Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 40
AUííLÝSINGASÍMíNN ER: 22480 2n«rgttii!>[a&iÞ LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 Framleiðsluráð skilar 75 milljón- um kr. til bænda „FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins hefur ákveðið að skila aftur til sláturleyfishafa helmingn- um af verðjöfnunargjalíl- inu sem tekið var í haust,'6 kr. af kg dilkakjöts og 3 kr. af ær- og hrútakjöti, eða alls um 75 millj. kr.,“ sagði Gunnar Guðbjartsson for- maður Stéttarsambands bænda í gær í samtali við Mbl. „Þetta er í framhaldi af aðgerðum ríkisstjórnar- innar varðandi greiðslur útflutningsbóta um ára- mótin.“ Gunnar kvað þess- um peningum skilað til bænda i gegn um slátur- leyfishafa ef þeir hefðu ekki þegar tekið á sig þá greiðslu. Skipt um vél í Sig- urði RE í Svíþjóð NU HEFUR verið ákveðið að skipta um vél í aflaskipinu Sigurði RE 4, ert sem kunnugt er, kom í Ijós skömmu eftir áramót að krúntappinn í aðalvél skipsins var ónvtur. Sigurður fer utan í næsta mánuði og á vélar- skiptunum að Ijúka fvrir lok aprílmánaðar. Þessi mynd var tekin s.l. sunnudag f Reykjavfk á skemmtifundi f nfstofnuðu harmonikkuleikarafélagi tslands en f félaginu eru nú þegar um 60 harmonikkuleikarar. Á myndinni eru nokkrir félaganna að búa sig undir að taka lagið saman. Ljósmynd Mbl. á.j. Þórhallur Helgason, fræm- kvæmdastjóri Isfells h.f., sem er eigandi Sigurðar, sagði þegar Morgunbiaðið ræddi við hann i gær, að 2400 hestafla Nohap-vél yrði nú sett i skipið og ætti Sigurður að vera kominn til Gautaborgar hinn 20. febrúar n.k. og verkinu að ljúka 20. april n.k. Þar sem ekki er hægt að sigla Sigurði út fyrir eigin vélarafli, verður skipið dregið út og likleg- ast mun björgunarskipið Goðinn draga Sigurð til Sviþjóðar. Auk þess sem vél verður sett i Sigurð, verður skipt um gir og skrúfu og jafnhliða þessu verður sett Beeker-stýri undir skipið, en það er tvískipt, þannig að skipið getur snúist á punktinum. þegar beygt er. Áætlaður kostnaður við vélar- skiptin í Sigurði er nokkuð á ann- að hundrað milljónir króna. Nýtt útboð spariskírteina; Næsthæsta útboð frá upphafi -1 milljarður y 'jf •' ' * 1 1 ' ' ' ’ \ \ - ^ > > * * \ \ \ \\ \ \ /'///! ‘ 1 1 1 ■ \ \ \ \\ w V / / / / / i i \ \ \ \ \ \ Siguróur RE Annar flokkur frá ’67 rúmlega 26-faldaðist á lánstímanum AKVEÐIÐ hefur verið að bjóða út einn milljarð króna f verð- tryggðum spariskfrteinum rfkis- sjóðs og hefst sala skfrteinana hinn 14. febrúar næstkomandi. Hér er um að ræða tæplega þriðj- ung þess fjár, sem rfkissjóður hefur heimild til þess að bjóða út samkvæmt fjárlögum, en heildar- fjárhæðin, sem fjárlög gera ráð fyrir að boðin verði út í spariskfr- teinum og happdrættisskulda- bréfum er 3.100 milljónir króna. Nú, um það leyti, er þetta útboð er gert, hættir 2. flokkur spari- skfrteina rikissjóðs frá 1965 að bera vexti og verðbætur og í aug- lýsingum bendir Seðlabankinn handhöfum skfrteina þess flokks á þetta nýja útboð. Upphæðin er eins og áður segir einn milljarður króna og eru kjör bréfanna hin sömu og verið hefur i spariskir- teinaútboði ríkissjóðs undanfarið. Meðaltalsvextir eru 3,5% og höfuðstóll lánsins tvöfaldast á lánstímanum, sem er 20 ár. Féð er bundið fyrstu 5 árin. Utboðið frá 1965, 2. flokkur, sem nú hættir að bera vexti og verðbót var upphaflega 28 millj- ónir króna. Innlausnarverð hverra 10 þúsund króna er nú 261.424 krónur, sem þýðir að ef öll upphæðin væri óinnleyst, að núvirði hennar væri 731,9 millj- ónir króna. Hins vegar hefur tals- verður hluti lánsins þegar verið innleystur og eftir standa nú 407 milljónir á núvirði. Þetta útboð, sem nú verður gert, einn milljarður er annað Framhald á bls. 22. Loðna farin að veið- ast úti af Austurlandi yyFengum mest 350 tonn í kasti — segir Magni Kristjánsson á Berki NK sem fékk fyrstu loðnuna á austursvæðinu ff „VIÐ fengum 800 tonn f þrem- ur köstum, fengum mest 350 tonn f kasti,“ sagði Magni Kristjánsson skipstjóri á Berki NK f samtaii við Morgunblaðið f gær, en þá var Börkur á leið til Neskaupstaðar með loðnu sem skipið fékk um 60 mflur réttvfsandi norður af Langa- nesi, og var Börkur væntanleg- ur til Neskaupstaðar um mið- nætursbil. Loðnan sem fékkst norður af Langanesi, er fyrsta loðnan, sem veiðist á svonefndu austur- svæði á þessari loðnuvertíð og gefur það visbendingu um að nú sé loðnugangan að leggja af stað suður með austfjörðum, en á s.l. ári var loðnan á sama tima komin nokkru lengra suður með fjörðunum. Morgunblaðið spurði Magna hvort mikið loðnumagn hefði verið á feróinni norður af Langanesi. Hann sagðist ekki geta dæmt bcinlínis um það. Þeir á Berki hefðu komið undir morgun á þessar slóðir og að- eins 3—5 skip verið þar í fyrri- nótt. Þeir hefðu náð að kasia strax og tvisvar aftur á svo til sama stað, þannig að ekkert hefði verið leitað eftir að komið var á svæðið. Engu að síður sagðist Magni telja, að loðnu- magnið á þessum slóðum hefði ekki verið tiltakanlega mikið i fyrrinótt. FYRSTA loðnan, sem veiðist á svonefndu austursvæði, fékkst f fyrrinótt, en þá fengu þrír bátar loðnu um 60 mflur norður af Langanesi. Þannig að Ijóst er að loðnan er nú farin að sfga suður með Austfjörðum og væntanlega færist þá aðalveiðisvæði loðnu- bátanna austur á bóginn á næstu dögum. I fyrrinótt fékkst einnig nokkur loðna á vestursvæðinu, þ.e. vestur af Kolbeinsey. -Þaðan tilkynntu 6 skip um afla, samtals 2380 lestir, en alls veiddust i fyrrinótt 4030 lestir. Bátarnir, sem voru að veið- um á vestursvæðinu, fóru með aflann til Boiungarvíkur og Rauf- arhafnar, en þeir sem voru á aust- ursvæðinu fóru til Raufarhafnar, Vopnafjarðar og Neskaupstaðar. Skipin sem tilkynntu loðnu nefnd um afla eru þessi: Af vest- ursvæði: Albert GK 100 lestir, Gisli Arni RE 550, Óskar Hall- dórsson RE 400, örn KE 400, Pét- ur Jónsson RE 380 og Guðmundur RE 550 lestir. Af austursvæðinu tilkynntu þessi skip um afla: Börkur NK 800 lestir, Breki VE 600 og Sandafell GK 250. 75 millj. kr. í er- lendum gjaldeyri á 446 reikningum TÆPLEGA 75 milljónir króna er nú búið að leggja inn i gjaldeyri i Landsbanka Islands og Utvegs- banka Islands, en alls hafa verið opnaðir 316 reikningar i Lands- bankanum með alls 41—42 millj. kr. og í Utvegsbankanum hafa verið opnaðir 130 reikningar með 32—33 millj.kr. samkvæmt upp- lýsingum Þorsteins Friðrikssonar forstöðumanns gjaldeyrisdeildar Utvegsbankans og Ragnheiðar Hermannsdóttur forstöðumanns gjaldeyrisdeildar Landsbankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.