Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1978 39 Leikið gegn Sovétmönnum í kvöld Jón ekki með — Björg- vin verður fyrirliði Janusz ekki opinber þjálfari heldur ráðgjafi NÆR fullvist má lelja að Jón H. Karlsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins í handknattleik, geti ekki leikið tneð gegn Sovét- mönnum á fimmtudagskvöldið I fyrsta leik íslands I Heimsmeist- arakeppninni vegna meiðsla I baki. Verður Björgvin Björgvins- son fyrirliði liðsins I leiknum í stað Jóns, en leikurinn fer fram í Árósum og hefst hann klukkan 19.30 að Islenzkum tíma. Þó svo að liðið hafi ekki verið tilkvnnt er þó ljóst að Þorlákur Kjartansson markvörður hvílir í leiknum auk Jóns og þriöji maðurinn sem hvílir verður einn þessara þriggja manna. Viggó Sigurðsson, Gunnar Einarsson eða Þorbergur Aðalsteinsson. Undirbúningur landsliðsins fyrir þessa keppni hefur staðið frá 21. maí 1976 eða í rúma 20 mánuði. Hefur undirbúningur beinzt að því eina markmiði að ná sem beztum árangri hér i Danmörku. Á næstu dögum kemur i ljós hver uppskera erfiðisins verður. Menn eru eðlilega mjög mismunandi bjartsýnir. þeir bjartsýnustu trúa á sæti meðal þeírra fimm beztu en aðrir álíta að ísland fari heim að loknum þremur tapleikjum i röð. i rauninni má segja að raunveruleg staða Is- lands sé á bilinu 9,—12. sæti en menn gera sér þó vonir um 1.—8. sæti en verða að vera viðbúnir að taka þvi ef liðið nær ekki þvi takmarki. Birgir spáir 3. sæti Landsliðsnefnd var í dag beð- in að spá um frammistöðu ís- lenzka liðsins og voru þremenn- ingarnir í nefndinni. sent gár- ungarnir kalla gjarnan KGB, mjög bjartsýnir. Karl Benediktsson: Sjöunda sæti eftir leik við TékktV slóvakiu. Gunnlaugur Hjálmarsson: Sjöunda sæti eftir leik við Ung- verjaland. Danireruí taugastríði DÖNUM er greinilega ekki rótt þessa dagana. Þeir krefjast þess af handknattleikslandsliði sínu að það standi sig betur í Heimsmeistarakeppninni en nokkru sinni áður og til að svo megi verða spara þeir engin meðul. Þeir eru hræddir við litla tsland og mikið taugastrfð er í gangi af hálfu Dananna. Þegar dönsku blöðin voru opnuð í morgun blöstu við stór- ar fyrirsagnir um fyrsta hneykslið í Heimsmeistara- keppninni. Og blöðin höfðu fundið út að ísland var söku- dólgurinn og ætti að sitja í skammarkróknum eins og þeir kölluðu það. í gærkvöldi var auglýstur leikur milli íslenzka landsliðsins og Árhus KFUM og átti hann að fara fram í Silki- borg. En þegar islendingar til- kynntu að þeir hefðu ekki Hafa óskað eft- ir að fá að leika afla leiki íslands í hvítum búningum ÍSLENZKA fararstjórmn hefur óska ðeftir því við skipuleggjendur heims- meistarakeppninnar i Danmörku að island fái að leika í hvítum bóning- um alla leiki liðsins i keppninni. Það er skoðun fararstjórnarinnar að það hafi slæm áhrif að vera sífellt að skipta um búninga og þvi sé eðlilegt að óska eftir að fá að nota hvíta búninginn Rússar og Danir leika báðir í rauðum peysum og hvítum buxum og vegna sjónvarps- upptaka getur island ekki leikið i bláum peysum og hvitum buxum gegn þessum þjóðum. þar sem enginn munur sæist þá á liðunum i svart-hvitum tækjum Þess má geta. að íslandi hefur yfirleitt gengið betur i bláhvita búningnum og í honum hefur liðið unnið flesta sina beztu sigra, hvernig sem á þvi stendur áhuga á þvi að leika þennan leik í Árósum með fullt hús af- áhorfendum og rússneska og danska sjónvarpstökumenn, kölluðu Danir það hneyksli og hótuðu að krefja íslenzka liðið skaðabóta. Vildu að Danir bæðust afsökunar Það eru hins vegar við sem krefjumst þess að Danir biðji afsökunar, sögðu HSÍ-menn. Við höfðum beðið um að fá sal- inn fyrir létta æfingu í gær- kvöldi en það kom aldrei til greina að fara út í harðan leik. Danirnir eru greinilega að taka okkur á taugum en þeir um það, sögðu þeir hjá HSÍ. Þess má geta að ýmis smá- atriði hafa brugðizt f skipulagn- ingu Dananna og það er eins og þau bitni aðallega á islending- um en ekki Spánverjum og Rússum. Þannig fengu íslenzku fararstjórarnir leikskrá fyrir keppnina og tímasetningar all- ar í dag en t.d. Rússar höfðu fengið þetta fyrir hálfum mán- uði. Bifreið sú, sem átti að flytja íslenzka liðið á æfingu í morgun, kom hálftíma of seint og þannig mætti áfram telja. Smáatriði, sem eru liður í taugastríði Dananna. BT talar um fyrsta HM-hne.vkslid Danska blaðið BT bekur stórt upp í sig í dag og vísar á forsíðu á fyrsta HM-hneykslið á íþrótta- síðu blaðsins. Larsen, formaður Danska hand- knattleikssambandsins, er dreginn inn í málið. Segir hann að íslendingár hafi beðið um þennan leik og hafi fengið að vita að mótherjar þeirra yrðu Arhus KFUM. íslendingar hafi ekki talað við neinn um að breyta þessari ákvörðun en síð- an neitað að fara með bílnum til Silkiborear. Báðu um æfingu, ekkileik Kjartan Steinbach fram- kvæmdastjóri HSt sagði hins vegar að íslenzka liðið hefði beðið um æfingu, ekki leik. Birgir Björnsson: Þriðja sæti eftir leik við Austur-Þjóðverja. En það er á fimmtudagskvöld sem keppnin byrjarog gifurleg- ur áhugi er á henni hér i Dan- mörku. Blöðin eru uppfull af fréttum um liðin. sem taka þátt i lokakeppninni, og það er næsta lítið sem maður veit ekki orðið um dönsku leikmennina eftir að hafa flett blöðunum hér siðustu daga. Fyrsti leikurinn i C-riðlinum verður viðureign Dana og Spán- verja og hefst hann klukkan 18 að íslenzkum tima en strax á eftir leika ísland og Sovétríkin. En hverju spáír KGB um þá viðureign. Árósum 25. janúar, frá Ágústi I. Jónssyni blaðamanni Morgunblaðsins á Heimsmeistarakeppninni í handknattleik: Hússarnir hávaxnir — Á góðum degi getum við unnið Sovétmenn. segir Birgir Björnson. — Rússarnir viður- kenna alls ekki að þeir séu í léttum riðli og hafa kvartað mikið yfir því hve litið þeir viti um ladslið Islands og Danmerk- ur. Þeir hafa sagt að þeir vildu miklu frekar hafa lent i riðli með einhverjum Austantjalds- þjóðum. Við höfum hins vegar farið yfir myndir frá landsleikj- um Rússa í lok siðasta árs gegn Ungverjum og Pólverjum og höfum séð að þeir eru mannleg- ir, þeir gera mistök eins og aðr- ir og að við eigum möguleika gegn þeim. — Rússnesku leikmennirnir eru allir mjög hávaxnir og vörn þeirra er sterk. Miðjumennirn- ir i vörninni eru allir yfir tveir metrar á hæð. I sókninni eru þeir með eldsnögga hornamenn og góðar skyttur. Við höfum gert okkar áætlanir og förum yfir þær einu sinni enn áður en til leiksins kemur. sagði Birgir Björnsson. Dómarar í leiknum verða þeir Nilson og Olsson frá Svi- þjóð og vona menn að ef eitt- hvað hallar á verði þeir okkur hliðhollir frekar en hitt. Búizt er við 500 islenzkum áhorfend- um á leikinn og má búazt við því að þeir hvetji landann vel og einnig má reikna með því að dönsku áhorfendurnir haldi frekar með okkar mönnum en þeim rússnesku. Ekki veitir af. Janusz ekki á bekknum Janusz Cerwinski landsliðs- þjálfari hefur lýst yfir ánægju sinni með leik flestra islenzku leikmannanna i Noregi á dög- unum og hann er ánægður með líkamlegt ástand þeirra. Óvíst er hvort Janusz verður á bekkn- um í leiknum og mun Birgir Björnsson stjórna liðinu gegn Sovétmönnum. Janusz er ekki opinber þjálfari en ráðgjafi. Janusz kom fyrst til starfa með Islenzka landsljðinu i september 1976 og siðan var hann með liðinu fram yfir B- keppnina í Austurríki. En siðan hefur hann ekki verið eins mikið með liðinu og ætlað hafði verið. Hefur þar ýmislegt kom- ið til en greinilega eru pólsk íþróttayfirvöld ekki hrifin af þvi að Janusz þjálfi lið sém ef til vill gæti gert Pólverjum erfitt fyrir i Iokakeppninni. Komist ísland áfram leikur það einmitt i milliriðli með Pólverj- um og Svíum að öllum likind- um. Janusz hefur aðeins dvalið þrjár vikur á Islandi á s.l. hausti en engu að síður hefur liðið æft eftir fyrirmælum hans. Sagði Birgir Björnsson að menn hefðu eflaust haldið að landsliðsnefndin væri orðin kolvitlaus ef þeir hefðu kynnzt æfingum Januszar og öllu erfið- inu en þeir hefðu getað sýnt páppíra upp á það, að Janusz hefði samið æfingaáætlunina. — Nú eiga allir að vera i beztri mögulegri æfingu og nú er bara að vona að allt smelli saman. sagði Birgir Björnsson. Tveir sigrar yfir Sovét- mönnum ísland lék fyrst landsleik við Sovétmenn 1965 og þjóðirnar hafa siðan leikið 9 landsleiki sín á milli. Sex sinnum hafa Sovétmenn sigráð en íslending- ar tvisvar og einu sinni hefur orðið jafntefli. Markatalan er 181 gegn 152 Sovétmönnum i vil. Sigrar íslands voru á árinu 1973 hér heima. en þá vann ísland 23:19 og 19:17 i keppni við úrvalslið Grúsiu. sem Sovét- menn tefldu fram sem lands- liði. Spánn vann Ítalíu 2:1 SPÁNN sigraði ítalíu 2:1 f vin- áttulandsleik i knattspyrnu, sem fram fór f Madrid í gærkvöldi. Þótti leikurinn afspyrnulélegur. Pirri skoraði úr vítaspyrnu fyrir heimamenn á 10. mínútu og Dani breytti stöðunni í 2:0 fyrir Spán á 55. mínútu en á lokaminútunni skoraði Tardelli eina mark Itala. Báðar þessar þjóðir verða með í lokakeppni HM i Argentfnu næ'sta vor. Páll valjnn í stað Ólafs LANDSLIÐSNEFND HSl ákvað f gærmorgun að bæta Páli Björg- vinssyni, Vfkingi, f landsliðshópinn f stað félaga hans Ölafs Einarssonar, sem meiddist f landsleiknum gegn Noregi á dögun- um. Voru sfðustu forvöð að tilk.vnna endanlegan 16 manna landsliðshóp fyrir hádegi f gær og var nafni Páls bætt á skýrsl- urnar f staðinn fyrir nafn Ólafs. Páll er enginn nýgræðingur f landsliðinu. Hann hefur leikið 23 landsleiki og hann var fyrirliði landsliðsins um tfma en alvarleg meiðsli hafa komið í veg fyrir að Páll væri fastamaður f liðinu á sfðustu mánuðum. Hann hefur f haust æft með landsliðshópnum. Myndin var tekin á heimili Páls f gærkvöldi þegar hann var að pakka niður fyrir Danmerkurferðina, en Páll átti að fara utan f morgun. Með Páli á myndinni eru Astrós Guðmundsdóttir eigin- kona hans og sonurinn Guðmundur. Ljósm. B ' Fram vann FH ÞRlR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Mesta athygli vakli leikur Fram og FH. tsn honum lauk með sigri Fram 13:10. FH var taplaust fyrir þennan leik. Þá vann Valur KR 11:8 og Armann vann Vfking 13:9. Sjá einnig íþrótta- fréttir á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.