Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978
Prófkjör Framsóknarmanna í
Reykjavík vegna Alþingiskosninga
I tilefni prófkjörs framsóknarmanna í Reykjavík nú um helgina takendurnir spurðir hvaða málefni þeir legðu mesta áherzlu á í
vegna Alþingis- og borgarstjórnarkosninga, ákvað Morgunblaðið að sambandi við prófkjörin. Hér á eftir fara svör þátttakenda í prófkjör-
bjóða þátttakenduin að kynna örlítið sjónarmið sín. Voru þátt- inu til Alþingis.
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
Þeir sem taka að sér þingstörf
verða að láta til sín taka alla mála-
flokka, ella eru þeir tæpast virkir
þátttakendur í störfum þings.
Menn geta varla talist vinna að
þjóðarheill í víðum skilningi ef
þeir einskorða störf sín við ákveð-
inn málaflokk. Hitt er annað mál
að á hverjum tima er eðlilegt að
mönnum séu efst í huga þau mál
þar sem heitast brennur. I ör-
stuttu spjalli er ekki unnt að gera
viðhlítandi grein fyrir sjónarmið-
um sinum, en eins og mál snúa
núna hef ég mestan áhuga á að
j takast á við efnahagsmálin. Hvort
tveggja er þó óvíst, hvort úrslit
þessa prófkjörs verða á þann veg
að ég fái aðstöðu til að takast á við
efnahagsmálin og hitt hvort mér
mundi takast betur til en þeim
sem nú um áraraðir hafa fengist
við þau með of litlum árangri.
Vmsir þættir hafa farið úrskeið-
is I efnahagslífi þjóðarinnar að
undanförnu. Þrátt fyrir hæsta
verð á útflutningsafurðum okkar
og hagstæð viðskiptakjör er við-
skiptajöfnuður við útlönd nei-
kvæður. Skuldasöfnun erlendis
er komin á það stig að flestir telja
að á þeirri braut verði ekki lengra
haldið. Mikil verðbólga í landinu
hefur i för með sér gífurlega
eignatilfærslu og misrétti. Nei-
kvæðir raunvextir valda því að
sparifé landsmannna minnkar en
eyðsla og óarðbærar fjárfestingar
aukast. Minnkun sparifjár hefur í
för með sér að taka verður erlend
lán til flestra framkvæmda. Bank-
arnir verða skömmtunarstofnan-
ir, féð fer ekki til arðbærustu
framkvæmdanna hverju sinni
sem aftur þýðir minni þjóðartekj-
ur og minni kaupmátt launa en
þyrfti að vera. Til þess að færa
þetta mikið til betri vegar þarf
róttækt inngrip í efnahagskerfið.
Það þarf að skera kerfið upp.
Jafnfráleitt og það er að ráðast að
launum hinna lægstlaunuðustu
held ég að í þessari stöðu sé nauö-
synlegt að afnema vísitölubætur á
Iaun hátekjumanna. Hindra
verður það að nauðsynlegar að-
gerðir komi þar niður er sízt
skyldi.
I þessu prófkjöri hefur það
skeð að nokkrir þátttakendur
hafa bundist samtökum um að
útiloka aðra frá þeim sætum sem
kosið er um, og brjóta þannig
niður það lýðræði sem prófkjör-
inu er ætlað að koma á. Eðlilegra
hefði verið að þessir aðilar hefðu
lýst því yfir áður en til prófkjörs
kom að þeir mundu ekki sætta sig
við lýðræðislega niðurstöðu.
Sigrún
Magnúsdóttir
kaupmaður
Hvers vegna er helmingur
landsmanna ekki virkur þátttak-
andi í stjórnmálum? Eins og allir
vita er helmingur landsmanna
konur. Aðeins bm 2% þingmanna
eru konur. Gera verður ráð fyrir,
að konur standi karlmönnum
jafnfætis hvað gáfur og dugnað
snertir. Þetta þýðir í rauninni að
stór hluti hæfra manna hefur úti-
lokað sig frá þátttöku í stjórnmál-
um. Það sem veldur því helst, að
konur fara ekki fram á stjórn-
málasviðið, er sennilega
ábyrgðartilfinning þeirra gagn-
vert börnum og heimili. Þessa
ábyrgðartilfinningu skyldi vissu-
lega ekki vanmeta, en hún má
ekki verá okkur óviðkomandi. Ég
höfða því til þessarar ábyrgðartil-
finningar og hvet konur til að
taka virkan þátt í stjórnmálum og
stuðla að bættu efnahagskerfi.
Með þvi vinna þær afkomendur
sínum best. Bætt efnahagskerfi
er grundvöllur félagslegra um-
bóta.
öllum tslendingum hlýtur að
vera ljóst, að stjórn efnahagsmála
á íslandi í dag er ekki í lagi.
Þróun síðustu ára verður að snúa
við og það strax. Slík óðaverð-
bólga eins og geysar hér nú getur
ekki endað nema með skelfingu.
Við höfum dæmin úr sögunni.
Auk þess slævir hún siðferðis-
þrek þjóðarinnar. Manngildishug-
sjónin gleymist. en eltingarleikur-
inn við gullkálfinn verður að aðal-
atriði. En hvað getum við gert til
að snúa þróuninni við? Að mínu
mati er vænlégast til árangurs að
renna styrkari stoðum undir aðal-
atvinnugreinar okkar, sjávarút-
veg, landbúnað og iðnað. Við get-
um líkt efnahagskerfi okkar við
tré. Það er ljóst, að einstakar
greinar geta ekki fengið meira en
stofninn flytur. Stofninn getum
við styrkt með þrauthugsuðum og
skipulögðum aðgerðum eins og
t.d. framkvæmd hagkeðjuhug-
myndarinnar, eflingu vísinda í
þágu iðnaðar og allra annarra
atvinnugreina.
I síðustu kosningum var land-
helgismálið mál málanna og unnu
þingmenn Framsóknarflokksins
þvi máli ekki hvað síst brautar-
gengi. En landhelgissigrinum hef-
ur ekki verið fylgt eftir. I sigur-
vímunni hefur átt sér stað
gengdarlaus fjárfesting í skipum.
Við höfum sóað dýrrnætum gjald-
eyri og safnað skuldum erlendis
vegna skipa, sem við hefðum hæg-
lega getað smíðað hér heima. Is-
lenskar skipasmíðastöðvar hefóu
vissulega ráðið við smíði 3—4
skipa á ári og fjárfesting þá drðið
minni og jafnari. Þá stæðum við
ef til vill ekki frammi fyrir of-
veiði þorskstofnsins eins og við
gerum í dag. Hér hafa forystu-
menn okkar í stjórnmálum hrein-
lega brugðist og látið undan hags-
munahópum.
Við höfum sýnt, að við getum
staðið saman þegar á reynir eins
og við gerðum í landhelgismálinu.
Við ættum því nú að einbeita
kröftum okkar að uppbyggingu
atvinnuveganna til sjávar og
sveita.
Brynjólfur
Steingrímsson
húsasmiður
Morgunblaðið hefur farið þess
á leit við mig að ég geri í stuttu
máli grein fyrir því málefni er ég
leggi mesta áherslu á.
Verkefni blasa við hvert sem
litið er, svo af nógu er að taka.
Uppbygging iðnaðar er að minu
áliti eitt þeirra mála er leggja
verður ríka áherslu á. Ég mun
beita mér fyrir því að iðnaðurinn
hljóti þann sess er honum ber.
Einkum og sér í lagi mun ég snúa
mér að byggingariðnaðinum.
Auka þarf fjármagn til bygg-
ingariðnaðarins og þá með lang-
tímamarkmið í huga. Gera þarf
verulega breytingar á lánveitingu
Húsnæðismálastjórnar. Lánin
þurfa að koma miklu fyrr en nú
er og vera til muna hærri, helst
70—80% af áætluðum byggingar-
kostnaði. Ef lánveitingar Hús-
næðismálastjórnar færu fram í
gegnum bankakerfið myndi slíkt
auðvelda skattaeftirlit og verða
hvati til hagræðingar ef tryggt
yrði að 70—80% kostnaðar væri
lán. Auka þarf byggingu stærri
íbúða jafnframt því sem mætti
draga ur byggingu minni íbúða.
Efla þarf staðlaðar byggingar og
byggingarhluta. Veita þarf veru-
legu fjármagni til Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins,
þannig að hún verði sjálf fær um
að framkvæma þær rannsókni^,
sem hún telur nauðsynlegar og
eðlilegar til framþróunar í iðnað-
inum. Standa þarf vörð um ís-
lenskan byggingariðnað gagnvart
innflutningsiðnaði frá erlendum
auðhringum.
Heilbrigð samkeppni skal ríkja
innbyrðis í byggingariðnaðinum,
en gagnvart erlendu fjármagni
verður samkeppnin alltaf erfið.
Ef ekki á að ríkja stöðnun eða
hrein hnignun í lífskjörum
þjóðarinnar, þarf að efla iðnaðar-
framleiðsluna. Iðnaðurinn er nú
þegar, þótt smár sé í sníðum, far-
inn að hafa áhrif á efnahagsstöðu
þjóðarbúsins. Hann verður þó í
framtíðinni ennþá mikilvirkari og
sú framleiðslugrein sem bætt Iífs-
kjör og efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar stendur og fellur
með.
Einar
Ágústsson
utanríkisráðherra
Ég samþykkti að taka þátt
þessu prófkjöri vegna nokkurra
áskorana. Eg tel eðlilegt að fylgis-
menn Framsóknarflokksins í
Reykjavík ráði þvl hverjir séu í
framboði af þeirra hálfu og hef
ekki áhuga á að vera það lengur
en þeir vilja.
Verði mér treyst til áframhald-
andi þingsetu mun ég leitast við
að vinna svo sem ég hef hingað til
gert og visa í því sambandi til
starfa minna að undanförnu.
Urlausnarefnin eru mörg og sé
ég ekki ástæðu til að nefna eitt
þeirra öðru frekar á þessum vett-
vangi.
Ég leyfi mér að skora á fram-
sóknarfólk að taka þátt í prófkjör-
inu og ráða þar með sjálft þvi,
hvernig efstu sæti framboðslist-
ans verða skipuð.
Geir V.
Vilhjálmsson
sálfræðingur
Það er margt nú hin síðustu ár,
sem minnir okkur á að samfélagið
íslenzka stefnir í óheillavænlega
átt. Verðbólga og fjármögnun
hennar með erlendum lánum er
líklega skýrasta dæmið, en aukn-
ing fjármálaóreiðu, andlegra og
félagslegra vandamála eru önnur
dæmi um menningarkreppu, sem
er miklu djúpstæðari en éfna-
hagsmálin ein. Akveðnar efna-
hagsaðgerðir, en þeirra er vissu-
lega þörf, geta því aldrei einar
náð að rótum vandans, fjölþættar
menningarlegar aðgerðir þurfa að
koma til, hugsunarháttur og gild-
ismat að þróast.
„A skal að ósi stemma" segir
fornt máltæki. Það er því nauð-
synlegt að taka upp fjölþætt gild-
ismat við framkvæmdir, skipulag
og stjórnun og hef ég sett fram
vinnuaðferð sem gerir þetta
kleift. Sé sliku heildstæðara gild-
ismati beitt, til þess að sjá fyrir
hinar fjölþættu menningarlegu
afleiðingar ákveðinna fram-
kvæmda eða stjórnunaraðgerða
má forðast afdrifaríkar skekkjur i
ákvörðunum. Ég vil sem dæmi
nefna Kröfluvirkjun. Þar hefði
fjölþætt gildismat t flótlega leitt í
ljós að minni tilraunavirkjun,
fjórðungur eða þriðjungur að
stærð væri heppilegri, eða jafnvel
byggðalína. Annað dæmi er verð-
bólgan. Hefðu ráðamenn vaxta-
stefnu þjóðarinnar athugað
gaumgæfilega hinar fjölþættu
menningarlegu afleiðingar þess
að hafa neikvæða raunvexti árum
saman og séð fyrir það verðbólgu-
hugarfar, þá hnignun á efnahags-
legu siðgæði og þá rekstrarörðug-
leikz, sem fólk talar nú um að
verðbólgan hafi haft í för með
sér, er þá ekki sennilegt að full
vísitölubinding vaxta af öllum
lánum og bankainnistæðum hefði
fyrir löngu verið tekin upp? Mér
finnst það líklegast. Nú er full
vísitölubinding vaxta bráðnauð-
synleg, en verður að gerast með
jöfnum skrefum, því atvinnuveg-
irnir og aðrir aðilar eru orðnir
háðir verðbólgu og þurfa aðlögun-
artíma til þess að skipta yfir á
eðlilegan efnahagslegan rekstrar-
grundvöll.
En verkefni okkar liggja ekki i
fortíðinni, þó að henni beri að
huga og læra af reynslunni. Við
okkur blasa verkefni og ákvarð-
anir sem miklu varða fyrir fram-
tiðarfarsæld okkar allra.
— Hvernig eigum við að nýta
fiskimiðin, hve nærri fiskstofnum
skal ganga og hvernig getum við
betur nýtt aflann sem kemur á
land?
— Hvernig iðnaður fellur að
náttúru landsins og menningu
landsmanna, hverskonar mannlif
viljum við byggja upp i tengslum
við iðnað vorn og framleiðslu, að
hve miklu leyti getum við orðið
sjálfum okkur nóg um iðnvarning
og matvæli?
— Hver eru hlutverk okkar
innan fjölskyldu þjóðanna, höfum
við skyldum að gegn a á þeim
vettvangi til dæmis er varðar mat-
vælaframleiðslu fyrir hungraðan
heim, hvað með afstöðu okkar til
Sameinuðu Þjóðanna og hlut-
verks þeirra sem verðandi Al-
þingis Þjóðanna?
— Hvað með framtíð íslenskrar
menningar á hvern hátt viljum
við þróa og þroska okkar þjóðlega
arf í straumi þeirra alþjóðlegu
menningaráhrifa sem á oss
dynja?
Slíkar spurningar og margar
fleiri, sem ekki er rúm til að ræða
hér vakna út frá sjónarhóli fjöl-
þætts gildismats.
Ég tek þátt íihinu opna próf-
kjöri Framsóknarflokksins til
þess að leggja áherslu á slik fjöl-
þætt sjónarmið og til þess að
stuðla að því að hugsjónir þær um
einstaklingsfrelsi, jafnrétti og
manngildi, sem eru kjarninn í
gildismati íslenzku þjóðarinnar
fái stuðning sem raunhæf þjóðfé-
lagsmarkmið á okkar tækni- og
framfaraöld.