Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. S. 31330. Konur—heimasaumur Óskum eftir konum í heima- saum, helst í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 51 942. Matreiðslumaður óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt: ,.M — 4091. ' Bíll — staðgreiðsla Óska eftir Chevrolet Nova 2ja dyra SS eða Hatchback ár- gerð 1 974. Lítið ekinn og vel með farinn bill Vil stað- greiða. Upplýsingar i sima 35194 Skattframtöl Látið lögmenn telja frain fyrir yður. Lögmenn, Garðastræti 1 6, sími 2941 1. Jón Magnússon, Sigurður Sigurjónsson. Arin- og múrsteins- hleðslur Einnig flísalagnir. Geri tilboð. Magnús, simi 84736. Skattframtöl Veitum aðstoð og ráðgjöf við gerð skattframtala. Benedikt Ólafsson lögfr. Hall- grimur Ólafsson viðskiptafr. Grensásvegi 22, simi 82744. Öll Skattaþjónusta Annast skattframtöl og skýrslugerðir, útreikning skatta 1978. Skattaþjónusta allt árið. Sigfinnur Sigurðsson. hagfr. símar 85930 og 1 7938 IOOF 12 = 1 591 208 Vi = Sp kv. IOOF 1 = 1 591 208Vi = E.I. Frá Guðspekifélaginu Áskrifta rsími Ganglera er 17520 i kvöld kl. 9 erindi Guðjóns 8. Baldvinssonar ..Askurygg- drasils" Reykjavikurstúkan. Fræðsluflokkur Einars Aðal- steinssonar um sjálfsrækt hefst miðvikudaginn 2 5. 1. kl. 9 á vegum sömu stúku. AINíLVSINCASÍMINN KR: 22*80 kjí JRarjjunblflöib | raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Til leigu 1 30 fm skrifstofuhúsnæði í austurborg- inni Húsnæðið er fullfrágengið. Hér er um að ræða 5 herbergi, sem leigjast t einu lagi eða hvert um sig. Hentugt fyrir endurskoðunar- eða verkfræðistofu. Tilboð óskast lögð inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 25. janúar, merkt: „F-888". Skrifstofu og lagerhúsnæði óskast, um 100 ferm., fyrir heildverzlun með hreinlegar vörur. Upplýsingar í síma 18860 og 26327 Garðar FUS Ólafsfirði Aðalfundur Garðars FUS Ólafsfirði verður haldinn i Tjarnarborg sunnu- daginn 22. janúar kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Jón Magnússon formaður ungra sjálfstæðismanna kemur á fgndinn og ræðir stjórnmálav^ðhorfið og Anders Hansen framkvæmdarstjóri SUS ræðir um starsemi og baráttu- mál ungra sjálfstæðismanna í vetur: Ungt sjálfstæðisfólk á Ólafsfirði er eindregið hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin. Keflavík Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Keflavik, heldur áriðandi fund í Sjálfstæðishúsinu. Keflavík, sunnudaginn 22. janúar kl. 2 e h. stundvíslega. Fundarefni: 1 Prófkjör vegna bæjarstjórnarkosnmga. 2. Hugsanleg skipting á framkvæmdafé bæjarins, milli verk- þátta. Stjórnin. Landsmálafélagið Vörður. Skoðanakannanir — Fjöimiðlar, Sjálfstæði alþingis Landsmálafélagið Vörður, samband félaga sjálfstæðismanna í hverfum Reykjavikur, efnir til fundar þriðjudaginn 24. janúar kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður flytur framsöguræðu um efnið: Skoðanakannanir — Fjölmiðlar — Sjálfstæði alþingis. Á eftir framsöguræðu fara fram frjálsar umræður og fyrirspurnir. Varðarfélagar og annað sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölrnenna á fundinn. Fundarstjóri: Edgar Guðmundsson, formaður Varðar. Þriðjudagur 24. janúar kl. 20:30 — Valhöll. Stjórn Varðar. Kosning kjörnefndar vegna borgarstjórnar- kosninga Til meðlima Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík. Þegar kosningar til Alþingis eða borgarstjórnar standa fyrir dyrum i Reykjavík, skal sérstök kjörnefnd starfa innan Fulltrúa- ráðsins. í kjörnefnd eiga sæti 15 menn, þannig valdir: 7 tilnefndir af stjórnum sjálfstæðisfélaganna og stjórn Fulltrúa- ráðsins í Reykjavík og 8 kjörnir í skriflegri kosningu meðal Fulltrúaráðsmeðlima, að undangengnum framboðum. Stjórn Fulltrúaráðsins hefur ákveðið að velja kjörnefnd v/ borgar- stjórnarkosninga nú í janúarmánuði. Ár • reglugerð Fulltrúaráðsins segir m.a.: ,,Með hæfilegum fyrirvara skal með auglýsingu í fjölmiðlum, leitað eftir framboðum til kjörnefndar. Kjörgengir eru allir fulltrúar, sem eru á kjörskrá í Reykjavik. Framboðsfrestur skal vera a.m.k. ein vika. Framboð telst gilt, ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af fimm fulltrúum hið fæsta og af ekki fleiri en tíu fulltrúum, og frambjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér tif starfans. Berist ekki fyrir lok framboðsfrests tillögur um fleiri kjörnefnd- armenn en kjósa á, teljast þeir sjálfkjörnir, sem tillögur hafa verið gerðar um, en komi ekki fram tillögur um fulla tölu kjörnefndarmanna. skal stjórn Fulltrúaráðsins skipa svo marga til viðbótar, að kjörnefnd verði fullskipuð." Skv. framangreindu auglýsist hér með eftir framboðum til kjörnefndar v/ framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik við næstu borgarstjórnarkosningar. Frestur til að skila framboð um er til kl. 1 2 á hádegi fimmtudaginn 26. janúar n.k. og ber að skila framboðum. persónulega. fyrir þann tíma á skrifstofu Fulltrúaráðsins i Valhöll. Háaleitisbraut 1, en eigi senda i pósti. ^ Berist fleiri framboð en kjósa á, og komi til kosningu kjörnefndar, fer sú kosning fram i siðari hluta janúarmánaðar og i byrjun febrúarmánaðar. Stjórn Fulltrúaráðsins. Launþegaráð Reykjanes- kjördæmis Launþegaráð Reykjaneskjördæmis heldur fund að Hlégarði. Mosfellssveit, mánudaginn 23. janúar 1978, kl. 20.30. Dagskrá: Stjórnmálaviðhorfið. Ræður flýtja: Oddur Ólafsson, alþm , og frú Salome Þorkelsdóttir. Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Allt sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm teyfir. Stjórnin Hlégarður Mosfellssveit Mánudaginn 23. janúar kl. 20.30. Vörður FUS Akureyri Vörður FUS Akureyri boðar til almenns fundar að Kaupvangs- stræti 4 föstudaginn 20. janúar kl. 20.30. Jón Magnússon formaður sambands ungra sjálfstæðismanna kemur á fundinn og ræðir stjórnmálaviðhorfið og Anders Hansen framkvæmd- arstjóri SUS ræðir um starfsemi og baráttumál ungra sjálf- stæðismanna í vetur. Varðarfélagar eru eindregið hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin. Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Fundur verður haldinn mánudag inn 23. janúar n.k. í Sjálfstæðis- húsinu og hefst kl. 20.30 Fundarefni. Matthías Á. Mathiesen fjármálaráð- herra flytur ræðu og svarar fyrirspurn- um. Kaffiveitingar. Félagsvist. Vorboðakonur mætum vel og stundvis- lega. Stjórnin. Húsvíkingar Ungir sjálfstæðismenn á Húsavik boða til almenns fundar i Hótel Húsavik laugardaginn 21 janúar kl. 15.30 Jón Magn- ússon formaður ungra sjálfstæðismanna kemur á fundinn og ræðir stjórnmálaviðhorfið og Anders Hansen framkvæmda- stjóri SUS ræðir um starfsemi og baráttumál ungra sjálfstæð- ismanna i vetur Sjálfstæðisfólk á Húsavik er eindregið hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin. Salome Kristján Skaftason Minningarorð Vinir mfnir fara fjöld. Feigöin þessa heimtar köid. Ég kem eftír kannske f kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld. brynju slitna, sundrað verð og syndagjöld. Bólu-Hjálmar. Mánudaginn 16. jan. s.l. and- aðist eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm Kristján Skaftason trésmíðameistari, Soga- vegi 142. Þar féll í valinn ein af hetjum íslenskrar alþýðustéttar sem vel þekkti harðræði á æsku- og ungdómsárum, eins og margir sem ólust upp á fyrstu áratugum þessarar aldar. Hann lærði ungur trésmíði, sem varð hans Iífsstarf og lengst af i Rúllu- og Hleragerð Reykjavíkur. Ekki lét Kristján ginnast af verðbólgukapphlaupi eða uppmælingartöxtum stéttar- bræðra sinna, heldur vann sitt verk eftir uppskriftum fornrar dyggðar, heiðarleika, trúmennsku, nýtni og vandvirkni. Og umfram allt heiðarleika. Hann safnaði þvi aldrei auði á veraldarvisu, en sá vel fyrir sinu heimili og börnum sem alls urðu tólf í tveimur hjónaböndum. Það kom líka af sjálfu sér að ekki var slegið slöku við og staðið meðan stætt var. Sjaldan farið i sumarfri og skemmtistaðir ekki stundaðir. Kristján var maður dulur og bar ekki tilfinningar sínar utan á sér, eða trú sina á torg. En þar sem góðir menn fara eru guðsvegir. Börn hans öll erfa kannski ekki margar einskis nýtar islenskar krónur eftir hann, en þau erfa það sem meira virði er, það vega- nesti sem hann með lífi sínu og starfi skildi eftir þeim til handa. Eftir næstum þrjátíu ára nábýli er margs að minnast og margt að þakka. Ég þakka hlýhug og vinar- þel þó orðin væru ekki alltaf mörg. Ég þakka öll hans góðu handtök sem betri þóttu en nokkurs annars manns. Ég sendi öllum hans nánustu samúðar- kveðju, og þá fyrst og fremst vin- konu minni, Stellu. Blessuð veri minning mins góða granna, Kristjáns Skaftasonar. Rósa Sveinbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.