Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 16. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Friðarviðræðurn- ar enn í sjálfheldu Hittast Carter, Beginog Sadat? Jarúsalem, Kafró, 19. janúar. AP. Reuter. ISRAELSMENN sögðu f dag að þeir væru reiðubúnir að hefja friðarviðræður við Egypta á ný hvenær sem væri og Cyrus Vance utanrfkisráðherra Bandarfkj- anna, höfðaði til beggja aðila um að hefja samningaviðræður að Portúgal: Stjómarsam- starf tryggt til 1980 Lissabon, 19. jan. AP, Reuter. JAFNAÐARMANNAFLOKK- UR Mario Soares og flokkur miðdemókrata undirrituðu f dag formlegt samkomulag um stjórnarsamstarf og var þar með endi bundinn á sex vikna stjórnarkreppu f landinu. Eanes forseti kvaddi sfðan f dag Soares á sinn fund og fól honum forystu fyrir hinni nýju rfkisstjórn. Þáttur f samkomulagi flokk- anna tveggja er áætlun um að- gerðir til styrktar efnahagslíf- inu f landinu i ár og einnig áætlun til lengri tfma eða allt til ársins 1984. I samkomulag- inu er einnig ákvæði um að dr. Soares hafi sjálfdæmi um skip- an ráðherra og með samkomu- laginu skuldbinda miðdemó- kratar sig til stuðnings við ríkisstjórnina þar til núver- andi kjörtimabili lýkur á árinu 1980. Samanlagt hafa flokkarnir tveir 143 atvkæði af 263 á þingi Portúgals og þar með hreinan meirihluta. Kommúnistar og sósialdemó- krataflokkurinn, en þessir Framhald á bls. 18 Sadat nýju. Vance átti f dag fund með Begin forsætisráðherra Israels og hélt að honum loknum áleiðis til Egyptlands til fundar við Sadat forseta. Begin hélt sjálfur fyrr um dag- inn ræðu á fundi með frönskum Gyðingum þar sem hann ítrekaði kröfur Israelsmanna og sagði að þeir myndu aldrei fallast á að stofnað yrði sérstakt ríki Araba í Palestínu, né að skilja eftir óvarð- ar fsraelskar byggðir á Sínaísvæð- inu, né heldur myndu þeir nokk- urn tíma skila hluta af Jerúsalem- Framhald á bls. 18 Indira Gandhi neitar að svara spurningum Nýju-Delhi, 19. janúar. AP. Reuter. OPINBER rannsóknarnefnd á Indlandi lagði f dag til, að Indira Gandhi yrði formlega sótt til saka fyrir að neita að bera vitni um harðstjórn þá sem hún er sökuð um að bera ábyrgð á meðan her- lög giltu f landinu á sfðustu árum valdatfma hennar, 1975—77. Frú Gandhi kom fyrir nefndina í annað sinn á 10 dögum í dag og neitaði alveg að gefa nokkurn vitnisburð eða sverja eið og kvað hún sig hvorki siðferðilega né stjórnarfarslega skuldbundna til þess. Nefndin ákvað þegar i stað að víta Gandhi fyrir að sýna óvirð- ingu í vitnaleiðslunum og formað- ur nefndarinnar, J. C. Shah fyrr- um dómari, ákvað að krefjast þess við saksóknara að hún yrði þegar dregin fyrir rétt vegna afstöðu sinnar. Ákæran gegn Gandhi verður i Carter boðar miklar skattalækkanir í ar Washington, 19. janúar. AP. Reuter. CARTER Bandarfkjaforseti flyt- ur f kvöld árlega ræðu forsetans um ástand og horfur f bandarfsk- um þjóðmálum. Búizt er við þvf að hann leggi höfuðáherzlu á efnahagsmál og muni hvetja þingið til að samþykkja tillögur sfnar f orkumálum og jafnframt frumvörp um skattalækkanir til að blása Iffi f efnahagslffið. Þá er búizt við að hann muni einnig fjaHa um aðgerðir til að minnka olfuinnflutning til Bandarfkj- anna, sem m.a. hefur haft mjög neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð landsins og gengi dollarans á alþjóðagjaldeyrismörkuðum. Búizt er við því, að Carter leggi til við þingið að skattar á einstaklingum og fyrirtækjum ár- Framhald á bls. 18 tvennu lagi, annars vegar fyrir að neita að sverja eið fyrir nefnd- inni, hins vegar fyrir að neita að svara spurningum. Hæstu leyfi- legar refsingar fyrir hvora sök er sex mánaða fangelsi eða 125 doll- ara sekt eða hvort tveggja. Simamynd AP. Indira Gandhi kemur af fundi opinberrar rannsóknarnefndar þar sem hún neitaði að bera vitni um ásakanir á hendur stjórn hennar síðustu mánuði stjórnartfma hennar. Frú Gandhi, sem nú er sextug, virðist mæðuleg og þreytt þegar hún gengur af fundinum enda hefur henni nú verið hótað málssókn vegna þess að hún hefur neitað að sverja eið að framburði sfnum. Ösamkomulag á vinnu- markaði í Svíþjóð Stokkhólmi, 19. janúar frá Jakobi S. Jónssyni, fréttamanni Mbl. SA MÖGULEIKI vofir nú yfir sænsku atvinnulífi, skv. fréttum sænskra blaða í dag, að engir nýir samn- ingar verði undirritaðir þegar núgildandi samning- ar aðila vinnumarkaðarins falla úr gildi um mánaða- mótin janúar/ febrúar. Al- þýðusambandið sænska LO og Samband starfsmanna einkafyrirtækja, PDK, hafa stöðvað samningavið- ræður við atvinnurekenda- sambandið, SAL, um óákveðinn tfma á grund- velli seinasta tilboðs SAL sem hljóðaði upp á að sam- ið yrði til þriggja ára án iannahækkana á fyrsta ári. Launþegasamtökin segjast ekki mundu geta varið það gagnvart Framhald á bls. 18 Ítalía: Andreotti vongóður um stjómarmyndiin Róm, 19. jan. AP. Reuter. LEONO Italfuforseti fól f dag Guilio Andreotti fráfarandi for- Carter. Ný fljótvirk tækni til að greina hjartasjúkdóma Boston, 19. janúar. AP. LÆKNAR f Boston telja sig hafa þróað nákvæma og ein- falda aðferð til að komast að þvf hvort sjúklingar -séu með hjartasjúkdóma á byrjunar- stigi, en hjartakvillar af ýmsu tagi eru mannskæðastir sjúk- dóma f Bandarfkjunum. Hin nýja aðferð er f þvi fólgin að litlu magni af geislavirku efni er dælt i blóð sjúklingsins og viðbrögð hjartans siðan könnuð. Heilbrigðir hjarta- vöðvar munu leysa efnið upp en sýktir vöðvar ekki. Myndir eru siðan teknar af þeim vöðv- um sem ekki losna við geisla- virknina með myndavél sem sérstaklega er gerð til að finna þá vöðva. Þegar sýkingin er fundin grfpa læknar sfðan til hefðbundinna aðgerða til að vinna bug á sjúkdómnum. Aðferð þessi er talin munu geta gert læknum kleyft að greina hjartasjúkdóma mun fyrr en ella og talsvert áður en sjúklingurinn fer að finna til fyrir brjóstinu, en slfkir verkir eru algeng frumeinkenni hjartasjúkdó'ma. Þessi aðferð mun einnig geta skorið úr um hvort hjarta sé sýkt, þegar nið- urstöður hjartalínurita eru ekki ótvíræðar. Það voru læknar við Massachusetts General Hospi- tal f Boston sem kynntu þessa nýju greiningaraðferð fyrir fréttamönnum f Boston í vik- unni, en Massachusetts General er einn spítali af mörgum þar sem tilraunir á þessu sviði hafa farið fram undanfarin fjögur ár. Þeir sögðu á fundinum, að hjartalinuritið yrði áfram sú aðferð sem mest yrði notuð til að greina hjartasjúkdóma, en nýja aðferðin gæfi möguleika á einfaldri og nákvæmri leið til að sannreyna niðurstöður án þess að gripa til mun flóknari og kostnaðarsamri aðgerða. sætisráðherra að reyna nýja stjórnarmyndun. Stjórnmála- fréttaritarar vildu f dag engu spá um hvernig Andreotti gengi að mynda nýja stjórn, en fyrri stjórn hans fór frá m.a. vegna mikils þrýstings kommúnista sem vildu fá beina aðild að stjórninni. Mikil pólitfsk óöld er nú á ttalfu, en Andreotti sagði f dag, er hann gekk af fundi forseta, að hann Framhald á bls. 18 Samkomulag í sjónmáli í Salisbury- vidrædunum London, Salisbury, 19. janúar. Reuter. AP. AREIÐANLEGAR heimildir í Salisbury hermdu ( dag að nú bæri mjög Iftið f milli f samninga- viðræðum fuiltrúa svartra manna og hvftra ( Salisbury um framtfð landsins eftir að stjórn svartra manna hefur tekið við völdum. Agreiningur er um hve mikil Framhaid á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.