Morgunblaðið - 26.01.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JAN’UAR 1978
29
Inndjúpsáætlun:
Fólksfækkunarfár
og byggðaröskun
Horft fram til betri tíðar
Hér for á eftir framsaga Sigurlaugar Bjarnadóttur (S)
með fyrirspurnum til landbúnadarrádherra varðandi
Inndjúpsáætlun. Sjá nánar um þetta efni á þingsíðu IVlbl.
í gær.
ofbeit og er Hafliði Jónsson full-
trúi Reykjavíkur. Er nýuomin
skýrsla um rannsóknir í beitar-
löndum þar sem fram kemur að fé
hefur fækkað á svæðinu, en
hrossum fjölgað mjög. Sauðfé þar
er talið hafa fækkað úr 3346 í
Reykjavík á árinu 1965 í 1308
1976, en hrossum fjölgað úr 1200 í
2166, en hrossabeit á afréttinum
hefur verið bönnuð. í skýrslunni
segir að leggja beri áherzlu á að
fé * sé alls ekki sleppt mjög
snemma vors og væri e.t.v. raun-
hæft i ljósi ríkjandi aðstæðna að
miða að jafnaði við fyrstu viku i
júni, en síðar ef illa vorar. Sagði
Elín að skv. þessari skýrslu sé nú
traustari grundvöllur en áður til
að gera samstillt átak með þátt-
töku allra þeirra aðila, sem nýta
viðkomandi beitarlönd, t.d. með
áburðar- og frædreifingu, þar sem
land er illa farið. En í kaflanum
um Reykjavik og Kópavog sé lagt
til að hafist verði handa um mark-
vissa uppgræðslu á gróðursnauð-
um melum suður af Neðri Fóellu-
vötnum (neðan Bláfjallavegar)
og e.t.v. víðar i samvinnu við
Landgræðslu ríkisins. Hafi skýrsl-
an verið lögð fram í umhverfis-
málaráði til frekari umfjöllunar.
Gengið frá
Skólavörðuholti
Inni í borginni er markvisst
verið að rækta upp og taka fyrir
auð svæði og miðar ágætlega að
mínum dómi, sagði Elin. Megnið
af þeim ófrágengnu svæðum, sem
áttu að hafa forgang skv. áætlun
um umhverfi og útivist hafa þeg-
ar verið tekin fyrir. Og í ár verður
haldið áfram með ýmis svæði, svo
sem Austursvæðið i Fossvogi,
garð í Háaleitishverfi, trjábelti til
hljóðeinangrunar við Breiðholts-
braut, opið svæði við Kvisthag: i
Vesturbæ og svæði í Mjódd, við
Stekkjabakka og Leirubakka í
Breiðholti, svo eitthvað sé nefnt.
Það verður nú tekið fyrir Skóla-
vörðuholtið í Austurbænum, það
skipulagt og stígar lagðir með-
fram götunum. Og veitt sé fé til
leikvallagerðar. Verður varið í
þetta 116 milljónum kr. á árinu.
^ Græna byltingin
Þegar menn gagnrýna að lítið
hafi orðið úr grænu byltingunni
svonefndu, hlýtur það að vera af
ókunnugleika, sagði Elín. Hvar-
vetna I bænum sér þess merki að
grætt hefur verið upp og gengið
frá, þó öllu slíku sé ekki lokið,
enda átti áætlun um umhverfi og
útivist að ná til 1983.
1 framkvæmdaáætlun var hins
vegár gerð grein fyrir þvi hvað
skyldu vera forgangsverkefni. En
það var í fyrsta lagi að lokið yrði
frágangi á minni grænum svæð-
urh í íbúarhúsahverfum, og spild-
um annars staðar, sem eftir hafa
orðið við byggingar og gatna-
gerðarframkvæmdir. Eru þau til-
greind nánar á bls. 4—6 i fram-
kvæmdaáætlun um umhverfi og
útivist. Ef þau eru skoðuð nánar
kemur i ljós að lokið er flestum
þeim verkefnum, sem eru sett
fram sem forgangsverkefni. Önn-
ur eru vel á veg komin, og hafa
sum hver verið gerð viéameiri en
upphaflega var áætlað, þar eru
aðeins sex af 54 tilgreindum
svæðum, sem ennþá hefur ekki
verið hafist handa um að lagfæra
(sem eru sem næst 11%). En hins
vegar er rétt að það komi fram, að
á móti koma ýmis verkefni, sem
alls ekki var reiknað með í þeirri
áætlun, er gerð var um umhverfi
og útivist í febrúar 1974. Má þar
t.d. nefna lóð Blindraheimilisins
við Hamrahlíð, skrúðgarð við
Grundargerði og þrjá grenndar-
velli í Fellahverfi i Breiðholti. Og
geta má þess að Hólmsheiðin var
ekki þarna á áætlun. En ýmsar
ástæður, sem ekki verður hér get-
ið, liggja til þess að ekki hefur
verið hægt að ráðast i svæðin sex
ennþá.
í öðrum lið framkvæmda-
áætlunar er einnig gert ráð fyrir
að gengið verði frá gangstéttum
og grænum reinum meðfram
þeim, þar sem gatnagerðarfram-
kvæmdum er lokið að öðru leyti.
Sérstök áherzla verði lögð á
íbúðarhverfi. Við þetta hefur ver-
ið staðið og mun víðast hvar lokið
við gangstéttargerð í íbúðarhverf-
um og grasreinar hafa verið gerð-
ar á þeim stöðum, þar sem endan-
Iega hefur verið gengið frá götum
og gangstéttum. Hins vegar vant-
ar ennþá töluvert á að lokið sé
gangstéttarfrágangi við allar aðal-
brautir, þó að mikið hafi verið
gert á undanförnum árum. Og
hefur minna áunnist en vonir
stóðu til um göngu- og hjólreiða-
stiga, svo og um reiðstíga, þó
nokkuð hafi verið gert, t.d. með
undirgöng frá Fákshúsum undir
Reykjanesbraut. Á Elliðaársvæð-
inu hafa bakkarnir á Vesturbakk-
anum verið teknir fyrir og
ræktaðir upp og hlaðinn veggur
meðfram árbakkanum til varnar
því að áin græfi sig inn undir
árbakkann meira en orðið var, en
ræktuð stór svæði á athafnasvæði
Rafmagnsveitunnar og er nú
haldið áfram þar i nánd með
áframhaldandi ræktun. Nú þegar
hafa verið gróðursettar 5 þúsund
trjáplöntur i nær 7 hektara lands
i Ártúnslandi og sáð grasfræi í
moldarflög og næsta verkefni að
græða upp sandgryfjurnar. Stefnt
er að þvi að fá flutta olíutankana,
sem nú standa fast við Elliðaárn-
ar og koma þeim fyrir neðan við
jarðhúsin. Hefur umhvefismála-
ráð fjallaö um þetta mál og reynt
að reka á eftir við viðkomandi
aðila að hafist verði handa um
þessa flutninga.
Um gerð stíga frá Elliðaársvæð-
inu allt upp i Heiðmörk, er það að
segja að sjálfsagt þótti að tengja
þetta verkefni lagningu vatns-
veituæðar, sem nú er unnið að og
liggur um mestan hluta þeirrar
leiðar, sem fyrirhugaðir göngu-,
hjólreiða- og reiðstígar eiga að
Iiggja skv. áætluninni um um-
hverfi og útivist. Standa vonir til
að lagningu vatnsæðarinnar verði
lokið á næsta sumri og þá hægt að
ganga í málið.
Að lokum sagði Elín að heildar-
áætlun um umhverfi og útivist
hefði verið ætlað að ná fram til
1983 og mörg verkefni að sjálf-
sögðu óunnin, og benti á að þarna
væru mikil sumarverkefni fyrir
æsku Reykjavíkur og það ekki
síður mikilvægt.
Upphaf Inn-Djúpsáætlunar má
rekja til fruntkvæðis bænda við
ísafjarðardjúp í byrjun þessa ára-
tugs. Hófs áætlunartímabilið árið
1973 og skyldi standa í fimm ár —
til loka ársins 1978. Gert var ráð
fyrir, að áætlunin yrði endurskoð-
uð, eftir því sem henni miðaði
fram, en sú endurskoðun hefir
ekki verið gerð og þvi er þessi
fyrirspurn borin fram nú. Megin-
markmið Inn-Djúpsáætlunar var
að efla atvinnulíf svæðsins með
því að stækka búin, gera þau
rekstrarhæfari og treysta með því
— og auka búsetu á svæðinu.
Byggðir Inn-Djúpsins höfðu gold-
ið mikið afhroð I því fólks-
fækkunarfári, er gekk yfir Vest-
firði á áratugunum upp úr 1930.
Á byggðasvæði því sem áætlunin
nær yfir fækkaði íbúum á árabil-
inu 1930—1972 úr 711 í 399 eða
um 56,1%. Á sama tíma varð hlut-
fallsleg fækkun á Vestfjörðum
24% en fjölgun þjóðarinnar í
heild hinsvegar 93,6%. Mun þetta
eitt gleggsta dæmið um hina
hroðalegu byggðaröskun í land-
inu, er varð á þessu tímabili.
Það er enginn vafi á þvi, að
Inn-Djúpsáætlunin hefur þegar
borið mikinn og glæsilegan árang-
ur og ber að þakka skilning
stjórnvalda — og þá ekki hvað
sízt landbúnaðarráðherra Hall-
dóri E. Sig. á nauðsyn sérstakra
ráðstafana til að stöðva þá óheilla
þróun, er þarna átti sér stað.
Svipaða sögu er að segja um
Árnesáætlun I Strandasýslu, sem
hófst árið 1975 og hefur gengið
mjög vel. Áætlunin hefir glætt
bjartsýni við kjark fólksins sem
þarna býr og trú þess á að búskap-
ur við Djúp geti verið lífvænleg-
ur, ef rétt er á haldið, þótt bú-
skaparskilyrði séu þar að ýmsu
leyti erfiðari en víða annars
staðar á landinu. En þarna eru
einnig mikilvæg hlunnindi: æðar-
varp og fuglatekja, seltekja, lax-
og silungsveiði, jarðhiti víða og
virkjanlegt vatnsafl, sem þegar
hefir verið nýtt í þágu Inn-
Djúpsbyggða. Má benda á til
gamans að fámennasti hreppur-
inn Snæfjallahreþpur á elztu
hreppsvirkjun á landinu Mýrarár-
vikjun sem nú er orðin meira en
10 ára og hreppsbúar reistu af
eigin rammleik. Ég vil einnig geta
þess, að á s.l. 2—3 árum hafa
byggst upp á svæðinu þrjú eyði-
býli með ungum og áhugasömum
ábúendum í Botni í Mjóafirði,
Hafnardal á Langadalsströnd og
Þernuvík í Ögurhreppi. Munu
sveitbýli á svæðinu nú vera 45
talsins í fjórum hreppum. Ég tel
óhætt að fullyrða, að þessi fjölgun
hefði ekki komið til, nema af þvi,
að Inn-Djúpsáætlun var í gangi.
En hverja sögu verður að segja
eins og hún gengur. Þótt þessi
áætlun hafi tvímælalaust haft já-
kvæð áhrif, þá hefir gengið á
ýmsu með framkvæmd hennar og
ekki verið staðið sem skyldi við
þau fyrirheit, sem gefin voru í
upphafi. Landnámi ríkisins var
falið að sjá um framkvæmdina en
því hefir jafnan verið fjár vant til
að geta leyst hana af hendi sem
skyldi og árið 1975 færðist hún
yfir á hendur ræktunarsambanda
Djúpbænda og nú hefir nýstofnað
húsgerðasamband ásamt með A-
Barðstrendingum tekið að sér
byggingaframkvæmdir fyrir
bændur. Fé hefir skort til að
standa straum af nauðsynlegri
framkvæmda- og yfirstjórn og því
ýmislegt verið lausara I böndun-
um ei^skyldi. Gengið var út frá í
upphafi að Djúpbændur fengju
25% staðaruppbót á afurðaverð
vegna aðstöðumunar. Þessi upp-
bót hefir í reynd verið hæst
14,29% en er nú komin ofan í 7%.
Benda má á i þessu sambandi —
og þá hvað helzt þeim mönnum,
sem hafa upp á síðkastið gengið
berserksgang við að níða niður
íslenzkan landbúnað — og ýmsar
nágrannaþjóðir okkar ganga sýnu
lengra en við i fjölþættri aðstoð
til landbúnaðar í þeim landshlut-
um sem standa höllum fæti í
byggðalegu tilliti. Þannig er t.d. i
N-Noregi veittur 50% hærri
styrkur til framræzlu en annars
staðar i landinu og fjölmargir
styrkir, mismúnandi háir eftir að-
stæðum, til byggingafram-
kvæmdar, kjarnfóðurs- og
áburðarkaupa o.fl. þarna er sem-
sagt beitt ákveðinni stjórnun á
þróun landbúnaðar, sem mjög
hefir skort á hjá okkur.
Þá er það einnig staðreynd nú á
lokaári Inn-Djúpsáætlunar að
ræktunarþátturinn hefir orðið
allmjög útundan og horfur á að
ræktaður verði aðeins 1/5 hluti
þess, sem til stóð á áætlunartíma-
bilinu, 44% af hlöðubyggingum
eru horfur á að lokið verði, 51%
af fjósum og 84% af fjárhúsum.
Það er þvi ljóst, að mikið mun
vanta á, að áætlunin standist og
eðlilegt, að spurt sé: hvað tekur
við árið 1979?. Munu bændur á
Inn-Djúpssvæðinu ekki njóta
áfram viðbótarfyrirgreiðslu frá
Byggðasjöði og stofnlánadeild —
eða á að hverfa frá hálfloknu
verki? Nauðsynlegt er, að málin
verði athuguð og endurskoðuð nú
strax í upphafi árs til að eitthvert
svigrúm sé til skynsamlegs sam-
hengis í ákvörðunum. Alm.
bændafundir við Djúp á s.l. ári
hafa ályktað eindregið í þá átt.
Það hefur mikið verið talað um
ofbeit í sveitum landsins og of-
framleiðslu landbúnaðarafurða.
Þá má fullyrða, að við ísafjarðar-
djúp er hvorugu til að dreifa.
Þvert á móti líða þéttbýlissvæðin
utanvert við Djúpið, Isafjörður og
Bolungarvík af stöðugum
mjólkurskorti. Það er þvi augljóst
mál, að hagkvæmt er og sjálfsagt
að leggja allt kapp á aukna
mjólkurframleiðlsu í aðliggjandi
landbúnaðarhéruðum, — en daga
að sama skapi úr rándýrum flug-
flutningum á mjólkurvörum frá
öðrum landsfjórðungum.
Flutningsgjaldið á mjólk pr. litra
með flugi á s.l. ári frá Rvík eða
Akureyri var 43,76 kr. — 43,76 á
hvern lítra en á árinu 1976 voru
fluttir þannig flugleiðis 183,000
litrar af mjólk og rjóma til tsa-
fjarðar. Flutningskostnaður á
mjólk með Djúpbátnum á árinu
1977 var hinsvegar 4,60 pr. lítra
þ.e. úr Djúpinu til Isafjarðar úr
Dýrafirði og Öndundarfirði. Er
kostnaðurinn — með bílakstri og
síðan Djúpbátnum 13.06 pr. litra.
Bændur á Inn-Djúpssvæðinu hafa
á undanförnuin árum iagt vax-
andi áherzlu á mjólkurfram-
leiðslu og hefir hún aukist veru-
lega. Þannig var mjólkuraukning
hjá Mjólkursamlagi Isfirðinga á
fyrstu 6 mánuðum ársins 1977
15% — og er það langmesta aukn-
ing yfir landið allt. Þessa þróun
verður að örva og styðja. Hag-
kvæmni þess liggur í augum uppi.
Um siðari lið fyrirspurnarinn-
ar: Hvaða rök eru fyrir þvi, að
fjárveiting til siðasta árs
áætlunarinnar er felld niður í
frumv. til fjárlaga 1978 — get ég
verið stuttorð. Hún kom inn i
meðförum þingsins var upphaf-
lega 5—7 millj. en sú upphæð
óbreytt hefir verið á fjárlögum
undanfarin ár, lækkaði þó árið
1976 í 6.6 millj. Þessi fjárveiting
óbreytt i verðbólguþróun undan-
genginna ára, hefir auðvitað ekki
hrokkið til mikilla stórræða en þó
verra að missa alveg af henni.
Eg leyfi mér að vera bjartsýn
um jákvæð svör hv. landb.rh. við
megin efni fyrirsp. minnar og
greinargerðar hér að framan, um
endurskoðun Inn-Djúpsáætlunar
og framlengingu hennar — með
•einum eða öðrum hætti. Méi' sýn-
ast öll rök hniga að því, að hér
megi ekki láta staðar numið og ég
hlýt að benda á, að hinum ýmsu
félagslegu þáttum sem áætlunin
fól í sér upphaflega, hefir litt eða
ekki verið sinnt. Engu að síóur vil
ég endurtaka þakkir mínar fyrir
það, sem hér hefir verið vel gert í
þágu byggðalágs, sem liklega,
flestum byggðalögum fremur,
hefir átt í vök að verjast, en virð-
ist nú sjá fram á nokkru bjartari
tíð.
Varmapottur við einn sundstaðinn.