Morgunblaðið - 19.01.1978, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978
Fiskverð
enn hjá
yfirnefnd
YFIRNEFND verðlagsráðs
sjávarútvegsins, sem fjall-
ar um almennt fiskverð,
kom saman til fundar kl.
15.15 í gær, en ekki dró til
neinna tíðinda á þessum
fundi, sem stóð í VA
klukkustund. Gert er ráð
fyrir að annar fundur
verði í dag, en ekki er Mbl.
kunnugt um hvort fiskverð
er væntanlegt þá.
Lýst eft-
ir konu
LÖGREGLAN í Reykjavík
lýsti í gær eftir þrítugri
konu Kristjönu H. Júlíus-
dóttur til heimilis að Yrsu-
felli 3 í Reykjavík, en hún
fór að heiman á sunnudags-
kvöld. Þegar Kristjana fór
að heiman var hún klædd í
stuttan ullarjakka með
belti, bláar flauelsbuxur og
brún kúrekastígvél. Hún
er 166 sm á hæð, dökkhærð
með sítt hár.
Enn enginn
fundur með
VR og við-
semjendum
EINS OG komið hefur fram í
Morgunblaðinu óskaði Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur
eftir viðræðum víð viðsemj-
endur sína um miðjan desem-
ber s.l. með það fyrir augum að
endurskoða samninga félags-
ins á grundvelli upplýsinga
sem komið hafa síðan samning-
ar félagsins voru gerðir um
raunverulegt útborgað kaup
félaga VR og annarra stéttar-
félaga. Að sögn Magnúsar L.
Sveinssonar framkvæmda-
stjóra VR hefur viðræðufund-
ur ekki enn verið ákveðinn
þrátt fyrir itrekuð tilmæli, en
hins vegar sagðist Magnús von-
ast til að fundur yrði haldinn á
næstu dögum.
INNLENT
Janúarról í Breiðholti.
Ljósm.: Friðþjófur.
Fulltrúar SH til Japans:
Rætt um sölu á
loðnu, kolmunna og
fleiri sjávarafurðum
— VIÐ reiknum með að koma
aftur frá Japan að loknum við-
ræðum við þarlenda kaupendur
kringum mánaðamótin, sagði Ey-
jólfur tsfeld Eyjólfsson, forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, f samtali við Morgunblaðið
f gær, en f morgun hélt hann
áleiðis til Japans ásamt Hjalta
Einarssyni, framkvæmdastjóra
hjá SH, f þeim tilgangi m.a. að
ræða við Japani um kaup á frystri
loðnu og hrognum frá tslandi á
yfirstandandi loðnuvertfð.
í samtaliðnu við Morgunblaðið
sagði Eyjólfur Isfeld, að á sfðasta
ári hefðu þrjú fyrirtæki í Japan
keypt frysta loðnu af Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og kaupendur
þar gætu allt eins orðið fleiri í ár;
hins vegar yrði byrjað á að ræða
við kaupendur frá í fyrra.
— En það eru fleiri tegundir
sjávarafurða en loðna og loðnu-
hrogn, sem við munum ræða um
sölu á við Japanina, sagði Eyjólf-
ur. I fyrra var selt nokkurt magn
af karfa og karfaflökum til Jap-
ans, en ég veit ekki hvort fram-
hald verður á því á þessu ári, af
margvíslegum ástæðum. Þá send-
um við unninn kolmunna í ýmsu
formi til Japans í fyrra, en við
vitum ekki enn hvernig útkoman
varð, né hvað komið hefur út úr
þessum tildraunasendingum, en
um þessi mál verður einnig rætt í
Japan.
Grindavíkurkirkju bárust 3,2
millj. kr. að gjöf á 2 mánuðum
Grindavfk. 18. jan.
EINS og áður hefur verið skýrt
frá í Mbl., gaf Fiskimjöl og lýsi
h.f. f Grindavík Grindavfkur-
kirkju 1 millj. kr. hinn 12.
nóvember s.l. og áður hafði sama
fyrirtæki gefið kirkjunni 1 millj.
kr. Hinn 12. desember s.l. gaf
Kvenfélag Grindavfkur einnig 1
millj. kr. til kirkjunnar og er það
f annað sinn, sem kirkjunni berst
sama upphæð frá þvf félagi.
Hinn 31. des. s.l. gaf Fiskanes
h.f. í Grindavík ennfremur 1
millj. kr. til kirkjunnar og hinn
12. desember s.l. afhenti systkyn-
in frá Isólfsskála kírkjunni kr.
100 þús. að gjöf til minningar um
foreldra sína, hjónin Agnesi Jóns-
dóttur og Guðmund Guðmunds-
son. Hinn 14. des. gáfu fjöl-
skyldurnar frá Helgafelli og
Staðarhrauni 15 f Grindavík 100
þús. kr. til kirkjunnar til minn-
ingar um hjónin Valgerði Lillien-
dahl og Lárus Jónsson frá
Bræðraborg í Grindavík. Þannig
hafa kirkjunni á tæpum tveimur
mánuðum borist að gjöf kr. 3,2
millj. auk nokkurra smærri gjafa,
en væntanlega verður birtur listi
um gjafir og áheit, sem kirkjunni
hafa borizt á tveim síðustu árum.
Þess skal svo getið nú, að á
sfðasta ári gáfu systkinin frá As-
garði kirkjunni stóran og fagran
ljóskross til minningar um
foreldra sina, hjónin Valgerði
Guðmundsdóttur og Dagbjart
Einarsson, og hefur krossinum
verið komið fyrir á turni hinnar
nýju kirkjubyggingar.
A síðasta ári var kirkjan gerð
fokheld, járn sett á þak og gler.í
glugga og verður unnið áfram við
kirkjubygginguna eftir þvi sem
fjárhagur framast leyfir.
Allar þessar höfðinglegu gjafir
sem kirkjunni hafa borizt, bæði
nú og áður fyrr, þakkar sóknar-
nefnd af alhug í nafni alls
safnaðarins. — Guðfinnur.
Flestir greiddu
skuldina við RARIK
— 30-40 aðilar skulduðu 200 milli. kr.
— LANGFLESTIR þeirra, sem
skulduðu RARIK og hafði verið
hótað, að lokað yrði fyrir
rafmagnið, greiddu sfnar skuldir,
þannig að ekki þurfti að koma til
vfðtækra lokana, sagði Gylfi
Þórðarson hjá Rafmagnsveitu
rfkisins I samtali við Morgunblað-
ið I gær, þegar hann var inntur
eftir hvernig fyrirtæki, stofnanir
og sveitarfélög vfðsvegar um land
hefðu brugðizt við þeirri hótun
RARIK að lokað yrði fyrir raf-
magn til þeirra ef skuldir yrðu
ekki greiddar fyrir 15. janúar.
í samtalinu við Morgunblaðið
sagði Gylfi það hefðu verið milli
30 og 40 aðilar, sem hefðu skuldað
það mikið, að hótað hefði verið að
loka ef skuldir yrðu ekki greiddar
og samtals hefðu þessir aðilar
skuldað um 200 milljónir króna.
Það koma fram hjá Gylfa, að
ekki hefði öllum tekizt að greiða
sínar skuldir, en það var aðallega
á Snæfellsnesi, sem vandkvæðin
voru mest, en hinsvegar hefðu
allir reynt- að bjarga sér fyrir
horn og greiða í það minnsta eitt-
hvað.
Eyjar:
Kennsla felld nið-
ur sökum ófærðar
VERSTA veður gekk hér yfir í
morgun, og var kennsla felld nið-
ur I skólum af þeim sökum í
morgun. Strax I gærkvöldi byrj-
aði að kólna hér og fór veður
versnandi eftir því sem leið á
nóttina. Veðurhæðin I morgun
var ekkert meiri en oft er I Vest-
mannaeyjum, en hins vegar var
ófærð á götum, sökum mikils
krapa og vatnselgs, þannig að erf-
itt var yfirferðar, og mun skólum
hafa verið lokað af þeirri ástæðu.
Bátar réru ekki i gærkvöldi, en
þeir komu almennt inn siðari
hluta dags í gær. Afli hefur verið
tregur frá því um áramót, en þó
fékk e'inn trollbáturinn 18. tonn
af stórri ýsu í tveimur róðrum.
Vitað er að einhverjir Þorláks-
hafnarbátar hafa lagt net hér
austur af Vestmannaeyjum í dýp-
inu, og hefur Jón á Horfi fengið
60 tonn af stórufsa á þessum slóð-
um á skömmum tíma.
— Sigurgeir.
Mæðraheimili breytt
í unglingaheimili
„NÝTINGIN á Mæðra-
heimilinu er nú slík, að við
teljum ekki fært að halda
rekstri þess áfram og 1.
september í haust ætlum
við að fara af stað með
unglingaheimili að Sól-
vallagötu 10,“ sagði Sveinn
Ragnarsson, félagsmála-
stjóri Reykjavíkurborgar,
í samtali við Mbl. í gær. „f
tillögu til fjárhagsáætlun-
ar borgarinnar var tillagan
um að keypt yrðu húsnæði
undir unglingaheimili, en
Ráðstefna
um verk-
fall BSRB
BSRB mun I lok þessa mánaðar
og fram I febrúar standa fyrir
ráðstefnu um kjarasamninga og
verkfall BSRB. Munu fyrstu
fimm umræðufundirnir verða
haldnir í Reykjavlk og sfðan mun
starfshópar vinna í Munaðarnesi
og þar lýkur ráðstefnunni.
Þátttaka er heimil öllum þeim,
sem störfuðu í verkfalls- og kjara-
baráttu BSRB og aðildarfé-
laganna en gert er ráð fyrir að
menn sæki alla ráðstefnuna en
ekki einstaka fundi.
Meðal efnis á ráðstefnunni
verða eftirfarandi viðfangsefni;
Kjarasamningalögin og kröfugerð
BSRB, samningaviðræður ríkis-
starfsmanna, — sáttatillaga og
kjarasamningur, verkfall og
samningar bæjarstarfsmannafé-
laga, störf kjaradeilunefndar,
áróður og upplýsingastarf, starf
verkfallsnefndar BSRB og að lok-
um framkvæmd verkfallsins.
Ráðstefnunni lýkur með panel-
umræðum, þar sem framsögu-
menn munu svara fyrirspurnum.
með því að taka Sólvalla-
götu 10 til þess, er unnt að
setja 22 milljónir króna til
þess að flýta byggingu
barnaheimilis í Breiðholti
I.“
Mæðraheimilið að Sólvallagötu
10 var opnað í marz 1971, fyrir
konur sem væntu sín, og til dvalar
fyrstu mánuði eftir barnsburð.
Rými var fyrir sex konur, en á
síðasta ári var meðalnýtingin
tvær konur.
Sveinn Ragnarsson sagði, að á
fyrirhuguðu unglingaheimili
væri ætlunin að unglingar, og
væri þá stefnt á aldrinum 14—16
ára, gætu átt þar afdrep og notið
umönnunar. Með þvi að taka Sól-
vallagötu 10 undir unglingaheim-
ili sagði Sveinn að eftir nauðsyn-
leg tækjakaup stæðu eftir 22
milljónir króna af þvf fé, sem
fyrirhugað var að verja til hús-
næðiskaupa, og verður nú hægt í
þess stað að verja þeirri upphæð
til framkvæmda við barnaheimili
sem risa á í Breiðholti I og verður
fyrir 97 börn. Sagði Sveinn að
þetta fé gerði kleift að hefja fram-
kvæmdir á þessu ári og yrði heim-
ilið væntanlega tekið í notkun á
næsta ári, sem yrði þá ári fyrr. en
ella.
r
Asgeir með
.110 tonn
ASGEIR RE, hinn nýi skuttog-
ari Isbjarnarins h.f. í Reykja-
vik, kom til hafnar úr sinni
fyrstu veiðiferð s.I. mánudag
og landaði þá 110 tonnum, en
alls var Asgeir 12 daga í veiði-
ferðinni. Fyrstu dagana varð
skipið fyrir ýmsum frátöfum
við veiðarnar. Asgeir landaði
aflanum beint upp í hið nýja
frystihús Isbjarnarins, sem nú
er í byggingu á Norðurgarði,
og um leið var fiskgeymsla
hússins tekin í notkun.