Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978
Eru 30 þúsund
kristnir Líbanir öll-
um heimi gleymdir?
UNDANFARNA daga hafa
fréttir á ný borizt um bardaga í
Suður-Líbanon, skammt frá
landamærum Israels. Eins og
frá hefur verið sagt berjast
einangraðar sveitir kristinna
Libana á þessum sióðum við
Palestinuskæruliða, sem hörf-
uðu þangað og hreiðruðu um
sig eftir að friður samdist að
kalla í borgarastyrjöldinni f
Beirut. Israelsk blaðakona,
Beate Hamizrachi, sem býr í
ísraelska þorpinu Metula, rétt
hjá landamærastöðinni Good
Fence, eða Gæðagerði, en um
þann stað hefur verið skrifað
hér í blaðið, hefur sent Mbl.
frásögn af því hvernig ástandið
á þessum slóðum er nú um það
bil sem Palestínuskæruliðar
virðast hugsa sér til hreyfings á
ný.
„I nýársávarpi sínu til þjóða
heims tók Páll páfi Líbanon
sem lýsandi dæmi um, hvernig
friði skyldi komið á í Mið-
austurlöndum. Páfinn hefur ef
til vill átt við þann svokallaða
frið, sem neyddur var upp á
Líbana af hálfu „friðargæzlu-
sveita“ Sýrlendinga og vitað er
að einstaka Arabaþjóðir styðja.
En þessi orð páfans vöktu lítið
annað en gremju og biturð hjá
Saad Haddad, major, en hann
er yfirmaður einna af þremur
afkróuðum hersveitum á þess-
um landsvæðum. I Suður-
Líbanon var þó lýst yfir vopna-
hléi fyrir meira en þremur
mánuðum, en fallbyssudrun-
urnar og vopnagnýrinn kveður
Saad Haddad major.
Saad Haddad segir ástandið á
einangruðu svæðunum ömur-
legt í meira lagi, hvernig sem á
er litið. „Satt er að vísu, að við
fáum allar okkar nauðþurftir
frá grannríkinu Israel en hver
verður framtíð okkar sem
Líbana?“ Majorinn bregzt illur
við þeim fréttum að í Beirut sé
nánast kyrrt og sömu sögu sé að
segja úr norðurhluta landsins.
„Þeir eru með sýrlenzka skrið-
dreka á hverju götuhorni. Full-
nú er hann likari draugabæ og
þar búa nú innan við 2000
Líbanir, allir kristnir. Kaþólsk-
ar nunnur stjórna skólanum og
hafa kennslu á hendi. Þær
kvarta undan því að skólastof-
urnar séu kaldar og hráslaga-
legar vegna þess að ekki fáist
eldsneyti og ekki síður undan
því að hryðjuverkamennirnir
hafi meinað fulltrúum frá Al-
þjóða Rauða krossinum að
koma skólabókum og kennslu-
gögnum til þessara svæða.
Príorinnan, miðalda kona, seg-
ir: „Hryðjuverkamennirnir
leyfa ekki, að við veitum börn-
unum menntun samkvæmt
libönsku skólakerfi. Við kenn-
um gamlar bækur og með
kennslutækjum sem ekki sam-
ræmast reglum þeim sem við
eigum að fara eftir. Við fáum
kennslubækur frá Israel i
nokkrum mæli, en þær eiga
ekki við okkar aðferðir nema að
takmörkuðu leyti. Það er gott
að skólinn er starfræktur aftur/
en við erum engan veginn
ánægð.“
Aðrir skólar á þessu svæði
eru margir tómir og afræktir
með öllu. Marj-Ayon skólinn
var áður glæsilegur og nútíma-
legur en er nú óhrjálegur og í
hálfgerðum rústum eftir eld-
flauga- og sprengjuárásir, þó að
Frásögn Beate
Hamizrachi, blaðakonu
r
í Israel,
af baráttu
einangruðu
hersveit-
anna í
S-Líbanon
Hermenn úr sveit Saad Haddads majors. Myndin er tekin við
landamæri Líbanons og Israels.
hluti hans hafi nú verið lag-
færður til að kennsla geti hafizt
þar á ný. Haddad major segir að
enda þótt opinberlega sé vopna-
hlé f gildi óttist hann að eld-
flaugar lendi á ný á skólanum.
enn við á þessu svæði og enn
eru líbanskir borgarar fluttir i
sjúkrahús í Israel. Hersveitirn-
ar eru króaðar af frá öðrum
hlutum landsins og verða að
treysta á hjálp Israela til að lifa
af.
Fyrir nokkrum dögum særð-
ist einn af foringjum þriggja
sveitanna, sem eru vestast á
svæðinu, næst Miðjarðarhafi.
Var hann fluttur á sjúkrahús í
Israel og í annað hús var ekki
að venda. Ella hefði hann feng-
ið að deyja drottni sínum, þar
sem enga aðhlynningu er hægt
að veita sjúkum og særðum í
líbönsku þorpunum. Saad
Haddad sagði, að foringinn
hefði særzt, þegar hann og
menn hans reyndu að komast
að einangruðu þorpi kristinna
manna, Alma-a-Shaab, þar búa
600 íbúar. Þorpið er umkringt,
ekki aðeins af skæruliðum
Palestínumanna, heldur og
líbönskum vinstrimönnum.
veldi Líbanons er ekki annað
en orðin tóm og enda þótt svo-
kölluð ríkisstjórn sé i Beirut
situr hún í skjóli sýrlenzkra
byssustingja. Við hér erum
einu frjálsu Líbanirnir svo
kaldhæðnislega sem það hljóm-
ar."
Og lífið hjá þessum 30 þús-
und „frjálsu“ Líbönum er
erfitt. Bændur geta ekki rækt-
að land sitt, því að hryðjuverka-
mennirnir eru á næstu grösum,
fólk er einangrað frá ættingj-
um í norðurhluta landsins, ungt
fólk getur ekki haldið áfram
nánii. I liði Saad Haddad eru
margir ungir drengir og gamlir
menn.
Síðan vopnahléi var komið á
hafa örfáir skólar reynt að taka
til starfa á ný. Skólinn á yfir-
ráðasvæði Haddads, Marj-
Ayoun, hefur verið opnaður en
er þó ekki nema svipur hjá
sjón. I þessum bæ bjuggu áður
um fjórtán þúsund manns, en
Síðan vopnahléi var komið á
hafa árásir skæruliða ekki ver-
ið eins langvinnar og áður en
þeir gera leifturatlögur og
margt fólk hefur slasazt upp á
síðkastið. Enda benda atburðir
síðustu daga til þess að skæru-
liðar séu að færa sig upp á
skaftið á nýjan leik.
A þessu svæði ríkti engin
bjartsýni, þegar nýtt ár gekk í
garð. Haddad major hefur
áhyggjur af framtíðinni og
hann segist þó hafa mestar
áhyggjur af f>ví að svo virðist
sem þeir 30 þúsund Libanir
sem þarna heyja baráttu fyrir
tilveru sinni séu öllum heimi
gleymdir. Majorinn og menn
hans hafa af áhuga fylgzt með
þróuninni í málefnum Mið-
austurlanda eftir Jerúsalems-
för Sadats í þeirri von að
kannski myndi þá einnig kom-
ast á friður í þeirra heima-
byggðum. En meðan stjórn-
málamennirnir tala og talá
kveður skothríðin enn við á
lfbönsku afkróuðu svæðunum.
Hafnarfjörður
Ný komið til sölu
Grænakinn
steinhús með tveim íbúðum. 5
herb. íbúð á aðalhæð og í risi og
litil 2ja herb. íbúð í kjallara.
Bílskúr fylgir. Skipti é 4ra til 5
herb. ibúð i Norðurbænum
koma til greina.
Sléttahraun
falleg 2ja herb. ibúð á 2. hæð i
fjölbýlishúsi.
Árnl Gunnlaugsson. hrl.
Austurgötu 10,
Hafnarfirði, simi 50764
Kópavogur
Einbýlishús við Víðigrund sem er
3 svefnherb. og stór stofa. Bíl-
skýli. Vönduð eign.
Holtagerði
Tvær 3ja til 4ra herb. ibúðir.
Báðar með bilskúr.
Mosfellssveit
Til sölu er viðlagasjóðshús við
Arnartanga um 1 00 fm. 3 svefn-
herb. stofa, eldhús. bað, þvotta-
herb. og sauna.
Bjargartangi
135 fm. fokhelt eínbýlishús.
Tvöfaldur bilskúr.
Vegna mikillar eftirspurnar ósk-
um við eftir öllum stærðum
eigna á söluskrá.
Sigurður Helgason hrl.,
Þinghólsbr. 53,
Kópavogi sími 42390,
heimasími 26692.
VANTAR
Okkur vantar nú all-
ar gerðir fasteigna til
sölu. Ný söluskrá
kemur út 1. febrúar
n.k. Frestur til að
koma eignum þar
inn rennur út 27.
þ.m.
Skoðum-verðmetum
þegar óskað er
LAUFÁS
GRENSÁSVEGI22-24
(LITAVERSHÚSINU 3.HÆÐ)
SÍMI 82744
KVÖLDSÍMAR SÖLUMANNA
GUNNAR þORSTEINSSON I87I0
ÖRN HELGASON 8I560
L. BENEOKT ÓLAfSSON LOGFR A
29922
Wm w W Jmmu
Opið virka daga frá 10 til 22
Norðurbær Hafnarfirði
Höfum til sölu 3ja herb 96 fm ibúð i sérflokki við
Hjallabraut Stórar suður svalir. búr og þvottur á hæð-
tnni Eignaskipti koma til greina Útb 7 millj verð 10
millj
Sérhæð Vesturbær
Höfum til sölu sérhæð 1 20 fm. 5—-6 herb á bezta stað í
Vesturbænum Sér hiti, góðar mnréttingar. fallegur garð-
ur og góður bílskúr Óskað er eftir makaskiptum á
einbýhshúsi eða raðhúsi
ÓSKUM EFTIR EIGNUM Á SÖLUSKRÁ
FASTEIGNASALAN
MJOUHUD 2 (VIÐ MIKLATORGl
SiMI 29922
, SOLUSTJORI SVEINN FREYR
logm olafur axelsson hol
Fasteignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Símar 43466 & 43805
Höfum til sölu:
Glæsilegt einbýlishús
við Víðigrund í Kópavogi Allur frágangur mjög
góður. Skipti á 3ja herb. íbúð.
Góð 3ja herb. íbúð
við Borgarholtsbraut með bílskúrsréttí Verð 10
milljónir.
Tilbúnar undir tréverk
3ja herb. íbúðir sem verða afhentar í maí í
miðbæ Kópavogi. Mjög hentugt húsnæði fyrir
ungt fólk og eldra. Verð 9.4 milljónir.
Hamraborg 1, Kóp. 3. hæð. Símar: 43466 — 43805
Vilhjálmur Einarsson, sölustj.
Pétur Einarsson, lögfr.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU