Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 JMtogpniWiifrffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10100. ABalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. é ménuSi innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakið. Kauphækkan- ir í Svíþjóð og á íslandi Athyglisverð frétt birtist í Morgunblað- inu í gær um ástand og horfur í sænsku atvinnu- lífi. Þar kemur fram, að samningaviðræður at- vinnurekenda og sænska alþýðusambandsins hafa siglt í strand, en núgild- andi samningar renna út um næstu mánaðamót. At- vinnurekendur í Svíþjóð hafa boðið samninga til þriggja ára án nokkurra launahækkana á fyrsta ári. Þessu tilboði hafa sænsku verkalýðssamtökin hafnað. Þau telja, að grundvöllur sé fyrir kauphækkunum fyrsta ár hinna nýju samn- inga, sem nemi 2% auk verðbólgutryggingar er nemi 1,7% eða samtals kauphækkun fyrsta árið 3,7%. Þessar fregnir frá Sví- þjóð ættu að verða okkur Islendingum umhugsunar- efni. Þar stendur deila um það, hvort engar kaup- hækkanir verði í landinu á þessu ári eða hvort þær eigi að verða 2%. Og það eru ekki atvinnurekendur, sem bjóða fram 2% kaup- hækkun. Sænsku verka- lýðssamtökin krefjast þeirrar kauphækkunar. Svíþjóð er eitt auðugasta land á norðurhveli jarðar. Lífskjör í Svíþjóð hafa um árabií verið mun betri en víðast hvar í heiminum. Þegar gerður er saman- burður á lífskjörum hér og annars staðar er gjarnan vísað til þess, hvað lífskjör í Svíþjóð séu miklu betri en lífskjör á íslandi. En þrátt fyrir þessi góðu lífs- kjör í Svíþjóð og þrátt fyrir hinn mikla auð Svía er það skoðun sænsku verkalýðs- samtakanna, að ekki sé grundvöllur fyrir meiri kauphækkunum þar í landi á þessu ári en 2%. Nú er það að vísu svo, að Svíar hafa átt í miklum efnahagserfiðleikum hin síðustu ár. Framleiðsluvör- ur þeirra hafa ekki selzt á erlendum mörkuðum eða selzt mjög illa, a.m.k., vegna þess að þær eru mjög dýrar í verði og þær eru dýrar vegna þess að laun og annar tilkostnaður heima fyrir er mjög mikill. Andspænis þessum stað- reyndum hafa sænsku verkalýðssamtökin ber- sýnilega komizt að þeirri niðurstöðu, að hagsmunum launþega í Svíþjóð væri á engan hátt þjónað með miklum kauphækkunum og þess vegna stendur deil- an á sænska vinnumark- aðnum um engar kaup- hækkanir eða 2% kaup- hækkanir. Berum þetta saman við ástandið hér hjá okkur. Á 12 mánaða tímabili hefur kaup flestra launþega hækkað um 60—80%, langt umfram greiðslugetu atvinnuvega eða fram- leiðniaukningu i landinu. Talið er, að þessi 60—80% kauphækkun á 12 mánaða timabili muni færa laun- þegum um 8% raunveru- lega aukningu kaupmáttar. Þegar við berum þessi viðhorf í kjaramálum í Sví- þýóð og á íslandi saman, hlýtur óhjákvæmilega að vakna sú spurning, hvort við íslendingar séum svo miklu auðugri þjóð en Svi- ar, að við getum leyft okk- ur þann munað að hækka laun #>kkar margfalt meir en Svíar telja fært við nú- verandi aðstæður i sænsk- um efnahagsmálum og al- þjóðlegum efnahagsmál- um. Auðvitað hefur þróun í efnahagsmálum á alþjóða vettvangi mjög rík áhrif á framvindu efnahagsmála í Svíþjóð og hér á íslandi. Engin rök er hægt að færa fram fyrir því, að við ís- lendingar séum auðugri þjóð en Svíar, en hins veg- ar er hægt að færa fram margvísleg rök fyrir því, að Svíar séu mun auðugri þjóð en við íslendingar. Hver er þá ástæðan fyrir því, að við teljum okkur hafa efni á 60—80% kaup- hækkunum á tólf mán- uðum en Svíar á engri kauphækkun eða 2% kaup- hækkun? Skýring á þessu fyrirbæri er ekki til. Rœtt við fumska baUettdansarann Matti Tikkanen „Þá er komið að Matti Tikk- anen. Hann er glæsilegur á að lfta og ber sig vel. Hann dans- aði hlutverk plðmuprinsins bara þokkalega, en ekki meira en það. Virtist skorta töluvert á að jafnvægið væri f lagi og ekki mundi saka að sjá bregða fyrir brosi öðru hverju. Tikkanen er betri partner en dansari og að- stoðaði hann Auði Bjarnadótt- ur allsæmilega. Það er vfst ekki auðvelt að fara f skó Helga Tómassonar." Þessum orðum fer Irmy Toft um finnska ball- ettsansarann Matti Tikkanen f gagnrýni f Morgunblaðinu 10. jan. s.l. Matti Tikkanen tók við aðal- hlutverkinu i Hnotubrjótnum 6. janúar s.I. og er í fyrsta sinn gestur Þjóðleikhússins og ís- lenzka dansflokksins. Hann er talinn f hópi fremstu dansara Norðurlanda og hefur verið aðaldansari finnsku óperunnar, óperunnar í Ziirich, Deutsche Oper am Rhein og Houston Ballett f Bandaríkjunum og þá hefur hann verið gestur víða um heim. „Eg er ekki óviðjafnanlegur þaðan af síður ómissandi," sagði Tikkanen við blaðamann Morgunblaðsins á Hótef Holti i vikunni. „Ég er ekkert lfkur Kekkonen,“ bætti hann við kankvís. „Ef þið kjósið mig ekki verður Finnland ofurselt Rússum." Matti Tikkanan var nýkom- „Ég er ekki óviðjafn- anlegur og ómissandi eins og Kekkonen” inn af æfingu í Þjóðleikhúsinu. Klæddur í lappneskan búning og með kósakkahúfu á höfði. „Ég vona að þú þiggir eitt rauð- vínsglas með mér,“ heldur hann áfram um leið og hann dregur stóra flösku af rauðvíni upp úr töskunni. „Eru þetta fimm lítrar," spyr blaðamaður í forundrun. „Neij því miður aðeins tveir. Ekkert er eins afslappandi og vfn eftir æfingar. Eitt glas af rauðvíni í stað lítra af mjólk. Fólk, sem komið er yfir 25 ára aldur hefur ekkert með mjólk að gera. Rauðvín er blóðauk- andi. Auk þess er ég sammála Puskin, sem kenndi Nurijev Barysmikov og fleiri stórum. Hann sagði að drykki maður ekki vodka gæti hann ekki dansað. Það er nauðsyn að geta slappað af þegar maður vinnur eins og hestur. Nú ætla ég m.a.s. að láta eftir mér að reykja eina sigarettu. En það er óafsakanlegt og gerir ekkert annað en að skaða heilsuna," segir hann um leið og hann seilist eftir kveikjananum. “Ég fór aftur til Finnlands f vor eftir tíu ára fjarveru," segir hann. „Við skulum alveg sleppa hlutverki Kekkonens. En það pirrar mig hvað hann er orðinn gamall, hve hann ræður miklu, hversu mikil múgsefjunin er og hversu hrætt fólk er við að segja álit sitt á hlutunum. Póli- tíkin í Finnlandi hefur m.a.s. teygt arma sína út í ballettinn svo dæmi sé tekið. Ég er fæddur í Helsinki árið 1945. Fjórtán ára gamall lagði ég út í listdans við finnsku óperuna í Helsinki. Til að gera langa sögu stutta að þá eru þjóðerniskennd og stjórnmál dauðadómur listarinnar. önnur ástæða fyrir því að ég yfirgaf finnsku ríkisóperuna forðum daga var einræðisherrann, sem þar réði rikjum. Hann lét kon- una sfna fá öll helztu hlutverk- in, sem okkur fannst orðið held- ur mikið af fjölskyldutengslum með þeim afleiðingum að fjór- tán beztu dansararnir slitu samningum og yfirgáfu Finn- land. Ég fór fyrst til ZUrich i Sviss og dansaði við óperuna þar, þvf næst til Þýzkalands og síðan til Bandaríkjanna. Þeir heima í Finnlandi vildu alltaf fá mig aftur og lét ég til leiðast sfðastliðið vor. Nú er ég gesta- dansari við finnsku ríkisóper- una, kenni að dansa víða um lönd, nú á Islandi og þar næst i Svíþjóð. En finnska óperan, sem hefur aðeins skánað hefur lika versnað. Ballettmeistarinn sá þriðji í röðinni, sfðan ég fór, er búlgarskur, og ímyndaðu þér — hann hefur kennt fólki sömu atriðin dag eftir dag, ár eftir ár i þau fjögur ár, sem hann hefur verið þar. Það liggur við að manni finnist pólitík vera blandað inn i grunnspor sfgilds listdans. Ég bíð eftir því að verða skyldaður til að vera flokks- bundinn til að fá að dansa á sviðinu. Þeir ráða búlgarska annars flokks dansara við óper- una, sem mér finnst fáránleg peningasóun, um leið og þeir kvarta yfir því að fá ekki næg- an ríkisstyrk. Fyrir finnsku dansarana kemur þetta sér ákaflega illa. Ballettmeistarinn er eins og tölva, sem þýðir það að áhugi þeirra er gersamlega kæfður. Það er ekki nóg að halda líkamanum við, maður þarf líka að hugsa um andlegu hliðina. Þessi ummæli mín líta kannski út eins og önnur samn- ingsslit, við finnsku ríkisóper- una eða áróður gegn finnskum kommúnisma. En það vill svo til að ég hef ekkert á móti Rúss- um. Ég lærði hjá rússneskum ballettkennurum þegar ég var yngri og ég dái Rússa fyrir list- dans sinn.“ Matti Tikkanen tekur sígild- an listdans fram yfir nútíma- ballett. „Ég hef dansað hlut- verk i flestum sígildum stór- verkum og í mörgum útgáfum. Svo ég taki dæmi, þá dansaði ég í Svanavatninu í Dtisseldorf og Helsinki eina vikuna í mismun- andi útgáfum og næstu viku í þriðju útgáfunni í Minsk i Hvita-Rússlandi. Sfgildur listdans er kröfu- harðari en nútímaballett. 1 sig- ildum listdansi felst auk þess fegurð sem flestir ef ekki allir skilja. Um íslenzka listdansflokkinn sagði Matti Tikkanen: „íslenzk- ir ballettdansarar eru mjög áhugasamir að minum dómi. Sérstaklega stúlkurnar og þá þær eldri. Það vantar tilfinnan- lega karlmenn f íslenzka list- dansflokkinn, en þeir eru kannski hræddir og finnst ball- ett ekki fyrir aðra en konur. Því miður hafa heimsfrægir kynvilltir listdansarar haft þau áhrif að „eðlilegir" karlmenn eru hræddir við að leggja list- dans fyrir sig. Við köllum fyrir- bæri sem þetta: Hina kynvilltu maffu f vestrinu. Tveir fræg- ustu listdansarar í heimi, þeir Nurijev og Nijinski, voru og eru báðir bendlaðir við kyn- villu. Nijinski dó farinn á geðs- munum í byrjun 5. áratugarins. Hann var og er án efa einn mesti listdansari allra tíma. Ég er kunnugur Nurijev persónu- lega og hef mikið álit á honum sem dansara. Hann sagði einu sinni við mig að hann kærði sig síst af öllu að lfta út eins og öfuguggi á sviðinu. Hins vegar kæmi engum við hvað hann gerði í sínu einkalífi. Þá man ég einnig eftir þvf að hann hafði orð á því að fjöldinn væri belj- ur, sem gaman væri að Framhald á bls. 31 >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.