Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 32
AlNíI/VSINGASÍMINN EK: 22480 JB*rjynnblnt>it> nrgiwMnliiíl* ÍLYSINGASIMINN ER: 22480 JH«rgunbI«í>iö FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1978 Heildaraflinn reynd- ist vera 1365 þús- und lestir á liðnu ári HEILDARAFLI tslendinga á s.l. ári varð alls 1.365.194 lestir að þvl er segir I skýrslu Fiskiféiags ts- lands um heildarafla lands- manna. Arið 1976 var heildarafl- inn hins vegar ekki nema 985.663 lestir. A árinu 1977 var bátaafli 233.120 lestir, á móti 240.395 lest- um árið áður. Togaraafli varð nú 238.259 lestir, en var 203.027 lest- ir 1976. Loðnuafli fór í 809.000 lestir árið 1977, en 1976 var loðnu- aflinn 458.768 lestir. Sildarafli varð nú 28.186 lestir, en var 29.976 lestir árið áður. Rækjuafli á árinu 1977 var 7.194 lestir á móti 6.781 lest árið á undan. Humaraflinn var 2.770 lestir, en 2.780 1976, 3.850 lestir fengust af hörpudiski á árinu 1977, á móti 3.602 lestum 1976. Þá veiddust 6.030 lestir af hrognkelsum á s.l. ári en hrognkelsaaflinn 1976 var 6.926 lestir. Annar afli eins og spærlingur og kolmunni var 23.721 lest á s.l. ári, en 1976 var þessi afli 35.470 lestir. Mjög miklar trufl- anir á lorantækjum báta frá Grindavík AÐ UNDANFÖRNU, og sérstak- lega eftir að loran-A stöðin á Reynisfjalli f Mýrdal hætti út- sendingu, hafa sjómenn frá Grindavfk og nágrenni kvartað yf- ir þvf að loran-C tækin, sem eru um borð f bátunum, verði fyrir mikilli truflun, fyrst og fremst ef bátarnir eru nálægt Grindavfk. Loran-C tækin eru þó misjafnlega næm fyrir truflunum, og virðist Norglobal lagztur vid Grímsey Bræla á loðnumiðum ENGIN loðna veiddist s.1. sólar- hring, en þó tilkynntu 10 skip um afla, samtals 1270 lestir, sem fengizt höfðu nóttina áður. Bræla var á loðnumiðunum vestur af Kolbeinsey f fyrrinótt og sömu sögu var að segja f gær. Lá stór hluti loðnuflotans þá f vari við Grfmsey og áttu sjómennirnir ekkí von á veiðiveðri f nótt. Bræðsluskipið Norglobal hélt frá Seyðisfirði í fyrrakvöld og var lagzt við Grímsey í gærmorgun, þannig að skipið er nú tilbúið til að taka á móti loðnu um leið og veiði-hefst á ný. Skipin, sem tilkynntu um afla til loðnunefndar í gær, voru þessi: Gullberg VE 200 lestir, Jón Finsson GK 220, Þqjður Jónasson EA 150, Freyja RE 100, Húnaröst AR 110, Hákon ÞH 200, Ölafur Framhald á bls. 19 það fara eftir tegundum tækj- anna. Morgunblaðinu var tjáð f gær, að það gæti tekið langan tfma að lagfæra þetta mál, þar sem Ifkur væru á að sum móttöku- tækjanna hefðu of breitt mót- tökusvið og þá um leið ekki nógu nákvæmt. Sigurpáll Einarsson skipstjóri í Grindavik sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann, að sum þeirra loran-C tækja, sem væru um borð í bátum frá Grindavík og víðar væru ekki búinn þannig að þau eyddu truflunum. Undanfar- ið hefðu komið fram miklar trufl- anir á þessum tækjum, þannig að þau væru gjörsamlega ónothæf, sérstaklega þegar verið væri ná- lægt Grindavík. Að sögn Sigurpáls setja sjó- mennirnir þessar truflanir í sam- band við loran-útsendingar varn- arliðsins frá Grindavík, en þar væri nú nýr loransendir, og virtist hann yfirgnæfa móttökutæki bát- anna í mörgum tilfellum. A hinn bóginn væri það svo, að eftir því sem bátarnir fjarlægðust Grinda- vfk bæri minna á truflunum. Stundum hyrfu þessar truflanir og virtist þá sem sendistöðin væri ekki í lagi. Sigurpáll sagði, að þegar hefði verið rætt við verk- fræðinga Landssíma Islands og varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins vegna þessa máls. Gústav Arnar, verkfræðingur hjá Landssfma Islands, sagði þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann, að Landssiminn hefði heyrt ávæn- ing af þessum vanda, en ekki væri komin nein staðfesting á því, að einhver ákveðinn sendir truflaði Framhald á bls. 19 Fyrsta loðnan kom til Reykjavíkur í gær, en þá kom danska skipið isafold með 350 lestir, sem lagðar voru upp hjá verksmiðj- unni á Kletti. Stærri mynd- in sýnir hvar loðnan streymir úr skiljaranum á vörubflspall, en sú minni sýnir Isafold við bryggju f Sundahöfn f gær. Ljósm. Mbl.: ÓI.K.M. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri: Byggingariðnaður- inn verður sjálfur að skipuleggja sig betur ÞAÐ ER nauðsynlegt að byggingariðnaðurinn sjálf- ur skipuleggi sig betur en hingað til, til þess að Reykjavíkurborg geti kom- ið til mðts við þau sjðnar- mið byggingarmeistara að þeir geti fengið samfelld verkefni til langs tfma, sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, er hann ræddi tillögu sfna að atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í gær. Er borgarstjóri ræddi um lóða- málin, kvaðst hann vilja vekja athygli á, að til þess að unnt yrði Viðbygging- in hefur sig- „Það er líkast til gjá Llj ™20 ain-: undir viðbyggmgunni” — segir Guðríður Torfadóttir í Mörk í Kelduhverfi „VIÐBYGGING við íbúð- arhúsið hefur látið sig og sigið um eina 10—20 sm í annan endann, og líkast til er gjá undir enda hennar," sagðj Guðríður Torfadóttir húsfreyja í Mörk í Kelduhverfi þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hana í gær. „Viðbyggingin er farin að gliðna á nokkrum stöðum og nú má sjá í gegnum hana, þar sem gliðnunin er mest. Annars hef- ur allt verið mjög rólegt hjá okkur síðustu daga og maður hefur getað sofið vært svo til á hverri nóttu," sagði Guðríður ennfremur. Hún sagði, að einhverjar skemmdir hefðu orðið á öðrum bæjum f Kelduhverfi eins og Lyngási og Hlíðargerði, en þær skemmdir væru ekki taldar mjög miklar. „Maður vonar að þessi hrina sé nú búin og ekki komi önnur nótt eins og sú fyrsta, eftir að hræringarnar byrjuðu, en þá kom manni ekki dúr á auga.“ Jarðfræðingar telja að ekki sé mikil hætta á að umbrotin f Gjástykki eigi eftir að aukast á ný eftir óróann i fyrradag. Vakt á jarðskjáfftamælunum í Reynihlfð var hætt í gær og er nú aðeins fylgzt með þeim með reglulegu millibili. að koma stefnunni I framkvæmd væri nauðsynlegt „að byggingar- iðnaðurinn sjálfur skipulegði sig betur en hingað til. I þessari iðn- grein eru nú allt of margir aðilar hér í borginni. Eg minni á, að sfðast, þegar stórúthlutun fór fram á fjölbýlishúsum til bygg- ingameistara eða byggingafélaga, sóttu rúmlega 70 aðilar um. Þegar þessir aðilar hafa fengið lóðir gera þeir allir kröfur til að fá samfelld verkefni hjá borginni til að tryggja áframhaldandi starf- semi fyrirtækisins. Það gefur að sjálfsögðu auga leið, að það er útilokað fyrir borgina að sjá svo mörgum aðilum fyrir samfelldum verkefnum. Fyrirtækin verða að skipuleggja sig f stærri einingar til þess að borgin geti komið til móts við þau sjónarmið bygginga- meistaranna, að þeir geti fengið samfelld verkefni til lengri tfma. Æskilegt er, að það geti gengið sem mest fyrir frumkvæði þeirra sjáffra, en borgin þurfi ekki með skömmtunarreglum að knýja þessa skipulagsbreytingu fram". A fundi borgarstjórnar í gær voru lagðar fram breytingartillög- ur borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokks við tiliög- ur borgarstjóra að atvinnumála- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.