Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 Ásgeir Jakobsson: bleyðunum. Ætli væri ekki nær morkukóngunum að slæða eitt- hvað af þessum ófögnuði upp og hreinsa hjá sér slóðina og nota siðan net sín hóflega, heldur en snúa allri sök á aflaleysi sinu á hendur öðrum fiskimönnum. Það er ekki mál morkukóng- anna einna að eyðileggja þessa viðkvæmu og hagstæðustu hrygn- ingaslóð með því að hrekja fisk- inn í kaldari sjó, þótt það bitni harðast á þeim sjálfum um það lýkur. Fiskurinn er farinn að leita uppi önnur hrygnirígasvæði, bæði hefur hann fært sig dýpra á hefð- Þegar svo kemur að því, að orðað er að stöðva netaveiðar í 10 daga, umhverfast innyflin í morkumafíunni sunnanlands og þeir taka að skrifa skammargrein- ar í blöð um Vestfirðinga, sem hafa borið hitann og þungann af fiskverndinni til þessa. Ingólfur leyfir sér að nefna Frf- merkið á Selvogsbanka, sem dæmi um hvað þrengt hafi verið að netadræsunum. Hann segir fri- merkið um 700 fersjómílur eða um 2400 ferkm. Það er búið að taka á samta tíma, Ingólfur á annað hundrað þúsund ferkm. af Eins og gaula í þeim gam- irnar, tala þeir og skrif a Grein þessari er stefnt nokkrum framámönnum í útgerð sunnanlands, sem ég kalla morkukónga og hafa með villandi en harðvítugum áróðri beint athygli stjórnvalda og almennings frá eigin skaða- verkum með því að ýkja sök hjá öðrum. . . Vissulega er ekki bætandi í vaðalinn um fisk- vernd, þótt alla haldbæra vitneskju vanti um lífskil- yrði og lífkeðjuna á fiskislóðunum, en við það verður ekki unað lengur að þagað sé þunnu hljóðu um andstyggilegustu sóknina í þorskinn — neta- sóknina á svæðinu: Snæfellsnes — Lónsbugt. Mælirinn er nú fullur — fresturinn liðinn.. Bæði ég og aðrir, sem um sjávarútvegsmál hafa skrifað, hafa hlífzt við að ráðast nægjan- lega harkalega á þessa sókn, til að ausa ekki olíu á þann eld, sem þegar logar glatt með fiskimönn- um, hvar eigi helzt að bera niður í fiskverndinni. Kinnig hefur vald- ið því sú sjálfhelda, sem sunn- lenzki bátaflotinn var kominn i með sinar dýru netadræsur. öflugir morkukóngar sem stunda saltfisksverkun og geta notast sem bezt við blóðsprengdann fisk eða tveggja nátta morkur, hafa valdið því aó fiskiménnirnir hafa ekki notað þann aðlögunartima, sem þeim vissulega hefur verið gefinn af stjórnvöldum til að færa sig úr þessari sókn, það er nú sýnt af umsóknum um leyfi til netaveiða í vetur að breytinga er ekki að vænta af hálfu morku- kónganna. — Mælirinn er nú full- ur — fresturinn liðinn. Drundríma Það, sem ýtti við mér nú í þessu efni, er grein, sem Ingólfur Arnarson, framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Suðurnesjamanna, skrifaði í Morgunblaðið 19. janú- ar s.l. Hann sækir nafn á grein- inni í innyflastarfsemina (þar af mín fyrirsögn) og kallar hana: „Þeir dæma, eins og veltist í þeim vömbin." Greinin er illa-þefjandi drundrima úr iðrum morkumafí- unnar, sem þjáist um þessar mundir af vindspenningi og innantökum, af því að það hefur komið til orða að tefja þá í nokkra daga við að eyðileggja hrygninga- slóðina með netadræsum sín- um... Þegar minnkar í búrinu, bera þeir sig verst, sem mest hafa étið Aratugum saman hafa Sunn- lendingar búið við miklu betri aflabrögð en menn í öðrum lands- hlutum. Samkvæmt viðmiðunar- tölum Aflatryggingarsjóðs mun- aði Iengi að ég held, allt að helm- ing á aflabrögðum á vertíð sunnanlands og í hinum lands- hlutunum. Sunnlendingar sækja aðalafla sinn í hryggningafiskinn og aðalveiðarfæri þeirra eru þorskanet. Það erauðveltað veiða hrygningarfiskinn, hann er þétt- ur á slóðinni og hrygnan spök líkt og sauðkindin um burðinn. Sunnlendingar hafa unað þessu vel skiljanlega og hlaðið báta sina glaðir, að hluta af sviljum og hrognum og þeim hefur lánazt að komast uppl 240 þús. tonna veiði á vertið, að mig minnir. Nú hefur hann tregast hjá þeim undanfarin ár og þá leggja þeir til að fiski- menn í öðrum landsfjórðungum leggi bátum sínum og ali upp fyr- ir þá fisk og fylli á hrygninga- stofninn svo að þeim aukizt afli aftur. Þeir hafa að yfirvarpi, að hrygningastofninn sé orðinn of lítill. Ef það er, er þá ekki númer eitt að minnka sóknina í hann sjálfan? Ef bóndi teldi sig skorta fjárstofn til viðhalds, skæri hann þá lamfullu ærnar og treysti fremur á lömb sín ókomin af fjalli? Morkukóngarnir hafa haft manna hæst um hættuástand hrygningarstofnsins, en af ásókn þeirra í netaveiðar á komandi ver- tið sést hver hugur fylgir máli. Það er sagt, að komnar séu einar 500 umsóknir og þegar haft er við orð að stöðva netasóknina i nokkra daga, reka þeir upp rama- kvein. Þeir eru að teppa- leggja hrygninga- slóðina með drauganetum Þorskanetið er gott veiðarfæri, ef það er notað í hófi, en eftir að farið var að nota hin sterku gervi- efni í netin og við allan búnað þeirra, eru þau eina veiðarfærið, sem getur eyðilagt fiskisklóð. Þetta veiðarfæri nota „fisk- verndarmenn“ sunnanlands svo ákaft, að þeir mega ekki heyra annað veiðarfæri nefnt. Arlega eru 40—50 þús. netá girðing í sjó um 2ja mánaða skeið á svæðinu Snæfellsnes—Lónsbugt. Þessi netadræsa er aldrei tekin upp ungan úr vertíðinni og nokkur hluti hennar tapast og verður eft- ir á slóðinni og einmitt þar sem hún er viðkvæmust, það er á hraunbleyðunum. Þessi net kalla fiskimenn drauganet. Meðan veitt var með netum úr náttúrlegum efnum, þýddi ekki að leggja þau net á hi aunkargana á hrygningarslóðinni, en þangað leitaði hrygnan til að hrygna. Fiskur var þá mest veiddur fyrir eða eftir hrygningu. Hann fékk frið á þessum bleyðum til að hrygna. Uppúr 1954 var farið að nota gerviefni í netaslöngur, teina og bólfæri. Netin og útbúnaður þeirra var þá orðinn svo sterkur að mönnum varð kleyft að stunda netaveiðar á hrauninu. Alltaf eru þó net að tapast. Það er ekki ofílagt að gera ráð fyrir að hver netabátur missi svo sem eina trossu yfir vertlðina. Það er dálít- ið staut við að telja saman, hversu margir bátar séu til jafnaðar á netum á vertíð á svæðinu Snæfellsnes—Hornafjörður, en fyrir tveimur árum gerði ég það lauslega og taldist svo til, að þá hefðu verið 330—40 bátar til jafnaðar með net síðara hluta ver- tíðarinnar eða um tveggja mán- aða skeið. Þessi floti skilur þá eftir á hverri vertíð eins og 4—5 þús. net á hrygningarsvæðunum. Það er þá orðin álitlegur búnki, sem þeir hafa safnað þarna, fiskverndar- mennirnir, allt frá 1954 af netum, sem grotna ekki I sundur heldur breiðast yfir slóðin og halda áfram að veiða. Þegar þau eru dregin upp er í þeim lifandi fisk- ur, rotnandi fiskur og beinagrind- ur. Það er nú máski dæmigert fyrir fiskverndaráhugann, að þeir höfðu lengi kúluböndin úr hampi til þess að þau grotnuðu í sundur, en nú er það ekki lengur, það er farið að hafa þau úr gerviefnum líka. Þessi drauganet veiða alltaf eitthvað af fiski, en magnið skipt- ir ekki máli, heldur hitt að fýlan af þeim er svo megn, að þegar þau slæðast upp, þá er varla að menn haldist í námunda við þau til að skera þau frá sér. Margir gamlir netamenn eru þeirrar skoðunar, að þessi drauga- net með sinni stækju séu orsök þess, að fisks verður nú ekki vart á mörgum beztu hrygninga- bundnu slóðinni og er farinn að hrygna meira fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi en verið hefur um árabil. Á hverjum bitnar fiskverndin mest? Með frekju og yfirgangi hafa morkukóngarnir lagt undir sig öll beztu togmiðin sunnan lands og norður með vesturlandi allt norður i Breiðabugt undir neta- dræsurnar. Þeir hafa flæmt tog- araflota sinn af eigin heima- miðum á Vestfjarðamiðin, og nú er svo komið að mest allur togara- floti landsmanna veiðir í hnapp á miðum Vestfirðinga. Það er með fiski af Vestfjarða- miðunum, sem sunnlenzku frysti- húsin haldast gangandi. Með þessu háttalagi er verið að stofna afkomu Vestfirðinga I voða. Botn- varpan eyðileggur ekki mið en hún veiðir upp fiskinn, ef ofsótt er með henni. Þessi gífurlega sókn á Vestfjarðamiðin hlýtur að leiða til þess að þau verði uppurin og heimamenn, sem byggja alla slna afkomu á fiski, sitji við dauð- an sjó. Þetta gerðist á fyrirstrlðs- árunum vegna ofsóknar útlendra og innlendra togara. Það sýnist nú að þetta væri ærið framlag Vestfirðinga til Sunnlendinga að láta þeim I té heimamið sín fyrir togaraflotann. En hlutur Vest- firðinga er-þó enn meira skertur. Rækjuvéiðar eru mikill þáttur I atvinnulifinu vestra. Rækjuflot- inn er iðulega stöðvaður á bezta tíma til verndar seiðum. Togarar Vestfirðinga, uppistaðan I at- vinnulífinu þar, hafa verið bundnir við bryggjur á góðum veiðitima til verndar smáfiski, beztu veiðisvæðunum hefur verið lokað I skyndi og veiðiferðir eyði- lagðar. botnvörpunni eða gróft áætlað 70—80% af raunhæfu veiðisvæði hennar fram að 1956. Því má skjóta hér inni, þótt það sé efni í aðra grein, að hagspekingar þeir, sem eru að reikna út sóknarþunga einblína á stærð og fjölda fiski- skipa en gleyma sóknarsvæðinu. Þúsund tonna skip, sem ekki hefur nema kollublett til að veiða á veiðir ekki 10 sinnum meira en 100 tonna skip, sem má leita um alla slóðina, og það þýðir heldur ekki að telja saman úthaldsdaga, skips sem er tjóðrað á litlum bletti. Það er orðið aðkallandi að taka til endurskoðunar allan sóknar útreikning hagspeking- anna. Ókunnugleiki þeirra á fisk- veiðum á íslenzku fiskislóðinni veldur þvi, að allir þeirra útreikn- ingar eru úr lausu lofti gripnir. Ingólfur ber á móti því, að þær stöðvunartillögur, sem fram hafa komið úr herbúðum Sunnlend- inga séu miðaðar við dauða tim- ann hjá þorskveiðiflotanum sunn- anlands. Það er rétt að L.Í.Ú. er skrifað fyrir þessum tillögum bæði í fyrravor og nú í haust, en fyrir sama kemur, það liggur í augum uppi, að tíminn var hag- stæður fyrir sunnlenska bátaflot- ann, en óhagstæður mönnum i öðrum fjórðungum. Stöðvunartillögurnar frá i fyrravor miðuðust við stöðvun uppúr miðju sumri, en þá er sunnlenzki bátaflotinn að veiða humar, síld og spærling, og tillög- ur L.IÚ. í haust miðuðust við hlut- fallslega litla sókn sunnanlands á stöðvunartímanum. Haustvertíð hefur aldrei verið jafnmikið atriði sunnanlands, eins og vest- an. Það vita allir og ég tel það ekki ómaksins vert að rekja það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.