Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 iR ,288'0 carrental z44bU biialeigan GEYSIR BORGAPTUNI 24 LOFTLEIDIR n 2 11 90 2 11 38 mHADSTEN HOJSKOLE 8370 Hadsten. Milh Árósa og Randers. 16. vikna sumarnámskeið 9/4—30/7. Mörg valfög t d. undirbúningur- til um- sóknar i lögreglu, hjúkrun, barnagæzlu og umönnun At- vinnuskipti og atvinnuþekk- íng o.fl. Einnig lestrar- og reikningsnámskeið 45 val- greinar. Biðjið um skóla- skýrslu. Forsander Erik Kalusen, simi (06) 98 01 99. roddiim' hojskole 6630 roddinjH Sumarskóli maí — sept. (eftv ágúst) Vetrarskóli nóv — apríl.___ Stundatafla send tII.04-8415 68(8 12) Poul Bredsdorff SKIPAUTG6RÐ RÍKISINS m/s Hekla fer frá Reykjavik fimmtudaginn 26. þ.m vestur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: alla virka daga nema laugardaga til hádeg- is þann 24. til ísafjarðar. Akur- eyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar eystri, Seyðisfjarðar, Mjóafjarð- ar, Neskaupstaðar. Eskifjarðar. Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Hornafjarðar. Pundseðillinn smækkaður London. 18. janúar. Reuter. ENGLANDSBANKI hefur til- kynnt að ný gerð pundseðla verði sett I umferð I næsta mánuði, sem er minni að ummáli en þeir seðl- ar sem nú eru I notkun. Talsmaður bankans skýrði frá þvi á fundi þingnefndar, að nýi seðillinn yrði um einum senti- metra mjórri en sá gamli, til hag- ræðis fyrir blint fólk, svo það ætti auðveldara með að greina þá frá fimm punda seðlunum. Útvarp Reykjavik L4UG4RD4GUR 21. janúar M0RGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Tilkynn- inga kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Úskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatími kl. 11.10: Stjórn- andi: Jónfna H. Jónsdóttir. Heimsótt verður fjölskyldan að Sörlaskjóli 60, Tróels Brendtsen, Björg Sigurðar- dóttir og tveir synir þeirra. — Jóhann Karl Þórisson (11 ára) les úr klippusafni sem helgað er Charles Chaplin f þetta skipti. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 Vikan framundan. Hjalti Jón Sveinsson sér um kynningu á dagskrá útvarps og sjónvarps. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Píanósónata nr. 24 f Ffs- dúr op. 78 eftir Beethoven. Dzsö Ránki leikur. b. „Astir skáldsins" (Dichterliebe), lagaflokkur op. 48 eftir Schumann. Tom Krause syngur; Irwin Gage leikur á pfanó. (Hljóðritun frá finnska útvarpinu). 15.40 Islenzkt mál. Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We 16.30 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fei- ixson. 18.15 On WeGo Enskukennsla. Tólfti þáttur endursýndur. 18.30 Saltkrákan (L) Sænskur sjónvarpsmynda- flokkur. 3. þáttur. Þýðandi Hinrik Bjarnason. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.30 Gestaleikur (L) Spurningaleikur. Stjórnandi Oiafur Stephen- sen. V_____________________________ Go). Leiðbeinandi: Bjarni Gunnarsson. 17.30 Frahaldsleikrít barna og unglinga: „Antilópu- söngvarinn“. _ Ingebrigt Davik samdi eftir sögu Rutar Underhill. Þýðandi Sigurður Gunnarsson. Leikstjóri: Þór- hallur Sigurðsson. Fyrsti þáttur: Hver var Nummi? Persónur og leikendur: Ebeneser Hunt/Steindór Hjörleifsson, Sara/Krist- Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.10 Dave Allen lætur móðan mása (L) Breskur gamanþáttur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 21.55 Dagbók stofustúlku (Diary of a Chambermaid) Bandarfsk bfðmynd f léttum dúr frá árinu 1943 byggð á skáldsögu eftir Octave Mira- beau. Leikstjóri Jean Renoir. Aðalhlutverk Paulette Goddard. Herbergisþernan Célestine ræður sig f vist hjá sérstæðri aðalsfjölskvldu uppi f sveit. Hún er metnaðargjörn og ætlar sér að komast áfram f Iffinu. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.20 Dagskrárlok ____________1_______________/ SKJÁNUM LAUGARDAGUR 21. janúar björg Kjeld, Toddi/Stefán Jónsson, Malla/Þóra Guðrún Þórsdóttir, Emma/Jónfna H. Jónsdóttir, Jói/Hákon Waage, Nummi/Arni Bene-> diktsson, Marta/Anna Einarsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Börn f samfélaginu. Ingi Karl Jóhannesson ræðir við dr. Matthfas Jónasson. 20.00 A óperukvöldi: „I Vespri Siciliani" eftir Guiseppe Verdi. Guðmundur Jónsson kynnir. Flytjendur: Martina Arroyo, Placido Domingo, Sherrill Milnes, Ruggero Raimondi, John Alldis-kórinn og hljóm- sveitin Nýja Philharmonia. Stjórnandi: James Levine. 21.25 Teboð. Sigmar B. Hauksson ræðir við séra Halldór S. Gröndal, Olaf Jóhannesson dómsmálaráð- herra o.fl. um félagsleg og siðferðileg áhrif verðbólg- unnar. 22.10 Ur dagbók Högna Jón- mundar. Knútur R. Magnús- son les úr bókinni „Holdið er veikt“ eftir Harald A. Sigurðsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Landnemar í leit að gósenlandinu 1 dag klukkan 17.30 hefst flutningur nýs framhaldsleikrits fyr- irbörn og unglinga. Nefn- ist það „Antilópusöngv- arinn“ og er eftir norska höfundinn Ingebrikt Davik, en byggt á sögu eftir Ruth Underhill. Leikritið er í sex þáttum. Þýðinguna gerði Sig- urður Gunnarsson, en leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Með stærstu hlutverk fara Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld, Hákon Waage, Jónína H. Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Árni Benediktsson og Þóra Guðrún Þórsdóttir. Leikurinn gerist um nemaf jölskyldan Hunt er á leið til Kaliforníu, þvert yfir Bandaríkin, til að finna sér nýjan sama- stað. I fyrsta þætti kynn- ast hlustendur Hunt- hjónunum, börnum þeirra tveimur og frænku. Þau hafa slegið miðja síðustu öld. Land- upp tjöldum í Nevada- eyðimörkinni, áður en þau leggja á fjallgarðinn mikla, sem skilur þau frá gósenlandinu. Eins og aðrir landnemar óttast þau mjög Indíana, en þau óra auðvitað ekki fyrir, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Ingebrikt Davik er um fimmtugt og er orðinn kunnur höfundur barna- bóka. Á stríðsárunum dvaldist hann á íslandi ásamt fleiri löndum sín- um og stundaði meðal annars nám í Mennta- skólanum á Akureyri, en fór heim að stríðinu loknu. Frá 1959 hefur hann verið fastur starfs- maður hjá norska útvarp- inu og séð þar um dag- skrár fyrir börn, einnig ísjónvarpi. Tvær bóka hans hafa verið þýddar á íslensku: „Ævintýri í Maraþaraborg“ og „Mummi og jólin“ og hafa báðar verið fluttar í útvarpinu í leikritsformi. Davik hefur auk þess ort mikið af ljóðum fyrir börn og gefið út hljóm- plötur þar sem hann spil- ar bæði og syngur. INGEBRIKT Davik er höfundur hins nýja framhaldsleikrits fyrir börn og unglinga, en honum er fleira til lista lagt en að semja leikrit. Hann spilar einnig á gítar og hefur gefið út plötur þar sem hann spil- ar og syngur. Höfundur segir sjálfur, að „Antilópusöngvarinn" sé eitt skemmtilegasta viðfangsefni, sem hann hafi glímt við. Þó að hug- myndin sé komin úr bók eftir kanadíska konu, hafði hann frjálsar hend- ur um efnismeðferð og bætti ýmsu nýju inn í sem byggt var á eigin reynslu. Leikurinn gerist fyrir meira en öld í annarlegu umhverfi, en boðskapur hans er sígild- ur og á erindi til okkar enn í dag. Herbergis- þernan og aðals- fjölskyldan „DAGBÓK stofustúlku“ nefnist bandarísk bíó- mynd sem sýnd verður í kvöld klukkan 21.55. Hún er af léttara taginu, og gerð árið 1943 og er byggð á skáldsögu eftir Octace Mirabeau. Leik- stjóri myndarinnar er Jean Renoir en Paulette Goddard fer með aðal- hlutverkið. Efni myndarinnar er í stuttu máli, að herbergis- þerna ræðst. i vist hjá aðalsfjölskyldu uppi í sveit, sem reynist vera dálítið skrýtin, svo ekki sé meira sagt. Herbergis- þernan dregst þar inn i mál nokkuð sem endar með morði. Gerðar hafa verið tvær bíómyndir eftir skáld- sögu Mirabeuas, og þykir sú sem sjónvarpið sýnir í kvöld heldur skárri en hvorug myndanna þykir neitt sérstök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.