Morgunblaðið - 11.02.1978, Page 3

Morgunblaðið - 11.02.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 3 Miklar annir voru í gjaldeyrisdeild Landsbankans í gær eftir að gengisskráning hófst að nýju. Gengisskráning hafin að núju GENGISSKRÁNING hjá Seðlabanka Islands hófst að nýju kl. 10 í gærmorgun, enda hafði frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna gengislækkunarinnar hlotið samþykki á Alþingi. Gengi erlendra gjaldmiðla varð svipað því og Morgunblaðið hefur skýrt frá, — sölugengi dollara er nú t.d. 254.10 krónur, sterlingspunds- ins 491.60, dönsku krónunnar 44.37 og þýzka marksins 120.58. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns gjaldeyrisnefndar, hefur ekki ýkja mikið af gjald- eyrisbeiðnum safnast fyrir hjá nefndinni, því að enda þótt skráning lægi niðri hélt nefndin reglu- lega fundi og afgreiddi. Hins vegar kvað Björgvin mega búast við því að mikið hefði legið fyrir til afgreiðslu hjá skrifstofu gjaldeyrisdeildar bank- anna þegar gjaldeyrisafgreiðsla var tekin upp með eðlilegum hætti í kjölfar nýrrar gengisskrán- ingar. Björgvin kvað það aðallega hafa verið gjald- eyrisbeiðnir vegna bifreiða og húsgagna sem safnast hefðu fyrir hjá nefndinni. Þessar vöruteg- undir væru að vísu á frílista en engu að síður hefðu allar umsóknir um þessar vörutegundir Verða teknar fyrir á fundum nefndarinnar og afgreiðslu á þeim haldið i vissum skefjum. Hins vegar sagði Björgvin að gjaldeyrisnefnd hefði i gær afgreitt töluverðan fjölda gjaldeyrisbeiðna varðandi þessar vörur með algjörlega eðlilegum hætti og kvaðst hann gera ráð fyrir að afgreiðsla á GENGISSKRÁNING XAÖ* SAlA «* *o*« ».$.» OttAt tmm Z34 10 lOWOOH STXtUHGStöíO 4*0.40 MOHTVCAi CA* 0O1ÍA* 22 S33 2S**$ XÖftCHMAVH t06 OAMSXAt 4 43745 osto ?00 tfOtSKA* X* SfOCXflOU* tm $*.H$*At x*. $.445 15 5 45*.05 ■eisiMCfots tm nmmt i*o*x 0 »« 79 ftAttS lOO ftAMSXIt rt. si*s ss 3 t77 n •tossei 100 ttÍOIUit fi. mJte iwttctl «to svtsstt ft «»sa#s A**$?€*t>Aftt 10© OYtttHt >* too MÖtt «««.» tÓM 10« li»«» j*» WltH too mmt.xa. t.us« un« US$*»OM im rscooos *».*« «a;« MAOtlO tw f**$C?A* sues totlö mm mn þessum vörum yrðu eftirleiðis á eðlilegan hátt, enda mætti búast við að mjög drægi úr eftirspurn í kjölfar gengisbreytingarinnar. Miðstjórn Alþýðusambands Islands: Tékkhefti hœkka um 46,7% Tékkhefti hækkuðu 1. febrúar sl. og kosta nú 25 blaða hefti 550 krónur en kostuðu 375 krónur 50 blaða hefti kosta 1100 krónur. hann var tekinn á. Sakadómari, Jón Abraham Ólafsson- kvað tryggingu hafa verið setta fyrir greiðslu sektarinnar og síðan hefði togarinn fengið að fara frá Reykjavík, en varðskip kom þang- að með hann i fyrradag. Jón Abra- ham kvað sektarupphæðina vera venjulega upphæð í slíkum neta- málum. Eldri kona slasast al- varlega í umferðinni ELDRI kona slasaðist alvarlega er hún varð fyrir bifreið á Bræðra- borgarstíg skömmu fyrir hádegi í gær. Konan var flutt á Borgarspít- alann og lék grunur á því að hún hefði höfuðkúpubrotnað. Greiðir 300 þúsund kr. samkvœmt dómssátt Máli skipstjórans á belgíska togaranum Henriette lauk með dómssátt hjá saksóknara í gær og greiðir skipstjórinn 300 þús. kr. i sekt fyrir að hafa verið með of litla möskvastærð á Islandsmið- um, en hins vegar hafði togarinn leyfi til að veiða á því svæði sem Breytingar á álagningu á sérlyf og lyfjaefni HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið hefur auglýst breytingu á smásöluálagningu á lyfjaefni úr 85,5% í 94,1% og á sérlyfjum úr 75,3% i 82,8%. Breytingin tók gildi 1. febrúar og frá sama tíma er heildsölu- álagning á lyfjaefni og sérlyf heimiluð 20%. 15 ára hrað- skákmeistari JÓHANN Hjartarson, sem varð 15 ára á miðvikudaginn, varð hrað- skákmeistari Reykjavikur í fyrra- dag, eftir að hafa háð einvigi við Guðmund Pálsson. S.l. sunnudag þegar hraðskákkeppnin fór fram, skildi Jóhann og Guðmundur jafnir, með 14 vinninga af 18 mögulegum. Háðu þeir síðan 6 skáka einvígi, sem Jóhann vann með 3l/i vinningi gegn 1H. Samgönguráðherra um Reyðar- fjarðarstöðuna: „Hafði þau meðmæli að hafa stjórnað verki” MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra og innti hann um- sagnar vegna þess fjaðrafoks sem orðið hefur á Austfjörðum vegna stöðuveitingar ráðherra í starf rekstrarstjóra Vegagerðar rikis- ins á Reuðarfirði, en í Morgun- blaðinu í gær var m.a. rætt við tvo flokksbræður ráðherra sem hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum þar sem þeir telja að ráðherra hafi skipað pólitískt í stöðuna, hafnað manni sem hafði með- mæli Vegagerðarinnar. Sá sem Kaupliðum kjarasamningaima verði sagt upp fyrir 1. marz hlaut stöðuna var Guðjón Þórarinsson, rafvirkjameistari, en hinir tvær sem sóttu um stöðuna voru starfsmenn Vega- garðarinnar, Páll Elísson sem hafði meðmæli Vegagerðarinnar og Sigurður Ólason. „Þegar þrír sækja um stöðu,“ sagði ráðherra, „verður alltaf að vera um val að ræða á milli manna. Ég hef skipað í mörg embætti, bæði hjá Vegagerðinni og almennt á Austfjörðum og það hafa orðið skiptar skoðanir um þær stöðuveitingar, en ég hef ávallt látið slíkt afskiptalaust. Þetta voru vafalaust allt hæfir menn sem sóttu um, en þetta var min niðurstaða. Umdæmisverk- fræðingurinn og vegamálastjóri veittu einum umsækjanda meðmæli sín, en sá sem ég veitti starfið hafði þau meðmæli að þafa stjórnað verki. Ég hef skipað marga menn í stöður á Aust- fjörðum, en þeir sem vilja blanda pólitík í þetta ættu að kynna sér það, ég hef ekki hugmynd um stjórnmálaskoðanir þeirra.“ „VIÐ þær aðstæður, sem nú hafa skapazt, eiga verkalýðsfélögin þann kost einan að hef ja nú þegar öflugan undirbúning baráttu fyrir rétti sinum og hagsmunum, fyrir fullu gildi kjarasamninga sinna. Sem fyrsta skref í þá átt ber þegar í stað að segja upp kaupliðum allra kjarasamninga ... og beinir miðstjórnin því til allra sambandsfélaga sinna að bregða skjótt við og ganga frá uppsögninni svo snemma að hún verði alls staðar tilkynnt fyrir 1. marz,“ segir f samþykkt mið- stjórnar Alþýðusambands tslands frá í gær. „Þá lýsir miðstjórnin þvf yfir, að hún telur að með því að allar heiðarlegar leikreglur varðandi sambúð verkalýðssam- takanna og atvinnurekenda og ríkisvaldsins eru þverbrotnar með fyrirhugaðri lagasetningu, að verkalýðsfélögin og allir ein- staklingar innan þeirra séu siðferðilega óbundnir af þeim ólögum, sem ríkisvaldið hyggst nú setja," segir ennfremur í sam- þykktinni. Þá samþykkti miðstjórn ASt í gær að efna til ráðstefnu formanna allra verka- lýðsfélaga innan ASf næst- komandi miðvikudag. A fundi miðstjórnar ASl í gær, sem einnig formenn landssam- banda innan ASI sátu, var eftir- farandi ályktun samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: „Kjarasamningar verkalýðs- samtakanna og atvinnurekenda frá 22. júní sl., fólu í sér verulega endurheimt kaupmáttar launa eftir þriggja ára kjaraskerðingar, sem knúnar höfðú verið fram af atvinnurekendum og ríkisvaldi. Með samningunum var stefnt að 7—8% kaupmáttaraukningu á árinu 1977 miðað við fyrra ár og nokkurri aukningu á þessu ári. A þeim grundvelli átti fulllur friður að vera tryggður á hinum almenna vinnumarkaði i 16 mánuði eða fram undir árslok 1978. Nú hefur það samt sem áður Framhald á bls. 25. Miðstjórn Alþýðusambands íslands á fundi í Rær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.