Morgunblaðið - 19.01.1978, Síða 14
14
/
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1978
— en staðfest að þeim var beitt
Bretar sýkn-
aðir af pynt-
ingaákæru íra
Strasbourg—Duhlin, 18. jan. AP.
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL
Evrópu, sem I sitja 17 dómarar,
úrskurðaði á miðvikudag að
„ómannleg og smánarleg með-
ferð“ Breta á föngum f N-trlandi
árið 1971 væri vítaverð, en þetta
ár nálgaðist hryðjuverkaaldan há-
punkt. Hins vegar hafnaði dóm-
stóllinn einróma fordæmingu
ráðherranefndar Efnahagsbanda-
lagsins, sem haft hefur vakandi
auga með efndum á mannrétt-
indasáttmála Evrópu, þess efnis
að yfirheyrsluaðferðir Breta
hefðu verið blákaldar „pynting-
ar“.
írar kærðu málið fyrir dóm-
stólnum 1971 þegar sannað þótti
að öryggisverðir brezka hersins
notuðu svonefnda „fimm liða að-
ferð“ til að hafa upplýsingar upp
úr föngum í baráttunni gegn mis-
kunnarlausum hermdarverkum
hins ólöglega írska lýðveldishers.
Liðirnir í aðferðinni voru eftir-
farandi: að setja sekk á höfuð
fangans, láta sífelldan hávaða
bylja. í eyrum hans, varna honum
svefns, láta hann standa i kvala-
fullri stöðu i langan tíma og
svipta hann mat og drykk. 1 úr-
skurði dómstólsins var það viður-
kennt að aðferðir þessar hefðu í
raun verið notaðar, hins vegar
hefðu Bretar svarið eið í þá veru
að þær hefðu aðeins verið við-
hafðar i þrjá mánuði í einu fanga-
húsi í Belfast en þeim hefði síðan
verið hætt og öllum viðkomandi
föngum greiddar bætur. Kæran
var byggð á frásögn alls fjórtán
fanga.
Mál þetta er fyrsta klögumálið
milli stjórna, sem dómstóllinn
hefur fengið til umfjöllunar síðan
hann var settur á laggirnar árið
1959 og er talið að kostnaður
beggja stjórnanna af því hafi
numið alls einni milljón punda,
en það er meira en 400 milljónir
islenzkra króna.
í úrskurðinum sagði að dómar-
arnir hefðu ekki getað misst sjón-
ar á þeim atburðum, sem voru
undanfari þessara aðgerða Breta,
en tekið var fram að í niðurstöð-
unni væri ekki felldur dómur yfir
Framhald á bls. 18
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Sir Harold Wilson, t.v. ræðir við sjónvarpsmanninn vfðkunna
Magnús Magnússon, sem kosinn var pfpumaður ársins 1978 í tímariti brezkra pfpu- og tóbaksframleið-
enda. Sóttu þeir hefðbundna matveizlu pípumanna í Savoy-hótelinu í London á miðvikudag.
Sovétmenn æ reiðubúnir
að bjarga fórnardýrinu
— segir Tass
Moskvu, Nairobí, London, París,
Briissel, 18. jan. AP. Reuter.
SOVÉTMENN vfsuðu á miðviku-
dag til föðurhúsanna frásögum
um hernaðarlega fhlutun þeirra f
strfði Sómala og Eþfópfumanna
og kölluðu þær „uppspunnar
dylgjur“. Kom fram hjá hinni op-
inberu fréttastofu Sovétmanna
„Tass“ að Sómalar hefðu útbreitt
frásögur þessar til þess eins að
afskræma uppruna og stöðu Oga-
den-deilunnar sjálfum þeim til
framdráttar. Þá var þvf einnig
neitað f herráði Eþíópíu f dag að
nokkrum kúbönskum eða sovésk-
um hernaðarráðuneytum væri til
að dreifa f landinu hvað þá að
sovésk herskip hefðu komið á
vettvang til að verja hafnarborg-
ina Massawa f Eritreu. Þá hafa
Frakkar lýst því yfir að þeir muni
Verður bólusett gegn
brjóstkrabbameini?
Ijá óhljóðseyru beiðni Sómala um
vopnabirgðir þar sem Sómalar
kæmu þeim fyrir sjónir sem árás-
araðilinn f deilunni. A hinn bóg-
inn hefur ráðherranefnd EBE
tekið vel f málaleitan Sómala og
brezki utanríkisráðherrann,
D:vid Owen, lýst því yfir að til-
burðir Sovétmanna á svæðinu
geti blásið málið upp sem þrætu-
epli Austur- og Vesturveldanna.
í tilkynningu Tass-
fréttastofunnar sagði að orðspor
um hlutdeild sovésks herafla og
laumulega ferð utanríkisráðherra
Sovétríkjanna til Eþíópíu væri til-
hæfulaust með öllu. Tilgang
EF skilningur manna á rannsókn-
um, sem gerðar hafa verið á verk-
legri rannsóknarstofu í læknis-
fræði f Harrow f Bretlandi, reyn-
ist réttur eru líkur á að teknar
verði upp bólusetningar sem vörn
gegn brjóstrabbameini.
Menn hafa vitað um margra ára
skeið, að myndun æxlis fylgja oft
efnismyndanir, sem oftast nær
eru aðeins frammkallaður af fóst-
urfrumum með eiginleikum, sem
vinna gegn myndum æxlis. Ein
helzta ráðgátan í þessu efni hefur
verið, að þótt þungun leiði til
framleiðslu þessara gagnverk-
andi efna, minnkar inngjöf efnis-
ins hættuna á brjóstkrabbameini,
ef þungun á sér stað snemma á
ævinni en eykur hana ef hún
verður seint á æviskeiði.
Ef þungun hefur í för með sér
þessi gagnverkandi efni, hvernig
má það þá vera að þau verka
Sá fátæki
átti Rolls
Royce
Norton-on-Tees, 18. jan. AP.
MAÐUR nokkur var í dag sektað-
ur um 250 ensk pund fyrir að
svíkja fé út úr almannatrygg-
ingunum. Hann hafði tjáð vel-
ferðarstofnunum að hann væri
blásnáuður. I ljós kom þó eftir
ábendingu, að hér var svindlari á
ferðinni. Fred Rowntree, sem
vikulega fékk 49 pund ávísun
senda heim til sín, reyndist eiga
Rolls Royce Limousine bifreið,
tvær aðrar bifreiðar, stórt hús svo
og stórt byggingarfyrirtæki.
öfugt eftir því hvort áhrifa þeirra
gætir snemma eða seint á þung-
unarskeiði? Sir Peter Medawar
og dí'. Ruth Hunt gefa til kynna í
skýrslu í tímaritinu „Nature“ að
sömu efni geta haft þveröfug
áhrif eftir því hvort þeirra gætir
á undan eða eftir að myndun æxl-
is er hafin. Hefur niðurstaða
þessi fengizt af rannsóknum á
músum, sem bólusettar voru með
fósturfrumum á mismunandi tím-
um fyrir og eftir að þeim voru
gefin æxlishvetjandi efni. Kom í
ljós að mýs, sem sprautaðar voru
14 dögum áður en þær fengu æzl-
ishvatann, voru næstum algerlega
Framhald á bls. 18
slíkra sögusagna sagði fréttastof-
an augljósan; að breiða yfir ráða-
brugg vissra aðila á Vesturlönd-
um i deilunni. „Staðreynd máls-
ins er sú að Sovétrfkin gerðu allt,
sem í þeirra valdi stóð til að fyrir-
byggja að í odda skærist með
Iöndunum,“ sagði Tass en bætti
við: „Þegar leiðtogar Sómalíu
ganga hins vegar í berhögg við
heilbrigða skynsemi og hefja
hernaðaraðgerðir gegn Eþíópiu
haga Sovétmenn sér sem endra-
nær og leggjast á sveif með
fórnarlambinu." Kom fram að
Eþíópíumenn hefðu snúið sér til
Sovétmanna til að fá efni og
tækniráðgjöf og hefði verið orðið
við beiðni þeirra.
Herforingi i stjórn Eþíópíu,
Berhanu Bayin, sagði í dag að
tölur Bandaríkjamann, sem
sýndu að í landinu væru um 3000
Sovétmenn og Kúbanir, væru
ekki annað en áróður heimsvalda-
sinna. „Við þurfum ekki á útlend-
ingum að halda til að leggja á
ráðin eða að berjast fyrir okkar
málstað,“ sagði hann. Talsmenn
Frelsishreyfingar Eritreu báru
Framhald á bls. 18
Þetta gerðist
Fimmtudagur 19. jan. AP.
1969 — Mótmæl'agöngur gegn
:fskiptum Sovétmanna fara af
stað f Tékkóslóvakiu eftir að
námsmaður kveikir i sjálfum
sér í Prag til að sýna andúð sína
á sovézkum yfirráðum.
1945 — Rússneskir herir taka
Kraká í Póllandi í seinni heims-
tyrjöldinni.
1942 — Japanskar hersveitir
ráðast inn i Burma.
1941 — Bretar taka Kassala í
Súdan hernámi.
1937 — Bandarikjamaðurinn
Howard Hughes setur heims-
met á flugleiðinni yfir Atlants-
haf með þtfi að fara hana á 7
tímum og 28 minútum.
1918 — Bolsevikar leysa upp
stjórnþing Rússa í Pétursborg.
1916 — Innrás Rússa í Galica í
Póllandi hefst.
1915 — Þýzkar flugvélar varpa
sprengjum á hafnir f A-
Englandi.
1871 — Þjóðverjar bera sigur-
orð af Frökkum við St. Quentin
i Frakklandi.
1859 — Frakkar og Sardinubú-
ar undirrita sambandssamning.
1812 — Brezkar hersveitir und-
ir forystu hertogans af Welling-
ton leggja undir sig Ciudad
Rodrigo á Spáni og Frakkar ná
aftur á sitt vald löndum Svía í
Þýzkalandi, Rtigen og Pomm-
ern.
1795 — Franskt herlið ryðst
yfir Holland.
1493 — Frakkar og Spánverjar
undirrita Barcelónasamkomu-
lagið Maximilian, konungur,
bjargar Þjóðverjum við innrás
Frakka i orrustunni við Salin-
as.
Afmæli eiga í dag:
James Watt, skozki uppfinn-
ingamaðurinn (1736 — 1819),
Auguste Comte, franskur heim-
spekingur (1798 — 1857), Edg-
ar Allan Poe, bandarískur rit-
höfundur (1809 — 1849), Paul
Cezanne, franskur listmálari
(1839 — 1906), VSctor Mature,
bandarískur leikari (1916 — ).
Setning dagsins: „Hvort kon-
ur eru skárri en menn get ég
ekki sagt til um — en hitt get
ég sagt, að þær eru vissulega
engu verri.“ Golda Meir, fyrr-
verandi forsætisráðherra Isra-
els.
John Daniel
Lyng látinn
Osló. 18. jan. AP.
JOHN Daniel Lyng, fyrrverandi
utanríkis- og forsætisráðherra
Noregs, lést árdegis í dag 72 ára
að aldri. Banamein hans var
krabbamein, að þvf er opinber-
lega var skýrt frá í dag.
John Daniel Lyng, sem var
flokksmaður í Ihaldsflokknum,
gegndi störfum forsætisráðherra í
mánaðartíma árið 1963. Utan-
ríkisráðherraembætti gegndi
hann í stjórn Per Bortens frá því
október 1965 fram i maí 1970.
Lyng fæddist í Þrándheimi 22.
ágúst 1905. Hapn stundaði nám í
lögfræði við Öslóarháskóla og að
loknu námi 1927 lagði Lyng stund
á nám í stjórnlagafræði í Kaup-
mannahöfn, Danmörku og Heidel-
berg. Hann sat i Stórþinginu á
árunum 1943 til 1953 og frá 1957
til 1965.
VEÐRIÐ
víða um heim
Amsterdam 4 skýjað
Aþena 10 skýjað
Berlin 3 skýjaS
Brússel 6 heiBskirt
Chicago + 4 skýjaS
Frenkfurt 4 heiðskirt
Genf 2 snjókoma
Helsinki i 0 skýjað
Jóhannesarb. 26 sólskin
Kaupmannah. 3 skýjað
Lissabon 12 rigning
London 5 sólskin
Los Angeles 18 skýjaS
Madrid S sólskin
Málaga 12 léttskýjaB
Miami 27 skýjaS
Moskva + 9 heiSskirt
new York + 1 skýjaS
Ósló 1 skýjað
Palma 9 skýjaB
Paris 6 skýjað
Róm 9 skýjaS
Stokkhólmur 2 skýjað
Tel Aviv 20 heiBskirt
Tókió 3 snjókoma
Vancouver 7 rigning
Vín 1 skýjaS