Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1978
11
með tölum úr afla- og sóknar-
skýrslum. Stöðvunartímabilið átti
að ná til 7. janúar en þá er sunn-
lenzki flotinn tilbúinn til neta-
veiðanna.
Dýrasta
þyngdaraukningin
I áróðri sínum fyrir því, að aðr-
ir fiskimenn stöðvi veiðar sínar
eða kasti góðum veiðarfærum,
hafa morkukóngarnir dottið
niður á kenningu, sem al-
menningi þykir skynsamleg en er
della.
Kenningin er sú að hagkvæm-
ast sé að veiða fiskinn fullþung-
an. Þetta er alröng kenning og
skaðleg, ef henni væri fylgt. Hún
er líkust því í meginatriðum, að
bóndinn teldi sér hagkvæmast að
ala upp fé sitt til frálags í fullan
þunga og' hætti að slátra haust-
lömbunum feitum og heldgóðum
og slátraði rollunum. Bóndinn tel-
ur sennilega og styðst líklega við
langa reynslu, að þau yrðu honum
full-dýr síðustu þungagrömmin I
rollunum og kjötið lakara og
sennilega myndi hann ekki bjóða
það til útflutnings.
Þeir halda margir spekingarnir
að það kosti ekkert að ala upp
allan fisk til fyllsta þunga af því
að um náttúrlegt æti sé að ræða.
Hvað segir bóndinn um þetta?
Ætli hann héldi, að það tefði
ekkert vöxt lambanna, ef sumar-
hagarnir væru fylltir af fullorðnu
og ætisfreku fé? Það er raunhæft
að sækja þetta dæmi uppá landið,
þar sem við þekkjum afleiðingar
af slfku. Vitaskuld gilda sömu lög-
mál í sjávarhögunum og beitar-
högum landsins, að ofmargt af
fullorðnu fé eða fiski, leiði til
þess, að ungviðið sé afétið og vöxt-
ur þess tefjist eða það hreinlega
falli. Það er líklegt, þótt fleiri
komi til, að þegar fullorðinn fisk-
ur, er orðinn of stór hluti í stofn-
inum, sé það megin orsök þess að
aflaleysisár fylgja aflaárum eins
og nóttin deginum. Það verður
ætisskortur á slóðinni fyrir fisk-
inn, sem er að alast upp. Öruggt
einkenni um ætisskort á fiskislóð-
inni er það, að I aflaárum er
fiskurinn alltaf horaðri en í afla-
leysisárum. Með þessu er ekki
sagt að við þurfum ekki nú að
stækka eitthvað hrygningastofn-
inn og fyrirbyggja að bezta hrygn-
ingaslóðin sé eyðilögð, heldur er
aðeins verið að hrekja þunga-
kenninguna, sem morkukóngarn-
ir hafa gripið til í örvæntingu
sinni. Holdgæði fullorðins fisks
eru heldur ekki nægjanlega góð
fyrir okkar beztu markaði. Þeirra
höfum við aflað með veiðum á
fiski í vexti. Ef við hættum að
veiða á uppeldisslóðinni, gæti
Coldwater og Iceland Product tek-
ið saman pjönkur sínar í Banda-
ríkjunum og haldið heim. Það
þýðir ekkert að pakka öldruðum
tveggja nátta morkum í neytenda-
pakkningar á þeirra markað. Þær
verða að fara í saltverkunarhúsið
hans Tómasar í Grindavík og salt-
ast vel. Fiskþungakenning
morkukónganna er þannig al-
röng, hvort sem litið er til líf-
fræðilegra atriða eða markaða.
Hagkvæmast er að drepa fiskinn
5—:6 ára gamlan. Fram að þeim
tíma er vöxturinn örastur og hold-
gæðin mest.
Nú er mér sagt, að svo sé komið
aflabrögðum I netin, að menn
reyni ekki að draga einnar náttar
trossu úr sjó, heldur minnst
tveggja nátta. Þeir reka ekki
frystihúsin sín á Suðurlandi í
vetur með þeim fiski. Þeir verða
að fá flotvörpufiskinn að vestan,
en flotvarpan er bezta veiðarfæri,
sem nýtt hefur verið á íslenzkri
fiskislóð. Sú kemur tíðin að botn-
varpan víkur fyrir flotvörpunni,
þó góð sé. Við verðum að stjórna
veiðunum með öðrum hætti en
þeim að kasta beztu veiðarfærun-
um. Það sem sunnlenzki bátaflot-
inn ætti nú að gera að minum
dómi, væri að taka upp tveggja-
báta flotvörpu — en hreinsa þó
fyrst hjá sér slóðina af drauganet-
um, og morkukóngarnir að hætta
að ófrægja fiskimenn á öðrum
slóðum.
Sjónarmið og vandamál
áþekk í aðildarlöndunum
— segir Scott Hamilton formaður EDS
Formaður Evrópusambands
iýðræðissinnaðra stúdenta
(EDS), Scott Hamilton, hefur
verið hér á landi undanfarna
daga til skrafs og ráðagerða við
forvígismenn Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, en
félagið er aðili að samtökunum.
Hamilton hefur verið formaður
þeirra í tæp tvö ár, en hefur
einnig starfað meðal ungra
fhaldsmanna f Bretlandi, og á
m.a. sæti f utanrfkismálanefnd
brezka thaldsflokksins.
„Evrópusambandið er með
yfir 150 þúsund manns innan
sinna vébanda," sagði Hamilton
er Mbl. ræddi við hann, „en
sambandið mynda félög lýðræð-
issinnaðra stúdenta í 17 lönd-
um Vestur-Evrópu. Hluti af for-
mennskustarfinu er að heim-
sækja félögin og kynnast við-
horfum þeirra sem þar starfa,
en einnig að kynna starfsemi
EDS og koma á framfæri upp-
lýsingum þar að lútandi. Hér
hef ég átt gagnlegar viðræður
við f jölda fólks, sem tekur virk-
an þátt í stjórnmálum, — á
sunnudagskvöldið hitti ég t.d.
um 40 félaga Vöku. Félagið er
mjög öflugt og miðað við fólks-
fjölda er það meðal sex fjöl-
mennustu félaganna í samtök-
um okkar. Þegar farið er á milli
staða, eins og ég hefi gert að
undanförnu, og rætt við fjölda
fólks þá kemur það óneitanlega
á óvart hversu áþekk sjónar-
miðin og hugmyndirnar eru,
um leið og vandamálin virðast
líka vera sama eðlis."
„Hvers konar flokkar eru
það, sem eiga itök í þessum
samtökum?"
„Það eru flokkar, sem aðhyll-
ast frjálshyggju og vinna gegn
sósíalisma; kristilegir demó-
kratar, miðflokkar og íhalds-
flokkar, í stuttu máli flokkar,
sem styðja frelsi einstaklings-
ins. Við höfum samband við
lýðræðisleg stjórnmálasamtök
utan Evrópu, t.d. í Bandaríkj-
unum, Kanada, Astralíu og Jap-
an, svo og í ríkjum þriðja
heimsins svokallaða. I Afriku
höfum við t.d. verið í sambandi
við lýðræðissinna í Kenya,
Zambiu og Suður-Afríku. 1 síð-
asttalda landinu eru það að
sjálfsögðu öfl, sem eru í and-
stöðu við minnihlutastjórnina."
Scott Hamilton hélt áfram:
„Það er á döfinni að stofna sam-
tök hliðstæð EDS á alþjóðleg-
um grundvelli, — samband,
sem ekki miðast eingöngu við
stúdentafélög, og útlit er fyrir
að slikt samband verði orðið að
raunveruleika innan tveggja
ára.“
„Hvernig er starfsemi EDS
háttað í meginatriðum?"
„Starfið er að mestu fólgið í
ráðstefnuhaldi, samræmingu á
hugmyndum og stjórnun, svo
og að gæta hagsmuna stúdenta í
aðildarríkjunum. Þá eru tekin
til umræðu almenn stjórnmál,
sem ekki eru staðbundin, held-
ur hafa þýðingu hvar sem er,
eins og orkumál, svo dæmi sé
nefnt. Þá höfum við alla tið
látið okkur mannréttindamál
miklu varða. Grundvöllur sam-
takanna er, eins og nafnið
bendir til, að efla lýðræðið.
Samtökin hafa beitt sér fyrir
samræmdum aðgerðum í sam-
bandi við einstök mál. Dæmi
um slíkar aðgerðir var þegar
einræði var aflétt í Portúgal og
flokkakerfi var að komast á
þar. Þá sendum við ráðgjafa til
að aðstoða við skipulagningu
um leið og við komum á fram-
færi ýmiss konar upplýsingum
meðan ritskoðun var við lýði.
Við sáum um dreifingu á grein-
um og ýmsu efni til birtingar i
blöðum og timaritum utan
Portúgals. Sams konar stuðning
veittum við á Spáni, en i minni
mæli þó,“ sagði H: milton.
„Hvaðan kemur fjármagn til
starfsemi EDS?“
„Evrópuráðið er sá aðili, sem
leggur fram mest fé til starf-
seminnar, en einnig er talsvert
um að sjálfstæðir aðilar leggi
fram fé, auk þess sem aðildar-
félögin greiða árgjöld."
„Nýlunda í starfseminni er
sumarháskóli, sem ætlunin er
að starfrækja á hverju ári. Hér
er um að ræða 7—10 daga nám-
skeið, þar sem rædd eru hin
margvíslegustu mál, bæði
stjórnmál og málefni stúdenta.
Ætlunin er að sumarháskólinn
starfi • árlega, til skiptis í
aðildarrikjunum. Þátttakendur
koma frá öllum aðildarríkjun-
um, og í fyrra, þegar skólinn
starfaði í fyrsta skipi, voru þátt-
takendurnir um 350 áð tölu. Þá
var komið saman i Nizza en
næsta sumar verður skólahald-
ið í Valencia."
„Stundum hefur verið haft á
orði að samkomur þessara sam-
taka og annarra hliðstæðra séu
til litils gagns, en þjóni helzt
þeim tilgangi að vera vettvang:
ur ferðafúsra einstaklinga.
Hvert er álit þitt á þessari skoð-
un?“
„Það er ekki verra ef menn
geta haft bæði gagn og gaman
af því að sækja mannfundi, og
vafalaust eru til einstaklingar,
sem sækjast fyrst og fremst eft-
ir þvi að komast á ráðstefnur og
fundi til að eiga þar náðuga og
skemmtilega daga. Eg þori þó
að fullyrða að sú tegund manna
sé i miklum minnihluta á fund-
um okkar, en persónuleg kynni
sem þar er stofnað til eru ekki
síður mikilvæg en sú fræðsla
sem menn sækja þangað,“ sagði
Scott Hamilton að lokum.
BANKASTRÆTt
g-14275
LAUGAVEGUR
21599
NÚ BJÓÐUM VIÐ FLAUELSBUXUR
VERÐ KU. 4.900.-