Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978
25
fclk í
fréttum
+ Þetta var einum of mikið fyrir Vatikanið. Talsmaður páfans kallar stúlkuna
hér á myndinni bLygðunarlausan guðleysingja. Þetta er ítalska söngkonan
Rafaella Carra sem kemur svona klædd fram í sjónvarpsþætti í ítalska sjón-
varpinu. Það var ekki söngurinn sem hneykslinu olli heldur klæðnaðurinn. Að
ofan er hún klædd sem nunna eins og sjá má á myndinni en sfðan er hún í
mini-pilsi og svötrum sokkum með sokkabönd.
+ Nóbelsverðlaunahafinn I bók-
menntum, hinn 61 árs gamli Saul
Bellow, var nýlega dæmdur f 10
daga fangelsi fyrir aó neita að
greiða fyrrverandi eiginkonu
sinni framfærslueyri.
+ Leikarinn Rex Harrison
er heldur óhress yfir því að
Dodgebilaverksmiðjurnar
hafa nú hætt að sýna sjón-
varpsauglýsingu sem hann
hefur leikið í. Harrison
hefur fengið yfir hálfa
milljón dollara á tveimur
árum fyrir að auglýsa
Dodge-bílana. „Þeir segja
að 1978-módelið sé svo mik-
ið breytt frá fyrri árgerð-
um að það verði líka að
skipta um leikara í aug-
lýsingunni,“ segir Harri-
son.
Tíu verst klœddu
konurheims
+ Blackwell tiskukóngur í Hollywood hefur tekið að
sér að útnefna 10 verst klæddu konur í heimi. Meðal
þeirra eru poppsöngkonurnar Linda Ronstadt, Marie
Osmond og Dolly Barton, leikkonurnar Diane
Keaton og Dyan Cannon og Margaret Trudeau
fyrrverandi eiginkona forsætisráðherra Kanada
ásamt tennisstjörnunni Chris Evert sem hér sést
með einn af verðlaunagripum sínum.
Punthandklæðahillur Ámálaður strammi
Nýjar sendingar £ Íamigrðaitrrslíutiti
Eria
Snorrabraut 44.
Reykt sild