Morgunblaðið - 11.02.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUH 11. FEBRUAR 1978
19
Ófeigur J. Ófeigsson:
Áthugasemd við
grein Árna Björns-
sonar læknis
Árni Björnsson læknir skrif-
ar hugvekju um bruna og
brunasár í Mbl. í dag þ. 9. febr.
1978.
Hugvekja hefur víst alltaf
þýtt að aðrir eigi að hugsa af
alvöru og dómgreind um það
málefni, sem hugvekjan fjallar
um. Læknirinn gefur gagnlegar
upplýsingar um þann ægilega
sjúkrahúskostnað, sem er af-
leiðing brunaslysa. Hann minn-
ist lfka á hversu ákaflega þýð-
ingarmiklar allar brunavarnir
séu. Um það efni hljóta allir að
vera sammála. Það þarf því
ekki endilega lækna til að
skrifa um þá hlið þessa alvar-
lega og margslungna máls. En
það þarf kunnáttumann og
hvað er þá eðlilegra en hann sé
læknir (?) til að leiðbeina al-
menningi hvað gera skuli þegar
brunaslys ber að höndum. Það
gerir Árni ekki. Hann minnist
raunar á hvað menn með hans
sérmenntun (plastfskar skurð-
lækningar) geri við bestu að-
stæður á sjúkrahúsum þegar
allur lítið skemmdur, hálf
skemmdur og mikið skemmdur
vefur er dauður. Hann segir:
„Á allra síðustu árum hefur
tekist að halda lífi í og græða
sjúklinga með yfir 90 hundraðs-
hluta af yfirborði lfkamans
brennt". Heyrir þetta ekki enn
til undantekninga? Þó að þess-
ar meðferðir séu glæsilegar á
pappírnum og oft í fram-
kvæmd, sem betur fer, þá eru
þær það þó ekki alltaf í raun,
sbr. myndina af andliti og hálsi
fallegu telpunnar, sem Junior
Chamber hefur látið prenta í
blöðunum og birtist líka með
þessari grein. Undir myndun-
um stendur m.a.: „Þrátt fyrir
ítrekaðar skurðaðgerðir" (hve
margar og á hve mörgum ár-
um?) „hefur ekki tekist að
bæta skaðann til fulls“. Er
þetta ekki vægt til orða tekið?
Þá kem ég að ástæðunni fyrir
því, að ég skrifa um þessa grein
Arna, en hún er eftirfarandi
klausa í miðri greininni:
„Margir halda að hægt sé að
lækna eða koma í veg fyrir
varanlegar afleiðingar bruna-
sára með húsráðum s.s. að kæla
sárin eða bera á þau svokölluð
græðandi smyrsl. Kæling hefur
ótvírætt gildi við fyrstu með-
ferð minniháttar brunasára, en
mannkynið hefur leítað að
græðandi smyrslum i þúsundir
ára og þau eru ófundin enn“
Hvers vegna talar Á.B. um
(vatns-)kælingu og bruna-
smyrsl í sömu andránni? Hann
veit þó full vel, að öll smyrsl á
brunasár eru nú orðið talin
gagnslaus og jafnvel skaðleg af
öllum læknum, sem um þessi
mál rita. Það getur ekki verið,
að hann geri þetta af ásettu
ráði til að gera hlut vatriskæl-
ingar ennþá minni, en ef á hana
hefði verið minnst út af fyrir
sig. Þó viðurkennir hann í
áminnstri klausu, að „kæling
hefur ótvírætt gildi við fyrstu
meðferð minniháttar bruna-
sára“. Hvers vegna minniháttar
brúnasára aðeins? Þetta virðist
óneitanlega hliðstætt, ef skrif-
að stæði: Fúkkalyf hafa ótví-
rætt gildi við litla lungnabólgu,
en ekki við stóra lungnabólgu.
Ef vatnskæling hefur ótvírætt
gildi við bruna, sem nær yfir
tiltölulega lítinn hluta líkam-
ans hlýtur hún að hafa ótvírætt
gildi, hvort sem bruninn er út-
breiddur eða ekki. Annað er
rökleysa. Astæðan fyrir því, að
læknirinn er með þennan tví-
skinnung er honum vitanlega
best kunn og líklega læknanem-
um þeim, sem hann hefur
kennt þessi vísindi, þó ég á
hinn bóginn viti vel að
áminnstri klausu er beint að
mínum „húsráðum“, þ.e.a.s.
rannsóknum mínum á bruna-
slysum og afleiðingum þeirra
(sem hófust áður en Á.B. fór í
barnaskóla) og áhuga mínum á
að almenningur, að læknatétt-
inni ekki undanskilinni, not-
færi sér þær af þekkingu, sam-
viskusemi og dómgreind. Það
væri því mikið ábyrgðarleysi af
minni hálfu, ef ég lokaði
augunum fyrir þessari grein
Árna Björnssonar, þar sem ég
hef í sl. meira en 30 ár hvatt
fólk til að nota vatnskælingu
við allan bruna smáan og út-
breiddan undir eins eftir slysið.
Ég fullyrði hiklaust, að vatns-
kæling sé áhrifarík og hættu-
laus, ef henni er beitt af normal
dómgreind. Þetta hefur smám
saman orðið til þess, að allur
þorri Islendinga hefur farið að
mínum ráðum og flestir læknar
Öfeigur Öfeigsson
lfka, þ.á m. Árni Björnsson. Ef-
Iaust mun A.B. og fl. benda á,
að ég sé alltof hörundssár
vegna þess að þetta mál snerti
mig persónulega. Vitanlega er
það svo, þar sem ég hef gert það
að mínu ævistarfi, lagt í það
áratuga hugsun og athuganir og
mikla vinnu og tilkostnað. En í
raun og veru kemur þetta mál
hvorki mér né Árna Björnssyni
persónulega við, heldur þeim,
sem verða fyrir brunaslysum,
en þeim kemur það líka við og '
stundum ansi mikið vió.
Hópur þeirra lækna, sem
mælir eindregið með vatnskæl-
ingu, ekki aðeins „minniháttar
brunasára", heldur líka „meiri
háttar brunasára", fer sífellt
vaxandi, ef ekki hérlendis, þá
erlendis, sbr. eftirfarandi orð-
rétt ummæli. Ath.semd: Ég hef
þýtt einstaka orð eða setningar
innan sviga: Dr. Bent Sörensen
prófessor i plastiskum skurð-
lækningum við Kaupmanna-
hafnarháskóla og forseti
fimmta alþjóðaþings um bruna-
slys, sem haldið verður í Stokk-
hólmi I júní n.k.:
„ .. . Dr. Ófeigsson’s work on
cold water treatment is world-
unique. (er einstæð i heimin-
um).
As a consequence of hís work
the acute treatment of patients
with burns has improved con-
siderably.
Cold water treatment is by
many considered the greatest
progress in the treatment of
patients with burns, since the
fluid treatment (vökvagjafir,
aðallega í æðar) og shock was
introduced during World War
II...“
Dr. P.H.T. Thorlaksson,
fyrrv. prófessor í skurðlækn-
ingum og nú rektor (Chancel-
Ior) við Manitobaháskóla:
„ ... I have followed with
keen interest his (Ófeigs)
original research in the treat-
ment of severe thermal burns'
by the cold treatment. .. the
benefits of the cold water treat
ment...“
Dr. Owen H. Wangensteen,
Reagents’ Professor og yfir-
maður læknadeildar Minnea-
sotaháskóla:
....Ófeigsson’s distinguish-
ed work on the management of
burns with the application of
cold. Burns each year are re-
sponsible for more deaths than
all infectious fevers combined
(allir smitandi sjúkdómar sam-
anlagðir). It is, therefore, a
challenging problem and I be-
lieve that.. . Dr. Ófeigsson has
in his hands a method that is at
least the equal of any current
therapy today ...“
Sir Tom Symington, fyrrver-
andi prófessor í meinafræði
(pathology) við háskólann í
Glasgow, síðar yfirmaður (Di-
rector) krabbameinsrannsókna
í Bretlandi:
„When I was Professor of
Pathology in the University of
Glasgow I provided laboratory
facilities in my department to
Dr. Ófeigur J. Ófeigsson to en-
able him to carry out his in-
vestigationsinto the cold water
treatment of burn injuries.
While in my department he had
the full support of the scientific
and technical members of the
staff and there is no doubt in
my mind that he has made a
very important contribution to
the successful treatment of se-
vere burns (meiri háttar bruna-
sár) and to an understanding of
how immersion in cold water
works. His method is now used
as an emergency treatment by
first aid workers throughout
the world.”
Þessi stúlka lenti í eldsvoða. Þrátt fyrir ítrekaðar skurðaðgerðir hefur ekki tekist að
bæta skaðann til fulls. Slysinu hefði mátt forða ef reykskynjari eða slökkvitæki hefði
verið við hendina. .
m Junior Chamber Reykjavík
Kvikmyndahátíð 1978
Pantelis Voulgaris —
grisk kvikmyndagerð ofl.
Kvikmyndagerð i Grikklandi mun
ekki vera tíðrætt mál hér á landi. og þvi
var það fagnaðarefm að fá hingað til
lands sem gest á kvikmyndahátíðina
leikstjórann Pantelis Voulgaris.
Voulgaris er meðal yngri kynslóðar
kvikmyndagerðarmanna í Grikklandi
og ásamt Thodoros Angelopoulos (The
Travelling Players) er hann einn helsti
forsvarsmaður grísku „ný-bylgjunnar".
sem sækir efnivið sinn i nýliðna at-
burði þjóðar sinnar, allt aftur til 1 945
Voulgaris. sem er milli þritugs og fer-
tugs, gerði sína fyrstu stuttu mynd
1966, Jimmy The Tiger. og 1971
gerði hann aðra stuttmynd. The Dance
of the Goats. en þessar myndir eru
taldar til bestu grisku stuttmyndanna
frá árunum 1962—'72 Voulgaris
gerði sina fyrstu mynd í fullri lengd
1972 og nefndist hún The Mathcing
of Anna (The Engagement of Anna),
en þessi mynd var valin sem besta
mynd á Thessalonici-
kvikmyndahátiðinm þetta sama ár
Jafnframt hlaut Voulgaris þá verðlaun
sem „besti nýi leikstjórinn" 19 73
gerði Voulgaris 75 min mynd i 1 6mm
um griska tónskáldið Manos Hatzidakis
og 1976 lauk hann við myndma
Happy Day. sem sýnd er á kvikmynda-
hátiðinni
Voulgaris ræddi við blaðamenn sl
fimmtudag og þá kom m.a fram, að
hann vinnur nú að 15 mynda seriu
fyrir griska sjónvarpið og sagði
Voulgaris þetta vera sína fyrstu tilraun
til að bæta gæði sjónvarpsþátta þar í
landi. sem hann taldi að hefðu áður
verið fyrir neðan allar hellur Grisk
kvikmyndagerð hefur mörg ár að baki
en sökum sifellds pólitisks umróts hef-
ur kvikmyndagerð þeirra gengið nokk-
uð í bylgjum T d hafði 7 ára herfor-
ingjastjórn sin áhrif og Voulgaris telur.
að kvikmyndagerð Grikkja þurfi nú að
byggja upp frá rótum Hann sagði. að
megnið af grískri kvikmyndafram-
leiðslu hefði undanfarin ár verið lélegar
eftirlíkingar af amerisku melódrama,
en að ungu mennirnir, sem nú væru að
gera sinar fyrstu myndir. beindu spjót-
um sinum fyrst og fremst að vandamál-
um grisks nútímaþjóðfélags. og leituðu
svars við ýmsum spurningum um
stöðu þjóðar sinnar Voulgaris sagði.
að áður hefði ekkert verið fjallað i
kvikmyndum um tímabilið eftir strið.
þó það hefði verið gert bæði i bók-
menntum og i leikhúsi
Aðspurður, hvort þessar myndir
nytu almenningshylli i Grikklandi.
sagði Voulgaris. að aðsóknin væri í
raun tviskipt: unga fólkið sækti þessar
myndir vel. en eldra fólkið léti sér fátt
um finnast Hins vegar kom það einnig
fram, likt og hjá Wim Wenders. að
enginn er spámaður i sinu föðurlandi,
þvi myndirnar nytu meiri hylli erlendis.
bæði á kvikmyndahátiðum og i kvik-
myndahúsum Sem dæmi nefndi
Voulgaris myndir eftir Angelopoulos.
sem gengið hafa vikum og mánuðum
saman í erlendum stórborgum Taldi
Voulgaris að ekki væri hægt að sakast i
raun við griska áhorfendur. heldur
þyrftu kvikmyndagerðarmennirnir sjálf-
ir að fmna sér túlkunarleið og temja sér
tungumál. sem áhorfendurnir væru
móttækilegir fyrir Um ástand kvik
myndagerðar i Grikklandi i dag sagði
Voulgaris ma að sökum ýmissa
breyttra kringumstæðna (tilkoma sjón-
varps. p>ólitiskar ástæður o fl ) væri
opinber aðstoð við kvikmyndagerð nú
of litil og taldi það eiga rætur að rekja
til þess, að griska kvikmyndagerðin.
sem áður var aðeins skemmti- og versl-
unarvara, hefði flust inn í sjónvarpið.
kvikmyndahúsgestum hefði fækkað
mikið við tilkomu sjónvarpsins og að
kvikmyndagerðarmennirnir. sem
Voulgaris
stæðu fyrir utan sjónvarpið, gerðu
myndir um þjóðfélagsleg efni. sem
ekki væru hugsaðar sem hrein verslun-
arvara, heldur sem mótvægi við lélegt.
ameriskt efni. sem væri um 90% af
sýningartíma bæði sjónvarps og kvik-
myndahúsa í Grikklandi eru fram-
leiddar um 600 myndir á ári (ef miðað
er við höfðatölu ætti við sömu aðstæð-
ur að framleiða hér 13—14 myndir á
ári! Og hann telur ástandið vera
slæmt!) og njóta sumar þeirra styrks
frá grisku kvikmyndastofnuninni
(Greek Film Centre. s a . sem fyrir
1974 hét General Film Enterprises)
Voulgans sagði. að stofnunin hefði úr
misjafnlega miklu fé að spila milli ára
og að stundum gæti svo til öll fjárveit-
inging farið i eina lélega en dýra mynd
Hann sagði að nú væri starfandi nefnd
með kvikmyndagerðarmönnum og
stjórnvöldum um varanlegri lausn á
vandamálum kvikmyndagerðarinnar i
Grikklandi Var hann bjartsýnn á lausn
þessara mála þar eð stjórnvöld hefðu
breytt um afstöðu eftir siðustu kosn-
ingar og vildu nú gjarnan leiða þessi
mál til lykta Hann hafði i flimtingum
tilsvar fyrrverandi menntamálaráð-
herra. sem var hægri maður, þegar
hann hafði verið beðinn um aðstoð við
kvikmyndagerðina
..Það er ekki til einn einasti hægri
kvikmyndagerðarmaður Hvernig getið
þið ætlast til að við förum að styðja
griska kvikmyndagerð gegn^okkar eig-
in hagsmunum Það komr fram hjá
Voulgaris, að hann taldi kvikmyndahá-
tiðma i Thessaloniki. sem haldin er
árlega. mikla lyftistöng fyrir griska
kvikmyndagerð. þar sem flestir keppt-
ust v.ð að hafa myndir sinar tilbúnar
fyrir hátiðina Og þó joeningar væru af
skornum skammti (einstaka auðmenn
legðu kvikmyndagerðmm þó oft lið)
væri það af meðfæddri kergju ungu
mannanna. að láta ekkert stoppa sig i
þvi að fjalla um umhverfi sitt og samfé-
lag Leikarar gæfu iðulega vinnu sina i
þessum myndum og m a kom það
fram. að fyrsta myndin sem Voulgaris.
gerði. fjármagnaði kvikmyndatöku-
maðurinn fyrir hann með sinu eigin fé
Annað stærsta vandamál griskrar
kvikmyndagerðar er dreifing mynd-
anna (sama og gerðist i Þýskalandi. en
þar leystu kvikmyndagerðarmennirnir
sjálfir úr vandanum með þvi að stofna
sitt eigið dreifingarfyrirtæki. Filmverlag
Framhald á bls. 25.