Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 23 Guðný Helgadótt- ir - Minningarorð F. 3. september 1918 D. 11. janúar 1978 Að morgni h. 11. jan. barst mér andlátsfregn vinu minnar, Guð- nýjar Helgadóttur, Mávahlíð 1, Reykjavík. Þvílikt reiðarslag, þetta grunaði engan sem til þekkti. Guðnýju kynntist ég sem ungl- ingur er ég gekk i skóla með yngri dóttur hennar Jónu Björku. Upp frá því umgekkst ég flölskylduna í Mávahlíð 1, á hverjum degi, enda kallaði Guðný mig gjarnan heimalinginn. Guðný var fædd í Grímsey 3. sept.' 1918, og uppalin þar. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Sigfúsdóttur og Helga Ölafssonar, er þar bjuggu. Systkini Guðnýjar voru 14, en 9 komust til fullorðinsára. Guðný fór frá Grímsey 15 ára að aldri, en fór þá að stárfa á Ölafs- firði. Nokkru seinna lá leiðin til Siglufjarðar, og árið 1943 byrjuðu þau Stefán Guðmundsson málara- meistari og Guðný búskap þar. Bjuggu þau í Siglufirði þangað til 1951, en fluttust þá til Reykjavík- ur. Varð þeim 4 barna auðið, þeirra Þóris, Guðmundar Karls, Sigrúnar Rögnu, Jónu Bjarkar, og Grétu Inger kjördóttur sem Guð- ný gekk í móður stað frá 5 ára aldri. — Guðný starfaði síðast sem starfsstúlka á Vífilsstöðum, með systur sinni Sigrúnu, en ætíð fór mjög vel á með þeim systrum. Það er mér minnisstætt, þegar Guðný sat inni hjá dætrum sinum og mér og sagði okkur frá því sem drifið hafði á daga hennar. Oft hlógum við mikið, enda var hún gædd mikilli kímnigáfu, og var sérstaklega gaman að heyra hana segja frá. En stundum bar líka á góma alvarlegri efni. Það er mis- jafnt, hvað fólk fær að reyna í lífinu. Guðný hafði fengið að þola sitt af hverju. Ég votta öllum aðstandendum Guðnýjar mina dýpstu samúð, og bið guð að blessa minningu þess- t Mágkona mín, ELÍN ARINBJARNAR, er látin Útförin fór fram í kyrrþey, að eigin ósk Aðstandendur þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug Helgi Þorvarðarson Grettisgotu 86. t Hjarkær eiginkona min. SIGRÍÐUR MARÍUSDÓTTIR, Laugarnesvegi 34, andaðist i Landspitalanum 16 þ m Jarðsett verður frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 25 janúar kl 13 30 Fyrir hönd vandamanna Ekhardt Thorstensen. t Eiginmaður minn, MAGNÚS GUÐFINNSSON, frá SeyðisfirSi, andaðist i Borgarspitalanum. miðvikudaginn 18 janúar Fyrir hönd aðstandenda, Júliana Guðmundsdóttir. Móðir okkar er látin + KARITAS SIGURDSSON Niels P. Sigurðsson Ásgeir Sigurðsson Útför föður míns + FINNS BENEDIKTSSONAR fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 2 1 þ m. kl 1 4 00 Páll Finnsson. t Eigmmaður minn og faðir okkar HANNES PÁLSSON frá Undirfelli Háaleitisbraut 30. Reykjavik sem lézt 15 þ m verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 25 janúar kl 3 e h Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðnir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Svinavatnskirkju Minningarspjöld liggja frammi i Verzluninm Kirkjufell Ingólfsstræti 6. Reykjavik Sigrún Huld Jónsdóttir og born hins látna. Vöhmdur Heiðreksson Akureyri — Minning arar góðu konu. Það var ánægju- legt að eiga samleið með henni og hún gleymist okkur ekki, sem fengum tækifæri til að kynnast henni. A náð éfí legg mig lausnarans lífið mitt er á valdi hans. Gæskan þfn hefur grát minn stillt, Guð, far þú með mig sem þú vilt. HP. Hanna Svavarsdótt ir. F. 16. aprfl 1940. D. 13. janúar 1978 £g lofa lausnarinn þig sem levstir úr útlegð mig hvfld næ ég náðar spakri nú f miskunnar akri. H.P. Okkur langar til að skrifa nokk- ur kveðjuorð um frænda okkar Völund, sem lést á heimili sínu, Eyrarvegi 23, Akureyri, hinn 13. þessa mánaðar eftir langvarandi veikindi. Mörg atvik koma í hug- ann, og þá fyrst það, að er við vorum ungar stelpur heima í Rauðaskriðu, barst þangað sú fregn að Kristin og Heiðrekur, þá búsett f Reykjavík hefðu eignast son. Um haustið var foreldrum okkar boðið í skírnarveislu, sem halda átti á heimili ömmu og afa drengsins, á Sandi, og ekki var gleðin lítil þegar sá er boðin bar bætti við að Kristín hefði sagt að þau mættu taka það af börnunum með, er þau vildu. Ögleymanleg er öll sú ferð. Guðmundur Frið- jónsson tók á móti okkur í bæjar- dyrunum, bauð okkur velkomin + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ÞÓRUNNAR B. SIGURÐARDÓTTUR, frá SeyðisfirSi, Vitastig 5, Hafnarfirði, Aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi KRISTINN GUÐMUNDSSON, Dalbraut 1, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 21. janúar kl 1 3.30 e.h. Helga Kristinsdóttir Runólfur Hannesson Jórmundur Kristinsson Birna Ágústsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar SVAVARÞÓRÐARSON sem lézt 10 janúar verður jarðsunginn frá Landakirkju i Vestmannaeyj- um laugardaginn 21 janúar kl. 14 00 Þórunn Sigjónsdóttir og dætur. + Maðurinn minn. faðir okkar, tengdafaðir og afi ERIK INGVARSSON, mjólkurfræðingur sem lézt á Borgarspitalanum 1 1 þ m verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, 23 janúarkl 3 Blóm vinsamlegast afþökkuð Elinborg Bjarnadóttir Örn Ingvarsson Ester Eiriksdóttir Maria Ingvarsson Gunnar Haraldsson Bjarni Ingvarsson Hafdis Hallsdóttir Lilja Ingvarsson Jóhann Magnússon og barnabörn + Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður minnar og tengdamóður VILHELMÍNU K. KRISTÓFERSDÓTTUR frá Vindási. Landsveit. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á D-A 2 Borgarspitalans fyrir frábæra umönnun síðustu æviár hennar. Einnig sjúklingum þar vin- semdma KristóferB. Kristjánsson, Stefania Guðmundsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BJÖRNS BJÖRNSSONAR. fyrrum kaupmanns i Neskaupstað. Björn Björnsson, Guðlaug Ingvarsdóttir. Ari Björnsson. Sigriður Jónsdóttir, Þorsteinn Björnsson. Emy Björnsson. Jóhanna Björnsdóttir, Jónas Jónasson. Ágúst Björnsson, Elin Magnúsdóttir, Vigdis Sigurðardóttir og barnabörn. og bað okkur inn að ganga. „Ef þið komist þá fyrir skólpfötum og hreingerningavafstri," sagði hann. (En við, stór hópur af frændfólki, vorum eitthvað fyrr á ferð en ráðgert var, til að njóta útsýnis i björtu.) Litli drengurinn í hvítu fötunum var skírður Völ- undur eftir föðurbróður sinum. Litlu síðar fluttu Kristin og Heið- rekur heimili sitt til Akureyrar og þar ólst Völundur upp, ásamt þremur systkinum og bjó við um- hyggju og ástúð foreldra sinna. Við kynrttumst bernskuheimili Völundar, vorum þar tíðir gestir og eigum margar góðar minning- ar þaðan. Völundur var vinfastur og góður drengur. Snemma á unglingsárum varð vart við sjúk- dóminn, sem dró hann að lokum til dauða. Ekki kom í ljós fyrr en á fullorðinsárum hve alvarleg þau veikindi voru, en þau hafa að öllum líkindum háð honum allt hans líf. Fyrir tæpum tveim árum gekkst hann undir stóra læknisað- gerð, er tekinn var af honum ann- ar handleggurinn. Það var aðdá- unarvert hve hress og duglegur hann var á sjúkrahúsinu, en auð- vitað átti hann sínar erfiðu stund- ir. Sjúkdómurinn tók sig upp aft- ur síðastliðið sumar og var brátt séð að baráttan var vonlaus. Völ- undur dvaldi á Reykjalundi nokkrar vikur i haust, en fór heim til Akureyrar um miðjan desember. Við áttum með honum ánægjulega kvöldstund daginn áður en hann fór norður, hann var glaður og rólegur og gerði ráð fyrir að koma aftur suður um tíma seinna í ‘ vetur. En svona stutt var þá eftir, og það er þakk- arvert að þetta síðasta þjáningar- stríð var ekki lengra. Kæru Kristín og Heiðrekur, hugurinn dvelur fyrir norðan hjá ykkur i dag. Við og fjölskyldur okkar send- um ykkur og öðrum aðstandend- um hugheilar samúðarkveðjur. Fríða og Kæja. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með gððum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Hnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.