Morgunblaðið - 26.01.1978, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTl’DAGUR 26. JA.XUAK 1978
„Það má rekja alkóhólisma að
þremur rótum,“ sagði hann
ennfremur, en þeir eru neyt-
andinn sjálfur, efnið og um-
hverfið. Um eiginleika efnisins
er það að segja að oft veldur
það eftirsóttri tilfinningu vel-
líðunar og gleði annars vegar
og sjálfsánægju og þvingunar-
leysi hins vegar. Jóhannes kvað
ástæðuna fyrir að áhrifin síðar-
nefndu koma fram að þegar
mikils áfengis væri neytt dofn-
uðu viss svæði í heilanum,
frumur þeirra hættu að starfa
eðlilega og drægi þá úr dóm-
greind og sjálfstjórn. Þau svæði
er einkum dofna eru í þeim
hluta framheilans, sem nýjast-
ur er þróunariega og næmastur
fyrir áhrifum vinanda, en
vegna þess að stærri skammta
þarf til «ð deyfa mið- og aftur-
heila getur líkaminn starfað
eðlilega að öðru leyti a.m.k. unz
drykkjan keyrir um þverbak.
Eiginleikar neytandans sjálfs
ráða að sjálfsögðu miklu um
hvort hann byrjar að drekka
eða verður lífstíðarförunautur
Bakkusar. Sökum slakandi og
kvíðadeyfandi áhrifa vínanda
er eðlilegt að þeir, er eiga við
Gorilla hominoidea. Vísindin
hafa leitt í Ijós að þróunarlega
nýjasti hluti mannsheilans
verður harðast úti af völdum
áfengisneyslu, en sá hluti er
aðsetur eiginleika. er skipa
manninum skör framar öðrum
dýrum.
skammta til að kalia fram sömu
áhrif. Jafnfráhit líkamlegri
þörf, sem myndast, verður til
sálræn fíkn i áfengið þegar
fram i sækir. Aukin líkamleg
og sálræn þörf leiða síðan oft til
þess að magnið, sem neytt er
stækkar og tiðni neyslunnar
eykst í kjölfar aukinnar neyslu
geta orðið skemmdir á líffær-
um, sem ekki endurnýjast. Það
eru ekki nein skýr mörk milli
hófneyslu og ofneyslu. Þegar
neyslan er komin á stig
drykkjusýki má segja að mynd-
ast hafi líkamleg þörf. Þessu
eru samfara ýmiss konar frá-
hvarfseinkenni, þegar áhrifa
vínandans nýtur ekki lengur
við: skjálfti, sviti, spenna, órói
og ótti. Alvarlegasta fráhvarfs-
einkennið er „delerium trem-
ens“ sem stafar af langvarandi
og mikilli neyslu áfengis; óráðs-
ástand, ofsjónir, ofheyrnir og
rugl. Þetta ástand getur leitt til
dauða. Undanfari þess er oft
krampaflog- Auk þess að hafa
líkamleg áhrif hefur ofneysla
áfengis einnig sálræn áhrif.
Þau birtast t.d. í mynd sektar-
tilfinningar, skömmustukennd-
ar og minnimáttarkenndar.
„Drykkjusýki í eðli sínu
óíæknandi geðsjúkdómur
• Afengi er fyrir þ\ í viðkvæmur hlutur og vandra'ddur að það á sér óumdeilanlegan sess í íslen/.kri
menningu. Þótt ill meðferð áfengis hafi löngum þótt auðkenni illhryssingsmanna hefur það ekki síður
kórónað íslenzka hct juímynd. Að vísu niá segja að Kgill Skalla-Grímsson hafi verið hvort tveggja,
hetja og niannhrotti, enda stóðust hunum fáir snúning í ölteiti. Þegar skáldið og rauðavíkingurinn var
x ið skál í diplómatískum ferðum sínum fannst honum það t.a.m. sjálfsögð kurtcisi að krækja auga úr
viðmadanda sínum eða að minnsta kosti að þeysa spýjunni í andlit gestgjafans í þakkarskyni fyrir
veittan beina. Sagt er frá að gestgjafi hafi ekki síður kunnað sig og þeyst á Egil á móti. Von er að
mönnum sé nokkur söknuður að slíkum tilþrifum í veizlusölum stórlaxa. Má það þó vcra nokkur
huggun að drykkjuíþróttin hefur síður en svo lagst af og er að minnsta kosti svo mikið sammerkt með
okkar tíð og Kgils að sá þykir oft mestur sem frekast kneifar.
Kn í augum margra er vínþol ekki cinasta manndómsvottur heldur virðist oft sem sú hugsun er
mönnum hlotnasl af því að sveima í efnasamsetningunni U2II50II verði þeim eins konar afsláttarkort
upp á meiri vegsemd en þeir yrðu ella aðnjótandi. Margir, sem á uudan máttu ómerkir liggja eru
kallaðir efnilegir áður en þeir ánetjuðust áfenginu og aðrir vcrða „misheppnaðir snillingar'" sem er
miklu meiri virðing en að vera óbreyttur.
Þótt 'afengi eigi sér þannig óskýrgreindan sess í vitund manna horfir ncytandi þess misjafnlega við
eftir sjónarhorni, sem oft markast meir af tilfinningum en skynsemi. I augum siðvöndunarmannsins
er ofncytandinn róni, í augum lögverndarans landcyða, f.vrir prcstinn s.vndasclur og félagslcgur kvilli
fyrir félagsráðgjafann. \’ert er þó að gaúa að hvort slíkar nafngiftir leiði okkur í allan sannleikann og
er því oft sio farið að því fleiri nöfn sem við veljum hlutunum því minni skilning höfum við á eðli
þeirra. Kkki er langt síðan að læknar tóku fyrst að líta svo á að drykkjusýki væri sjúkdómur, enda
höfðu la'knar og drykkjumcnn lengi sniðgengið hverjir aðra. Kunnur sérfræðingur í áfengissýki, J.Y.
Dcnt, reit svo ekki alls fyrir löngu: „Hvað er læknum kennt í skólum um meðhöndlun drykkjusýki?
Lítið eða ekkert. Margir sjúklingar vita eins mikið eða mcira en læknirinn" (tilvitnun úr „Alcohol-
ism-A Social Disease). Viðhorfin hafa smám saman breytzt og er það sumpart fyrir tilverknað hópa
eins og AA-samtakanna og meiru gauniur er nú gefinn að vandamálum áfengissjúkra. Kr það skoðun
a> fleiri að drykkjusýki sé margþættur sjúkdómur og verði skuldinni ekki skellt á neina einangraða
orsök. I.æknar kunna að deila um það sín á milli hvert sé eðli sjúkdómsins, en íslenzkur geðlæknir,
Jóhanncs Bergsveinsson, helur sagt: „Drykkjusýki er geðsjúkdómur, scm cr f eðli sínu ólæknandi ...“
((íeðvernd 1. tbl. '77).
' Skiljanlegt er því hvers vcgna margar þjóðir ganga nú fram fvrir skjöldu um að svipta vínið
dýrðarljóma sínum. Það er að sjálfsögðu fjarsta'ða að hófdrykkjumönnum sé mjög hætt við þessum
geðkvilla eða að ekki verði aftur snúið cftir fyrsta glas. Kn mörkin milli hófdr.vkkju og ofdrykkju eru
hvorki breið né auðgreind og „sérhver ofdrykkjumaður" eins og segir í AA-handbókinni (bls. 52) „er
haldinn þeirri áráttu. að einhvcrn veginn og einhvern tíma muni honum takast að stjórna drvkkju
sinni og njóta hennar". Kf menning skýrgreinist sumpart af því hvernig við göngum fram í dagsins
önn og á afþreyingarstund. hljóta drykkjusiðir að Ijá hcnni svip sinn. Það væri hastarlcgt cf þcssi
ábcrandi partur íslcnzka þjöðarlíkamans væri bæði sjúkur og ólæknandi.
taugaveiklun að stríða, kvíða og
spennu, sækist fremur eftir
honum. Vanþroski persónuleik-
ans getur einnig ráðið miklu
um hvort og hvenær menn
byrja að neyta áfengis, því slík-
um vanþroska fylgja vandamál
svo sem feimni, árásarhneigð
og duldir. Losar vinandinn um
hömlur og opnar þannig undan-
komuleið í svip.
Áhrif umhverfisins vega
þungt á metunum, eins og
menn þekkja af eigin reynslu.
Tíðarandi og tfska, sem ekki fer
fram hjá mönnum á vinnustað
og í menntastofnunum, félags-
legar aðstæður manna, hjóna-
skilnaðir og skuldir. Einn
mikilvægasti þátturinn er þó
fjölskyldulífið, sagði Jóhannes,
en þar geta hlutir eins og skap-
gerð maka skipt máli, t.d, ef
Þessi áhrif ala svo á spennu,
kviða og vanlíðan, sem svo aft-
ur espar löngunina í áfengið.
Til viðbótar lfkamlegum og sál-
rænum áhrifum má svo geta
félagslegra áhrifa af völdum
áfengisofneyslu. Þau bitna á
fjölskyldu viðkomandi og kyn-
lífi, en langvarandi neysla slæv-
ir getu. Þau bitna á atvinnu og
félagslegri stöðu hans, en mót-
læti í þessum efnum hrindir
ofneytandanum enn lengra út í
fenið.
Ekki um það að
ræða að gera
hófdrykkjumann
úr alkólhólista
„Það er því- ljóst að þetta er
vítahringur," sagði Jóhannes.
„Hann má stöðva og gera sjúk-
Drykkjusjúklingar
verða ekki til
upp úr þurru
Jóhannes Bergsveinsson geð-
læknir, er yfirmaður ríkisstofn-
ana, er hafa með áfengissjúka
og meðferð þeirra að gera:
Flókadeildar, móttökudeildar-
innar á Kleppsspítala, sem köll-
uð er „deild 10“, Vifilsstaða-
deildarinnar nýju og Gunnars-
holtshælis. Til að leita svara við
spurningum eins og: Hvað er
það að vera alkóhólisti? Hvern-
ig verður hann til? Hvernig má
vera að alkóhólisti sé geðssjúkl-
ingur? var leitað til hans.
Jóhannes kvað enga . full-
komna skýrgreiningu á
drykkjusýki vera enn fyrir
hendi, en sú er skást þætti frá
læknisfræðilegu sjónarmiði
ætti bæði við um lyfjafíkn og
drykkjusýki og hljóðaði hún
svo: „Drykkjusýki (lyfjafíkn)
er andlegt og/ eða líkamlegt
ástand, er leiðir af samverkan
manns og vímugjafa. Þetta
ástand sérkenniSt af ýmsum
viðbrögðum mannsins, m.a. yf-
irþyrmandi þörf fyrir vímu-
gjafann til að ná geðrænni
verkun hans og stundum til að
verka á móti fráhvarfseinkenn-
um.“ Fráhvarfseinkenni sagði
Jóhannes að væru óþægileg'
einkenni, sem fram kæmu
vegna truflunar á starfsemi
miðtaugakerfisins, þegar frum-
ur þess væru farnar að reikna
með vínanda f efnaskipti sín.
Hvort maður er drykkjusjúkl-
ingur fer ekki nema að nokkru
leyti eftir því hve oft hann
drekkur eða hversu mikið. Mað-
ur, sem „dettur í það“ eina
kvöldstund í mánuði og veldur
truflun með drykkju sinni, en
réttir sig ekki af morguninn
eftir, er ofneytandi fremur en
alkóhólisti," sagði Jóhannes.
Lifrarfrumur visna og c.vðilcggjast við stöðuga áfcngisnc.vslu.
Mvndin til vinstri sýnir cðlilcga lifur, en mvndin til hægri er gott
dæmi um skorpulifur, scm venjulcga stafar af öhóflcgri áfcngis-
ncvslu.
Jóhanncs Bergsvcinsson, gcð-
læknir, er vfirmaður með-
ferðarstofnana fvrir drýkkju-
sjúka á vegum ríkisins
annar hvor aðilinn eða báðir
eru dulir og eiga i erfiðleikum
með að tjá sig og fá heilbrigða
útrás fyrir tilfinningarar sínar.
Vítahringur
Það er þannig engin altæk og
einföld skýring á hvers vegna
menn verða alkóhólistar eins og
Jóhannes benti á. Þegar líkam-
inn verður aftur og aftur fyrir
áhrifum áfengis myndar hann
þol fyrir efninu, sem leiðir til
þess að sífellt þarf stærri
dóminn óvirkan, en hann verð-
ur aldrei læknaður að fullu.
„Það er því ekki um það að
ræða að gera hófdrykkjumann
úr alkóhólista. Jóhannes sagði
að þótt erfitt væri í mörgum
tilvikum að henda reiður á
veikleikann, er væri undirrót
ofdrykkju, mætti nefna hann
geðrænan grunnkvilla. Geð-
rænn grunnkvilli getur t.d.
komið fram i of miklum höml-
um, minnimáttarkennd, kviða
ogspennu. Framhald á bls. 26.