Morgunblaðið - 11.02.1978, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
Þorhjörg Pálsdótt-
ir, Gilsá—Mnning
Fædd ll.des. 1885
Dáin 6. febr. 1978
Með Þorbjörgu á Gilsá eins og
hún var jafnan nefnd fyrir austan
er gengin mæt og minnisstæð
koria.
Þegar ég kynntist fyrst Þor-
björgu var hún komin um fimmt-
ugt, en þá og alltaf síðan fannst
mér lífsgleði einkenna hana sér-
staklega.
Virðist lífið þó ekki hafa leikið
við hana, því innan við tvítugs
aldur veiktist hún af berklum og
var hætt komin, en náði þó heilsu
eftir nokkur ár. Rúmlega þrítug
giftist hún Lárusi Jónssyni ættuð-
um frá Vopnafirði. Hófu þau bú-
skap í Breiðdal — fyrst að
Höskuldsstöðum og síðar að Gilsa
, föðurleyfð Þorbjar'gar, þar sem
hún bjó síðan.
Mann sinn missti Þorbjörg frá
fjórum ungum börnum þeirra,
sem hún bjó áfram með á Gilsá.
Og enn varð Þorbjörg fyrir þeirri
raun, að elsti sonur hennar lést
rúmlega tvítugur að aldri. En alla
þessa reynslu bar Þorbjörg með
einstöku æðruleysi. Stóð hún fyr-
ir búi sínu til ársins 1940 að synir
hennar tóku viö bústjórn fyrst
Páll og síðar Sigurður, sem enn
býr á Gilsá og síðustu árin í tví-
býli með syni sínum.
Þorbjörg var ein þriggja
kvenna, sem stóðu að stofnun
Góðgerðarfélagsins Einingar í
Breiðdal árið 1911 — og var hún
síðar um margra áratugi formað-
ur félags þessa, sem um langt
skeið lét mikið að sér kveða í
menningar og líknarmálum
sveitarinnar. Voru árlegar sumar-
samkomur Einingar sóttar víða að
af sunnanverðum Austfjörðum.
En mér enn í minni hversu sköru-
leg stjórn Þorbjargar var á þess-
um samkomum. Mikillæti átti hún
ekki til, en var frjálsleg og
hispurslaus — og sagði jafnan
hug sinn allan, hvort sem hún
ræddi við barn eða þjóðhöfðingja.
Auk glaðlyndis hennar — er mér
minnisstætt hvað hún var grand-
vör í umtali um fólk, heyrði ég
hana aldrei leggja misjafnt orð til
nokkurs manns, því hún virtist
aðeins vilja vita af því góða í fari
manna. Hún eignaðist líka marga
vini, sem hún hafði samband við.
Fyrir nokkrum árum átti ég
þess kost aó sjá og lesa verslunar-
bækur frá Breiðdalsvík, og rakst
þar á frá fyrstu árum aldarinnar
viðskiptareikning Þorbjargar á
Gilsá, sem þá var unglingur í
föðurgarði, og var aðal úttekt
hennar, póstpappír, pennar og
blek, sem sýnir að hún hefir
snemma byrjað að skrifa bréf,
sem hún gjörði mikið að á langri
ævi.
Hún kunn i góð skil á íslensku
máli og hafði sérstakan áhuga á
þjóðlegum fræðum.
Eftir að Þorbjörg hætti bú-
stjórn, ferðaðist hún all mikið á
milli vandamanna og vina, enda
mjög félagslynd og naut sam-
skipta við annað fólk, og eins og
áður er minnst á var hún fundvis
á kosti manna. Kom hún nokkrum
sinnum á heimili okkar hjónanna
og var þar sem annar staðar mik-
ill auðfúsugestur. Hún var
greind, fróð og skemmtileg og
hélt andlegu þreki fram að háum
aldri. Við hjónin heimsóttum Þor-
björgu fyrir fáum árum þar sem
hún var rúmliggjandi á sjúkra-
húsi. Var hún, sem löngum fyrr
veitandi fremur en þiggjandi í
samræðum okkar. Sagði hún mér
þá frá fyrstu kynnum móður
minnar og hennar, en þær voru
frænkur og vinkonur. En þá voru
þær, ungar stúlkur að læra osta-
og smjörgerð hjá Guðlaugu systur
Þorbjargar, sem lært hafði osta-
gerð á Hvanneyri. Þorbjörg sagði
þá meðal annars: „Þegar við
manna þín vorum að alast upp
þótti mest nauðsyn að hver hús-
móðir kynni að koma ull í fat,
mjólk í mat og að kenna barni
bæn. Ég hafði ekki áður heyrt
lokaorð þessa forna heilræðis. En
síðar hefir mér oft komið í hug
hversu stórkostleg lífsspeki var
fólgin í þessari setningu, þegar
hugsað er til þeirra tíma er meiri-
hluti þjóðarinnar háði óvissasta
baráttu fyrir lífi barna sinna.
Ég þakka að lokum Þorbjörgu
kynnin öll — og fordæmið, sem
hún gaf um trú á það góða í
tilverunni.
Bið ég Guð að blessa börnunum
og afkomendum öllum minningu
hennar.
Björn Stefánsson
Þorbjörg Pálsdóttir frá Gilsá í
Breiðdal, andaðist að Sólvangi í
Hafnarfirði 6. þessa mánaðar. Við
fráfall Þorbjargar á Gilsá eins og
hún var ætíð nefnd i Breiðdal sjá
sveitungar á bak einu af sínu
mesta mikilmenni og þjóðin tapar
enn einum hlekknum sem tengdi
nútímann við liðna tíð og sögu
hans á þeim miklu breytingatím-
um sem síðustu áratugir hafa ver-
ið í ísiensku þjóðlífi.
Þorbjörg á Gilsá bar gæfu tíl
þess á lífshlaupi sínu að vera mik-
ill bjargvættur á þessum breyt-
ingatímum f mörgum skilningi
þess orðs.
I huga þeirra sem þekktu þessa
stórbrotnu konu lítið meira en
nafnið tengist það líklega aðal-
lega útvarpsþættinum um ís-
lenskt mál. A þeim vettvangi
mátti heyra hennar nafn nefnt
viku eftir viku, þar sem hún var
með bréfum sínum til þáttarins
að fylla upp í eyður málvísinda-
manna um eitt og annað sem mál-
far snertir. Stundum á svo
rausnarlegan hátt að orðskýring-
unni fylgdi heil þjjiðsaga sem
skýrði orðið betur og bjárgaðist
sjálf í leiðinni frá glatkistunni.
Stutt er síðan að ég heyrði ís-
lenskufræðing vitna í bréf frá
Þorbjörgu á Gilsá er hann var að
ræða íslenskt mál í útvarpinu. Og
sjálfsagt á oft eftir að leita í henn-
+
Móðir okkar og amma.
ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR FREDERIKSEN,
Hringbraut 71,
Reykjavik,
lézt í Landsspitalanum aðfaranótt 10 þ m
Einar Freyr Frederiksen,
Játvarður Gunnar Frederiksen,
Inger Frederiksen Harvey,
Kristján Harvey.
Móðir okkar og tengdamóðir.
JAKOBÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR,
frá Melabúð,
andaðist að heimili sonar síns, Lyngbrekku 15, fimmtudaginn 9
febrúar Páll Sigurbjörnsson,
Magnfríður Sigurbjörnsdóttir,
Pétur Sigurbjörnsson,
Una Sigurbjörnsdóttir og tengdabörn.
+
Jarðarför konu minnar og dóttur,
INGIBJARGAR EDDU EDMUNDSDÓTTUR,
fer fram frá Fossvogskirkju. n k fimmtudag 1 6 febrúar kl 1 30
Jón Óttar Ragnarsson,
Sólveig Búadóttir
+
Frænka min,
JÓNINNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR.
andaðist í Hrafnistu 9 febrúar
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Björg Helgadóttir.
+
MARGRÉT BALDVINSDÓTTIR KOZAKOS,
leturgrafari,
frá Helguhvammi,
Vestur-H úna va tnssýslu,
lézt að heimili sínu í New York þann 2 7 janúar '78 og jór útförin fram
þann31 janúar
Vandamenn.
+
Föður- og móðursystir okkar,
SIGURVEIG SIGFÚSDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
sem andaðist 3 febrúar. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 1 3 febrúar kl 3 e h
Haukur Jóhannsson,
Maria Jóhannsdóttir,
Jónas Jóhannsson,
Baldur Sveinsson,
Hallur Sveinsson,
Jóhann Sveinsson.
+
Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar. tengdaföð-
ur og afa,
VILHJÁLMS JÓHANNSSONAR,
Vesturgötu 4,
Ólafsfirði.
Sigríður Gisladóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför.
VIGDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR WAAGE,
Meðalholti 6.
Ásta Guðmundsdóttir Hartranft,
Guðný Guðmundsdóttir Proden,
Hafsteinn Guðmundsson,
Ólafur Guðmundsson,
tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega fyrir auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og
útför föður okkar og sonar míns,
FRIÐRIKS Þ OTTESEN
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Ingibjorg F. Ottesen, Þuríður F. Ottesen,
Pétur F. Ottesen, ísleifur F. Ottesen,
Þorlákur G. Ottesen.
+
Alúðarþakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐBJARGAR GÍSLADÓTTUR.
Sigriður Jónasdóttir, Birgir Jónasson.
Hólmfríður Jönasdóttir. Ingólfur Rögnvaldsson.
Karl Jónasson, Gyðný Aradóttir,
Páll M Jónasson, Helga Viggósdóttir,
og barnabörn.
ar viskubrunni þegar brjóta skal
íslenskt mál til mergjar. En enda
þótt þessi þáttur í lífsstarfi Þor-
bjargar eigi eftir aö halda nafni
hennar á loft um ókomin ár ber
annað enn hærra í hugum sveit-
unga hennar og annarra ná-
granna.
Þorbjörg á Gilsá var ósérhlífinn
frumkvöðull í félagslegu starfi í
sínum átthögum. Hún gekkst
fyrir stofnun Iíknarfélagsins
Einingar árið 1911 og var lengst
af formaður allt fram til 1948 eða
svo og potturinn og pannan í hinu
blómlega starfi félagsins um ára-
tuga skeið.
Öllum eldri Breiðdælingum og
nágrönnum er í fersku minni enn
f dag Einingarsamkomurnar sem
haldnar voru í Breiðdal um ára-
tuga skeið. Þær voru annað og
meira en „skrall". Einingarsam-
komurnar voru áreiðanlega
menningarauki fyrir þær byggðir
sem þangað sóttu.
Til þess var tekið hve mikill
stórhugur fylgdi þessu félagi á
sinum tíma og átti Þorbjörg þar
stóran hlut ásamt fleiri góðum
liðsmönnum. Ég var þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera Þorbjörgu
samtíða í Breiðdal sem fullorðinn
maður á árunum 1958—71. Þá var
Þorbjörg á Gilsá um og yfir átt-
rætt en ekkert „gamalmenni". í
það minnsta ekki í anda.
Þorbjörg gerði mér stundum
heimsókn á þessum árum og gisti
þá gjarnan samkvæmt minni ósk.
Dýrmætum tíma var þá ekki varið
í að ræða hégóma. Sem eðlilegt
var varð íslensk tunga oft um-
ræðuefnið. Einnig uppeldis- og
skólamál. Þarna fór oftast þannig
að ég kennarinn varð þiggjandinn
er alþýðukonan innan úr dal,
fræðarinn.
Undir það síðasta var okkur
kannski svipað innanbrjósts eins
og þeim sem eru að búa sig undir
brimlendingu þar sem ferju-
maðurinn hyggst leggja út á hafið
aftur en farþeginn verður eftir á
ströndinni og brimgnýrinn hindr-
ar frekari orðaskipti.
Mér er sérlega minnisstæð
heimsókn Þorbjargar á Gilsá til
okkar hjónanna í Staðarborg
dögunum áður en við fluttumst
búferlum úr Breiðdal á haustdög-
um 1971.
Það voru í rauninni ekki orð
hennar er hún mælti til okkar í
litlu kveðjusamsæti, sem gerðu
mér þessa heimsókn mjög minnis-
stæða þótt þar væri vel og fallega
mælt. Heldur það að ég sannfærð-
ist enn betur en nokkru sinni
áður um að góðir samferðarmenn
á lífsleiðinni eru ekki aðeins öllu
gulli verðmætari á meðan þeirra
nýtur á samverustundu. Heldur
skilja þeir líka eftir f manni hluta
af sjálfum sér sem maður nýtur
góðs af um ókomin ár.
Þorbjörg á Gilsá hefur reist sér
bautasteina í sögu okkar kæra
móðurmáls og átthögunum fyrir
gnótt mannkosta.
Þorbjörg hefur reist sér bauta-
stein í mínum huga sem verða
mun mér vegvísir um ókomin ár.
Ég votta börnum og öðrum ást-
vinum Þorbjargar Pálsdóttur
samúð mína.
Þorbjörg verður jarðsungin frá
Eydalakirkju 11./2 1978.
Heimir Þór Gísiason
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast. blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.