Morgunblaðið - 11.02.1978, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
&
Al'GLYSIXGA-
SÍMLNN ER:
22480
Minna um bruna-
slys hér en í
nágrannalöndum
„BRUNASLYS eru sá flokkur
slysa, sem við höfum lítið af að
segja miðað við það, sem ég hef
kynnzt með öðrum þjóðum,“
sagði Haukur Kristjánsson, yfir-
læknir slysadeildar Borgarspftal-
ans, f samtali við Mbl.
Fossvogur
Hef í einkasölu tveggja herbergja íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í Fossvogi
Jönd" stærð um 6 5 fm. Laus 1 marz n.k. Uppdráttur á skrifstofunni.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.,
Bergstaðarstræti 74 A, sími 16410.
Símar:
28233-28733
Toppíbúð — Penthouse
— við Asparfell
Höfum i einkasölu stórglæsilega toppibúð við Asparfell
íbúðin er 190 fm, 7 herbergi og sér þvottahús og
‘geymsla á hæðinni Arin er i stofu. Að auki er 73 fm
útivistarsvæði (svalir) og er hluti þeirra undir þaki (ca. 1 8
fm) 30 fm bifreiðageymsla á jarðhæð fylgir einnig.
íbúðin er algjörlega sér og hefur sér hita
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og á gólfum eru
vönduð ullar-rya teppi
Öll sameign í húsinu er fullfrágengin
Nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu okkar
Teikningar liggja frammi
Opið kl. 1 —4 í dag.
Sölustj. Bjarni Olafss Gisli B Garðarss hdl
Fasteignasalan Rein Miðbæjarmarkaðurinn Aðalstræti 9
83000
Okkur vantar allar stærðir
af fasteignum á skrá
Til sölu
| Við Háaleiti
vönduð 1 1 7 fm ibúð á 2. hæð i blokk Saml stofur, 3
svefnherb eldhús, þar . ínn af þvottahús, flísalagt
baðherb , skáli Suðvestur svalir í kjallara, geymsla og
fullkomið vélarþvottahús. Ennfremur meðeign í
húsvarðaríbúð. Góður bílskúr.
Við Öldugötu
1 90 fm hæð auk 90 fm í kjallara í tvíbýlishúsi
Parhús í Mosfellssveit
fallegt parhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr.
Húsið er t b undir tréverk og málningu Afhendist strax
[ Við Birkihvamm Kóp
góð 3ja herb jarðhæð i tvibýlishúsi Sér inngangur Sér
hiti íbúðin er samþykkt
Við Langholtsveg
ný standsett 3ja herb kjallaraibúð, með sér inngangi
Lausstrax
[ Við Hraunteig
góð 5 herb risibúð 135 fm ásamt geymslurisi Laus
fljótlega
Við Ránargötu
góð 3ja herb ibúð á 2 hæð
Við Skúlaskeið Hf
Góð 2ja herb íbúð á 1 hæðí Sér hiti t> ;
Jörð í Þykkvabæ
Parhús í Smáibúðarhverfi
parhús á tveim hæðum Bilskúrsréttur. Skipti á góðri
hæð í Voga- eða Teigahverfi.
Opið til kl. 10 alla daga
Geymið auglýsinguna
FASTEIGNAÚRVALIÐ
SÍMI83000 Silf urteígi 1
Sölustjóri. Auöunn Hermannsson Benedikt Björnsson lgf
Haukur sagði, að ástæöa þessa
væri efalaust sú, að brunar hér á
landi væru fáir og smáir miðað
við sem erlendis gerðist og auk
þess sagði hann mun minna um
brunaslys á heimilum hér, en
erlendis. „Við höfum ekki þessar
opnu kamínur á heimilum sem
svo mikið er um erlendis, en þær
valda oft eldsvoða og slysum,“
sagði Haukur.
HRINGBRAUT
2ja herb íbúð á efstu hæð 4- 1 .
herb. í risi. Útsýni. suðursvalir.
Falleg íbúð Laus strax. Verð
9,0—9,5 millj.
HRAUNBÆR
3ja herb. um 90 fm góð íbúð á
2. hæð. Stórt eldhús, miklir
skápar Rúmgott baðherb. Góð
sameign. Verð 11.0 —11.5
millj.
LEIRUBAKKI
3ja herb mjög góð íbúð + 1
ibúðarherb. í kj. auk geymslu.
Sér þvottahús og búr innaf eld-
húsi. Góð útborgun nauðsynleg,
en má dreifast.
EYJABAKKI
4ra herb mjög falleg íbúð í góðu
sambýlishúsi. Allt frágengið.
HRAUNBÆR
4ra herb. mjög falleg íbúð á
efstu hæð, möguleg skipti á
stærri eign, sérhæð, raðhúsi,
jafnvel í smiðum.
ENGJASEL
4ra — 5 herb. íbúð á 2. hæð,
endi 1 8 fm íbúðarherb fylgir i
kj. Bílgeymsla. Verð
1 4,0— 1 5,0 millj.
MOSFELLSSVEIT
Raðhús tilb undir tréverk og
málnmgu afhent þannig strax.
Rúmgott hús með innbyggðum
bilskúr. S*kipti á mmni íbúð í
Reykjavik óskast. Hagstæð kaup.
ARAHÓLAR
2ja herb. mjög góð íbúð i háhýsi
um 6 5 fm. Útsýni yfir borgina.
Verð 8,0 — 8,5. íbúðin er Igus
strax. Góðar greiðslur eru nauð-
synlegar.
KÓPAVOGUR
3ja — 4ra herb. góð íbúð á jarð-
hæð, slétt í 6 — 8 ára gömlu
steinhúsi við Nýbýlaveg. Sér hiti
(hitaveita) og sér þvottahús. Verð
aðeins 9,5 —10 millj Útborgun
kr. 6,5 — 7,0 millj. sem má
dreifast á rúmt ár. AthugiÓ
íbúðin er laus strax.
Kjöreign sf.
Ármúla 21 R
DÁN V.S. WIIUM
lögfræðingur
85988-85009
f rf k ' ■ Jl JHtaBHH '
Þrjár Zontakonur voru að taka á móti mununum, sem verða á
flóamarkaði þeirra á Hallveigarstöðum á sunnudag, er ljósmyndarinn
smellti af þeim m.vnd.
Flóamarkaður hjá Zonta
Ágóðinn til heymarskertra
ZONTAKLlJBBURINN á lslandi
hefur frá upphafi unnið að mál-
efnum mál- og heyrnarskertra og
gerir enn. Veitir Zonta kennurum
styrki til sérhæfingar f kennslu
þeirra sem hafa skert mál eða
heyrn, en skortur er á sérmennt-
uðu fólki á því sviði. Einnig hefur
félagsskapurinn gefið tæki f sama
augnamiði. Og hefur*nú hug á að
koma upp talveri fyrir börn með
taigalla, þangað sem hægt er að
leita með þau.
1 fjáröflunarskyni efna Zonta-
konur til flóamarkaðar á sunnu-
dag á Hallveigarstöðum og hefst
hann kl. 2 e.h. Hafa þær að
undanförnu safnað eigulegum
munum og fatnaði, sem selt
verður á hagstæðu verði á flóa-
markaðinum. Zonta hefur aldrei
áður staðið fyrir flóamarkaði og
því hefur komið sitt af hverju
gömlu úr geymslum og háaloftum
hjá félagskonum og öðrum.
Nokkrar athugasemdir
frá Áfengisvarnaráði
Um leið og Áfengisvarnaráð
þakkar Morgunblaðinu athyglis-
verðan greinaflokk um áfengis-
mál biður það um að fá birtar
eftirfarandi athugasemdir og leið-
réttingar:
1 síðasta þætti Morgunblaðsins
undir fyrirsögninni Kringum
áfengisglasið væru birt „svör
þriggja Reykvíkinga, sem náðist
til í fljótu bragði" um „hvort
leyfa bæri sölu og/eða fram-.
leiðslu áfengs bjórs hérlendis".
Þar eð ýmsar hæpnar fullyrðing-
ar eru uppi hafðar í svörum þess-
um, en önnur skrif í greina-
flokknum yfirleitt málefnaleg,
vill Áfengisvarnaráð taka fram
eftirfarandi:
1. Fyllyrðingar á borð við: „Pillu-
ofátið er bein afleiðing þess að
bjór er bannaður“, eru afar vafa-
samar svo að ekki sé meira sagt.
— Ofnotkun morfíns er til að
mynda algengari meðal banda-
rískra lækna en annarra þðgna i
Bandaríkjunum og búa þeir þó
ekki við meiri ölskort en aðrir þar
vestra.
2. Þegar innflutningur ölgerðar-
efna hófst upp úr 1970 vakti
Afengisvarnaráð þegar athygli á
tengslum framleiðenda þessara
efna við ölbruggara og benti á að
heimabruggun yrði innan tíðar
notuð sem ,,röksemd“ fyrir rétt-
mæti þess að leyfa innflutning
áfengs öls. — Sú hefur þegar orð-
ið raunin. — Hitt er svo spurning
um sjálfræði og sjálfstæða dóm-
greind hvort við gerum „röksemd-
ir“ ölsalanna að okkar.
3. Afengisvarnaráð og Landssam-
bandið gegn áfengisbölinu hafa
árum saman bent á þá mismunun
og það óréttlæti sem felst í þvi að
leyfa tollfrjálsan innflutning
áfengis.
4. Framleiðsla og sala (ekki sölu-
aðferð) milliöls var bönnuð í Sví-
þjóð frá 1. júlí 1977. — Hins vegar
hefur svonefnt „starköl" vðrið
selt í sölubúðum áfengisverslun-
arinnar sænsku um langan aldur
ogerenn.
5. Enn er haldið áfram að bera
áfengi saman við alls óskyldar
vörutegundir. Þess munu vart
nokkur dæmi að menn hafi orðið
háðir salti. Og bílar flokkast
hvorki undir ávana- né fíkniefni.
Þegar ákveðnir eru dreifinga-
hættir áfengis ber að taka mió af.
öðrum ávana- og fíkniefnum en'
ekki almennum nauðsynjavarn-
ingi. Ef áfengi og lög um meðferð
þess eiga að miðast við bfja eða
salt mætti eins dæma listgildi
kvikmynda eftir verðlagi á pyls-
um.
Afengisvarnaráð
I 26933 I
| Verzlunarhúsnæði
| — Lækjartorg
Ennþá er eftir að selja húsnæði fyrir 2 verzlanir
á 2 hæð verzlunarrniðstöðvar, sem er að rísa
við Hafnarstræti 22 (Lækiartorg). Þetta er ein-
stætt tækifæri til að tryggja sér framtíðar-
húsnæði í miðbænum. Allar nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu okkar
Heimasimi sölumanns 3541 7.
, ™.marl«iðurihn
Austurstræti 6 sími 26933 Jón Magnússon hdl.
h/7)rTt r7>r7>r.7> r.7^ r7*i7>f7iz7)f7li7lf7lf^f'A,^f^f7lf7)f7)/7>f7>/7i/7lf7if7l ,7>>7tf7)/7lt7l/7><7 íTliT'éJ
Fækkaði fötum
í mótmælaskyni
Frankfurt, 9. feb. ÁP
FIMMTÍU ára gömul kona olli
í gær vandræðum i ráðhúsi
borgarinnar er hún tók að af-
klæðast fyrir framan dyr
Walter Wallmanns, borgar-
stjóra, að þvi er lögreglan
skýrði frá í dag.
Lögreglan skýrði frá þvi að
fatafellan hefði virzt sérstak-
lega óánægð með einhver
borgarmálefni, én konan gaf
þó ekki skýringu á verknaði
sínum fyrir framan dyr
borgarstjóra. Fækkaði hún þar
hverri spjörinni af annarri
fyrir framan agndofa
embættismenn, sem kölluðu á
lögreglu. Er lögreglan kom á
vettvang var spriklandi konan
vafin leppum og ekið á næsta
geðveikrahæli.