Morgunblaðið - 11.02.1978, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
— Lágmarksverðbætur vernda tekjulægstu launþega
Framhald af bls. 23
sem svigrúm á tveimur árum í fréttatilkynningu ríkis-
stjórnarinnar. Og reyndar nokkuð umfram þaö, því talið
er að kaupmáttur kauptaxta launþega hafi að meðaltali
aukist um 8—9% á árinu 1977 frá fyrra ári og kaup-
máttur ráðstöfunartekna í heild um 9—10%. Þannig
var farið 4—5% fram úr því marki, sem ríkisstjórnin
taldi fært á árinu 1977. Þótt vöxtur þjóðartekna hafi á
árinu 1977 reynst verða um 7% í stað 5—6%, sem við
var húist í maí, breytir það ekki því, að við tókum
forskot á sæluna í fyrra. Það hlýtur því að teljast mikill
árangur ef það tekst að tryggja kaupmáttarstig ársins
1977 einnig á þessu ári og e.t.v. bæta örlitlu við ásamt
með fullri atvinnu. En það er markmið þessa frv. eins
og nánar verður að vikið hér á eftir.
Ríkisstjórnin ákvað í vor, þrátt fyrir það hve langt var
gengið, að standa. við loforð sfn um lækkun skatta,
hækkun lífeyrisgreiðslna og aukningu niðurgreiðslna á
árinu 1977, en er vitaskuld alls ekki af því bundin 1978.
Ástæðan til þess að ríkisstjórnin vildi ekki kippa til
baka atbeina sínum var einföld: Við blasti atvinnurösk-
un og ófriður á vinnumarkaðnum, ef ekki yrði samið.
Hins vegar var ljóst, að mikil verðbólga hlyti að fylgja,
ef fast væri við hvort tveggja haldið, áfangahækkanirn-
at' og verðbæturnar. Þetta hefur komið á daginn og nú
verður ekki undan því vikizt að taka á málinu.
Samningarnir
við BSRB
Staða ríkisvaldsins í samningum við opinbera
starfsmenn var næsta erfið, enda voru samningarnir við
BSRB hinir fvrstu. sem geröir voru sámkvæmt nýjum
lögum, sem m.a. veittu bandalagtnu verkfallsheimild.
Kröfugerð sú sem BSRB lagði fram í viðræðum við
samninganefnd ríkisins kvað á um geysimikla launa-
hækkun, einkum í neðri hluta og um miðbik launa-
stigans. Af hálfu samninganefndar ríkisins var á hinn
bóginn í fyrstu lögð áherzla á, að sú launahækkun, sem
um yrði samíð, yrði innan þess svigrúms, sem ástand og
horfur í efnahagsmáum fæli í sér, en um leið var á það
fallizt að taka þyrfti tillit til misræmis í launum opin-
berra starfsmanna og annarra launþega ef það væri þá
fyrir hendi, en það mætti kanna nánar. Eftir kjara-
samninga ASl og vinnuveitenda var síðan Ijóst, að
niðurstaða þeirra samninga hlaut að binda hendur
ríkisvaldsins í samningum við opinbera starfsmenn.
BSRB hafnaði hins vegar boði samninganefndar ríkis-
ins um launahækkun sambærilega við niðurstöðu hinna
almennu samninga í júni auk nokkurrar lagfæringar á
launum neðarlega í launastiganum til að eyða ósam-
ræmi við hinn almenna vinnumarkað. Sem kunnugt er
boðaði BSRB þá til verkfalls, sem skall á eftir allsherj-
aratkvæðagreiðslu um sáttatillögu frá sáttanefnd, sem
þó gekk lengra en boð ríkisins.
Samningar tókust að lokum og hafði samninganefnd
ríkisins þá teygt boð sín til hins ítrasta, ekki síst vegna
þess öngþveitis. sem verkfallsaðgerðir B.S.R.B. höfðu
skapað. Varð niðurstaðan sú, að meðallaunahækkun
B.S.R.B. hafi orðið um 5% umfram hina almennu
samninga, auk þess sem ýmis önnur kjaraatriði vorU
lagfærð. Þessi hækkun var þó mjög misjöfn, þar sem
samningum þessum var vitaskuld ætlað að laga launa-
kjör opinberra starfsmanna að launum á almennum
vinnumarkaði.
Um það má vafalaust deila, hvort þessir samningar
hafi verið réttlætanlegir, en þeir voru reistir á saman-
burði við almenna kjarasamninga og við almenn launa-
kjör á vinnumarkaðinum. Átti ríkisvaldið að taka
harðari afstiiðu og þar með lengja verkfallið, sem þegar
hafði valdið míklum búsifjum? Það var ekki skoðun
stjórnarandstöðunnar hér á þingi. Skoðun mín er sú, að
við þann samanburð, sent f.vrir hendi var. hafi ríkis-
stjórnin orðið að ganga að þessum samníngum, enda
hefði dráttur æ lausn deilunnar og framhald verkfalls
haft ófyrirsjáarilegar afleiðingar. Af þessum ástæðum
var gengið til samninga og með þeim var fyrst og fremst
reynt að koma á réttlátu hlutfalli milli B.S.R.B. og
annarra launþega. Öllum var hins vegar Ijóst, að launa-
hækkun f landinu í heild keyrði úr hófi fram. Við þann
almenna vanda er nú glímt, en ekki snúist gegn kjara-
samningum neinnar einnar stéttar. Þetta er kjarni
málsins. Peningalaunin í heild eru svo mikilvæg, að þau
hljóta að skipta miklu í viðureigninni við verðbólguna
og því verða launþegar nokkuð á sig að leggja í viður-
eigninni við hana til þess aö tryggja atvinnuöryggi. Með
skyldusparnaðarákvæðum frv. er einnig lagður nokkur
baggi á félögin, þ.e.a.s. þau. sem vel hefur vegnað.
Mildandi áhrif
I frumvarpi þessu eru gerðar tillögur um ráðstafanir
til að milda áhrif helmingunar verðbóta á kaupmátt og
lífskjör almennings og lækka verðlag með nokkurri
lækkun skatta og aukningu niðurgreiðslna. Barnabætur
eru hækkaðar um 5%. en það léttir skattbyrði barn-
margra fjölskyldria, og gert er ráð fyrir lækkun sérstaks
vörugjalds úr 18% í 16%. Þá er gert ráð fyrir, að bætur
almannatrygginga hækki með laununt, og á sömu dög-
unt, og auk þess er gert ráð fyrir sérstakri hækkun
tekjutryggingar og heimilisuppbótar umfram launa-
hækkun hinn 1. marz n.k. Loks hyggst ríkisstjórnin
auka niöurgreiðslu vöruverðs um 1.300 m. kr. á ári, en
það jafngildir 1 % í kaupmætti ráðstöfunartekna.
Kaupmáttaráhrif þeirra ráðstafana, sem hér hafa
verið nefntfar. jafngilda þegar allt er talið sainan tæp-
lega 1 '4% aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna frá
því sein ella hefði orðið. Með þessu gæti kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann árið 1978 orðið nálægt þvi sá
sami og á árinu 1977, en þá var hann u.þ.b. jafn mikill
og hann hefur mes.tur orðið áður, á árinu 1974. Hér er
að vísu um að ræða nokkra kaupmáttarfórn frá því, sem
að var stefnt nteð kjarasamningunum en sá kaupmáttur
var sýnd veiði en ekki gefin. Ilins vegár er nú von til
þess að takast megi að treysta þann kaupmátt. sem
náðist á síðasta ári.
Ráðstafanir þær, sem hér eru gerðar til þess að
styrkja kaupmátt tekna einstaklinga, hafa veruleg áhrif
á afkomu ríkissjóðs og er því nauðsynlegt að tryggja
betur hans hag.
Fjárlög þessa árs voru afgreidd með greiðsluafgangi
er nam 350 millj^num króna og var þá byggt á áætlun-
um frá sl. hausti. Raunveruleg útkoma ríkisfjármál-
anna 1977 var hins vegar öhagstæðari en gert var ráð
fyrir við fjárlagaafgreiðsluna. Endurmat á fjárlagatöl-
um 1978 vegna þessara breytinga á grunni þeirra bend-
ir til 2,1 ntilljarða króna lakari stöðu en í fjárlögum.
Greiösluhalli yrði því um 1,8 milljarðar króna. Hér er
einkum um að ræða meiri vaxtagreiðslur og útgjöld til
almannatrygginga en reiknað var með við afgreiðslu
fjárlaga. Ahrif kauplags- og verðlagsbreytinga af völd-
um ráðstafana þessara, svo og áhrif gengisbreytingar-
innar á fjárhag ríkissjóðs eru samtals taldar fela í sér
3,3 milljarða króna bata í stöðu ríkissjóðs á árinu og
hefur þá verið reiknað með hækkun rekstrarútgjalda
vegna gengisbreytingarinnar, en reyndar hefur þá einn-
ig verið ákveðinn niðurskurður á rekstrargjöldum til
mótvægis að nokkru leyti eins og fram kemur í fylgi-
skjali með frumvarpi þessu. Væri ekkert frekar að gert
stefndi i 1,5 milljarða króna greiðsluafgang hjá ríkis-
sjóði. Ráðstafanir þær sem ráðgerðar eru til að milda
áhrifin af breytingum verðbótareglna eru álitnar kosta
ríkissjóð 2,4 milljarða króna í útgjaldaauka og tekjú-
tapi. Þessari fjárhæð er, skv. frv. þessu mætt með
framangreindu svigrúmi og að auki með álagningu
skyldusparnaðar á félög til samræmis við skyldusparn-
að einstaklinga. Jafnframt gerir frv. ráð fyrir heimild
til lækkunar framkvæmdaframlaga og rekstrargjalda á
A-hluta fjárlaga um 1 milljarð króna, og væri aukinn
fjárráðstöfun frv. því að mestu mætt með þessu móti.
Eftir þessar aðgerðir væri um nokkurn greiðsluafgang
að ræðá hjá ríkissjóði á árinu, eða um 1 milljarð króna,
ef heimild til útgjaldalækkunar yrði að fullu notuð.
Otraustari staða má þó fjárhagsstaða ríkissjóðs alls ekki
vera.
Hér verður að hafa í huga þá óvissu, sem jafnan ríkir
um framvindu efnahagsmála og áhrif þeirra á ríkisfjár-
málin. Auk þess telur ríkisstjórnin nú afar brýnt, að
ríkisfjármálin verði ekki þensluvaldur í því árferði,
sem nú ríkir, heldur sé þeim beitt til að draga úr þunga
innlendrar eftirspurnar. Því er í frv, þessu gert ráð
fyrir nokkrum breytingum á lántökuáformum ríkis-
sjóðs í þessu skyni. Gert er ráð fyrir, að framboð
spariskirteina megi auka um 1,5 milljarða króna frá
fyrri áformum eingöngu til að styrkja greiðslustöðu
ríkissjóðs og draga fé úr umferð, en ekki til að fjár-
magna útgjöld. Með þessum hætti væri því stefnt að 2,5
milljarðs króna greiðsluafgangi á þessu ári. Það felur í
sér nokkru traustari afkomu en reiknað er með á
fjárlögum, enda nauðsynlegt til að hamla gegn verð-
þenslu. Auk þess verður unnið að því á næstunni að
leita leiða til að fresta framkvæmdum sem fjármagnað-
ar eru með erlendum lántökum um a.m.k. 1.000 m. kr.
Með gengisbreytingunni hinn 8. þ.nt. og þeim ráðstöf-
unum, sem þetta frumvarp felur í sér, er eins og fyrr
segir að því stefnt að tryggja öruggan rekstur undir-
stöðuatvinnuveganna og þar með fulla atvinnu, jafn-
framt því sem hamlað sé gegn verðbólgu á árinu og
grunnur lagður að sókn gegn verðbólgunni á næsta ári.
Jafnhliða þessu er með þessum ráðstöfunum stefnt að
bættum viðskiptajöfnuði og bættri stöðu landsins út á
við.
Að óbreyttu blasti við hallarekstur og rekstrarstöðv-
un í fiskiðnaðinum og útflutningsiðnaði. Ráðstafanirn-
ar tryggja viðunandi rekstrargrundvöll allra helztu
atvinnuvega.
Að öbreyttu hefði verðbólguhraðinn á árinu orðið
meiri en j0% að meðaltali en 36% frá upphafi árs til
loka þess. Ráðstafanirnar þoka þessari tölu niður í 36%
að því er ársmeðaltalið varðar en niður fyrir 30% frá
upphafi til loka þessa árs.
Að óbre.vttu hefði stefnt í a.m.k. um 4—5 milljarða
króna viðskiptahalla á árinu. Ráðstafanir þessar bæta
viðskiptajöfnuð um 6—8 milljarða á þessu ári og snúa
halla í afgang.
Til þess að ná þessum árangri er nauðsynlegt að draga
úr innlendri eftirspurn og aukni'ng þjóðarframleiðslu
verður um sinn e.t.v. eitthvað minni en ella. Við þetta
gæti einnig dregið úr þeirri umframeftirspurn eftir
vinnuafli, sem einkennt hefur ástand á vinnúmarkaði
að undanförnu, en atvinnuástand héldist áfram gott.
Þessi árangur og hallalaus ríkisbúskapur, sem aðgerð-
irnar tryggja, er mikilvægur og þeim mun meira er um
vert, að með þeint er á raunhæfan hátt leitazt við að
tryggja þann kaupmátt, sem náðist á árinu 1977, og
leggja þannig ti austan grundvöll að kjarabótum síðar.
Yfirlit og lokaorð
Eg hef nú gert aílýtarlega grein fyrir þeim ráðstöfun-
um, sem felast í frumvarpi því, sem hér liggur fyrir,
tilefni þeirra og aðciragánda. Vissulega telur ríkis-
stjórnin það hreint nevðarúrræði. að grípa þurfi til
breytinga á gerðum kjarasamningum rneð lögum, enda
eru frjálsir samningar um kaup og k.jör tvímælalaust
einn af mikílvægustu þáttum okkar þjóðskipulags.
Raunin hefur hins vegar því miður orðið sú í okkar
sveiflukennda þjóðarbúskaþ, að óhjákvæmilegt hefur
reynzt, að löggjafinn gripi í taumana í þessum efnum,
einkum er vísitöluákvæði kjarasámninga hafa stefnt
aukningu peningatekna svo hátt, að þjóðarvoði blasti
við. Hafa allir flokkar, sem fulltrúa eiga hér á Alþingi,
þurft að standa frammi fyrir slíkum vanda, er.þeir hafa
verið i ríkisstjórn. Þótt aðstæður hafi verið mismun-
andi, hefur vandinn svo til ætíð verið fölginn í því, að
innlendar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags hafa
stefnt afkomu undirstöðuatvinnuveganna í hættu, svo
að vofað hefur yfir stöðvun atvinnurekstrar og vaxandi
viðskiptahalli. Stundum hefur ekkert minna en almenn
kjaraskerðing nægt til að jafna metin í þjóðarbúskapn-
um, en á öðrum tímum hefUr aðeins verið þörf að halda
í horfinu. Þær ráðstafanir, sem hér liggja fyrir, stefna
ekki að kjaraskerðingu, heldur er markmið þeirra að
hemja tekjur innan þeirra marka,'sem framleiðslugeta
þjóðarbúsins nú frekast leyfir, en tryggja um leið, að
hin mikla kaupmáttaraukning, sem átt hefur sér stað
undanfarin tvö ár, haldist, um leið og tryggð sé öflug
atvinnustarfsemi í landinu og næg atvinnutækifæri
fyrir allt vjnnandi fólk.
Sem betur fer er þjóðarbúskapur Islendinga nú lík-
lega i meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Framleiðsla er
mikil, atvinna næg og lífskjör almennings hafa aldrei
verið betri. Fyrir réttum þremur árum, þegar síðast var
gripið til beinnar gengislækkunar og almennra ráðstaf-
ana henni til stuðnings, voru aðstæður á allt annan veg.
Viðskiptahallinn við útlönd var um 12% af þjóðarfram-
leiðslu, ríkisbúskapurinn var rekinn með milljarða
halla, sparifé streymdi úr bönkunum og við blasti
alvarleg skerðing lífskjara.
Þær ráðstafanir, sem þá voru gerðar, og sú stefna,
sem ríkisstjórnin hefur síðan fylgt, hefur snúið þróun-
inni aftur til betri vegar. Og það var vissulega mikil-
vægur þáttur í þeirri endurreisn, sem átt hefur sér stað
á þessu tímabili, að á árunum 1975 og 1976 tókst að ná
samningum á vinnumarkaðnum, þar sem tekið var tillit
til erfiðrar stöðu þjóðarbúsins og þeirrar brýnu
nauðsynjar að draga úr viðskiptahallanum við útlönd.
Allt þetta, ásamt batnandi viðskiptakjörum við útlönd
síðustu tvö ár, lagði grundvöllinn að þeim miklu þátta-
skiptum, sem orðið hafa í þjóðarbúskap okkar síðustu
tvö árin. Eftir hinn geigvænlega halla í viðskiptum við
útlönd á árunum 1974 og 1975, komst viðskiptahallinn
síðastliðin tvö-ár ofan í aðeins um 2% af þjóðarfram-
leiðslu, en jafnframt hefur tekist að endurvinna að
fullu þá skerðingu lífskjara, sem efnahagsörðugleikarn-
ir höfðu haft í för með sér.
Þann eina en dökka skugga hefur borið á þennan
árangur, að ekki hefur tekist að draga nægilega ört úr
verðbólgunni eða græða þau margvíslegu mein, sem
henni fylgja. Samt hafði nokkur skilað i áttina, þótt
hægt færi, og fyrra hluta síðastliðins árs var verðbólgu-
hraðinn kominn niður undir 25%, og hafði minnkað um
nærri því helming frá því, sem hann komst hæst. En
jafnframt var ljóst, að frekari aðgerða i baráttunni við
verðbólguna væri þörf, ef tryggja ætti til larigframa
batnandi lífskjör og blómlegan atvinnurekslur í okkar
landi. Ríkisstjórnin hefur því lagt á það síaukna áherslu
að vinna gegn verðbólgunni og leita varanlegri úrræðna
til þess að ná tökum á þessum rótgróna sjúkdómi
íslensks þjóðfélags.
Hvað sem skoðunum rnanna líður að öðru leyti, eru
áreiðanlega flestir, ef ekki allir, sammála um það, að
verðbólga verður ekki hamin með aðgerðum á neinu
einu sviði efnahagsmála. Þar þarf til adköma samræmd
stefna á mörgum sviðum svo sem fjármálum ríkisins,
opinberum framkvæmdum, peningamálum, atvinnu-
málum og launamálum. Enginn vafi er á því, að taum-
hald hefur skort í mörgum greinum á undanförnum
árum. Hins vegar hefur ríkisstjórnin lagt á það mikið
kapp að bæta fjármálastjórnina og hemja þann hluta
fjárfestingar og eftirspurnar, sem er á hénnar valdi.
Tekist hefur að korna mun betri jöfnuði á í fjármálum
ríkisins, þótt enn skorti nokkuð á fullt jafnvægi. A
árinu 1977 dró verúiega úr opinberum framkvæmdum
eða 15—16% og stefnt er að um 9% samdrætti á þessu
ári. Akveðið hefur veríð að draga úr erlendum lántök-
um og hefta þannig aukningu skulda þjóðarinnar út á
við. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þes's að bæta hag
sparifjáreigenda og efla þannig innlendan sparnað, um
leið og lánskjör hafa verið endurskoðúð i því skyni að
draga úr þess háttar fjárfestingu. sem fyrst og fremst
ákvarðast af eftirsóknn eftir verðbólgugröða. Á öllum
þessum sviðum er enn úrbóta þörf, en það sem þegar
hefur verið gert á mikinn þátt i þeim árangri í efna-
hagsmálum sem náðst hefur til þessa.
Þétta frumvarp ásamt nýafstaðinni gengislækkun fel-
ur fyrst og fremst í sér ráðstafanir til þess að fást við
þann stundarvanda í þjóðarbúskapnum sem við eigum
nú enn einu sinni við að glírna og á rætur sínar i
verðbólgunni. í frumvarpinu eru hins vegar einnig
ákvæði sem hugsuð eru til frambúðar, þ.e. að breyting-
ar óbeinna skatta til hækkunar eða lækkunar skuli frá
riæstu áramótum ekki hafa áhrif á verðbótaakvæði
kjarasamninga. Þessi breyting er nauðsynleg frá sjónar-
miði bættiar hagstjórnar í landinu á komandi árum og
felur jafnframt í sér umbætur á launaákvörðunar-
aðferðinni, sem hér hefur tíðkast. Hún er skref í átt frá
velgengi f víxlhækkun kaupgjalds og verðlags.
I skýrslu verðbólgunefndar, sem ríkisstjórnin skipaði
fyrir rösklega einu ári til að kanna. horfur í verðlags-
málum og gera tillögur um ráðstafanir til að draga úr
verðbölgu, er áhersla á það lögð, að ástæðurnar fyrir
hinni öru verðbólguþróun hér á landi séu þess eðlis, að
ekki sé til nein einföld lausn, ekkert töfraorð. sent
kontið getur á verðfestu á andartaksstund. Til þess að
draga markvisst úr verðhækkun hér á landi á næstu
árum þarf að vinna að því að bæta hagstjórnaraðferð-
irriar á Ölium sviðum, og þær umbætur taka óhjákvæmi-
lega tirria. I skýrslu Verðbólgúnéfndar er fjallað um
þær breytingar, sem helst kæntu til greina í þessu
skyni. Þar er bent á réttar leiðir, sem þarf að fullkanna.
Nefndin bendir á nauðsynlegar umbætur í hagstjórn á
næstu árum i sex greinum:
1. Öflugri jöfnunarsjóðir í sjávarútvegi.
2. Virkari stjórn peningamála með beitingu vaxta,
v'erðtryggingar, bindiskylduákvæða og gengisskráning-
ar.
3. Styrkari fjárfestingarstjörn með samræmingu út-
lánakjara.
4. Traustari fjármálastjórn meðitilliti til árferðis.
5. Samræmdar tekjuákvarðanir og launasamningar.
6. Badt skipan verðlagseftirlits.
Þá gerir Verðbólgunofnd grein fyrir nauðsvn sam-
ræmdrar stefnu í efnahagsmálum til nokkurra ára í
senn og leggur til, að komið verði á fót fastri samvirinu-
Framhald á bls. 33.