Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 Framhald af bls. 15 I Alþingi, sem órétti eru beittir, að koma fram leiðrétt- ingu. Vart er það að ófyrirsynju þó spurt sé, hvort íslenzk þjóð hafi ekki brátt gengið til enda dýrtíðargötuna sína. Er ekki mál, að brjóta í blað og snúa af heilindum frá þeirri óheillagöngu á svo mörgum sviðum þjóðlífs okkar eins og dæmin sanna? Væri þessa ekki þörf meðan enn er á iífi í landinu kynslóð, sem þekkir annað af eigin raun en eilífa verðbólgu og afleiðingar hennar, sem kann að lifa við önnur skilyrði? Vissulega er þessa þörf og meira en þörf, það er Iífsnauðsyn, ef hér á að dafna fslenzk þjóð, sem færir börnum sínum annað í vöggu gjöf en skuldabagga. Við heimtum öll og viljum öll meira af efnislegum gæðum og helzt strax. Það er heilbrigt og mannlegt að stefna hátt og gera mikið, en við verðum að sniða okkur stakk eftir vexti og miða við aðstæður á hverjum tíma, okkur er heldur engin vorkunny'við búum við eitt það bezta sem gerist í efnalegu tilliti'. Ef vilji og þor er fyrir hendi getum við snúið af þessari braut, sem er að mestu okkar eigin smfði, en til þess þarf kjark til að velja og hafna sérstaklega i byrjun. Við þurfum og verðum að efla efnahagslegan stöðugleika og styrkja gjaldmiðil okkar, það mun síðan stuðla að farsælla þjóðlífi á fleiri sviðum. Lifsgæðakapphlaupið verður að hafa takmörk, ekki er heldur allt fengið með þvf, og oft er sú listin dýrust allra, að kunna að sætta sig við hlut sinn, það færir ósjaldan sálarró og fyllri hamingju. Richard Björgvinsson Páll V. Daníelsson framkvæmdastjóri 62 ára Suðurgötu 61, Hafnarfirði Maki: Guðrún Jónsdóttir „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig," var sagt á fjallinu forðum. Kapphlaupið er það mikið um lífsins gæði að við ginum við allskonar gylliboðum og föllum fyrir þeim þótt oft séu þau blekking ein. Það hefur ýmsa hent, sem hafa boðið sig fram til þingmennsku, að gefa stór loforð. Og sé reynt að efna þau þá er fjármagnið sótt í vasa almennings í stórum stíl og dregið til miðstýringarstöðva. Siðan hefst skömmtun fjárins til ýmissa málaflokka en að visu hefur það rýrnað stórlega þvi opinberu milliliðirnir og kerfið hefur gætt þess að fá sinn hluta. Þannig hafa byggðarlögin og fólkið verið rúið fé og völdum og það orðið sífellt háðara opinberri fyrirgreiðslu og pólitiskri umönnun. Og afleiðingin er auknar kröfugerðir, aukin skatt- heimta, aukin miðstýring, aukinn stjórnunarkostnaður, aukin verðbólga, aukin spilling. lömun siðgæðisvitund- ar, aukin neyzla áfengis og fikniefna, aukin afbrot i einni eða annarri mynd og einstaklingurinn smækkar stöðugt og verður ósjálfstæðari gagnvart opinbera vald- inu. Þennan veg göngum við í dag. Hér þarf að brjóta blað. Fólk vill risa gegn þessari óáran. Og áhrifaríkasta leiðin er að sýna þvi traust á ný. Lofa þvi að takst á við vandann. Lofa því að beita sinni persónulegu og staðarlegu þekkingu við lausn verk- efna. Láta ávallt fara saman vald, ákvarðanatöku og ábyrgð. Og stjórnun þeirra málaflokka, sem í opinber- um rekstri þurfa að vera, sé það nálægt vitund og þekkingu hins almenna kjósanda að hann geti fylgst með því, sem er að gerast og líki honum ekki framgang- ur mála, þá geti hann breytt um stjórn með atkvæði sinu. Atkvæðisrétturinn verður þá áhrifaríkur og raun- hæfur og lýðræðið verður virkt. Þá byggist upp sjálf- stæður, sterkur og ábyrgur eintaklingur, sem verður fær um að takast á við vandann á hverjum tima. Opinberar stofnanir eiga að vera undir öruggu eftir- liti en það á ekki að gera þær meira og minna stjórnunarlega lamaðar eins og gert er í dag. Forstöðu- menn þeirra eiga að vera tiltölulega sjálfstæðir um rekstur þeirra innan þess ramma, sem verksvið þeirra markar. En standi þeir sig ekki á að vera hægt að láta þá hætta störfum. Mundi það gera alla opinbera stjórnun virkari og ákvarðanatöku harðari og markvissari. Ég hefi reynt í mínum flokki að vara við ofstjórn og bent á vaxandi varnarleysi einstaklingsins gagnvart opinbera valdinu. Árangur hefur orðið minni en skyldi. Ég mun þó halda þeirri stefnu. Það má ekki ræna einstaklinginn þeirri lífshamingju, sem hann sækir i starf sitt. Og hann vill fá að hafa frumkvæði, bera áhættu og ábyrgð á lausn þeirra verkefna sem í um- hverfi hans eru. Það á því að flytja alla þá málaflokka, sem hægt er að leysa farsællega af einstaklingum og byggðarlögum, frá ríkinu heim til þeirra aftur. Hér er þvi mikið verk að vinna. Sjálfstæði ein- staklingsins'þarf að styrkja. Heimilin þarf að efla og reisn byggðarlaganna verður að aukast. Alþingismenn þarf að knýja til þess að taka ofan beigvettlinga kerfis- ins, aga sjálfa sig til að láta af þeirri áráttu að vilja draga allt til sín og engu sleppa, sem þeir hafa einu sinni náð tangarhaldi á, en þess I stað að skila aftur völdum, fé og verkefnum til þegnanna. Og um leið og völdin flytjast heim fer báknið burt. Páll V. Daníelsson. Salome Þorkelsdóttir gjaldkeri 50 ára Reykjahllð, Mosfellssveit Maki: Jóel Kr. Jóelsson Islendingar eru fámenn þjóð og hafa þess vegna sérstöðu meðal annarra þjóða. Það er því ekki einhlitt að við getum tekið okkur aðrar þjóðir til fyrirmyndar. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Við höfum notið virðingar og trausts meðal annarra þjóða sökum menningararfs okkar. Við megum ekki glata þeirri virðingu eða trausti vegna efnahagsvandamála. Sérhver Islendingur, sem eitthvað hugsar um framtíð þjóðar sinnar um þessar mundir, hlýtur að hafa áhyggj- ur af því ástandi sem skapast hefur í efnahagsmálum, vegna verðbólgu og skuldasöfnunar. Foreldrar vilja ekki gefa börnum sínum skuldabagga í fæðingargjöf. Þjóðin má því ekki auka erlenda skuldabyrði. Vegna fámennisins hvílir meiri ábyrgð á hverjum einstaklingi en gerist meðal stærri þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur höfuðáherzlu á mikil- vægi einstaklingsins — á frelsi hans til orða og athafna. Þess vegna er það þýðingarmikið að búa svo um hnútana, að allir — ungir sem aldnir — hafi aðstöðu til að njóta hæfileika sinna, til menntunar og starfa, hver á sínu sviði. Vegna starfa minna að sveitarstjórnarmálum undan- farin 12 ár, er mér ofarlega i huga aukið sjálfsforræði sveitarfélaganna, sem hefur farið minnkandi. Það þarf að færa þeim aukin verkefni heim í héruð ásamt tekjustofnum. Þannig verður íbúunum tryggð betri þjónusta, þar sem staðarþekking er fyrir hendi. Oft hef ég orðið þess vör hve mikils virði það er, að tengsl séu náin á milli þegnanna og þeirra, sem eiga að stjórna. Öðru visi er ekki hægt að leysa málin á farsæl- legan hátt. Þingstörf lít ég á sem þjónustustörL Þingmenn og æðstu ráðamenn verða að hafa það í huga, að eftir þvi sem nánari tengsl eru á milli þeirra og þegnanna, þess auðveldari verður stjórnunin. Aukin þátttaka kvenna í stjórnmálum hin síðari ár hlýtur að teljast jákvæð þróun. Konur hafa fundið til ábyrgðar og vilja ekki lengur skorast undan þvi að axla byrðina á vettvangi þjóðmálanna, enda er það svo, að oft á tiðum gera þær sér ekki siður grein fyrir hvar skórinn kreppir í hinum ýmsu málum, sem varða þjóð- félagsþegnana. Konur á þó ekki að kjósa aðeins af þvi að þær eru konur, heldur vegna hæfni þeirra, sem reyndar hlýtur alltaf að vera sá mælikvarði sem notaður er (án tillits til kynferðis) þegar að kosningu kemur. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri 43 ára Miðbraut 29, Seltjarnarnesi Maki: Sigrlður Gyða Sigurðardóttir „Viltu breyta — þarftu að bæta?“ Þannig hljómar annað slagið í eyrum útvarpshlust- enda gamalkunn auglýsing, sem ef til vill á aldrei betur við en rétt fyrir kosningar. Nú er kominn sá tími að kjósendur þurfa að gera upp hug sinn um val flokka og manna, sem þeir vilja trúa fyrir málum sínum næsta kjörtimabil. En þurfum við að breyta, eða bæta? Eru ekki allir ánægðir'? Þetta vil ég, kjósandi góður, að þú gerir upp við þig áður en þú merkir við á prófkjörseðil þinn, því vissulega erum við sem hér ryðjumst fram á sjónarsvið- ið að stjaka við þeim, sem fyrir eru. Prófkjör er alvörumál. 1 prófkjöri gefst kjósanda eini möguleikinn, sem hann hefur til að tjá hug sinn til frambjóðenda þannig að marktækt sé. Utstrikanir á framboðslista á kjördag eru tilgangslausar ef hafa á áhrif á uppröðun lista. Byggðasjónarmið prófkjöranna þar sem búseta er aðalatriði eru sennilega að ganga af þessu fyrirkomu- lagi dauðu og er það miður ef svo yrði. Áhuga og baráttumál frambjóðenda ættu að vera kjósendum áhugaverð. Allir viljum við gera okkar bezta landi og þjóð til hagsbóta, en ef til vill eftir mismunandi leiðum. Ég hef í nokkrum blaðagreinum i vetur gert grein fyrir viðhorfum minum til þjóðmála og skulu þau helstu rifjuð upp hér: 1. Verðbólguna verður að hefta. 2. Fiskverndun og uppbygging fiskstofna við landið ásamt fullvinnslu innanlands varða framtíðarbúsetu á tslandi. 3. Fjárfestingu opinberra aðila verður að setja mörk og draga þannig úr þenslu á fjármagns- og vinnumark- aði. 4. Valddreifing samhliða verka- og tekjuskiptingu rikis og sveitarfélaga er forsenda byggðajafnvægis og lýðræðis í landinu. Þótt hér séu aðeins taldir upp fjórir aðalmálaflokkar þá eru þeir það yfirgripsmikíir að í þeim felast okkar vandamál þó mörg séu. Hvað boðar nýárs blessuð sól? segir Matthías (séra). Þegar ég skrifa þessar línur skín nýárssólin. Á slíkri stund kemst engin svartsýni að. Um leið og ég hvet ibúa Reykjaneskjördæmis til virkrar þátttöku í komandi prófkjöri og siðar kosning- um óska ég þeim og öðrum landsmönnum alls hins bezta á nýbyrjuðu ári. Sigurpáll Einarsson skipstjóri 33 ára Staðarvör 12, Grindavfk Maki: Valgerður Ragnarsdóttir Þeir sem koma til með að lesa þessar greinar samdar af frambjóðendum i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi leita að sjálfsögðu eftir því hvað hver hefur fram að færa sér til ágætis, og hvers vegna viðkomandi er í framboði, og hverjir séu þess verðir að verða kosnir. Ut frá þessum forsencjum ætla ég hér að gera grein fyrir því hvers vegna ég er í framboði á lista til alþingiskosninga. Margir kunna ef til vill að spyrja: „Hvað er sjóari sunnan úr Grindavfk áð gera í framboð?" Það er von að fólk spyrji, því það er orðið vant því að framboðslistar séu að mestu skipaðir lögfræðingum, bæjarstjórum og öðrum stjórum, sem eru að sækjast eftir vellaunuðu starfi. Það einkennir þessa menn, að þeirra kosninga- áróður er yfirborðskenndur og ræður þeirra hápólitfsk- ar, með patentlausnum til bjargar þjóðinni í hverjum vanda. Mitt framboð er ekki atvinnuleit né i þeim tilgangi að bjarga þjóðinni heldur fer ég fram sem fulltrúi þeirrar stéttar sem ég tilheyri, það er sjávarút- vegs, og þess fólks sem vinnur með hörðum höndum bæði til sjós og lands. Fólk þetta er hrakið og hrellt af stjórnvöldum, yfir þvi dynja nær daglega auglýsingar um lögtök og aðrar óþægilegar aðgerðir, ef ekki er staðið i skilum með hin og þessi gjöld til hins opinbera. Ef fólk þetta krefst launahækkana þá er það sakað um að valda verðbólgu og annarri óstjórn í efnahagsmálúm. Fólk þetta leggur nótt við dag í vinnu til að sjá sér og sínum fyrir lífsnauðsynjum. Ég veit að það fæst aldrei til að trúa þvi að þeirra laun og lífsbarátta sé valdur að verðbólgunni, heldur sé sökina að finna i fjármálaspill- ingu „hinna stóru" eins og sagt er. Það skyldi þó aldrei vera, að örsökin fyrir efnahagsvanda þjóðarinnar séu innstæður einstaklinga i erlendum bönkum, fréttir þess efnis gefa fullt tilefni til að álita slíkt. Mitt framboð er fyrst og fremst í þágu þeirra sem vegna lágra launa geta ekki státað af innstæðum í bönkum, endá vantar þá málsvara á alþingi. Það eru sjálfsagt margir sem leiða hugann að þvi hversu fáir eru á prófkjörslistanum eða aðeins tólf manns, og það með tilliti til þess að þetta er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins I einu af fjölmenn- asta kjördæminu. Astæður eru til fyrir þessu eins og nærri má geta. Það er að segja af Suðurnesjum, að þar bundust forystumenn í öllum sjálfstæðisfélögum sam- tökum um að bjóða aðeins einn mann fram, og að koma í veg fyrir að fleiri Suðurnesjamenn væru á listanum. Þetta var gert með fyrirbæri sem kallaðist forval. Ég er ekki boðinn fram af þessu forvali né við það riðinn á einn eða neinn hátt. Ég og minir stuðningsmenn líta á mitt framboð í þágu ungs fólks og þeirrar stéttar sem ég tilheyri, og það ekki aðeins á Suðurnesjum heldur í öllu kjördæminu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.