Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 Myndina tók Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari Morgunblaðsins á Reykjavikurflugvelli I gær af þremur tveggja hre.vfla flugvélum sem áttu viðdvöl i Re.vkjavík í ferjuflugi yfir AtJantshafið. Iscargó og flug hafa lega ráðið MORGUNBLAÐIÐ innti Björn Arnar- aðal- Guðmundsson, formann Félags fs- lenzkra atvinnuflugmanna, eftir Hörkuskák hjá Korchnoi fór í bið HÖRKUSKÁK Korchnois og Hol- lendingsins Sosonko fór f bið eft- ir fyrstu umferð skákmótsins í Wijk-aan-Zee f Hollandi f gær- kvöldi. Argcntfnumaðurinn Najdorf tapaði fyrir Englendingnum Mil- es og Panno frá Argentfnu tapaði fyrir Portisch frá Ungverjalandi. Andersson frá Svfþjóð og Timman, Hollandi, gerðu jafn- tefli. Kavalek frá Bandarfkjunum og Hollendingurinn Hans Ree gerðu jafntefli. Mecking frá Brazilfu vann van der Sterren frá Hollandi. Sigurður að ná sér á strik NOKKRIR fslenzkir skfðamenn hafa að undanförnu dvalið f Sviss við æfingar og þrfr þeirra, Sigurður Jónsson, Haukur Jóhannsson og Hafþór Júlfusson tóku f vikunni þátt f tveimur svig- mótum og einu stórsvigsmóti f Bulle f Sviss. Sigurður Jónsson stóð sig af- bragðsvel í svigmótunum, varð 15. í hinu fyrra og 10. í siðara mótinu af 140 keppendum. Meðal kepp- enda voru nokkrir heimsbikar- keppendur, svo sem Frommelt og Wenzel frá Liechtenstein. Hauk- ur og Hafþór voru i 30—40. sæti. Ekki hafa borizt fregnir af stór- svigsmótinu, sem var i gær. Greinilegt er að Sigurður er að ná sér eftir meiðslin, sem hann hlaut i fyrra. Unglinga- meistaramót í badminton UNGLINGAMEISTARAMÓT íslands i badminton verður haldið í iþrótta- húsi TBR i Reykjavik dagana 4.—S. febrúar n.k. og hefst kl. 14.00 báða dagana Keppt verður i einliðaleik, tviliðaleik og tvenndarleik í eftirtöldum flokkum: frá 1 6— 1 8 ára piltar, stúlkur frá 14— 16 ára drengir, telpur frá 1 2— 14 ára sveinar. meyjar frá 1 2 ára og yngri hnokkar. tátur Aldur þátttakenda miðast við ára- mót. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til BSÍ, Pósthólf 864, Reykjavik fyrir 25. jan. n.k ásamt greiðslum fyrir þátttökugjaldi (Fréttatilkynníng) flugmenn þvf f gær hvernig atvinnuástand væri um þessar mundir hjá fs- lenzkum flugmönnum, en eins og sagt hefur verið frá f fréttum sóttu um 70 flugmenn um störf fyrir fáa flugmenn hjá Flugleið- um fyrir skömmu. Björn sagði að þess væri varla fð vænta að flugmenn væru ekki il hér umfram eftirspurn, því margir færu í flugnám, en fáir |væru útvaldir eins og það væri 'kallað. Hann kvað hins vegar lítið hafa verið um ráðningar til Flug- leiða á undanförnum árum, en bæði Arnarflug og Iscargó hefðu ráðið tiltölulega marga flugmenn til starfa, sérstaklega Arnarflug. I heild kvað hann atvinnumálin þó vera tiltölulega hagstæð. — Sadat Framhald af bls. 1 um að viðræður hermálanefnda Egypta og Israelsmanna geti haf- izt aftur fljótlega. Harðnandi afstaða Egypta hef- ur greinilega komið Bandarfkja- mönnum á óvart, en þeir Ieggja á það áherzlu að Sadat hafi sagt Vanee að dyrnar að friði stæðu enn opnar. Sadat gagnrýndi hvað eftir ann- að í viðræðum við Vance i dag þann ásetning tsraelsmanna að láta ekki af hendi byggðir sínar á Sinaiskaga og stóð fast við það hann væri þó mótfallinn að stjórnmálaviðræður yrðu fljót- lega teknar upp að nýju við ísraelsmenn. Hann sakaði Menachem Begin, forsætisráðherra Israels, hvað eftir annað um „hroka" að lokn- um tveggja klukkutíma viðræðum við Vance.- „Ég hafði rétjt_fyrir mér. Þeir vilja landsvæði, þeir vilja öryggi. Þeir viija allt. Þeir eru ekki fúsir að viðurkenna að friði verði ekki komið á nema að hann byggi á réttlæti", sagði hann. Sadat sagði að hann sctti það skilyrði fyrir því að viðræður yrðu teknar upp að nýju að ísraelsmenn lýstu sig fúsa til að hörfa frá landsvæðum sem þeir tóku af Aröbum i stríðinu 1967. Vance sagði að Palestinumálið væri langerfiðast. Diplómatar í Kaíró töldu i dag að erfitt mundi reynast fyrir Bandaríkjamenn að fá Egypta og Israelsmenn til að setjast aftur að samningaborði. Tilraun Vance til að koma aftur af stað viðræðum virðist þar með hafa farið út um þúfur. Sadat sagði aðeins að Egyptar mundu ihuga ýmsa valkosti sem Vance hefði bent á en útskýrði það ekki nánar Sadat sagði að ísraels- mönnum væri ekki alvara og af- staða þeirra til um 20 israelskra byggða á Sinaiskaga væri „brand- ari“. Samkvæmt egypzkum heimild- um er það möguleiki að Sadat og Begin fari til Washington til við- ræðna við Carter forseta, en bandariskir embættismenn draga það í efa. Um það er einnig rætt að Sadat kunni að bjóðast til að segja af sér þar sem friðarbarátta hans hefur orðið fyrir mörgum áföllum. Það kæmi kunnugum i Kairó ekki á óvart þótt friðartilraunir Sadats færu út um þúfur. Öliklegt er að viðræður hefjist fljótlega á ný. — Útboð spari- skírteina Framhald af bls. 40 stærsta útboð rikissjóðs á skulda- bréfum, en stærst er útboð, sem gert var 1967, 2. flokkur. Það var að nafnvirði 1.700 milljónir króna. Fram til þessa hafa verið gefnir út 24 flokkar spariskírteina sam- tals að upphæð 6,9 milljarðar króna. Eftirstöðvar, óinnleyst nafnverð var um siðastliðin ára- mót 6,6 milljarðar króna, en inn- lausnarverð þessarar fjárhæðar, þ.e.a.s. höfuðstóll + vextir og verðbót var um áramót 20,1 millj- arður króna, sem er þá skuld rikissjóðs við eigendur spari- skirteinanna. Þá hafa 10 flokkar happdrættis- skuldabréfa verið gefnir út, sam- tals að nafnvirði 1,9 milljarðar króna. Innlausnarvirði þeirra var um áramót 4,5 milljarðar króna. Samtals er þvi heildarskuld rikis- sjóðs við landsmenn vegna spari- skirteina og happdrættisskulda- bréfa 24,6 milljarðar króna. Við það bætist siðan þessi eini milljarður, sem nú á að hefja út- boð á. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Jónas Haralz, banka- stjóra Landsbanka Islands og spurði hann um skoðun hans sem bankastjóra á þessu útboði, hvort t.d. þetta útboð hefði ekki áhrif á innlán í bönkunum. Jónas sagði að af sjálfsögðu hefðu slík útboð ávallt mjög mikil áhrif á innlán bankanna. Hér væri um að ræða fjármuni, sem fólk hefði lagt fyrir og geymdi í bönkum. Jónas sagði „í hinn bóginn geta bankarnir ekki kvartað undan því, þótt rikis- sjóður selji slik bréf, ef það er gert innan hóflegra marka. Það sem við höfum kvartað yfir er að við höfum ekki verið samkeppnis- færir. Það lagaðist hins vegar mjög mikið, eftir að vaxtaauka- reikningar komu til sögunnar. Getum við þá boðið þá ávöxtunar- form, sem er með 29% vöxtum núna og er þó ekki bundið nema til eins árs. Spariskírteinin eru nú bundin til 5 ára“. Jónas kvað því stöðu þessara mála þannig nú að menn hefðu möguleika á að velta fyrir sér, hvort ávöxtunarformið hentaði þeim betur — en einstakl- ingsbundið væri hve lengi menn telji sig geta bundið fé. — Neyðarástand Framhald af bls. 1 tilkynnti að hann yrði opnaður seinna en venjulega. 1 dag var snjókoman um 25 sm og búizt var við öðru eins. Sumir veðurfræðingar spáðu þó hlýind- um og að snjókoman mundi breyt- ast í rigningu eða slyddu. I New Brunswick lýsti borgar- stjórinn yfir neyðarástandi og öll- um farartækjum var snúið við við borgarmörkin, nema um neyðar- tilvik væri að ræða. Tilkynnt var að hraðatakmörk á vegum hefðu verið færð niður í 35 milur á klukkustund „ef einhver er svo heimskur að vera enn akandi", eins og einn starfsmaður borgar- innar komst að orði. Vlða urðu rafmagnstruflanir á svæðinu, en um síðustu helgi varð rafmagnslaust á Long Island og urðu þá um 300.000 manns að sjá af rafmagninu. Ekki tóku allir snjókomuna jafnnærri sér. Maður og kona sá- ust á skíðum i miðborg New York og var ekki annað að sjá en að þau skemmtu sér hið bezta. — Flensan Framhald af bls. 1 Finnlandi, Tékkóslóvakiu og Kína. Rússneska flensan er sú teg- und inflúensu endurvakin sem geisaði fyrir 1957 þegar Asíu- inflúensan skaut upp kollin- um. Þvi hefur fólk yngra en 20 ára litið viðnámsþrek gegn veikinni. Flestir þeir sem hafa tekið veikina hafa verið ungir og 1 Finnlandi voru flestir sem veiktust starfandi i herstöðv- um. — Rændi flugvél Framhald af bls. 1 hann yrði læknaður af krabba- meini. Flugmaðurinn neitaði og lenti flugvélinni, skrúfuþotu af gerðinni Fokker Friend- ship, á flugvellinum f Karachi eftir 450 km flug frá Sukkur I Sind, syðsta fylki Pakislans. Ekki var vitað hver flug- vélarræninginn var, en hann var vopnaður skammbyssu og handsprengju. Seinna sleppti hann nokkrum gislum, en eftir samningaviðræður i 12 tima hafði henn enn 25 farþega i gíslingu auk áhfúar vélarinn- ar. Starfsmaður pakistanska flugfélagsins segir að flug- vélarræninginn hafi krafizt þess að fá tvær milljónir doll- ara lausnargjald, þar af helm- inginn i pakistanskri mynt. Hann krafðist þess einnig að sögn lögreglunnar að flogið yrði með hann i stærri flugvél til Bombay. Seinna yfirbugaði yfirmaður pakistanska flugfélagsins flug- ræningjann sem hleypti af skammbyssu sinni i áflogum við hann og særði hann. Siðan réðust farþega’r og áhöfn á flugvélarræningjann og lumbruðu á honum þar til hann var dreginn út úr flug- vélinni. Flugfélagsforstjórinn hafði farið um borð til að semja við ræningjann sem sagðist vera liðhlaupi. — Borgaryfir- völd marki ákveðna stefnu Framhald af bls. 2 í miðborg Reykjavíkur hefur borgin krafið háar fjárhæðir vegna bíla- stæða. Slík fjártaka hefur ásamt fleiru dregið úr endurbyggingu á miðborgarsvæðinu Kaupmanna- samtökin telja eðlilegt að borgaryfir- völd endurskoði þessa afstöðu og stuðli á þanh hátt að auknum mögu- leikum verzlunar i miðborginni. 6. Þegar úthlutað er nýjum lóð- um undir verzlanir, hlýtur að teljast eðliegt og raunar sjálfsagt að reyk- víkingar sitji fyrir um úthlutun. Sömuleiðis telja Kaupmannasam- tökin rétt og skylt að borgaryfirvöld beini innkaupum sinum til aðila í Reykjavik. 7. Kaupmannasamtökin æskja þess að leitað sé umsagnar þeirra við skipulag á nýjum verzlunarhverf- um eða úthlutun á nýjum verzlunar- lóðum. Jafnframt lýsa samtökin sig andvíg þvi, sem gerzt hefur, að húsnæði, sem ætlað er til annarrar starfrækslu en verzlunar, sé tekið i notkun sem verzlunarhúsnæði. Slíkt skapar óhjákvæmilega ringulreið i skipulagsmálum. 8. Með hliðsjón af ofansögðu er nauðsynlegt að borgaryfirvöld tryggi Kaupmannasamtökum íslands full- gildan fulltrúa i skipulagsnefnd og umferðarnefnd, en þessar nefndir fjalla um mikilvæg hagsmunamál kaupmanna, og tilefni hefur gefist til þess llka að borgaryfirvöld hafi beint samband við Kaupmannasamtökin um öll þau málefni er þau varðar. 9. Eins og getið hefur verið hér að framan, eru verzlun i Reykjavik gerð litil skil í umræddri skýrslu um atvinnumál. Kaupmannasamtök ís- lands hvetja borgaryfirvöld til að gæta hagsmuna verzlunarstéttarinn- ar til jafnt og annarra atvinnugreina, svo hún megni að veita borgarbúum og raunar miklu fleirum sem bezta þjónustu með eins hagkvæmum hætti og kostur er. — Bændur og ríkisvaldið Framhald af bls. 21 greinilega unnið. Skoðana- skipti eru öllum málaflokkum til góðs en einhliða áröður af mismikilli sanngirni hefur ekki sömu áhrif. Margt hefur Jónas Kristjánsson sent frá sér sem gæti skapað umræður, en að höggva alltaf I sama knérunn getur verið tortryggilegt. Eg trúi þvi ekki að maður sem hef- ur yfir heilu dagblaði að ráða og hjálpað hefur verið til óháðr- ar blaðamennsku, telji þetta nokkra sanngirni. Það er ekki raunhæft að leggja nokkra stétt niður, hvorki blaðamenn, heild- sala né bændur. Allir þeir er eitthvað hugsa um þessi mál sjá þetta og, blöskrar en því miður eru þeir til sem éta þetta hrátt af penna og eru jafnvel farnir að trúa. Hin hlið áróðursins er öllu alvarlegri, nefnilega sú stað- reynd að við Islendingar séum orðnir of feitir og að kenna beri mjólk og feitu kjöti um það. Þessi áróður er fyllilega svara verður. Ný kennslugrein, mat- vælafræði, var sett á stofn i haust við Háskóla Islands. Sú staðreynd að erfitt reyndist að nema þessa grein erlendis, svo að fullu gagni kæmi hér heima, þrýsti hér á, enda er islenskt hráefni til matvælaiðnaðar mjög sérstætt og gerólikt því sem er jafnvel í nágrannalönd- um. Það þarf þvi sérstakrar meðferðar með. Þessi deild ásamt Rannsóknastofnun land- búnaðarins á að geta veitt svör við spurningum um hollustu is- lenskra landbúnaðarafurða, enda ber að svara þeim af sann- girni og byggja svarið á vísinda- legum rannsóknum. Vissulega á markaðurinn að móta fram- leiðsluna en ekki öfugt. Þetta er atriði sem við bændur verð- um að átta okkurá. Við megum ekki taka allt sem áróður gegn okkur heldur sem eðlilega þró- un í neysluvenjum og breyting- ar á markaði. En mann rennir i grun að fleira fiti þjóðina en mjólk og kjöt. Nægir þar að nefna hvítt hveiti og 50 kg. af sykri á hvert mannsbarn i land- inu. Auk rannsókna á gerð og hollustu matvæla þarf að leggja kapp á rannsóknir á íslensku kjarnfóri. Því óháðari sem við erum innfluttu kjarnfóðri þvi sterkari verðum við sem ein- staklingar og sem hluti af heild- inni. Að lokum: Bændu, stöndum saman hvar i flokki sem við erum og mætum erfiðieikunum sem einn maður, losum okkur við gallað kerfi, stjórnum sjálf- ir okkar málum og semjum um kaup okkar og kjör við þá sem valdið hafa. Fáum tekjuhæstu stétt landsins að samningaborði með hinni tekjulægstu. Viðarhúsahlið Milton Bridge Skotlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.