn- um tíma mikla athygli og var mótmæit mjög. Paradjanov var gefin kynvilla að sök og að hann hafi i myndum sínum ýtt undir sjálfsmorðstil- hneigingar. Paradjanov hlaut alls 16 alþjóðlegar viðurkenningar fyrir kvikmynd sína „Skuggar horfinna ættingja", sem gerð var 1965, en mynd hans „Sayat Nova" hefur verið bönnuð í Sovétríkjun- um. Meira en 4 þúsund Frakkar, þ.á m. kunn nöfn úr kvikmyndaheim- inum, hafa á undanförnum mán- uðum efnt til mótmæla við sendi- ráð Sovétríkjanna í París svo og 1 Belgrad þar sem öryggisráðstefna Evrópu var haldin. Þeir kröfðust þess að Paradjanov yrði látinn NAMUMAÐUR, sem sagt hefur erlendum fréttariturum frá því hvernig sovézk yfirvöld troða á réttindum verkamanna, var í dag látinn laus úr fangelsi að sögn andófsmanna. Hann yar handtek- inn 20. desember og var i haldf f 15 daga, þar af sjö daga á geð- Veikrahæli. Námumaöurinn, Vladimir Kle- banov, var rekinn úr vinnu sinni laus þar sem hann hefði verið dæmdur sekur í pólitískum til- gangi. Paradjanov, 53 ára Armeníu- maður, dvelur nú Tbilisi, en hann var látinn laus siðasta föstudag. Ekki er ljóst hvers vegna honum var sleppt svo snemma, en fréttir herma að hugsanlega sé það vegna yfirlýsingar í nóvember um að margir sovézkir fangar yrðu Iátnir lausir í tilefni 60 ára afmæl- is byltingarinnar. fyrir mánuði. er hann liélt fast fram réttindum verkamanna. Kle- banov er verkstjóri og hann neit- aði að neyða menn sína tii að vinna yfirvinnu og senda þá ofan í námurnar, því hann taldi vinnu- aðstöðuna í þeim óörugga. Klebanov hefur verið á geð- veikrahælutn í Sovétríkjunum i fjögur ár. en frásagnir hans hafa verið birtar i mörgum vestrænum bliiðum. Klebanov látinn laus Moskva. 3. jamiar Rvuter — AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.