Morgunblaðið - 11.02.1978, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
H'
Rætt við David Z. Rivlin, sendiherra ísraels á íslandi
DAVID Z. Rivlin, sendiherra ísraels á íslandi, með aðsetri í Ósló, hefur dvalið hér síðustu daga. Kom hann meðal annars þeirra erinda að afhenda
Háskólanum gjöf eins og sagt hefur verið frá. Rivlin hefur verið í utanríkisþjónustu ísraels í rösk 20 ár. Hann er borinn og barnfæddur í Jerúsalem og
f jölskylda hans ein fárra Gyðingaf jölskyldna sem hafa búið í landinu í nær því 200 ár. Áður en Rivlin hóf störf í utanríkisþjónustunni, vann hann við blaðamennsku
og milli starfa sem ræðismaður og sendiherra var hann um tima yfirmaður blaða- og upplýsingaþjónustu ísraelska utanríkisráðuneytisins.
Mbl. ræddi við Rivlin og bað
hann að tjá sig um þá athyglis-
verðu þróun sem hefði verið að
eiga sér stað í Miðausturlönd-
um upp á síðkastið.
Aðspurður fyrst um hverja
hann teldi skýringuna á að
ísrael nyti ekki jafnmikils
stuðnings á alþjóðavettvangi og
meðal þorra manna og fyrir
nokkrum árum, sagði hann:
— í sumu virðist mér að það
sé orðin eins konar tizka hjá
ákveðnum hópum að tala gegn
ísrael. Áróður Arabaþjóðanna,
sem eru svo rhörgum sinnum
fjölmennari en við, hefur ekki
hrifið alfariðl, en borið þó
nokkurn árangur. Um heiminn
er að fara alda samúðar og jafn-
vel hrifni hjá mörgu ungu fólki
af stjórnleysingjum og hryðju-
verkamönnum. PLO hefur not-
ið þessa og ungt fólk, einkum
vinstri sinnað, hefur snúizt á
sveif með þeim og áróður
þeirra átt að þeim aðgang. Gegn
þessu virðist ekki þýða að beita
málefnalegum rökum, þar eð
allt byggist á tilfinningaflóði.
Ekki má gleyma því að það hef-
ur átt sinn þátt i að áróður
Araba hefur átt auðveldara
með að komast upp á pallborðið
að Sameinuðu þjóðirnar eru
ekki lengur samtök manngildis
heldur samtök hagsmuna.
Síðast en ekki sízt er þýðingar-
laust að ioka augunum fyrir því
gífurlega veldi sem mörg
Arabaríkin hafa í krafti olíu-
auðæfa sinna. Þau hafa m.a.
náð með þessu tökum á stórum
hluta Þriðja heimsins og þarf
engan að undra á því, þar sem
þróuð vestræn lýðræðisríki létu
fljótlega undan þrýstingi
þeirra þegar á reyndi. Olían
setur Arabana sem sagt f sterka
pólítíska stöðu. Ekki má gleyma
beinum eða óbeinum áhrifum
kommúnistaríkja og að Sovét-
ríkin hafa unnið að því svo ár-
um skiptir að kynda undir úlf-
úð í Miðausturlöndum, og
Sovétríkin standa á bak við
þrjú síðustu stríð sem hafa ver-
ið háð í þessum heimshluta.
— En nú virðist Sadat ekki
hneigjast til fylgilags við Sovét-
ríkin nema síður sé.
— Nei. Hann hefur reynt að
draga úr áhrifum þeirra en
Nasser hafði hleypt þeim býsna
langt. Sadat vill ekki yfirráð
Sovéta enda veit hann vel að
velferð Egypta verður þá ekki
látin sitja í fyrirrúmi.
ísraelar telja Sadat forseta
mjög djarfan mann og virða
hann mikils, hélt Rivlin áfram.
Þegar hann ákvað að koma til
Jerúsalem og brjóta hinn sál-
David Z. Rivlin.
ræna múr sem hafði verið milli
landanna, vann hann afrek. Við;
virðum forsendur Sadats,
skuli eyða gríðarlegum upp-
hæðum til hermála. Þessu vill
Sadat líka snúa við. Ferð hans
til Jerúsalem var því vakin af
umhyggju fyrir sínu eigin landi
og hann mun ekki snúa frá
nema Arabar gangi af honum
dauðum, ellegar að ísraelar
misbjóði honum með því að
koma að hans dómi ekki nóg til
móts við hann. Hafa verður í
huga að Sadat er mjög drama-
tískur maður í eðli sínu, gædd-
ur mælsku sem verkar mjög vel
SÝRLAND
MIÐJARÐAR-s ISRAEL'%
* !
iHAF
, Egyptar
og Israelar komn-
ir að vega-
mótum og
ekki verður
aftur snúið
Damascus
•
• Quneitra
Í.GENESARET-
*» VATN
ÍNablus **•'*
• Amman
JÓRDANÁ
DAUÐAHAF \
□ AIMIA
EGYPTA- * Ella’ »• Aqaba
landA á ' ........"
/= 3ABAFLÖI
SUEZFLOI
Sharm es Sheikh
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR.
vegna þess að við trúum að
hann hafi gert það í þeim til-
gangi að leysa raunveruleg
vandamál.
Það eru ekki sízt innanlands-
erfiðleikar sem ég á hér við. Sá
sem hefur komið til Egypta-
lands og séð ástandið skilur
betur en aðrir að Sadat var
kominn fram á yztu nöf. Það er
óhugnanlegt að þjóð sem hefur
við annan eins þjóðfélagslegan
vanda að glíma. og Egyptar
og sannfærandi og hefur unun
af því að setja á svið ef svo má
orða það. Hann er líka glæsi-
menni og kemur ákaflega vel
fyrir. En hann er nú einfari í
Arabaheiminum, og hann hefur
svo sannarlega ekki ótakmark-
aðan tíma.
Egyptar telja sig hafa unnið
ákveðinn sigur í Yom Kippur-
stríðinu og það er rétt að Sadat
leiddi herinn yfir Súezskurð,
það var hernaðarlegur og póli-
A myndinni (■ r Cíaza merkt. Þar nokkru fyrir suðvi-stan er Vamit sem
lalaó er uni I vidtalinu i*rta sem svarar miója ve«u milli Gaza or EI Arish.
Sharm es Sheikh sést við Aquhaflóann syrtsl á Sinaiska^anum.
tiskur ávinningur. Hann endur-
heimti þann heiður Araba sem
glatast hafði í Sex daga-
stríðinu. Hernaðarlega séð unn-
um við stríðið nokkrum dögum
seinna. Það vita allir. Við vor-
um í nokkurra tuga kílómetra
fjarlægð frá annars vegar
Kairó og hins vegar Damaskus.
En þó svo að þetta stríð væri
Sadat nokkur uppreist varð það
einnig til að opna augu hans
endanlega fyrir þvf að styrjöld
er ekki lausnin. Því skyldu
Egyptar endalaust úthella blóði
í stað þess að reyna að byggja
upp betra þjóðfélag þar sem
manneskjan væri einhvers
virði. Þetta hefur orðið Sadat æ
ljósara og í samræmi við hinar
ýmsu áhrifamiklu skyndi-
ákvarðanir sínar sagði hann í
nóvember: „Ég kem í Knesset."
Það gerði hann og nú virtust
allir búast við því að gróið og
margþætt og vandmeðfarið
vandamál sem teygir anga sína
í allar áttir og á rætur langt
aftur í tímanum verði leyst á
nokkrum dögum. Það er firra.
En Sadat er enn einn á ferð.
Jórdanir hika og þó ganga þeir
líklega til liðs við hann. Sýr-
lendingar gera það sjálfsagt
aldrei. Marokkó, Súdan og íran
standa með Sadat og vitanlega
nýtur hann stuðnings Banda-
ríkjamanna. Saudi-Arabía gef-
ur loðnar yfirlýsingar en
trúlega hneigist hún til fylgis
við hann. En þegar niður á
jörðina er komið eru málin ekki
jafn einföld og þau virtust j
hinum stemningsþrungnu sögu-
legu nóvemberdögum i
Jerúsalem. Þegar skálaræðun-
um lýkur og fyrsta sæluviman
er runnin af, verður að tala
saman í alvöru og af hispurs-
leysi ef árangur á að nást. Og þá
skipast skiljanlega veður í lofti
og á ýmsu hefur gengið. En nú
bendir margt til að nú rofi til
aftur, svo að við skulum ekki
dvelja við það. Allt er í áttina
meðan menn tala saman. Þó er
nú ekki svo að skilja að sam-
bandslaust hafi verið meðan
fundir lágu niðri opinberlega.
Það er öðru nær. Ahterton að-
stoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna hefur unnið mikið
starf bak við tjöldin sem hefur
fært málin til betri vegar. Og
fleiri hafa lagt hönd á plóginn.
Sadat er nú farinn til Banda-
ríkjanna og reynir áreiðanlega
að fá Bandaríkin til að þrýsta
meira á ísrael en áður. Astæða
er til að ætla að honum muni
verða ágengt í því að koma
fram hugmyndum sínum, að
minnsta kosti að einhverju
leyti. Hann vill að Bandaríkja-
menn gefi bindandi fyrirheit
um fjárfestingu í Egyptalandi,
tækni- og efnahagsaðstoð.
Bandarikin eru sterk og þau
vilja líka frið á þessu svæði og
vita manna bezt að mistakist
Sadat hafa Rússar fengið vilja
sinum framgengt.
— Hver má ætla að verði
þróunin í viðræðunum þegar
þær byrja fyrir alvöru. Nú er
talið eðlilegt að Israelar sýni
meiri sveigjanleika.
— Varðandi Sinai og Gaza er
ýmislegt sem er vert að hafa i
huga. Gazasvæðið tilheyrði
Palestínu og hefur aldrei verið
egypzkt land og er enda ekki
um það deilt. Egyptar vilja ekki
Gaza. Þar búa nú um 450 þús.
Palestínu-Arabar og Egyptar
kæra sig ekki um að bæta þeim
við mannmergðina sem er að
sprengja allt utan af sér í
Egyptalandi. Nú, Sharm el
Sheikh á Sinaiskaga, sem er við
Agabaflóa, er ákaflega mikil-
vægt okkur. Við gætum ekki
fallizt á annað en til dæmis að
svæðið yrði sett undir alþjóð-
legt eftirlit i einhverri mynd til
þess að tryggja okkur aðgang
að sjó til Rauða hafsins.
En svo við hverfum til Gaza á
Framhald á bls. 27