Morgunblaðið - 26.01.1978, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.01.1978, Qupperneq 40
au<;lVsin<;asíminn er: 22480 FIIVIIVITUDAGUR 26. JANÚAR 1978 Landsbankamálið: Einn þáttur að komast á lokastig RANNSÓKN á þeirri hlið Lands- bankamálsins sem snýr að fyrir- tækinu Sindra er að komast á lokastig en ekki munu hafa kom- ið fram neinar nýjar upplýsingar sem máli skipta og fjárhæð und- andráttar deildarst jórans í ábyrgðadeild bankans að mestu hin sama og áður hefur verið greint frá f Mbl. eða í kringum 50 milljónir króna. Gæzluvarðhald deildarstjórans rennur út þriðjudaginn 1. febrúar n.k. Viðskiptaráðherra Ólafur Jóhannesson, sem jafnframt fer með málefni viðskiptabankanna, hefur einnig vegna fyrirspurnar á Alþingi óskað eftir upplýsingum frá bankaráði og bankastjórn Landsbankans um eðli málsins. Fundur verður i bankaráði Landsbankans nk. föstudag, þar sem væntanlega verður fjallað um þessa ósk ráðherrans. N etabátarnir: Skipstjórarnir dæmdir í 10-25 þús. króna sekt SKIPSTJÓRAR bátanna fjög- urra, sem Landhelgisgæzlan kærði fyrir að vera með ómerktar netatrossur í sjó, voru í gær dæmdir í 10—25 þúsund króna sekt hjá hæjarfógetaembættinu í Keflavfk. Bátarnir, sem kærðir voru vegna ómerktra netatrossa, eru Vatnsnes KE 30, Ágúst Guð- mundsson 2. GK 94, Þorkell Arna- son GK 21 og Jóhannes Jónsson KE 79. Það var Guðmundur Kristjáns- son fulltrúi bæjarfógeta í Kefla- vík sem kvað upp dóminn yfir skipstjórunum. Sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið í g-íer, að skipstjórar bátanna hefðu ekki borið á móti þvi að trossurnar væru ómerktar, og hefðu þeir þegar kippt sínum málum í lag. Hins vegar hefðu skipstjórarnir bent á, að reglugerð um merking- ar netatrossa hefði verið í gildi í 3 ár, en fram til þessa hefði það verið látið viðgangast að bátarnir væru með ómerktar trossur. Að sögn Guðmundar fékk einn skipstjórinn 10 þús. kr. sekt, einn fékk 20 þús. kr. sekt og tveir fengu 25 þús. kr. sekt. Sagðí Guð- Tveir seldu í Þýzkalandi TVEIR bátar seldu afla í Þýzka- landi í gær. Háfberg GK seldi rúmlega 50 lestif f.vrir 102 þús- und mörk og var meðalverð á kfló kr. 180. Þá seldi Ölduberg ÁR 44 lestir fyrir 81 þúsund mörk, meðalverð á kíló var kr. 186. mundur, að sekt skipstjóranna hefði farið eftir þvf hve mikið þeir hefðu verið með af ómerkt- um veiðarfærum í sjó. Þegar Morgunblaðið skýrði frá þessu máli í gær, var sagt að einn bátanna, sem kærðir voru, hefði verið Baldur KE 97. Baldur kom hvergi nærri þessu, en lenti í fréttinni sökum rangra upplýs- inga sem fyrst bárust um bátana. Framhald á bls. 22. Það þarf ekki alltaf híla til að flytja þunga hvrði. Ljósni. M 1)1.. Frióþjófur. Ákvördun fiskverds: Meðalhalli frystihúsanna 20% Nauðsynlegt er að sjómenn fylgi öðrum stéttum í kjörum segir Árni Benediktsson form. Sambandsfrystihúsa „SÚ fiskverðsákvörðun, sem ákveðin var í Yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins í gær, þýðir ein- faldlega að mikill halla- rekstur er framundan í frystiiðnaðinum. Halli húsanna verður vissulega misjafnlega mikill en Ijóst er að meðalhalli þeirra verður um 20%,“ sagði Árni Benediktsson, for- maður Sambandsfrysti- húsa, í samtali við Morgun- hlaðið í gær, en Árni er annar fulltrúi kaupenda í yfirnefnd þeirri, sem ákvað nýtt fiskverð í gær. Rússneska gervitunglið: Haft var samband við íslenzk stj órnvöld ÞEGAR ljóst var hvert stefndi með rússneska gervitunglið, sem að lokum brann upp yfir Kanada, var haft samband við íslenzk stjórnvöld og þau undir það búin að hnötturinn gæti hrapað til jarðar hérlendis, með þeim hugsanlegu afleið- ingum, að geislavirk efni breiddust út. Almannavarnir ríkisins komu saman til fundar þegar s.l. föstudag vegna þessa máls og voru viðbúin öllu. Ekki er vitað hve margir gervihnett- ir af gerðinni Kosmos fara yfir Island né hve margir eru búnir kjarnakljúfum. Henrik Sv. Björnsson ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu sagði þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gær, að fyrir helgi hefði verið haft samband við íslenzk stjórnvöld til að hægt yrði aó gera nauðsynlegar ráðstafanir. Strax hefði verið haft samband við Almannavarnaráð ríkisins og það gengið í málið. Þá sagði Henrik aðspurður, að skilaboð- in um hættuna sem gæti stafað af gervitunglinu hefðu komið í gegnum sendiráð Bandaríkj- anna hér á landi, en ekki frá Rússum sjálfum. Guðjón Petersen hjá Al- mannavörnum sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að hættan af gervitunglinu Framhald á bls. 22. Á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins í gær var ákveðið nýtt almennt fiskverð, sem gilda á frá 1. janúar s.l. til 31. maí n.k., og felur ákvörðunin í sér 13% al- menna fiskverðshækkun. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra í gærkvöldi sagði hann, að hver maður hlyti að sjá hvaða vandamál nú blöstu við. Fundur yrði haldinn í stjórn Verðjöfn- unarsjóðs sjávarútvegsins fyrir helgi til að fjalla um vandamálin, en að öðru leyti sagðist ráðherra ekki vilja tjá sig frekar um mál- ið. I frétt, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. segir, að auk al- mennrar 13% fiskverðshækkunar verði jafnframt aukinn verðmun- ur á slægðri ýsu og óslægðri og slægðum ufsa og óslægðum. Þá var ákveðið að greiða skuli sér- Franíhald á bls. 22. íslendingar leika við Sovétmenn í HM í kvöld HEIMSMEISTARAKEPPNIN í Danmörku hefst I dag og f kvöld leikur tsland fyrsta leik sinn f keppninni gegn Sovét- mönnum. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá lands- liðinu og á sfðustu stundu var Páli Björgvinssyni, Víkingi, bætt f landsliðshópinn f stað Ólafs Einarssonar, sem er meiddur. Atti Páll að fara utan f morgun. Myndina tók RAX af Páli f gær, þegar hann var að ræða símleiðis v'ð landsliðsnefnd HSt úti f Dan- mörku. Nánar má lesa um keppnina á íþróttasfðum blaðs- ins í dag, sem eru á bls. 27, 38 og 39.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.