Morgunblaðið - 26.01.1978, Page 23

Morgunblaðið - 26.01.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1978 23 Þingsályktun: Þrótm iðnaðar á Vesturlandi INGIBERG J. Hannesson (S) mælti í fyrradag fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Friðjóni Þórðarsyni (S), þess efnis, að rfkisstjórnin hraði gerð áætlana um iðn- þróun á Vesturlandi, til þess að treysta atvinnu- grundvöll í kjördæminu, einkum þar sem atvinnu- ástand. er ekki öruggt og þar sem iðnaður gæti fyllt upp í við hlið hefðbund- inna atvinnuvega: sjávar- útveg, fiskvinnslu, land- búnaðar og verzlunar. Ingiberg J. Hannesson benti m.a. á að næg atvinna og fjölbreytni í atvinnu- tækifærum væri forsenda þess að ungt fólk héldi áfram búsetu í heima- byggðum. Fjölbreytni fengist helzt með nýtingu ýmissa tækifæra á sviði iðnaðar. Víða væru jarð- efni, sem fæli í sér mögu- leika á þessum vettvangi. Hvað Vesturlandi viövéki mætti benda á hugsanlega Ingiberg J. Hannesson fliÞinci Jens í Kaldalóni: Þankabrot á nýiu ári Við stöndum á eldfjalli samtímans Ytra blasir við hreint og tært fjallaloft- ið. útí víðsýnið til allra átta. — Hreinn vetrarblærinn strýkur vangann með svölum andblæ Við teygum að okkur loftið, — jafnvel opnum munninn til að svelgja betur ofaní lungun þessa heilnæmu lifsfyllingu — sem með eld- hraða fyllir æðakerfið og blóðrásina af þeim óviðjafnanlega súrefnisgjafa — sem á sér engan samanburð af hrein- leika og lifsafli í víðri veröld Margt er um að hugsa á slíkum stað Hin heilaga jólahátíð nýliðin þar sem blikandi rafljósin á öllum strætum — búðum og híbýlum manna og dýra gerði rökkrið að geisladýrð Glitrandi varningurinn ginnir augað til aðdáunar og eftirlöngunar, bæði til að gefa og gleðja aðra — og auka sína eigin dýrð Útá hafinu sjást hin fögru fley, með vöskum sveinum í hverju rúmi keppast við að innbyrða þann gula — þennan mikla gullfisk — sem alla farsæld og hamingju færir okkur landsins börn- um, þarna er uppsprettan að allri far- sæld — öllum veraldarinnar gæðum Já, mikil er dýrðin En í slikri kyrrð sem á eldfjallinu rikir, gerir meira en að sjá útí víðfeðm an geiminn Við heyrum i huganum umferð og skarkala — sjáum óteljandi peningabunka renna á færiböndum meðfram og undir gljáfægðum banka borðum, þar sem enginn eri olíustakk eða með blauta gúmihanska heldur í sallafínum sparifötum, gljáfægðum skóm og mjallhvitum skyrtum með bindi um hálsinn — og brillantín i hári Þvilik unun sem í hugann rennur Já, ímyndunaraflið ber hugann á kostum svosem gæðingurinn rennur á fleygivekurð yfir ísa og hjarn Við sjá- um inní stóra sali þar sem 60 úrvals- menn og konur sitja á ráðstefnu með marggrundaðar þenkingar um öll þau lögmálsfræði, sem enginn getur án lifað nema í framfæri sé komið til íhugunar og eftirbreytni þeim er óstöð- ugum fótum rennir yfir hrjóstrugleika hversdagsins Já, miklu fleira rennur um hugann í hinni þöglu kyrrð þessa mikla eldfjalls er við stöndum á En Guð á himninum. — er það virkilega að eldfjallið hreyfist — eða var það ekki hreyfing, sem ég fann undir fótum mér — e2ða í hverju brakaðiþ. — nei, það getur ekki verið, imyndunaraflið hefur villt mér sýn — Jú. nú finn ég það — það er ekki um að villast — hér er hreyfing undir fótum mér — ég finn það svo greini- lega, — en bíddu við — það kyrrist. Ég sest niður og hugsa, — hvar stend ég annars Já hugsa — er ég að verða geggjaður einmitt hér, í blátæru fjallaloftinu — uppá þessu fjalli — sem aldrei hefur hreyfst, — já mikil vitleysa getur manni dottið í hug — að halda að fjalliþ5 ið hreyfist, — að halda að eldur geti hreyft svona stórt fjall, — alla þessa kletta og feikna- björg. Já, svona geta hugarórarnir leitt mann í ógöngur Ég ráfa heim i kofann minn — hlýjan og notalegan, tek mér blað og fer að ry na « mér til hugar- hægðar og sálubóta En maður Guðs og lifandi, ég hnýt um forustugrein í dagblaði, undirskrif- uð J H , það er ekki um að villast — hér skrifar sá, sem veit hvað hann segir Marga hef ég lesið eftir hann söguna, — þessar meitluðu ramm- íslenzku frásagnir — svo dýrðlega í möttul búnar, — að það er einsog maður standi hjá sögupersónum Ijóslif- andi og lesi sig svo inní hugskot þeirra. — að allra tilfinningar samein- ast í eina órofa kennd Já, þetta les ég orði til orðs — en hvað er maðurinn að segja Að segja — Er maðurinn með öllum mjalla Hann segir bókstaflega að við búum á eldfjalli. miklu hættulegra en gosstöðv- arnar sem eru á sprungum Norður- Atlantshafshryggjarins Gígurinn sem við stöndum á sé helsjúkt þjóðfélag sem nú gjósi ákafast Mér fellur allur ketill í eld. Hefur þá verið sem mér fannst — að fjallið hreyfðist Nú fyrst það stendur á prenti, — þá hlýtur það að vera Já, nú dámar mér — er það þá svona? Ég lít í annað blað Þjóðviljann — og hvað haldið ég sjái Eldmessa: — þeir kalla þetta eldmessu i Þjóðviljanum Já, Guð sé oss næstur, — er þá hraunið farið að renna. — er þá kom- vinnslu perlusteins í Borg- arfirði og á Akranesi, svo og vinnslu leirs, sem mikið væri af í Dalasýslu. I.J.H. rakti atvinnuþró- un í þéttbýli í kjördæminu. Kauptúnin hefðu tekið stakkaskiptum á liðnum ár- um og lagt sitt af mörkum til byggðaþróunar og at- vinnuuppbyggingar í landshlutanum. Þar bæri hæst hlut sjávarplássanna. Þar væri þó enn sem komið væri svo til eingöngu um frumvinnslu að ræða; full- vinnsla ætti langt í land en fæli í sér ýmsa möguleika. Auk sjósóknar og fisk- vinnslu byggðu kauptúnin atvinnu og afkomu sína á margvíslegri þjónustu við landbúnaðinn, verzlunar- og iðnaðarþjónustu, sem og úrvinnslu landbúnaðaraf- urða. Inn í þessa mynd skorti nýtingu ýmissa iðn- tækifæra, sem höfð væru í huga með flutningi þessar- ar tillögu til þingsályktun- ar. Fullvinnsla landbún- aðarafurða, sjófangs og nýting tiltækra jarðefna væru þau athugunarefni, sem hún beindist að. I.J.H. vék síðan í itarlegu máli að þeim rannsóknum á jarð- efnum, vinnslumöguleik- um og arðsemi, sem þegar hafa verið gerðar, sem og að byggðaáætlunum Fram- kvæmdastofnunar, máli sínu til stuðnings. Stuttir þingfundir: Lífeyrissjóð- ur sjómanna 9 — Stuttir þingfundir voru í báðum þingdeildum i gær, hinir fyrstu eftir áramót- in Forsetar þingdeilda Ragn- hildur Helgadóttir (neðri deild) og Eggert G. Þor- steinsson (efri deild) buðu þingmenn velkomna til starfa og árnuðu þeim farsældar í störfum í þágu þings og þjóð- ar. Q — Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra mælti i efri deild fyrir stjórnarfrum- varpi um geymslufé. Frum- varpi þessu voru gerð nokkur skil á þingsiðu Mbl i fyrra- dag Q — í neðri deild var fram haldið umræðum um frum- varp Jóns Skaftasonar (F) um kosningar til Alþingis, þ e. óraðaðan framboðslista, er kjósendur númeri i kjör- degi. Sighvatur Björgvins- son (A) og Karvel Pálmsson (SFV) tóku til máls. Efnisatr- iði frumvarps og umræður. um það voru ítarlega raktar á þingsíðu Mbl. í desember Umræðunni lauk og frum varpinu var vísað til nefndar. 9 — Pétur Sigurðsson (S) mælti fyrir frumvarpi sínu um Lífeyrissjóð sjómanna. Frumvarpið felur í sér að breyta gildandi lögum um lífeyrissjóð sjómanna í svipað horf og gildir um aðra al- menna lífsey rissjóði, rýmka lánaákvæði og færa þau til meiri hagræðingar fyrir við- skiptamenn sjóðsins, þ.e. sjómenn Pétur Sigurðsson. inn annar Jón eldprestur til að bægja frá því eldflóði sem sjáanlega fer að renna um þjóðarvitundina Já, lesið þið bara leiðarann, þá sjáið þið svart á hvítu hvort hér er nokkuð gaman á ferð Já, það kom dos á mig eftir lestur- inn, — en þó vill mikið alltaf meira Ég leit í Moggann — og hvað heldurðu ég sjái, — endurtekna forustugreinina sem ég byrjaði að rýna í. og að ofan er getið, — og vitnisburðurinn, — ekki var hann amalegur — tæpitungulaust talað — rétt eins og i eldmessunni forðum En biddu fyrir þér. ég las nokkuð fleira í Mogganum, — og hvað heldurðu ég sjái kaupprósentu- hækkanir á árinu. og það hjá flestum stéttum nema bændum, annað hA/ort hefur það gleymst eða þá að þær hafa ekki verið umtalsverðar En viti menn, ég las og las aftur — tók af mér gleraugun og margþurrkaði af þeim, þvi nú taldi ég mig sjá margfalt — en sem ég þurrkaði þau æ ofani æ, kom alltaf upp sama talan Bankamenn 67,4%, ASÍ 60%, BSRB 76,5% og hæsta hækkun á einn flokk meðal bankamanna 80% — Já, áttatiu pró- sent. Gat þetta verið rétt? Nú á prenti er það, og hvað er þá um að villast Nú ég fór að leggja saman og draga frá, en þá vantreysti ég gleraugunum aftur, tók þau af mér og þerraði — og það var sama, —- útkoman varð eins og áður 237 581 00 króna mánaðarleg hækkun hjá aðalbankastjórunum. og 190 065 00 krónur mánaðarleg hækkun hjá undirbankastjórum, en þegar þrettánda mánuðinum var svo bætt við hjá stóru bankastjórunum eða 1 091 512 krónur að þeir fengu út- borgað fyrir jólamánuðmn. og satt að segja — þegar þetta bættist við eld- messuna hans Jóns Helgasonar i for- ustugreininni dæginn áður en þetta var látið á þrykk út ganga i Mogganum, — þá sé ég loksins að það var ekki spéspegill í gleraugunum minum sem villti mér sýn Einn er sá piltur á landi hér, sem ég hef allta metið mikils fyrir skýrleik sinn og hæfileika á mörgum sviðum Jón heitir hann Skaftason, — og hvorki meira né minna en formaður æðsta ráðs höfuðbanka landsins, Seðlabank- ans, auk þess að vera merkur og mætur alþingismaður Eitthvað hlýtur þessi ágæti maður að hafa í þóknun fyrir þau ómök sem slíku starfi fylgir. auk þingfararkaupsins, en hvað sem um það kann að vera. þá kom hann fyrir þann mikla veldisstól hins háa alþingis eitt sinn á s I vetri og tiundaði þar í hinni fróðlegustu skýrslu hversu gæfulega vel þessir húsbændur stjórn- uðu nú bankaheimilum þjóðarinnar. * sem hljóðaði á þessa leið Árið 19 70 urðu raunvextir af sparifé minus 8%, 1971 minus 5%, 1972 minus 9%, 1 973 mínus 1 9%. 1 974 mínus 23 og %%, og 1975 mínus 18%. — nú ef • við leggjum saman allar þessar 5 ára minustölur. þá reiknast mér það vera hvorki meira né minna en 82 og %% i mínus af sparifénu. eða er það ekki rétt reiknað Ég get ekki annað en dáðst að kjarki þess manns, sem þorir að segja slikan sannleika sem þennan Ef það þarf 8 manna úrvalslið sem húsbænd- ur á rikisheimilmu og allt i 2000 manns, eða miklu fleira fólk en í stærsta sjávarplássi. sem framleiðir gjaldeyrisvörur fyrir tugi og hundruð milljóna á ári, til að stjórna öllu þvi mikla gulli, sem ávaxtast eigendum sinum jafn arðsamlega sem að banka- ráðsformaðurinn upplýsir — ja. þá held ég nú satt að segja, að einhver færi að ýja að því, að lækka kaupið hjá einhverjum vinnumanninum. — ef hann ynni ekki betur fyrir þvi en svona Mér detta svona i hug rækju- kalla-greyin. — sem kl 5 á hverri nóttu rifa sig frammá rúmstokkinn frá glóðvolgum konulærunum til að flengj- ast i norðan þræsings beljandaskratt- anum innum allt Djúp i kolniðahaust- myrkrinu, standandi allan daginn í stakk og klofbússum i hörkudrifinu við Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.