Morgunblaðið - 19.01.1978, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar |
Garðar FUS
Ólafsfirði
Aðalfundur Garðars FUS Ölafsfirði
verður haldinn í Tjarnarborg sunnu-
daginn 22 janúar kl. 14 00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Jón Magnússon formaður ungra
sjálfstæðismanna kemur á fundinn
og ræðir stjórnmálaviðhorfið og
Anders Hansen framkvæmdarstjóri
SUS ræðir um starsemi og baráttu-
mál ungra sjálfstæðismanna i vetur.
Ungt sjálfstæðisfólk á Ólafsfirði er
emdregið hvatt til að fjölmenna og
taka með sér gesti
Stjórnin.
Húsvíkingar
Ungir sjálfstæðismenn á Húsavík boða til almenns fundar í
I Hótel Húsavík laugardaginn 21. janúar kl. 15.30. Jón Magn-
ússon formaður ungra sjálfstæðismanna kemur á fundinn og
ræðir stjórnmálaviðhorfið og Anders Hansen framkvæmda-
stjóri SUS ræðir um starfsemi og baráttumál ungra sjálfstæð-
ismanna í vetur.
Sjálfstæðisfólk á Húsavlk er eindregið hvatt til að fjölmenna og
taka með sér gesti.
Stjórnin.
Aðalfundur Dags F.U.S.
Árbæjarhverfi verður haldinn mánudaginn 23. janúar n.k. kl.
8.30 að Hraunbæ 1 02.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Vörður FUS Akureyri
Vörður FUS Akureyri boðar til almenns fundar að Kaupvangs-
stræti 4 föstudaginn 20 janúar kl. 20.30. Jón Magnússon
formaður sambands ungra sjálfstæðismanna kemur á fundinn
og ræðir stjórnmálaviðhorfið og Anders Hansen framkvæmd-
arstjóri SUS ræðir um starfsemi og baráttumál ungra sjálf-
stæðismanna í vetur.
Varðarfélagar eru eindregið hvattir til að fjölmenna og taka
með sér gesti.
Stjórnin.
Rangæingar
4. og síðasta spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í Rangárvalla-
sýslu, verður haldið í Hellubíói. í kvöld fimmtudag kl. 21. Góð
kvöldverðlaun. Sólarlandaferð fyrir tvo eru aðalverðlaun, fyrir
3. hæstu spilakvöldin. Ávarp flytur Steinþór Gestsson. alþing-
ismaður.
Stjórnirnar.
Kosning kjörnefndar
vegna borgarstjórnar-
kosninga
Til meðlima Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík.
★ Þegar kosningar til Alþingis eða borgarstjórnar standa fyrir
dyrum i Reykjavik. skal sérstök kjörnefnd starfa ínnan Fulltrúa-
ráðsins. í kjörnefnd eiga* 15 menn, þannig valdir: 7
tilnefndir af stjórnum sjálfstæðisfélaganna og stjórn Fulltrúa-
ráðsins í Reykjavík og 8 kjörnir í skriflegri kosningu meðal
Fulltrúaráðsmeðlima, að undangengnúm framboðum. Stjórn
Fulltrúaráðsins hefur ákveðið að velja kjörnefnd v/ borgar-
stjórnarkosninga nú i janúarmánuði.
if I reglugerð Fulltrúaráðsins segir m.a.:
..Með hæfilegum fyrirvara skal með auglýsingu i fjölmiðlum,
leitað eftir framboðum til kjörnefndar. Kjörgengir eru aDir
fulltrúar, sem eru á kjörskrái Reykjavik.
Framboðsfrestur skal vera a.m.k. ein vika. Framboð telst gilt,
ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé
gerð um það skrifleg tillaga af fimm fulltrúum hið fæsta og af
ekki fleiri en tiu fulltrúum, og frambjóðandi hafi skriflega gefið
kost á sér til starfans.
Berist ekki fyrir lok framboðsfrests tillögur um fleiri kjörnefnd-
armenn en kjósa á, teljast þeir sjálfkjörnir, sem tillögur hafa
verið gerðar um, en komi ekki fram tillögur um fulla tölu
kjöröefndarmanna, skal stjórn Fulltrúaráðsins skipa svo marga
til viðbótar, að kjörnefnd verði fullskipuð."
if Skv. framangreindu auglýsist hér með eftir framboðum til
kjörnefndar v/ framboðslista Sjálfstaeðisflokksins i Reykjavik
við næstu bgrgarstjórnarkosningar. Frestur til að skila framboð
um er til kl. 1 2 á hádegi fimmtgdaginn 26. janúar n.k. og ber
að skila framboðum, persónulega, fyrir þann tima á skrifstofu
Fulltrúaráðsins i Valhöll, Fláaleitisbraut 1, en eigi senda i
pósti.
if Berist fleiri framboð en kjósa á, og komi til kosningu
kjörnefndar, fer sú kosning fram i siðari hluta janúarmánaðar
og i byrjun febrúarmánaðar.
Stjórn Fulltrúaráðsins.
Guðný Guðmundsdótt
ir — Minningarorð
F. 17. október 1895
D. 9. janúar 1978
I dag, fimmtudaginn 19. janúar,
verður til moldar borin heiðurs-
konan Guðný Guðmundsdóttir,
Laugavegi 137 hér í borg. Guðný
var fædd 17. október 1895 að Ara-
hóli á Miðnesi. Foreldrar hennar
voru Sigurborg Torfadóttir og
Guðmundur Þorsteinsson
sjómaður. Guðný var ein af 9
systkinum og á þeim tíma er hún
var að slíta barnskónum bjuggu
að Móhúsum á Miðnesi hjónin
Sigríður Jónsdóttir og Einar Haf-
liðason. Voru þau barnlaus og
föluðust mjög eftir að fá Guðnýju
til fósturs, og af því varð þegar
Guðný var sex ára gömul. Þetta
hefur eflaust ekki verið sársauka-
laust hjá foreldrunum, að senda
eitt barnið sitt frá sér, en fjöl-
skyldan var stór og fátækt mikil
og þau vissu eins og Guðný sagði
að hún var að fara til góðs fólks.
En oft var henni hugsað til
systkina og foreldra á uppvaxtar-
árunum þó að fósturforeldrarnir
væru henni góð.
Guðný vann alla þá vinnu eins
og stúlkur unnu við sjávarsíðuna
í þá daga, en þá var krafan um
lífsþægindi ekki sú sama og í dag.
Aðalatriðið var að hafa í sig og á.
Guðný var mjög lagleg kona og
yfir henni mikil reisn og myndug-
leiki. Man ég að einn fullorðinn
maður sagði mér fyrir 30 árum að
hún hefði gengið undir nafninu
Suðurnesjasólin meðal ungra
manna á Suðurnesjum i þá daga.
Guðný fluttist til Reykjavikur
árið sem hún giftist, það var árið
1920. Eiginmaður hennar var
Sveinn Jónsson sem lengi var við
dyravörslu og eftirlit í Miðbja-
barnaskólanum og margir Reyk-
víkingar muna eftir. Bjuggu þau
lengst af í Vonarstræti og
Sóleyjargötu og eignuðust þrjár
dætur, en þær eru Bergljót Jóna
Guðný, gift Ragnari Guðmunds-
syni; Jónína Margrét, gift Jóni
Aðalsteini Jónassyni; og Sigur-
björg Anna, gift Gunnari
Valgeirssyni. Það var margt í fari
Guðnýjar sem sælt er að minnast
nú á kveðjustund, en þar bar hæst
hennar mikla hjartahlýja, góðvild
og gjafmildi. Hún var eins og
margir af hennar kynslóð sem
aldrei höfðu neitt umfram eigin
þarfir en áttu alltaf það mikið að
geta gefið öðrum sem voru
hjálpar þurfi. Hún var að mínu
mati alveg einstök kona, móðir og
amma. Þau 34 ár sem ég þekkti
Guðnýju man ég aldrei eftir því
að hún segði eitt einasta styggðar-
yrði í garð nokkurs manns, eða að
þeim mæðgum yrði nokkurn tíma
sundurorða.
Arið 1934 er samkomuhúsið í
Keflavík brann á jólatrésskemmt-
un á gamlársdag fórust 9 manns
og 30 brenndust meira og minna
og voru börnin flutt til Reykjavík-
ur á Landakotsspítala. Þangað
heimsótti hún öll börnin á hverj-
um degi í rúmt ár og voru þau
eins og hennar eigin. Þau voru úr
heimahéraði hennar og þar sem
erfitt var um samgöngur á þeim
tíma tók hún að sér móðurhlut-
verkið. Þetta gerði hún af miklum
kærleika til barnanna, því að hún
var eins og allir vissu sem þekktu
Framhald á bls. 19
t Faðir okkar.
FINNBOGI GUÐMUNDSSON.
frá Flatey, Breiðafirði,
lést að Hrafnistu 1 8 þ m Börnin.
t
Eigmmaður minn,
STEFÁN R PÁLSSON
frá Kirkjubóli í Korpudal
lézt á Landspítalanum þriðjudagmn 1 7 janúar
Guðrún Ossurardóttir
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
OTTÓ SCHIÖTH,
fyrrverandi fulltrúi,
andaðist i Landakotsspitala 1 8 janúar
Svava Schiöth.
Karl F. Schiöth.
Unnur H. Schiöth.
t
Útför.
RAGNHEIÐAR PETRU JÓNSDÓTTUR
Álfhólsvegi 2, Kópavogi,
verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 20 jan . kl 3
Jón Bergsteinsson.
t
Minningarathöfn um föður okkar,
GUÐMUND ÁSBJÖRNSSON,
fer fram frá Dómkirkjunni 20 þ m kl 10 30 f h Jarðað verður frá
Ingjaldshólskirkju kl 2 laugardaginn 21 þ.m
Guðmundur Guðmundsson,
Ása Guðmundsdóttir.
t
Útför konu minnar,
GUÐNÝJAR HELGADÓTTUR
fer fram föstudaginn 20 janúar í Fossvogskirkju kl 1 30
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna
Stefán Guðrnundsson
Mávahlíð 1.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför.
PÁLS J. BLONDAL
Stafholtsey.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks sjúkrahúss Akraness fyrir góða
hjúkrun i veikindum hans
Sigriður Blöndal,
Sigurður Sigfússon,
og vandamenn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin-
manns mins. bróður, föður og tengdaföður,
GÍSLAJÓHANNSSONAR
Grimheiður Pálsdóttir. Guðmunda Jóhannsdóttir,
Jónina Gisladóttir, Brandur Tómasson,
Ingibjorg Gisladóttir. Leifur Valdimarsson,
ValgerðurH. Gisladóttir, Andrés Gilsson,
Magnús R. Gislason. Oóra Jóhannsdóttir.
og aðrir ættingjar hins látna.