Morgunblaðið - 26.01.1978, Side 18

Morgunblaðið - 26.01.1978, Side 18
18 ____________________________________________ MORGL’N'BLAÐIÐ. FIMMTL’DAGL'R 26. JANÚAR 1978 Bátur við bát er á flóanum þegar veiðarnar hefjast á morgnana. Síldarævintýri og veiðarfærastríð á San Francisco-flóa Jack Daykin hefur stundað sfldveiðar á flóanum undanfarin 38 ár. Hann er meðal þeirra sjómanna, sem eru æfir vegna ásóknar sjómanna frá Washington og Oregon, en eru nú að þvf komnir að leggja árar í bát vegna veiðarfæratjóns og ósamkomulags á miðunum. ÖNGÞVEITI ríkir nú á San Francisco-flóa þar sem um það bil 300 sfldveiðibátar eru að veiðum. Sfldveiðivertfðin stendur frá áfamótum til 1. apríl, og er leyfilegt að veiða rúm 5 þúsund tonn, en það er um fjórðungur þess magns, sem fiskifræðingar telja að gangi á hrygningarstöðvarnar á grynningum f flóanum. Menn hafa vaxandi áhyggjur af þvf að veitt sé langt umfram kvóta, en auk þeirra sem áratugum sam- an hafa veitt á þessum slóðum fer sfvaxandi að sfldveiðibátar frá Washington-rfki og Oregon venji komur sínar á miðin. Afleiðingarnar hafa orðið þær að heimamenn kvarta sáran undan veiðarfæratjóni af völd- um aðkomumanna. Hefur kast- azt í kekki og komið til handa- lögmála, og jafnvel kemur fyrir að skotvopn eru munduð í hita augnabliksins, en hingað til hefur ekki komið til alvarlegri atburða en svo að aðeins hefur verið miðað yfir borðstokkinn. Yfirvöld, sem hafa eftirlit með veiðunum og hafa veitt 225 bátum veiðileyfi á þessari ver- tíð, viðurkenna að mun fleiri bátar stundi veiðarnar, en segja, að sakir lítils mannafla og útbúnaðar sé ógerlegt að fylgjast með veiðunum svo við- unandi sé. San Francisco-síldin er það, sem við íslendingar mundum kaila millisíld, eða á bilinu 20 til 30 sentimetrar að lengd. Það aðdráttarafl, sem silfur hafsins hefur, felst ekki í fiskinum sjálfum, sem við íslendingar söltum niður í tunnur af mikilli natni. Hrognin eru það sem sótzt er eftir, en þau eru hátíðarmatur í Japan og kallast þar ,,kazunoko“. Gefa Japanir sem svarar 8600 krónum ís- lenzkum fyrir kílóið af hrogn- unum, en „aflaúrgangurinn", það er að segja sildin sjálf, fer beint í gúanóið þarna vestur á Kyrrahafsströnd. Yfirvöld í Kaliforníuríki hafa verulegar áhyggjur af síldar- stofninum, og frá árinu 1973 hefur strangt eftirlit verið haft með veiðunum. Sóknin hefur aukizt mjög síðustu ár, enda fá sjómenn nú mun hærra verð fyrir aflann en áður var. Þann- ig er greitt fyrir sildartonnið sem svárar 172 þús. islenzkra króna, en fyrir örfáum árum fengust rúm 19 þúsund fyrir sama magn. Hér er um að ræða góda tekjulind fyrir sjómenn á árstíma, sem venjulega er dauf- ur, en þess eru dæmi að smá- bátur hafi aflað fyrir rúmar 2 milljónir króna á aðeins tveim- ur vikum. En það eru ekki aðeins báta- sjómenn, sem sækjast eftir silfrinu í San Francisco-flóa. Sportveiðimenn hafa i vaxandi mæli látið til sín taka, og standa þeir þá á ströndinni með smá- net og háfa. Sportveiðimenn með veiðarfæri sín á ströndinni Áframhaldandi átök 1 Líbanon Beirút 25. janúar. Reuter. VINSTRISINNAR hrundu í dag áhlaupi hægrisinna á Jandamæraþorp í suðurhluta Líbanons, að sögn héraðs- yfirvalda í dag. Þetta er annað áhlaup hægrimanna á þorp þetta á tveimur dögum, og hafa tveir fallið og átta særzt í átökunum. Skipzt var á skotum í morgun og vélbyssu- hvinur heyrðist víða í þorpinu. Atök hægri- og vinstrimanna í Suður-Líbanon hafa nú staðið í ERLENTj Agee rekinn frá Hollandi Haag, Hollandi. 25. jan. AP. HOLLENZK stjórnvöld staðfestu í dag úrskurð dómstóla þar sem fyrrum CIA-njósnaranum Philip Agee er gert að yfirgefa Holland. Stjórnvöld vísuðu áfrýjun Agees á bug á þcim forsendum að hann væri ógnun við öryggi landsins. Engin sérstök ástæða var gefin fyrir brottrekstri Agees. Agee hefur á undanförnum átta mánuðum verið rekinn úr nokkr- um löndum i Vestur-Evrópu, en hann hyggst nú snúa aftur til síns heimalands. Agee, sem var lengi njónari hjá ClA, hefur samið bók um starfsaðferðir CIA og vinnur nú að gerð annarrar. fjóra daga og i gær sagði einn af leiðtogum hægrimanna að reka ætti hina 400.000 Palestínuaraba, sem nú eru í landinu, úr landi eftir tvö ár. Leiðtoginn sagði, að þó svo múhameðsmenn í Libanon hefðu krafizt þess að Palestfnu- menn yrðu kyrrir í Libanon þang- að til þeir gætu flutzt til heim- kynna sinna, væru takmörk fyrir því hvað líbönsk stjórnvöld gætu haldið þeim lengi uppi. Hann sagði að eftir tvö ár ættu þeir að fara úr landi, annaðhvort til átt- haga sinna eða til einhvers annars Arabalands. Pierre Gemayel, leiðtogi falang- ista í Líbanon, sagði að það gæti haft „alvarlegar afleiðingar" ef stuðningsmenn Palestínumanna héldu áfram að dæla í þá hergögn- um. Hann líkti Suður-Libanon við „tímasprengju með stuttum kveikiþræði". Fyrrum forseti Líbanons, Suleiman Franjieh, sem átti við- ræður við forseta Sýrlands í gær, lét þau orð falla eftir viðræðurnar að Sýrlendingar ætluðu að reyna að koma á friði í Suður-Líbanon, en þeir hafa nú friðargæzlusveitir víða í Líbanon. Sýrlendingar hafa ekki gert tilraun til að stilla til friðar í suðurhluta landsins vegna andstöðu ísraelsmanna. VEÐUR víða um heim stig Amsterdam 5 rigning Aþena 14 bjart Berlfn 6 rigning Brússel 3 skýjað Chicago + 1 snjókoma Frankfurt 8 rigning Genf 7 skýjað Heisinki + 2 snjókoma Jóhannesarb. 21 rigning Kaupmannah. 2 skýjað Lissabon 17 rigning London 7 bjart Los Angeles 18 bjart Madrfd 12 bjart Malaga 18 bjart Míami 23 skýjað Moskva +9 skýjað New York 3 rigning Osló 0 skýjað Palma, 16 bjart Parfs 9 bjart Róm 12 bjart Stokkh. 0 skýjað Tel Aviv 16 bjart Tókyó 8 bjart Vancouver 7 skýjað Vfn 2 skýjað Tekur Koivisto við af Uhro Kekkonen? Helsiníífors, 20. jan. 1 FINNLANDI velta menn nú vöngum yfir hver kunni að verða arftaki núverandi forseta landsins, Uhro Kekkonens, en hann vann stórsigur í kosningum til embættisins fyrir nokkru. Uppi hafa verið raddir um að bankastjóri finnska Seðlabank- ans Mauno Koivisto, komi sterk- lega til greina, ekki sízt eftir að Kekkonen var spurður í sjón- varpsþætti nýlega hvort honum þætti Koivisto Iíklegur eftirmað- ur sinn og hann svaraði til: „Það er óvitlaus uppástunga“. Svarið var þó klippt út úr þættinum að kröfu Kekkonens sjálfs. I kosningu kjörmanna nýlega var Mauno Koivisto mjög sigur- sæll og hlaut meira en 19.000 at- kvæðí. Það eru kjörmenn, sem ákveða hver skal verða forseti Finnlands þann 15. febrúar nk. Sigur Koivistos kom mjög á óvart enda þótt vitað væri að hann nýt- ur mikilla vinsælda. Talið er að tilnefning hans muni mælast vel fyrir hjá flestum flokkum. Helzt Mauno Koivisto eru það kommúnistar, er hafa gagnrýnt hann fyrir þéttingsfast taumhald við stjórnun Seðlabank- ans. Mauno Koivisto er sjálfur jafnaðarmaður og fór með embætti forsætisráðherra í lok sjöunda áratugarins. N ýs jálendingar taka veidiþjóf Auckland, 25 jan Reuter NÝSJÁLENDINGAR hafa fært fyrsta landhelgisbrjótinn til hafnar, sem náðst hefur eftir að þeir færðu land helgi sína út i 200 sjómilur. Það var japanskur 140 tonna bátur, sem tekinn var að ólöglegum veiðum um 65 kilómetra norður af nyrztu eyju Japamr og Nýsjálendingar hafa háð marga hildi eftir að hinir síðarnefndu færðu út og hafa þeir neitað að setjast að samningaborði unz Japanir hafa aflétt háum tollum á timbri, kjöti og mjólkurafurðum frá Nýjasjálandi Talið er að afli og veiðarfæri japanska báts- ms verði gerð upptæk og skipstjóran- um gert að greiða allt að 20 milljónum ísl. kr í sekt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.