Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR XI. FEBRUAR 1978
35
Skarphéðinn Skarp-
héðinsson fv. hóndi
að Króki — Minning
F. 2. júnf 1892.
Dáinn 2. febrúar 1978.
Með efa og grun er stofnað vort stríð.
t stundlegri trú er þess sigur og friður.
Sjálfdæmi á enginn ævi né tfð.
t eilífð sfn leikslok á maður og siður.
(E.Ben.)
í dag verður gerð frá Víðidals-
tungukirkju útför Skarphéðins
Skarphéðinssonar fyrrum bónda
að Króki í Þorkelshólshreppi. Er
þar kvaddur hinstu kveðju mætur
maður og mikilvirkur bóndi.
Skarphéðinn var fæddur að Finn-
mörk í Fremri-Torfustaðahreppi,
en fluttist ársgamall með móður
sinni, Þuríði Jóhannesdóttur, að
Fremri-Fitjum, þar sem hann síð-
an ólst upp fram um tvftugs ald-
ur. Mann sinn, Skarphéðin, missti
Þuríður stuttu eftir að drengur-
inn fæddist og var sonurinn
skírður við kistu föður síns.
Síðar giftist móðir hans aftur.
Stjúpfaðir hans var Jóhannes
Kristófersson, mætur og mikill
öðlingsmaður, er stjúpsonurinn
ávallt mat mikils, svo og öll hálf-
systkini sín, þau er hann ólst upp
með.
Jóhannes og Þuríður áttu sam-
an 6 börn. Eru nú tvö af þeim
látin: Kristófer, sem lézt fyrir
nokkrum árum, og Lára, sem dó á
síðasta ári. Öll voru þau Fremri-
Fitja systkini mikið mannkosta-
fólk og vel gefin, enda var heimili
þeirra Þuríðar og Jóhannesar tal-
ið myndarheimili í hvívetna, í af-
komu, háttum og gestrisni. Mun
ekki ólíklegt, að stjúpsonurinn
hafi að nokkru numið þar þau
sannindi, er síðar fylgdu honum
alla tíð, áreiðanleika, alúð við gest
og gangandi og snyrtimennsku í
hvivetna.
Eftir tvítugs aldurinn hleypir
svo Skarphéðinn heimdraganum
og gerist fyrst vetrarmaður að
Gafli í Víðidal, siðan vertiðar-
maður til sjós í Kálfshamarsvík
og loks vinnumaður á Stóru-
Ásgeirsá hjá þeim úrvalshjónum
Margréti Jóhannesdóttur og Ölafi
Jónssyni frá Söndum. Mun ekki
ólíklegt, að þar hafi hann einnig
fengið í veganesti þá nýtni og þau
hyggindi, er auðkenndu alla
búskapartíð hans siðar meir.
Arið 1916, þá 24 ára gamall,
ræðst hann í það að kaupa jörðina
Krók, sem þá var laus, og hefja
þar búskap og ræður til sín sem
ráðskonu Málfríði Steingríms-
dóttur frá Litlu-Hlíð. Jörðin Krók-
ur hafði gott sauðfjárland vor og
haust, en að vetri mikið vetrarríki
og snjóalög. Hún var afskekkt
reytingskot með blautar fúamýr-
ar, grýtta jörð og lélegar bygging-
ar. Fjárhagur unga bóndans var
naumur, en því meiri dugur og
atorka, ósérhlífni í ríkum mæli.
Ari siðar festir hann svo ráð sitt
og gengur að eiga frænku sína,
Kristínu Arnadóttur frá Neðri-
Fitjum, sem þá var ung að árum.
Harðindaárin 1918 og 1919 urðu
því ungu hjónunum þung í skauti,
en samstæður vilji, samhjálp og
karlmennska bar ofurliði alla erf-
iðleika, stæltu viljann og gáfu sig-
urvissu. Ungi bóndinn festi
snemma ást á landi sínu og helg-
aði þvi krafta sína, hóf ræktunar-
störfin með atorku og elju. Þó að
verkfærin væru aðeins skófla og
haki, þá voru grafnir langir
skurðir og jarðvegur fluttur á ber
holtin, vinnustundir dagsins ekki
mældar. Eins og dropinn holar
steininn, þannig vinnur iðja og
árvekni bóndans stórvirki.
Eftir hálfrar aldar lífsstarf
manns og moldar, þá vitnaðr það
sambýli um mikinn mann, hand-
tök hans, þrek hans og elju. Þar
sem áður voru fúamýrar, gróa nú
þurrar lendur. Þar sem áður voru
grýttir, berir melar, eru nú græn-
ir töðuvellir. Þar sem áður voru
lítil og léleg húsakynni, standa
góð og reisuleg hús yfir fólk og
fénað. Beitiland og ræktun af-
markað traustum girðingum, bú-
sæld og snyrtimennska hvar litið
er.
Kotbýiið orðið að góðbýli með
bílveg heim í hlað og sima í stofu.
Stórvirkar vinnuvélar teknar við
af mannshöndinni og ilmur í
varpa. Bak við iðju og áform sló
það hjarta, sem var knúið af heit-
um funa og gleði yfir unnum sigr-
um dagsins og önn stundarinnar,
ást einyrkjans til landsins var lof-
gjörð, er hann sá draum sinn ræt-
ast með hverjum nýjum degi,
hverju nýju vori, þegar groður-
máttur jarðar kveður til nýs lífs,
nýrra starfa.
Þau hjón Kristín og Skarphéð-
inn eignuðust fimm börn, sem öll
eru uppkomin og hafa stofnað sín
eigin heimili.
Tvíburadætur fæddust þeim
veturinn 1919; Sigríður, sem er
I gift Magnúsi Jónssyni, bónda í
Huppahlíð, Miðfirði, og Þuríður,
sem er gift Guðmundi Ellert Er-
lendssyni, reiðhjólasmiði, Reykja-
vík. Önnur börn þeirra eru: Árni,
ókvæntur, búsettur að Kleppsvegi
60, Reykjavík, Anna, gift Ragnari
Olsen, vinnuvélastjóra, Skipa-
sundi 84, Reykjavík, og Baldur,
sonurinn sem lengi stóð við hlið
föður síns við búskapinn uns
hann kvæntist Ingibjörgu
Daníelsdóttur frá Valdarási og
eru þau búsett að Þórukoti í Víði-
dal.
Einnig hafa þau hjón Kristín og
Skarphéðinn alið upp tvö barna-
börn sín; Krfstínu Árnadóttur,
sem er við nám í Reykjavik, og
Stellu, dóttur Sigriðar, sem er nú
búsett í Svíþjóð. Öll eru þau börn
gott fólk og vel gert.
Arið 1968 ákveður hinn aldni
bóndi að hætta búskap og flytur
til Hvammstanga, þar sem hann
kaupir hús og segir skilið við það
býli, er hafði fóstrað hann og fjöl-
skyldu hans meira en hálfa öld og
geymdi verk hans og hugsjón.
Líkaminn, sem áður var svo sterk-
ur, hafði mikið tæmzt af kröftum
og heilsan farin að bila, einkum
var það þó sjónin, sem dapraðist
uns hann varð alveg blindur. En
Guð, sem hafði gefið honum svo
mikið þrek og hraustan líkama,
veitti miskunn þreyttu barni sínu
og sendi i veg hans Úlfar Þórðar-
son, augnlækni, er skar hann upp
á augum með þeim árangri, að
hann fékk góða sjón á ný og hélt
henni til dauðadags.
Er ég nú lít yfir æviveg Skarp-
héðins Skarphéðinssonar við
leiðarlok hér í tímanum, þá held
ég, að hann hafi verið hamingju-
samir maður. Hann eignaðist góða
konu, sem stóð traust við hlið
hans, eignaðist mannvænleg börn
og barnabörn, er veittu honum
ástúð og yndi. Undi glaður við
verk sitt, sá draum sinn rætast og
árangur erfiðis sins bera velmeg-
un þeim, sem voru honum kær-
astir. Hann var hæglátur i lund og
dulur og bar ekki tilfinningar sin-
ar á torg, fastur fyrir, er hann
hafði mótað skoðanir sínar. Þó
hygg ég, að ekki hafi það verið
sársaukalaust, er hann yfirgaf bú-
jörð sína i eyði og ævistarf, en en
það er önnur saga.
Við, sem þekktum hann, bless-
um minningu hans, dáum dreng-
skap hans og þökkum ævistarfið
og góða samleið. Ég og kona mín
vottum Kristínu, systur minni,
börnum þeirra og barnabörnum
svo og öðrum ættingjum innileg-
ustu samúð.
Vor jörð geymir eitl og allt, sem ég vil,
ódáins Iffið, að vera til.
(E.Ben.)
Arinbjörn Arnason.
Umsjón: Jóhannes
Tómasson og
Agúst Asgeirsson
Nýr
Mælaborðið er lika allbreytt og ýmist eru tveir stólar frami
eða bekkur og tekur hann þá 5 farþega. annars 4.
Bronco og stærri
FORD Bronco-jeppinn hefur verið
fluttur til landsins síðan á árinu
1966 er hafið var að framleiða
hann hjá Ford-verksmiðjunum í
Bandarikjunum. Umboðin tvö,
Sveinn Egilsson og Kr. Kristjáns-
son, sem nú hafa verið sameinuð,
hafa á þessum árum flutt inn um
það bil 1900 bila og eru langflest-
ir þeirra á skrá enn í dag að sögn
umboðsmanna hjá Sveini Egils
syni.
Með árinu 1978 hefur Bronco
gerbreytt um útlit og er nú billinn
allur mun stærri og rúmbetri en sá
gamli Kemur breytingin mest fram i
stærðinni, stærra farangursrými
t d , en aksturseiginleikar eru líka
mun betri, bíllinn er enn þýðari en
gamli Broncóinn í útliti eru óneitan-
lega líkindi með Blazer
Bronco er nú fáanlegur i tveimur
aðalgerðum, Custom og Ranger
Fylgja þeim síðan ótal aukahlutir
þannig að hver getur pantað bil við
sitt hæfi og á verði frá um 5 upp i
tæpar 7 milljónir Custom-gerðin
kostar 5,1 beinskiptur með vökva-
stýri, stærri gerð bensintanks (yfir
100 litra) með snjómynztri á dekkj-
Hægt er að leggja niður aftursætið og fá enn meira rými.
Billinn er klæddur og með teppi á gólfum, en í ódýrari
gerðinni verður að panta klæðninguna sérstaklega.
um, styrktum fjöðrum og með 4
framhöggdeyfum. sem gera bilinn
styrkari i akstri
Ranger kostar um 6 milljónir, en
honum fylgja ..standard ýmsir hlut-
ir er panta verður sérstaklega fyrir
Custom. svo sem klæddar hliðar.
krómaðir stuðarar. króm á hliðum
og i þessu verði er miðað við sjálf-
skiptingu og vökvastýri Með fleiri
aukahlutum er verðið komið upp i
um 7 milljónir
I akstri er Bronco-Ranger með
vökvastýri og sjálfskiptur vissulega
mjög þægilegur. aflið er yfrið nóg
og hann er jafnsnúningalipur i stæði
og meðalfólksbíll Hann liggur allvel
á vegi og kannski bezt ef honum er
ekið i fjórhjóladrifinu, sem hlýtur að
auka á bensineyðslu Um hana
erfitt að segja. hún er ekki gefin upp
af hálfu verksmiðjunnar og umboðs-
menn hafa ekki enn handbærar tölur
um hana En vélin er 5.8 litra 351
cc 8 strokka 147 hestafla og
‘bensintankur um eða yfir 100 litrar
og getur það gefið einhverja vís-
bendingu ef til vill Hægt er einnig
að fá vélina 6 6 litra, 400 cc. Með
þvi að vélin er svo miklu stærri en i
eldri gerðum Bronco eru aðrar
gerðir milliklassa einnig nauðsyn-
legar. og á það að gera bilinn enn
traustari i átökum
Ef litið er á nokkrar tölur um
stærð bilsins eru þessar helztar
Hæð 191 sm, breidd 201, lengd
45,7 lengd milli hjóla 264 og hæð
undir lægsta punkt 19'—20 sm
Burðargeta er milli 300—500 kg
eftir gerðum Þyngd bilsins er 2200
kg
Breytingar áAustin Mini?
í BREZKA blaðinu Finacial Times
er greint frá því nýlega að British
Leyland veksmiðjurnar séu um
það bil að hætta við að koma með
nýja gerð af Austin Mini á
markaðinn eins og ráðgert hafði
verið. í stað þess er rætt um að
gera eigi nokkrar breytingar á
Mini frá því sem hann er í dag, en
þegar hafa verksmiðjurnar lagt
um 45 milljónir punda í undirbún
ing þessara breytinga.
Ekki hefur enn verið tilkynnt um
þessar breytingar i smáatriðum. en
gert er ráð fyrir að nýr Mini verði
nokkru stærri. og á hann að styrkja
stöðu Leyland-verksmiðjanna á sviði
bíla i millistærðarflokki en talið er
að þær standi nokkuð veikt í þeim
flokki Þá er einmg getið um að
nokkrar breytingar standi fyrir dyr-
um á yfirstjórn verksmiðjanna. en
um þessar mundir er verið að
athuga með fjárfestingar i verk
smiðjum Leyland i Suður Afriku og
Ástraliu
Nýtt útlit, stærri Bronco og hefur hann meira farangursrými. betri aksturseiginleika en
eldri gerðir. Ljósm. RAX.