Morgunblaðið - 26.01.1978, Side 1
40 SÍÐUR
21. tbl. 65. árg.
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Aulis Sallincn
Finni fær
tónlistar-
verðlaunin
Kaupmannahöfn,
25. janúar. Reuter.
FINNSKA tónskáldinu Aulis
Sallinen var f dag veitt tónlist-
arverðlaun Norðurlanda og
þau verða formlega afhent í
Ósló f næsta mánuði.
Tónskáldið fær verðlaunin
fyrir óperuna „Ratsumies"
(Riddarinn) sem hefur verið
færð upp á Norðurlöndiim -og
víðar. Norðurlandaráð veitir
verðlaunin sem eru nærri 2,8
millj. ísl. kr.
Sallinen er fæddur 1935 og
lærði við Síbelíusar-
akademíuna í Helsingfors þar
sem hann var kennari 1963 til
1976. Hann var umsjón-
armaður sinfóníuhljómsveitar
finnska útvarpsins 1960—70
og hefur gegnt trúnaðarstörf-
um í finnsku tónlistarlífi.
Verðlaunahafinn hefur sam-
ið flestar tegundir tónverka á
Framhald á bls. 22.
Kúbumenn á
valdi Sómala?
Nairobi, 25 janúar Reuter
SÓMALÍUMENN héldu þvi fram i
dag að þeir hefðu tekið til fanga
nokkra kúbanska hermenn sem
hefðu barizt við hlið Eþiópiumanna i
Ogaden-eyðimörkinni, en eþiópiskir
embættismenn itrekuðu að engir
Kúbumenn tækju þátt i bardögun-
um.
Staðfesting fékkst ekki frá óháð-
um aðilum, en samkvæmt áreiðan-
legum heimildum í Mogadishu var
fréttastofunni Sonna sagt að Kúbu-
mennirnri væru i haldi i höfuðborg
Norður Sómaliu, Hargeisa. Sima-
Framhald á bls. 22.
Leitun að geislunimti frá
gervihnettinum færð út
Ottawa, 25 janúar Reuter AP
BANDARÍSKIR og kanadiskir sérfræðingar stækkuðu i dag svæðið, þar sem
þeir leita að geislavirku úrfalli frá hinum kjarnorkuknúna njósnahnetti Rússa,
sem brann og eyddist yfir Kanada, en enn hefur engin óeðlileg geislun
fundizt.
Tvær bandarískar háloftaflugvélar fundu ekkert óvenjulegt á 10 tima flugi
en lögðu upp i aðra leitarferð og leita lengra frá þvi svæði sem hnötturinn
stefndi á á leiðinni gegnum gufuhvolfið. Kanadiskar flutningaflugvélar af
gerðinni C-130 Hercules leita i minni hæð á 25.000 fermilna svæði í
norðvesturhluta Kanada.
Sérfræðingar sögðu að þeir hefðu enga geislun fundið i bænum Yellow-
stone og flokkur þeirra fór að svo búnu um 350 km vegalengd i austurátt til
litils fiskiþorps, Fort Reliance, sem talið er að sé óbyggt á vetrum.
að fíngerðar geislavirkar agnir færu að
Talsmaður kanadiska landvarnaráðu-
neytisins gat ekki staðfest hvort hægt
væri að finna úr háloftaflugvélum
geislaský það sem fréttir herma að
gervihnötturinn hafi skilið eftir í efri
lögum gufuhvolfsins þegar hann fór af
braut. Geimathugunarstöðin í Bochum
í Vestur-Þýzkalandi sagði í dag, að
skýið væri 50—75 km hæð og
290—400 km langt Stofnunin sagði
falla til jarðar eftir örfáar vikur
Stofnunin sagði, að ekki mætti gera
of lítið úr hættunni á geislavirku úrfalli,
en Kanadiska kjarnorkufélagið vísaði á
bug fréttum um hugsanlega hættu í
félaginu er fyrirtæki sem starfa á sviði
kjarnorkumála
Félagið telur að njósnahnötturinn
Framhald á hls. 22.
Rán barónsins
virðist ráðgáta
París, 25. jan. Rcutor. AP.
ÓÞEKKT vinstrisamtök tilkynntu
belgfsku fréttastofunni Belga f
Briissel í dag, að þau hefðu staðið
að ráninu á auðkýfingnum Edou-
ard-Empain baróni, en að
minnsta kosti fjórir aðrir hópar
hafa sagzt bera ábyrgð á ráninu
og franska lögreglan er ráðþrota.
Maður sem talaði frönsku með
þýzkum hreim hringdi í belgisku
fréttastofuna, tilkynnti að hann
mundi senda myndir sem sönn-
uðu að „Byltingarfylking öreig-
anna“ hefði rænt baróninum og
krafðist þess, að tveimur hryðju-
verkamönnum yrði sleppt úr
fangelsi í Vestur-Þýzkalandi
ásamt Klaus Croissant, verjanda
Baader-Meinhof. Hann krafðist
þess einnig að hægriöfgamenn
yrðu handteknir í Belgiu og
Frakklandi, ella yrði þeim út-
rýmt.
Tveir hópar „atvinnumanna"
hafa krafizt þess að fá allt að 100
milljónir franka í lausnargjald
fyrir Empain barón og auk þess
hafa tveir hópar öfgamanna til
vinstri og hægri lýst sig ábyrga á
ráni hans.
Vísað hefur verið á bug orðrómi
um að mannræningjarnir hafi
þegar sett sig í samband við fjöl-
skyldu Empains baróns. Frönsk
yfirvöld eru enn ekki viss um
hvort ránið hafi verið framið i
pólitískum tilgangi eða auðgunar-
skyni og geta ekkert um það sagt
Framhald á bls. 22.
SOVÉZKUR GERVIHNÖTTUR AF SÖMU GERÐ OG
HRAPAÐI TIL JARÐAR.
Framhald á bls. 22. HRAPAÐI TIL JARÐAR.
Sadat segir viðræðu
í gangi að tjaldabal
Kafró.25. janúar. ap. Reuter fengið svar frá Carter við ráðherrar þeirra munu
ANYVAR Sadat forseti sagði í dag,
að alvarlegar viðræður færu fram
að tjaldabaki þótt slitnað hefði
upp úr formiegum samninga-
viðræðum Egypta og ísraeis-
manna.
Hann kvaðst ekki vita hvenær
formlegar viðræður gætu hafizt
að nýju, en sagðist standa í
stöðugu sambandi við Carter
forseta. Hann kvaðst í dag hafa
Harður þrýstingur á
stjórnina í Svíþjóð
Stokkhólmi, 25 janúar AP
SÆNSKA stjórnin situr á hörðum
samningafundum þessa dagana
um framtíð stefnunnar í kjarn-
orku- og orkumálum og stjórnar-
flokkarnir eru svo klofnir að
áreiðanlegar heimildir herma að
komið geti til stjórnarkreppu i
næstu viku og borin verði fram
tillaga um vantraust á stjórnina.
Viðræðurnar virðast hafa
komizt i algera sjálfheldu eftir
fundi ráðherranna í dag vegna
ósveigjanlegrar afstöðu beggja
aðila: Thorbjörn Fálldins forsætis-
ráðherra og Miðflokksins annars
vegar og ráðherra Frjálslynda
flokksins og Hægri flokksins hins
vegar.
Fálldin vilI hvergi vikja frá þeirri
stefnu sinni að berjast gegn smiði
sænskra kjarnorkuvera og virðist
þess albúinn að fúrna púlitiskri
framtið sinni og stjúrnar sinnar i
málinu
Jafnframt gætir aukins þrýstings
á Fálldin og stjúrnina sem sætir
gagnrýni fyrir baráttu sina
gegn kjarnorkuverum bæði af hálfu
Framhald á bls. 22.
fcngið svar frá Carter við
orðsendingu sem hann hefði sent
honum í gær.
Sadat sagði fréttamönnum, að
hann gæti ekki skýrt frá efni
orðsendingar Carters að svo
stöddu. En hann sagði að banda-
ríski aðstoðarutanríkisráð-
herrann Alfred Atherton kæmi til
Kaíró frá Jerúsalem eftir nokkra
daga til viðræðna við egypzka
utanríkisráðherrann, Mohammed
Ibrahim Kamel.
Egypzka fréttastofan skýrði
jafnframt frá því að Sadat forseti
hefði í dag hitt að máli sendiherra
Bandaríkjanna í Kaíró, Hermann
Eilts, og virðist fundurinn hafa
verið ákveðinn með stuttum fyrir-
vara.
í Jerúsalem skýrðu israelskir
embættismenn frá þvf, að isreels-
stjórn hefði samið yfirlýsingu um
meginatriði sem friðarsamningur
gæti grundvallazt á og að svars
væri að vænta frá egypzku stjórn-
inni. Búizt er við að bandaríska
utanríkisþjónustan komi svarinu
áleiðis, en ekki búizt við að það
berist fyrr en um helgina.
í Beirút var haft eftir alsírskum
heimildum að viðræður Araba-
leiðtoga sem eru mótfallnir
friðartilraunum Sadats mundu
hefjast í Algeirsborg á þriðju-
daginn. Utanríkis- og landvarna-
ráðherrar þeirra niunu koma
saman til fundar á sunnudaginn.
Samkvæmt heimildunum er búizt
við að valdamesti maður íraks,
Saddam Hussein, sæki fundinn í
Algeirsborg.
Smith spáir
samkomulagi
Salisbury, 2 5 janúar AP
IAN Smith forsætisráðherra spáði
því í dag að samkomulag kynni að
nást í aðalatriðum eftir nokkrar vikur
við leiðtoga blökkumanna í
Rhódesíu um myndun meirihluta-
stjórnar og lét í Ijós bjartsýni um að
hún fengi viðurkenningu vestrænna
ríkja.
En hann sagði á blaðamannafundi
að búast mætti við aukinni hryðju-
verkastarfsemi skæruliða blökkumanna
sem berjast fyrir því að kollvarpa stjórn
hvíta minnihlutans
Ýmsir höfðu búizt við því að Smith
mundi skýra frá því að mikilvægur
árangur hefði þegar náðst i viðræðun-
um og urðu því fyrir vonbrigðum
Smith sakaði Breta. sem blökku-
menn vona að geti gert út um deiluna
um stjórnarfarslega framtíð Rhódesiu.
um að reyna að koma á bandalagi við
hreyfingar skæruliða sem berjast i
Rhódesíu