Morgunblaðið - 26.01.1978, Qupperneq 28
28
MOR(>fc'X;BIwV’Ð'I/fX.,FIMMTl'DAGL'K 26. JA.N’UAR 1978
'
Áfengisvarnir í Reykjavík:
Samstarf borg-
ar og samtaka
áhugafólks
Markús Örn Antonsson
(S), fjallaði m.a. um fyrir-
byggjandi féiagsmálastarf
Reykjavíkurborgar, er
fjárhagsáætlun borgar-
sjóðs 1978 var afgreidd.
Orðrétt sagði hann um
þetta efni:
Eftirmeðferð
,,Að undanförnu hefur verið
efld margháttuð fyrirbyggjandi
félagsmálastarfsemi Reykjavikur-
borgar, sem ætlað er að koma í
veg fyrir að vandamál einstakl-
inga og fjölskyldna verði illvið-
ráðanleg eða óviðráðanleg er
fram í sækir. Mjög mikilsvert er
að gripið sé til réttra aðgerða þeg-
ar er félagslegra vandkvæða verð-
ur vart og leggja ber áherzlu á að
starf félagsmálastofnunar stefni
meira í þá átt.
Mikið hefur verið gert af hálfu
Reykjavíkurborgar í meðferð
áfengisvandamála á mismunandi
stigum. Eitt athygftsverðasta ný-
mælíð á þessu sviði er rekstur
eftirmeðferðarheimilis á Ránar-
götu 6 og 6A. Heimili þetta, sem
rekið er á vegum líknarfélagsins
Skjaldar hefur starfað síðan 1976
og var húsnæðið keypt fyrir fjár-
framlag Reykjavíkurborgar. I
fyrra var húseignin við hliðina
ennfremur keypt af Reykjavíkur-
borg og verða það 20 vistmenn
sem þar hafa húsnæðisaðstöðu.
Gert er ráð fyrir að um bráða-
birgðaaðstöðu sé að ræða fyrir þá,
sem koma af hælum og stofnun-
um vegna áfengisofneyzlu og eru
að hefja eðlilega þátttöku í at-
vinnulífinu á nýjan leik. Hefur
þetta starf tekizt með miklum
ágætum og er það ekki sízt að
þakka einstökum dugnaði for-
stöðumanns heimilisins. Til rekst-
urs heimilis Skjaldar er áætlað að
borgin greiði 6 milljónir króna á
þessu ári og myndu margir taka
undir, að það væri ekki mikil upp-
hæð miðað við þann árangur, sem
starfið á Ránargötunni hefur þeg-
ar sýnt.
Áfengisvarnardeild
heilsuverndarstödvar
Annar þáttur í áfengisvarna-
starfi Reykjavíkurborgar er mjög
umtalsverð efling áfengisvarna-
deildar heilsuverndarstöðvarinn-
ar á þessu ári, en um þann fyrir-
byKgjandi starfsþátt hefur heil-
brigðismálaráð gert tillögur og
samkvæmt þeim er ráðgert að
verja um 22 milljónum króna til
áfengisvarnadeildarinnar á fjár-
hagsáætlun 1978.
I þessu sambandi er ennfremur
skylt að geta þess framtaks, sem
félagsmenn í A.A.-samtökunum
og Samtökum áhugamanna um
áfengisvarnir hafa sýnt á þessu
sviði. Óskandi er að Reykjavíkur-
borg megi áfram eigá góða sam-
vinnú við slík áhugamannafélög í
viðureign við mikinn bölvald.
Borgar-
mál
k'yrir þá, sem við alvarlegustu
tegund áfengissýki eiga að strfða,
hefur Reykjavíkurborg rekið
gistiskýli i Þingholtsstræti 25.
Dagvistun var upptekin í Þing-
holtsstræti í febrúar 1976 en gest-
ir þar hafa verið að meðaltali 14 á
dag. Gistiskýli kvenna er starf-
rækt við Amtmannsstíg en þang-
að var starfsemin flutt árið 1975 í
hentugra húsnæði en hún hafði
áður verið í.
Útideild félaKs-
málastofnunar
Starfsemi útideildar félags-
málastofnunar, sem hafin var f
tilraunaskyni í Breiðholtshverf-
um í fyrra verður haldið áfram á
þessu ári. Hún beinist einkum að
því :ð koma unglingum, sem við
félagsleg vandamál eiga að glíma,
til aðstoðar og leiðbeiningar.
Starfsmenn félagsmálastofnunar
og æskulýðsráðs hafa unnið að
þessu verkefni og reynt eftir
megni að bæta skilyrði skjólstæð-
inga sinna, t.d. með atvinnumiðl-
un eða öðrum aðgerðum.
Nú nær starf útideildar til borg-
arinnar allrar og er mörgum mál-
um frá henni vísað til frekari
meðferðar hjá unglingaathvarf-
inu við Hagamel sem nýlega tók
til starfa en það er fyrst og fremst
ætlað unglingum á aldrinum
14—16 ára, sem eiga í svo miklum
félags- eða námserfiðleikum að
þeir þurfi á skipulegum stuðningi
að halda utan skóla eða heimilis
til að koma högum sínum f betra
horf. Geta 6 u'nglingar dvalið í
senn í athvarfinu. Þar er meðal
annars ætlunin að stuðla að aukn-
um félagsþroska með því að leið-
beina þeim, sem dveljast þar, eft-
ir því sem bezt þykir í hverju
máli. Dvalartími er minnst tveir
mánuðir og er^athvarfið opið þrjá
daga í viku fra kl. 5 síðdegis til 10
að kvöldi.
Unglingaheimili
Samkvæmt tillögum félags-
málaráðs verða í september næst-
komandi gerðar þær breytingar á
rekstri stofnana, að mæðraheimil-
ið við Sólvallagötu verður lagt
niður en rekstur unglingaheimilis
tekinn upp í staðinn. Mæðraheim-
ilið var ætlað ungum mæðrum
fyrir og eftir barnsburð ef að-
stæður væru þannig að þær gætu
ekki með eðlilegu móti dvalizt á
eigin heimilum. Þrátt fyrir tals-
verða kynningu á starfi þessa
heimilis var nýting oftast i al-
gjöru lágmarki, þannig að óverj-
andi var að halda rekstrinum
áfram. Unglingaheimili hefur
verið lengi á verkefnaskrá félags-
málaráðs og er nú afráðið að það
taki til starfa hinn 1. september.
Þegar Iíggja fyrir tillögur um
fyrstu unglinga, sem þar yrðu
vistaðir, en þeir verða á aldrinum
14—16 ára, 7 í senn, og verður
stefnt að því að fá hjón til starfa
sem umsjónarmenn heimilisins.
Af þeim skýrslum, sem lagðar
hafa verið fram um aðstæður
fyrstu vistmanna heimilisins,
kemur fram, að þeir geta ekki
þrifizt í foreldrahúsum vegna
áfengisvandamála annars foreldr-
is eða beggja, eða geðrænna sjúk-
dóma foreldra. Hingað til hafa
unglingar, sem við þess háttar að-
stæður hafa búið, oft verið vistað-
ir á Upptiikuheimili ríkisins í
Kópavogi en það er ekki rétti
dvalarstaður fyrir þá einstakl-
ínga, eins og þá sem verða munu á
unglingaheimilinu. Tekið skal
fram að þeir munu stunda skóla-
göngu eða störf á vinnumarkaðin-
um.“
Vesturbær — háskólahverfið
borgín á i öðrum sveitarfélögum
og þá einkum á Nesjavöllum, svo
sem samþykkt hefur verið í borg-
arstjórn. Og haldið verði áfram
samvinnu við önnur sveitarfélög
um meðferð sameiginlegra afrétt-
arlanda, svo gróðri sé ekki spillt
% Stórt átak í
holræsamálum
í ræðu sinni gerði Elin grein
fyrir þvi sem gert hefur verið í
þessum málaflokki. Á liðnu ári
hafa farið fram mælingar á meng-
un frá bílum, verksmiðjum í lofti
og mælingar á súrefni í Elliða-
vogi, auk sýhatöku á sjó. Hvað
frárennslismál snerti hefði á sl.
ári verið unnið að hönnun á hinu
mikla ræsi, sem tengja á saman
allar lagnir frá Elliðavogi og aust-
urborginni og liggja saman i einni
stórri lögn út af Laugarnesi og er
í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist á þessu ári
með 1100 m langri lögn við Elliða-
vog fyrir 40 milljónir. Og þar sem
borgarstjórn telji að ekki megi
lengur dragast bráðabirgðaúr-
lausn í Skerjafirði, meðan beðið
sé rannsókna sem í gangi eru í
samvinnu við önnur sveitarfélög,
þá verði nú á árinu lengt Foss-
vogsræsið fyrir 10 milljónir, sem
ætti að bæta mjög úr. En lítið þýði
að bæta útrásir nema nágranna-
sveitarfélögin geri slíkt hið sama.
Elín T T 1 /»• X
Umnvertiö
mótar manninn
Umhverfismál í borgarstjórn Reykjavíkur
Við afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar Reykjavíkurborgar 19. þ.m.
var samþykkt breytingartillaga
frá borgarfuiltrúum Sjálfstæðis-
flokksins við tillögur frá borgar-
fulltrúum Framsóknarmanna
varðandi mengun, frárennslismál
og uppgræðslu f borgarlandinu.
Elfn Pálmadóttir borgarfulltrúi
gerði grein f.vrir málinu og lagði
breytingartillöguna fram, jafn-
framt þvf sem hún ræddi um
ýmsa þætti f járhagsáætlunar,
m.a. skólabyggingar, framkvæmd
á áætlunum umhverfi og útivist,
sundlaug við Grensásdeild, og
starfs- og námsráðgjafa á fræðslu-
skrifstofu, sem samþvkkt var f
fundarlok.
Samþykkt var eftirfarandi til-
laga:
„Borgarstjórn leggur áherzlu á
að þess verði gætt í hvívetna að
skaðleg efni frá verksmiðjum,
vinnustöðum eða nærliggjandi
byggð valdi ekki ofmengun vatns,
sjávar og andrúmslofts og fylgist
umhverfismálaráð og heilbrigðis-
málaráð sem hingað til með slíku,
svo sem kostur er. Þá áréttar
borgarstjórnin fyrri samþykktir
sinar um nauðsyn þess að koma
frárennslismálum borgarinnar í
betra horf en nú er, þar sem út-
rásir liggja viðast skemmstu leið
út fyrir sjávarkamb 1 þvf sam-
bandi vekur borgarstjórn athygli
á því að hafið er stórátak til að
komá' frárennsli i eina lögn, er
liggi iangt á haf út frá Laugarnesi
norðan borgarinnar meðal annars
með 40 milljón króna framlagi á
þessu ári til framkvæmda. Svo og
verður Fossvogsræsi á þessu ári
lengt í suður f Skerjafirði fyrir 10
milljónir króna. En rannsóknir
fara fram til undirbúnings loka-
frágangi þar, sem verður að gera í
samvinnu við nágrannasveitarfé-
lögin.
Borgarstjórn lýsir ánægju sinni
með þær framkvæmdir sem í
gangi hafa verið undanfarin sum-
ur að efla gróður á upplandi borg-
arinnar, einkum í Hólmsheiði.
Hefur verið tekið fyrir nær allt
land borgarinnar og á næsta ári
áætlað að græða upp gamlar
gryfjur í Árbæjarlandi. Leggur
borgarstjórn áherzlu á, aðÁ' fram-
haldi af því verði markvisst unnið
að því að græða upp lönd þau sem
Malargryfjur
að skjólgóðu
útivistarlandi
Elín kvaðst með svolitlu stolti
taka undir orð framsóknarmanna,
sem lýstu ánægju með þær fram-
kvæmdir sem fram hefðu farið
undanfarin sumur við að efla
gróður i landi borgarinnar. Búið
er að taka fyrir allt land sem
borgin á utan við byggðina og
markvisst unnið að því að stöðva
gróðureyðingu og rækta upp,
sagði hún. í fyrrasumar var byrj-
að að sá í hoitin í Ártúnslandi og
nú í sumar verður gengið á Ijótar
malargryfjur þar. En það er einn
liðurinn í þvf að gera Elliðaár-
svæðið áð aðgengilegu og ánægju-
legu útivistarsvæði. En með þess-
um gryfjum fæst stórt og skjól-
gott útivistarland, dalverpi sem
menn almennt vita ekki um; þeg-
ar þær hafa verið lagfærðar og
gróður kominn í þessa dalkvos.
Þá vakti Elín athygli á því að
náðst hefur samstarf við sveitar-
félögin, sem Iiggja að afréttar-
landi Ingólfs um afréttarmál og
IWiðbær
Myndina tók Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.)