Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 Ecevit reynir að leysa Kýpurmálið Ankara, 19. jan. AP. BULENT Ecevit, forsætis- ráðherra Tyrkja, sagði f dag að loknum viðræðum við Rauf Denktash, leið- toga Kýpur-Tyrkja, að Tyrkir mundu bera fram sanngjarnar og viðunandi tillögur f Kýpurdeilunni. Ecevit sagði á blaðamanna- fundi, að samkomulag hefði náðst í grundvallaratriðum um til- lögurnar í viðræðum hans og Denktash. Hann sagði að leiðtog- ar Kýpur-Tyrkja mundu ganga frá þeim í smáatriðum á næstu vikum. Denktash sagði, að þeir vonuð- ust til að leggja tillögurnar fyrir Kurt Waldheim, aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, seint i febrúar og að Wald- heim mundi síðan reyna að koma af stað friðarviðræðum. Ecevit sagði, að samkvæmt til- lögunum yrði öryggi og afkomu Kýpur-Tyrkja ekki stofnað í hættu og tekið tillit til þess að Grikkir og Tyrkir væru búsettir beggja vegna markalinunnar á Kvpur. Yietnamar saka Kam- bódíumenn um innrás- ir á víetnamskt land Bangkok. S.Þ.. Washington. Parfs. 19. jan.. AP — Reuter VlETNAMAR sökuðu i dag Kam- hódíumenn um áframhaldandi árásir inn i vietnamskt land, að því er fram kom i útsendingu Hanoiútvarpsins, sem þannig staðfestir fyrri frásagnir thai- lensku leyniþjónustunnar um að Kamhódfumenn séu f sókn f átök- unum við Vfetnam. Saka Vfet- namar Kambódfumenn um end- urteknar innrásir inn á Mekong- óshólmasvæðið og árásarferðir f landið sunnanvert. Sagði útvarpið f Hanoi, að frá 11. til 17. janúar hefðu Kambfdóumenn drepið 23 óbreytta horgara og brennt 200 hús f Vfetnam. Útvarpið sagði að vfetnamskar sveitir hefðu drepið 306 Kambódiumenn i innrásum þessum. t skjölum, sem dreift hefur verið hjá Sameinuðu þjóð- unum, segja Vietnamar, að það séu Kambódíumenn, sem ögranir stundi og hvetja þeir þá til að fallast á að leysa deilur landanna við samningaborðin. Kambódiumenn stæra sig af „miklum sigrum" i landamæra- átökunum. Segjast þeir hafa drep- ið og sært 30 þúsund vietnamska hermenn, eyðilagt 130 skriðdreka svo og önnur þungavopn. Vestr- ænir aðilar bera brigður á þessar tölur. Teng Ying-chao, ekkja Chou En-lais, aðstoðarforseti kinverska þingsins er nú í Kambódíu og er talið að með ferð sinni sé hún að reyna að fá Kambódíumenn og Vietnama til að fara samninga- leiðina i deilum sínum. Er utan- rikisráðherra Vietnams nú i Pek- ing til að fá Kinverja til að koma Kambódiumönnum að samninga- borðinu, að því er fréttastofu- fregnir herma. Framhald á bls. 19 Schmidt varar iðnaðarríki vid Bonn. 19. jar.úar. AP. HELMUTH Schmidt kanzlari hvatti 1 dag til þess, að dollarinn yrði efldur og sagði að aðrar þjóð- ir gætu ekki vænzt þess að Vest- ur-Þjóðverjar björguðu þeim úr úr ðgöngum f efnahagsmálum. Hann vfsaði á bug I þingræðu áskorunum Bandarfkjamanna og annarra útlendinga um að Vest- ur-Þjóðverjar ykju hagvöxt sinn með hallabúskap. Hann sagði að Vestur- Þjóðverjar vildu örva efnahagslíf- ið í heiminum en þeir vildu ekki að þeim yrði kennt um nýja verð- bólguskriðu. Schmidt sagði að útlendingar mættu ekki ofmeta getu Vestur- Þjóðverja og halda að þeir einir gætu bundið enda á samdráttinn f heiminum en það ætti að vera hægt með hjálp annarra. Hann sagði að óvissa rfkti um viðreisn f efnahagsmálum margra landa vegna veikrar stöðu dollar- ans og lét í ljós ugg um að áfram- haldandi samráttur leiddi til verndartollastefnu í ýmsum lönd- um. Þess vegna sagði Schmidt að Bonn-stjórnin fagnaði þeirri yfir- lýsingu Carters forseta, að mikil- vægt væri fyrir efnahagsástandið f heiminum að dollarinn væri traustur. Þetta gerðist Föstudagur, 20. janúar 1977 Jimmy Carter sver emb- ættiseið sem forseti Bandarfkj- anna. Hann er 39. forseti lands- ins. 1969 Richard Nixon sver emb- ættiseið sem forseti Bandaríkj- anna. Hann er 37. forseti lands- ins. 1968 Stjórn Arefs forsætisráð- herra f Irak er vikið úr emb- ætti. Ný stjórn mynduð undir forystu Al-Bakr. 1964 Breski herinn bælir niður uppreisnir tanganyskra her- sveita í Uganda og Kenya. 1961 John F. Kennedy sver embættiseið sem 35. forseti Bandaríkjanna. 1960 Samþykkt á ráðstefnu í BUssel, að belgfska Kongó hljóti fullt sjálfstæði. 1946 Charles De Gaulle segir af sér forræði frönsku bráða- birgðastjórnarinnar. 1941 Franklin D. Roosevelt settur inn f embætti forseta Bandarfkjanna f þriðja sinn. Er það i fyrsta sinn sem slfkt ger- ist. 1936 Edward 8. tekur við kon- ungdæmi í Bretlandi við andlát Georgs fimmta. 1265 Enska þingið kemur sam- an i fyrsta sinn. Spakmæli dagsins: Flest vinnur svangur til saðn- ings. (Franskur málsháttur) Þetta 300 lesta skip rak á land í Wells í Norfolk í Englandi i fárviðrinu á dögunum. Neðst til vinstri eru möstur á snekkju sem sökk. Dularfull morð- gáta í Bretlandi London, 19. jan. Reuter — AP. TVEIR menn komu fyrir rétt f Skotlandi f dag ákærðir fyrir innbrot og þjófnað á heimili Walter Scott-EUiots, fyrrverandi þingmanns Verkamanna- flokksins, en hans og eigin- konu hans hafði verið saknað frá 13. desember s.l. Er nú talið að þau hafi orðið fórnarlömb f keðju morða sem framin hafa verið í Bretlandi að undan- förnu. Brezka lögreglan hefur þegar fundið þrjú lík, sem komið hafði verið fyrir á ýmsum stöðum víðs vegar um Bretland. Við yfirheyrslur yfir mönnun- um komst Iögreglan á sporið í þessu máli, sem tengist hvarfi fimm manna, en grunsemdir hafa verið uppi um að þeir hafi verið myrtir. Rannsókn málsins hófst er innbrotið i íbúð Scott-Elliot hjónanna var gert 13. desember s.l. Lík þingmannsin fannst á mið- vikudag i skógi í skozku há- löndunum, en að sögn lögreglunn- ar hafði hann verið kyrktur. Rannsókn þessa máls hefur tengzt tveimur öðrum morðum og hugsanlega því þriðja. Lögreglan hefur færzt undan því að gefa nokkrar upplýsingar um fram- gang rannsóknarinnar, en þó er haft eftir skozkum rannsóknar- lögreglumanni að verðmæti og lík finnist á ólíklegustu stöðum víðs vegar um landið, en rannsóknin sjálf gangi ekki of vel. Annar mannanna, sem hand- teknir voru, er talinn hafa verið yfirþjónn i húsi Scott-Elliot hjón- Bankahneyksli í V-Þýzkalandi DUsseldorf, 19. Jan. Reuter. KRISTILEGIR demókratar I Nordrhein-Westfalen, fjölmenn- asta fylki Vestur-Þýzkalands, hafa skorað á forsætisráðherra fylkisins að segja af sér vegna bankahneykslis sem hefur komið sambandsstjórninni i Bonn f bobba. Forsætisráðherrann í fylkinu neitaði að verða við kröfunni, en fjármálaráðherrann, Friedrich Halstenberg, hefur þegar sagt af sér. Báðir voru gagnrýndir fyrir að þegja yfir hneykslinu sem varð til þess að bankastjóri rikisbank- ans Westdeutsche Landesbanke varð að segja af sér. Þeir hafa játað að þeir hafi vit- Framhald á bls. 19 anna, en mennirnir voru hand- teknir stuttu eftir að Iík, sem blöðin f Bretlandi segja að hafi reynzt vera lík fyrrverandi refsi- fanga, bróður yfirþjónsins, fannst í farangursgeymslu bifreiðar fyrir utan hótel eitt í nágrenni Berwick á mánudag. Ennfremur tengist málinu morð á 40 ára gamalli hreingern- ingakonu, sem hvarf daginn fyrir innbrotið í fbúð Scott-Elliot hjón- anna. Lík hennar fannst á jóladag klætt i karlmannsföt í skurði í Suð-vestur-Skotlandi. Hún hafði einnig verið kyrkt, en blöðin hafa skýrt frá því, að hún hafi verið sambýliskona yfirþjónsins. Síðast sást til hennar í fylgd mannanna tveggja á hóteli við skozku landa- mærin stuttu fyrir jólin. Vegna mikilla snjóa á ákveðnu landsvæði í Skotlandi, þar sem lögreglan telur að frú Scott-Elliot og garðyrkjumaður á sumarsetri hjónanna, sem hvarf í júlí í fyrra, séu husluð hefur leit verið árangurslaus. Scotland Yard hefur forðazt að gefa nokkrar upplýsingar varð- andi þessi morðmál. Þó hefur það komið fram að mikil verðmæti sem m.a. má rekja til Scott-Elliot hjónanna hafi fundizt og verið til sölu og seld í ýmsum borgum i landinu. I blaðinu London Even- ing Standard er það haft eftir lögreglunni, að hún telji morðin tengd keðju þjófnaða og innbrota sem ákveðin hópur þjófa sem hafa sérhæft sig á því sviði hefur framið. V-Þýzkaland: Síðasta „bjallan” framleidd Emden, 19. Janúar. AP. 1 DAG rann Volkswagen- bjallan skeið sitt á enda I Vest- ur-Þýzkalandi þvf þá var sfð- asta bifreið þessarar tegundar framleidd f VW- verksmiðjunum f Emden. Héð- an f frá verða Þjóðverjar að flytja inn þessa gerð af Volks- wagen þar sem hún verður enn um sinn framleidd í verksmiðj- um fyrirtækisins f Suður- Amerfku og Afrfku. Alls hafa verið framleiddar um 19,2 milljónir bifreiða af þessari gerð hjá Volkswagen- verk AG, þar af 16,2 milljónir i Vestur-Þýzkalandi. Aðalverk- smiðjan í Wolfsburg hætti framleiðslu bjöllunar fyrir um tveimur árum, en þangað til I dag voru framleiddar um 100 bifreiðar á mánuði í Emden- verksmiðjunni. Bjallan var i upphafi hönnuð samkvæmt fyrirskipunum Hitl- ers skömmu fyrir heims- styrjöldina síðari. I styrjöldinni var hún notuð í hernaðarlegum tilgangi, fór ekki i fjöldafram- leiðslu fyrir almenning fyrr en eftir lok styrjaldarinnar 1945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.