Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 31 Morerod sigraði, Wenzel á toppinn „ÞETTA VAR EINS OG AÐ VELJA MILLI ÞESS AÐ VERA SKOTINN EÐA HENGDUR" sagði formaður sænska knattspyrnusambandsins eftir riðladráttinn í HM TALSVERÐAR breytingar urðu á toppinum í Heimsbikarkeppni kvenna á skíðum f gær. Lise Marie Morerod frá Sviss sigraði þá f svigkeppninni f Badgastein f V-Þýzkalandi. 1 2. sæti varð Hanni Wenzel og það sæti færði henni forystuna f keppninni sam- aniagt. Annamarie Moser-Proeil sleppti hliði f keppninni f gær og datt við það niður f annað sætið f Heimsbikarkeppni kvenfðlksins. (Jrslitin f gær urðu þessi: Lise Marie Morerod, Sviss 115.92 Hanni Wenzel, Liechtenstein 116.06 Perrine Pelen, Frakklandi 116.38 Marie Epple, V-Þýzkalandi 117.23 Christine Copper, - Bandarfkjunum 117.33 Lise Morerod var f fjórða sæti eftir fyrri umferðina, sem sýndi snilli sfna svo ekki varð um villst f seinni ferðinni. Perrine Pelen var fyrst að lokinni fyrri umferð- inni, en mistókst f seinni ferðinni og endaði í þriðja sæti. Sigur Morerod var 22. sigur hennar f keppni f heimsbikarnum og eftir keppnina f gær er staðan þessi hjá konunum: Hanni Wenzel 109 Annemarie Moser Pröli 98 Monika Kaserer 64 Marie Theresa Nadig 63 Leiðrétting FRA ÞVl var greint í Morgun- blaðinu í siðustu viku að Jón Lár- usson, leikmaður Þórs á Akur- eyri, væri á' leið frá Akureyri og hygðist leika með Akurnesingum á næsta keppnistímabili. Frétt þessi mun á misskilningi byggð eða eitthvað hefur skolazt til í fréttaflutningi. Er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. — áij SÆNSKA landsliðið í knattspyrnu verður enn einu sinni f eldlfnunni í júní í sumar þegar lokakeppni heimsmeistarakeppninnar fer fram í Argentínu. Svíar tryggðu sér einir Norðurlandaþjóða þátttökurétt f lokakeppninni en fáar þjóðir heims geta státað af jafn góðum árangri í heimsmeistarakeppninni og Svíar. Reyndar hafa þeir aldrei orðið heimsmeistarar en einu sinni hafa Svfar hlotið silfurverðlaunin og í V-Þýzkalandi 1974 hlutu Svíar fimmta sætið. Silfrið fengu þeir 1958 en keppnin fór það ár fram í Svíþjóð. f úrslitunum mættu Svíar Brasilíu- mönnum sem unnu 5:2 í æsilegum leik. 1 þeim leik fæddist ný kanttspyrnustjarna, sem síðar átti eftir að verða sú skærasta í heimi knattspyrnunnar fyrr og síðar, Pele. Síðasta keppnistimabil var eitt hið lakasta hjá sænska landslið- inu i manna minnum. Liðið lék 9 landsleiki og vann aðeins þrjá, m.a. Island 1:0 hér á Laugardals- vellinum. En mikilvægasti sigur- inn var yfir Svisslendingum 2:1 og þessi sigur tryggði Svíþjóð þátttökurétt f lokakeppni HM í Argentínu. Sviar eru misjafnlega bjartsýnir á árangur i Argentinu en þeir bjartsýnustu benda á að árangurinn geti ekki annað en batnað frá því sem var í fyrra en fáir trúa því að liðið nái jafn góðum árangri nú eins og í Þýzka- landi fyrir fjórum árum. Svíar voru dregnir í þriðja riðil með Brasilíu, Spáni og Austur- ríki. „Það voru aðeins tveir mögu- leikar í drættinum, að lenda í fyrsta eða þriðja riðli og þetta var eins og velja milli þess að vera hengdur eða skotinn fyrir okkur Svfa“, sagði Tore Brodd, forseti sænska knattspyrnusambandsins þegar dregið hafði verið í riðla lokakeppni HM. Ekki eru allir jafn svartsýnir og forsetinn og þjálfarinn George Aby Ericson er nokkuð bjartsýnn. „Þetta er einn af þeim riðlum þar sem allt getur gerst", sagði hann. „Það er betra fyrir okkur að vera í sterkum riðli því þá leikum við gegn sterkum liðum allt frá byrj- un. En ég leyni þvi ekki að ég tel að það verði ekki auðvelt að kom- ast í 8-liða úrslit keppninnar". George Aby hefur kallað 42 leikmenn til fundar við sig í lok janúar til að undirbúa Argentínu- förina. Undirbúningurinn kemst þó ekki á fullan skrið fyrr en í vor þegar allir sænsku landsliðs- mennirnir geta hafið æfingar með liðinu því mjög margir sænskir knattspyrnumenn leika með at- vinnufélögum víðs vegar um Evrópu. Undirbúningurinn hefst fyrir alvöru í lok febrúar en þá mun sænska landsliðið dvelja við æfingar á Spáni og m.a. leika æf- ingaleik við Real Madrid. 1 apríl og maf leika Svíar þrjá landsleiki til undirbúnings keppninni í Argentinu og verða andstæðingarnir ekki af lakara taginu, V-Þjóðverjar, A- Þjóðverjar og Tékkar. RALF Edström fékk heimþrá, sneri haki við atvinnuknattspyrn- unni f Hollandi og vinnur nú á skrifstofu heima f Svfþjóð. 1 Heimsmeistarakeppninni í Vestur-Þýzkalandi 1974 voru fimm leikmenn í sænska landslið- inu, sem öðrum fremur sköpuðu velgengni i keppninni. Tveir þeirra eru hættir að leika knatt- spyrnu, varnarmaðurinn Bo Larsen, sem hætti vegna aldurs og framherjinn Roland Sandberg, sem varð að hætta á bezta aldri vegna alvarlegra meiðsla. Hinir þrir leika enn knattspyrnu. Þeir eru Markvörðurinn Ronnie Hellström, sem er 28 ára gamall og talinn einn bezti markvörður heimsins um þessar mundir, varnarmaðurinn og fyrirliðinn Björn Nordquist, sem leikið hefur 106 landsleiki og mun án efa HM K N A T T S P Y R N U 5£M OeTOR. FÉIl, 6t6R-i-S-r etcwii MeivT ÁHORí'ÉMSOfc &ÍJL) , - ilí. Oú, Hua&ölfc. 60.000 PVCCtíST-\feMC>J OIUOOUAY S3Á, ÓSÍCiOiZ. &LA5A vio. e.M €.<2.0 -río wWujot TvC «AufLgifeS.. verða leikhæsti landsliðsmaður í heimi eftir keppnina í Argentínu og framherjinn Ralf Edström. Hann vakti sérstaka athygli fyrir góða leiki í keppninni 1974 og hann þótti standa sig mjög vel sem atvinnuknattspyrnumaður með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Edström er aðeins 25 ára gamall og hans beið glæst framtfð í atvinnuknattspyrnunni. En Edström var haldinn heimþrá og í fyrra sneri hann aftur heim til Svíþjóðar. Hann býr í Gauta- borg og leikur þar með 1. deildar liði. Edström hefur ekki gengið heill til skógar sfðasta árið en hann er óðum að jafna sig eftir meiðslin og þjálfarinn bindur mestar vonir við Edström í Argentinu. „Ég æfi af meiri hörku en nokkru sinni fyrr. Eg ætla að sanna það í Argentínu að ég er ekki búinn að vera þrátt fyrir öll meiðslin", sagði Edström, en eflaust muna ýmsir eftir fyrsta landsleik þessa snjalla knatt- spyrnumanns, er hann skoraði þrennu í frægum jafnteflisleik Svia og Sovétmanna 4:4 árið 1972. Svíar eiga fleiri góða leikmenn, svo sem Conny Thorsteinsson, sem áður lék með Bayern Miinc- hen en leikur nú með Grashoppers i Sviss, Benny Wendt og Anders Linderroth, sem er mjög sterkur varnarmaður í sænska landsliðinu og franska liðinu Olympique Marseille. Það kann þvi svo að fara að Sviar komi enn einu sinni á óvart í lokakeppni heimsmeistarakeppn- '—r---;--———— JA, fc=>cili. UiMUA rVitST S'hlo&AIZ. ie.lAC-re JveaavJ ^-ASTCO ílCrUí6 OZ.Uíiua.'Jsk Rotarykonur gefa íþrótta- félagi fatlaðra EIGINKONUR Rotaryfélaga hafa með sér félagsskap, sem nefnist á alþjóðamáli „Inner Wheel“ eða „Innra hjólið“. Þær leggja ýms- um góðum málum lið eftir þvf sem aðstæður leyfa. Fyrir nokkrum dögum komu fulltrúar þessa félagsskapar, þær frú Stefanfa Guðnadóttir og frú Ragnhildur Björnsson, á fund hjá Iþróttafélagi fatlaðra f Reykjavfk og afhentu þvf að gjöf kl. 100.000.00. Lýstu þær jafnframt yfir ánægju sinni með starfsemi félagsins og óskuðu þvf góðs gengis. Af hálfu Iþróttafélags fatlaðra þakkaði Arnór Pétursson, for- maður félagsins, fyrir þessa góðu gjöf og ekki sfður velviljann og skilninginn sem að baki lægi. (fréttatilkynning). Víkingur KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Vík- ingur á 70 ára afmæli um þessar mundir. Verður afmælisins minnst á margvíslegan hátt. Knattspyrnudeild félagsins held- ur þorrablót 11. febrúar í Flug- leiðasalnum og sér markvörður 1. deildar liðs félagsins, Diðrik ÖI- afsson, um framkvæmd þess. Sjálf afmælishátíðin verður síðan haldin í aprílmánuði og verður þá m.a. gefið út vandað afmælisrit. Verkfalli íþróttafrétta- manna afléttí Danmörku DANSKIR fþróttafréttamenn við útvarp og sjónvarp hafa nú aflétt mánaðarlöngu verkfalli sfnu. Hafði verkfallið það í för með sér að fþróttafréttir f þessum fjöl- miðlum féllu nær alveg niður yfir jólin og áramótin. Harka hljóp f deiluna eftir þvf sem leið á verk- fallið og lengi vel var útlit fyrir að ekki semdist fyrir HM f hand- knattieik. Hefði það getað haft erfiðleika f för með sér fyrir fs- lenzka sjónvarpið. Fréttamennirnir fóru í verkfail eftir að maður, sem ekki hafði starfað sem blaðamaður, var ráð- inn til blaðamennskustarfa. Vildu fréttamennirnir ekki una því, að mikið atvinnuleysi er hjá dönsk- um blaðamönnum. Komust deilu- aðilar loks að samkomulagi um, að enginn yrði ráðinn f þessa stöðu meðan unnið yrði að iausn málsins og verkfallinu aflétt á meðan. Fengu fréttamennirnir mikinn stuðning í þessari deilu og m.a. neituðu fréttaþulir að lesa nokkr- ar íþróttafréttir meðan fþrótta- fréttamennirnir voru í verkfall- inu. Mál þetta var tekið upp á danska þinginu og þar var meðal annars rætt um rétt fréttamanna þessara stofnana til að skrúfa fyr- ir alla þjónustu til neytenda á einhverju sviði, vegna deilumála, sem kæmi neytendum ekkert við og væri i rauninni innanhúss- deilumál viðkomandi stofnana. SÉRVERSLUN MEÐ SVINAKJÖT Heildsala — Smásala íl SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.